Tíminn - 27.03.1962, Blaðsíða 13

Tíminn - 27.03.1962, Blaðsíða 13
MINNING: Karl A. Jónsson Múla í Álftafirði Karl A. Jónsson á Múla í Álfta- firði andaðist 1. febr. s.l. Hann var fæddur að Kambsseli í sömu sveit 26. nóv. 1887. Foreldrar hans voru Jón Árnason og Katrín Ant- oníusdóttir, sem lengst og mest bjuggu á Múla í Álftafirði. Þar ólst Karl upp frá 7 ára aldri og var við þann bæ kenndur. Búskap hóf Karl ásamt fyrri konu sinni, Dag- nýju Þorsteinsdóttur, 1914 og stofnaði þá þegar nýbýli í Múla- landi. Var þar allt uppbyggt og ræktað frá grunni. Þar bjó Karl allan sinn búskap og gerði mynd- arlega og góða jörð. Dagný kona Karls andaðist 1920. Kvæntist Karl öðru sinni 1923 Guðnýju Jónsdóttur frá Flugu- stöðum og lifir hún mann sinn. Karl og Dagný eignuðust 5 börn og eru 3 á lífi, öll búsett í Alfta- firði. Karl og Guðný eignuðust eina dóttui-, og er hún einnig bú- sett í Álftafirði. Þrjú af börnum Karls búa á æskuheimili hans Múla, enda eru þar nú þrjár vild- arjarðir orðnar, sem áður var ein. Karl í Múla, eins og hann var oftast nefndur, var félagslyndur maður í bezta lagi og kom víða við í málefnum sveitar sinnar og hér- aðs. Hann var lengi deildarstjóri Álftafjarðardeildar Kaupfélags Berufjarðar og síðar í stjórn þess. Hann var lengi í stjórn ............................., , -................................. Búnaðarfélagsins og lengst af formaður. Fulltrúi á Búnaðar- sambandsfundum og fundum bænda og sótti þá manna bezt, enda röskur til ferðalags. Skóla- nefndarformaður var hann fram yfir 1950 og svo mætti lengi telja. Karl var vaskleikamaður, félags- lyndur og hrókur alls fagnaðar hvar sem hann fór. Mun hann lengi minnisstæður þeim, sem honum kynntust. Fylgja honum hlýjar kveðjur og þakklæti þeirra sem honum urðu samferða á lífsins leið. Karl var jarðsettur í heimagrafreit að Múla 10. febr. s.l. Pökkunarstúlkur og karlmenn Óskast. Fæði og húsnæði. Mikil vinna. HRAÐFRYSTISTÖÐ VESTMANNAEYJA sími 11 og 60 (í Reykjavík 19-4-20). £*ér nfótið vaxandi álits_ jþegar þér notið Blá Gillette Extra rakblöð ’ér getið verið vissir um óaðíinnanlegt útlit yðar, þegar þér notið Blá Gillette \tra blöð, undrablöðin, sem þér finnið ekki fyrir. Pó skeggrótin sé hörð eða úðin viðkvæm, þá finnið þér ekki fyrir blaðinu ef notuð eru Blá Gillette Extra. 5 blöð aðeins Kr. 18.50. GiHette er eina leiðin til sómasamlegs raksturs ® Gillette er skrásett vorumerkl. B íiaviðgerðaverkf ærí „cylinder“ slípihausar °g bremsudælu slíparar fyrirliggjandi. SNORRRI G. GUÐMUNDSSON Hverfisgötu 50. Sími: 12242. Barnavagnar Notaðir barnavagnar og kCTrur og burðarrúm, einn- ig nýjar kerrur. Sendum í póstkröfu hvert á land sem er. BARNAVAGNASALAN Baldursgötu 39. Sími 24626 PASKAFERÐ TIL KANARIEYJA ★ ★ ★ ★ ★ Tólf daga ferð, 14.—26. apríl, verzlunardagur í Lontlon Suðurhafseyjar með sólskinsparadís allan ársins hring. Heitur sjór og sólheitar baðstrendur 2400 km frá miðbaug. Skemmtiferðir um litríkt landslag og borgir með fjölbreyttu skemmtanalífi. Tveggja daga ævintýraferð til Afriku fyrir þá, sem vilja ferðast meira. Dvalið á glæsilegu luxushóteli á Tenerife. Einkasundlaug fyrir gestina og bag og sólsvalir með hverju herbergi. íslenzkur farastjóri alla ferðina. fslenzk flugvél alla leið lækkar ferðakostnaðinn um helm- ing. Flugferðir qg allt uppihald kr. 12.800,—. Venjulegt flug- far með áætlunarvélum og sams konar dvöl kr. 25.300,00. Flogig allar leiðir ferðarinnar með nýjustu millilandaflugvél Flugfélags íslands h.f. Cloudmaster DC 6B me ðradar og loft-þéttu farþegarými, sem tryggir þægilega ferð. Fyrsta flokks veitingar á flaugleiðunum. Dragið ekki of lengi ag tilkynna þátttöku, því þag er þegar búið að ráðstafa miklum meirihluta af þelm 74 sætum, sem hægt er að taka í þessa eftirsóttu ferð. Sleppið ekki þessu einstæða tækifæri til ag komast ódýrt tii hinna eftirsóttu Suðurhafseyja, sem Forn-Rómverjar gáfu nafnið „Paradísareyjar", vegna landslagsfegurðar og veður- sældar. Ferðaskrlfstofan fflfflfflá) Bankastræti 7 » Símí 16400 TIMINN, þriðjudaginn 27. marz 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.