Tíminn - 04.04.1962, Blaðsíða 3
RAATHEN
RÆDIR EN
ASTAPAR
NTB—Osló, 3. apríl. SAFE,
flugfélag Ludvig Braathen,
hélt í dag stjórnarfund á 25
ára afmæli félagsins, og kom
þar fram, að fypfrtœkíð stend
ur mjög trausfum fótum og
skilar miklum arSi. Braathen
forstjóri notaSi tækifæriS á
fundinum aS gagnrýna flug-
félagiS SAS harSlega og
íhstinga upp á, aS norska ríkið
hætti við hlutdeild sína í því
mikla tapreksfrarfyrirtæki.
f dag var einnig haldinn stjórn
arfundur í SAS til þess ag ræða,
hver skyldi verða forstjóri. á cftir
Svíanum' Nicolin, sem er í þann
veginn að segja upp og taka við
fyrri stöðu sinni sem forstjóri
ASEA, hins mikla rafmagnsvöru-
fyrirtækis Á fundinum í dag náð
ist ekki samkomulag um eftir-
tnann Nicolins frekar en í gær.
Helzt er ræt.t um, að eftirmaður-
inn verði ekki. Svíi, heldur annað
hvort Norðmaður og Dani, og eru
ýmis nöfn nefnd í því sambandi.
Milljóna gróði
Hið norska flugfélag Braathens
flutti í fyrra 160 þúsund farþega,
■en flutti árig 1960 125 þúsund
farþega. Á þessu ári reiknar flug
félagið með að flytja um 200 þús
und farþega. Árið 1960 var rekst'.’
arafgangur fyrirtækisrins um 32
milijónir íslenzkra króna og í
fyrra um 25 milljónir íslenzkra
króna.
Það eru nú liðin 25 ár síðan
Braathen hóf flugþjónustu sína
Hann hefur oft stundað millilanda
• flug, en hefur nú um nokkurt
skeið aðeins stundað innanlands-
flug. Nú fyrir stúttu hóf hann
áætlunarferðir til Jan Mayen, en
hefur flogið til Svalbarð í þrjú
ár.
Miklar framkvæmdir
ó Sóla
Um þessar mundir standa yfir
mi.klar framkvæmdir í flughöfn
og verkstæði SAFE á Sóla. Á þar
að verða viðgerðaraðsta3a fyrir
DC8-þotur. Þarna starfa nú um
,500 tnanns, enda sér Braathen
Ifka um viðhald á flugvélum Loft-
Íéíða.
Braathen sagði á fundinum í
dag, ag sjálfstætt norskt flugfélag
mundi geta hagnazt um 60 m'illjón
ir ísl'. króna á ári, ef Norðmenn
segðu skilið við §kandinavisku
saimsteypuna SAS, og önnuðlust
sjálfir innanlandsflugið og flug
til útlanda.
Um SAS sagði Braathen, að
gera yrði stórkostlegar breytingar
á rekstrinum ef eitthvað ætti að
grynna á taprekstrinum. Það
yrði að segja upp mörgum þús-
undum starfsmanna.
Braathen gagnrýndi, að SAS
ræki rekstur með miklu tapi á
ýmsum smærri sviðum áætlunar-
og flökkuflugs, og spillti jafnframt
fyrir smærri. flugfélögum, sem
byggja rekstur sinn eingöngu á
slí'ku flugi.
Froildizi í f£.r£p|sí Mynd þessi er tekin.. síðast liðinn fimmtudag, er yfirmenn hersins í Argcntínu
ö gerðu byltingu, handtóku Frondlzi forseta og flutfu hann í fangelsi á eyjuna
Martin Garcia á La Plata fIjótl. Hér sést, er Frondizi stfgur inn I flugvélina, sem flu'tti hann í fangelsið.
• •
NTB—London, 3. apríl. Ring-
ulreiðin í Sýrlandi fékk skyndi
legan endi í dag, er báðar
herforingjaklíkurnar, í Dam-
askus og Aleppo, hættu bar-
áttu sinni, og völdin voru
fengin í hendur fyrrverandi
stjórn, þeirri, sem velt var úr
sessi á miðvikudaginn í fyrri
viku. Varð Nazem el Kudsi
aftur forseti í dag.
Útvarpið í Damaskus tilkynnti í
kvöld, að' liðsforingjarnir í Aleppo,
stuðningsmcnn Nassers Egypta-
landsforseta, sem 'gerðu gagnbylt-
ingartilraun í gær, hafi hætt við
hana í dag og dregið herlið sitt til
bækistöðva sinna.
Fyrr um daginn hafði hershöfð-
ingjaklíkan í Damaskus sent Al-
eppo-liðsforingjunum úrslitakosti
um að gefast upp strax eða vera
i'efsað sem uppreisnarmönnum.
Jafnframt er talið, að flugvél-
ar Damaskus-manna hafi gert loft-
árásir á stöðvar Aleppo-manna í
norðurhluta Sýrlands.
Er liðsforingjamir í Aleppo
höfðu gengið að þessum skilmál-
um, afhentu hershöfðingjarnir í
Damaskus hinni löglegu borgara-
legu stjóm aftur völdin og buð-
ust sjálfir til að fara í útlegð til
að komizt yrði hjá borgarastyrj-
öld.
Síðan flugu þeir sjö í sýrlenzkri.
yrtu sjúklinga
rúmum þeirra
NTB—Algeirsborg, 3. apríl.
Sennilega hefur leyniherinn
OAS aldrei gengið lengrn í
hrySjuverkum sínum en í
morgun, er hópur þeirra réðst
inn í sjúkrohús í Bouzareh
og myrti sjúklingana í rúm-
unum.
OAS-mennirnir komu að sjúkra
húsinu, sem er í einkaeign Serkja,
á fjórum bílum. Þeir skutu fyrst
á húsið með vélbyssum sínum. Síð
an ruddust þeir í þremur hópum
inn í húsið og skutu úr vélbyss-
um á sjúklingana, þar sem þeir
lágu í rúmum símim. Tíu sjúkling
ar féllu og sjö særðust.
Áður en hryðjuverkamennirnir
hurfu á brott, komu þeir 15 kíló-
gramma sprengju fyrir í skrifstofu
forstjóra sjúkrahússins. Þegar hún
sprakk, eyðilagðist mikill hluti
sjúkrahússins.
Ræna stöðugt
Fimm önnur hryðjuverk voru
framin í Alsír í dag og féllu í
þeim tveir menn. OAS-menn
rændu einnig miklum fjármunum
í dag sem oftar. Þeir tæmdu kassa
aðaljárnbrautalrstöðvarinar í Al-
geirsborg og hurfu á brott með
10 milljóna íslenzkra króna virði
í peningum. Tvo banka rændu
þeir einnig.
Serkir gerðu árás
Serkneskir þjóðernissinnar réð
ust á franskan herflokk í grennd
við fransk-serkneskt samyrkjubú
miðja vegu milli Oran og Algeirs-
borgar. Hér mun ekki hafa verið
um stuðningsmenn* uppreisnar-
stjórnarinnar FLN að ræða, held-
lur Serki, sem viðurkenna ekki
vopnahléið í Evian. Féllu þarna
fjórir franskir hermenn og sjö
Serkir.
Samtímis er aðgerðum gegn OAS
haldið áfram í fjöllum Vestur-
(Framhald á 15. siðu).
áætlunarvél til Sviss og höfðu þá
fengið sendimannavegabréf í
sendiráði Sviss, með fullu sam-
þykki sýrlenzku stjómarinnar.
Þar með virðist ró vera komin
á í öllu Sýrlandi og völdin í hönd-
um borgaralegrar stjórnar.
Damaskus-menn höfðu ákært
liðsforingjana í Aleppo um að
hafa beðið um hjálp frá Egypta-
landi, en ríkisstjórn Nassers í Ca-
iro hefur vísað þeirri ákæru á
hug. Nasser forseti sagði í dag, að
Egyptaland byðist til að gera
hvað, sem í þess valdi stæði, til
að koma í veg fyrir borgarastyrj-
öld í Sýrlandi. Landinu væri
hætta búin utan frá, og eining
þyrfti því að vera innanlands.
Sagt er, að ósamkomulag hafi
risið upp meðal liðsforingjanna í
Aleppo um afstöðuna til Egypta-
lands, en sumir þeirra voru ákaft
hlynntir því, að Sýrltf.id g:sngi
aftur í Arabiska sambandslýð-
veldið með Egyptalandi.
Þrjár spurningar
til Sovétríkjanna
NTB—Geneve, 3. apríl. Á
fundi afvopnunarráðstefnunn
ar ( dag lagði fulltrúi Breta
fram þrjár spurningar til Sov
étríkjanna í tilefni þess, aS
Sovétríkin hafa ekki viljað
fallast á neins konar eftirlit
með því, að banni við tilraun-
um með kjarnorkuvopn. verði
framfylgt.
Það var Godber, ráðuneytisstjóri
i brezka utanríkisráðuneytinu, sem
lagði þessar spurningar fram í
ræðu, þar sem hann skoraði á
Sovétrikin að sýna hina minnstu
eftirgjöf í deilunni um eftirlit. ■—
Hann sagði, að Vesturveldin
rr.undu áfram sýna samningalipurð
og samningsvilja og fór fram á
svipaða. afstöðu af hálfu Sovétríkj
anna.
Spurningar Godbers voru þessar:
1. Er einhver von til þess, að
Sovétríkin fallist á einhvers kon-
ar, alþjóðlegt eftirlit á rússneskri
jörð í sambandi við hræringar,
sem ekki er unnt að greina, hvort
eru jarðskjálftar eða kjarnorku-
tilraunir?
2. Álíta Sovétríkin í samræmi
við röksemdir sínar um, að eftirlit
séu dulbúnar njósnir, að borgarar
hlutlausu ríkjanna muni koma til
Sovétríkjanna í njósnahugleiðing-
um, og hvers vegna álíta Sovétrík-
in það þá?
3. Munu Sovétríkin hvorki gefa
Vesturveldunum neinar upplýsing
ar um, hvernig smíða eigi mæli-
tæki, sem geta greint hræringar,
Framhald á 15. síðu.
T Í‘M IN N, miðvikndaginn 4. apríl 1962
3