Tíminn - 04.04.1962, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.04.1962, Blaðsíða 6
' immmm GengisfelEingin átti engan rétt á sér Þessi bráðabirgðalög eru rök- studd þannig af forseta íslands við útgáfu þeirra, 3. ágúst 1961: „Forsætisráðherra hefur tjáð mér, að þar sem Seðlabanki ís- lands hafi, með samþykki ríkis- stjórnarinnar, ákveðið nýtt gengi íslenzkrar krónu, beri nauðsyn til að lögfesta ákvæði um ráðstöfun gengismunar, breytingar gjalda á útflutningi og nokkur atriði varðandi fram kvæmd gensisbreytingarinnar". Ríkisstjómin hafði gengizt fyrir útgáfu annarra bráða- birgðalaga, 1. ágúst 1961, um að fela Seðlabankanum valdið til að skrá gengi íslenzku krónunn- ar. Menn spyrja: Hvers vegna réðst ríkisstjórnin í það af van- heimildum að fela Seðlabankan um gengisskráningarvaldið, úr því að hún gat sjálf „milli þinga“, samkv. stjómarskránni fellt gengið? Líklegast er, að henni hafi hrosið hugur við að bera ein á- byrgð á því að fella gengi krón- unnar í annað sinn á tveim ár- ur, — og það er mannlegt. Von hennar hafi verið. að hún mundi geta komið þunga á- byrgðarinnar að verulegu leyti á Seðlabankann með þessu móti. En eins og rikisstjómin hefði fyrirfram mátt vita, hefur sú von gersamlega brugðizt. Auðvit að heyrðu allir, að ákvörðun Seðlabankans var ekkert ann- að en bergmál af fyrirmælum ríkisstjómarinnar til hans. Forseti íslands gerði kunnugt um leið og hann gaf út bráða- birgðalögin í ágúst s.l.: „Viðskiptamálaráðherra hef- ur tjáð mér, að vegna hinna miklu kauphækkana, sem átt hafa sér stað að undanförnu, séu fyrirsjáanlegir miklir erfið- leikar í efnahagsmálum, ef ekk ert sé að gert. Áhrif kauphækk- Þingstörf í gær I neðri deild var frum- varp um síldarútvegsnefnd afgreitt til 3./ umr. Frum- varp um almannavarnir var til 2. umr. og töluðu þeir Jóhann Hafstein, Hannibal Valdimarsson, Jón Skafta- son, Einar Olgeirsson og Lúðvík Jósepsson. Fundi var frestað laust fyrir kl. 6. í efri deild var frumvarp um ríkisábyrgðasjóð afgreitt til neðri deildar og einnig frumv. um vernd barna og ungmenna. Aflatrygginga- sjóður sjávarútvegsins var til 1. umr. í deildinni. Tal- aði Emil Jónsson, sjávarút- vegsmálaráðh. fyrir frumv., en auk hans töluðu Sigurvin Einarsson og Björn Jónsson. Frumv. um innflutning bú- fjár var afgreitt til 3. umr. Fundur var boðaður kl. 8,30 í neðri deild í 'gærkv. Fundir voru í báðum deild- um í fyrrakvöld. ananna muni á skömmum tíma breiðast um allt hagkerfið og valda almennri hækkun fram- leiðslukostnaðar og aukinni eft- irspurn eftir gjaldeyri, en þetta muni svo, á hinn bóginn hafa í för með sér versnandi afkomu útflutningsatvinnuveganna og alvarlegan greiðsluhalla þjóðar- búsins út á við. Til þess að koma í veg fyrir þessa þróun og at- vinnuleysi og gjaldeyrisskort, sem henni mundi fylgja, beri nauðsyn til að endurskoða geng isskráninguna í samræmi við breytt viðhorf------------‘ í þessum tilfærðu orðum, sem frekar hefðu efnisins vegna átt að fylgja þessu frumvarpi en frumvarpinu um Seðlabankann, felst tilraun til greinargerðar um það, hvers vegna ríkisstjórn in vildi fella gengi krónunnar enn á ný. Um leið eru þau fyrir- mæli til Seðlabankans um að fella gengið. Þeim fyrirmælum hlýddi bankinn, eins og stjórnin ætlaðist til. Verður ekki sagt, að hann hafi verið óþjáll hinu pólitíska valdi augnabliksins. Ástæður fyrir gengisfelling- unni telur rikisstjórnin samn- inga þá, sem vinnuveitendur og verkamenn gerðu sín á milli um kauphækkanir s.l. sumar. Skúli Guðmundsson, 1. þm. Norðurl. vestra, segir í nefndar- áliti sínu í Nd. á þskj. 450 um kaupið, sem verkamenn höfðu átt við að búa: „f októbermánuði 1958 var tímakaup verkamanna í Reykja vík kr. 21.85 í dagvinnu. Tillögur þær um efnahagsmál, er ráð- herrar Framsóknarflokksins í þáverandi ríkisstjórn lögðu fram þá um haustið, voru við það miðaðar. að kaupmáttur timakaups héldist óbreyttur, eins og hann var í október 1958 eða í febrúar sama ár. Þeim til- lögum var hafnað, svo sem kunn ugt er, og ágreiningur um þau mál leiddi til stjórnarskipta í desember 1958. Breyttist þá hag ur verkamanna skjótt til hins verra, og síðan hafa þeir búið við miklu lakari kjör en þeir áttu kost á að semja um fyrir stjórnarskiptin 1958. í febrúar 1959 var dagvinnukaup þeirra lækkað niður í kr. 20.67 á klst., og hélzt það óbreytt fram á ár- ið 1961. Var það 5.4% lægra en verið hafði í október 1958, en kaupmáttur tímakaupsins rýrn aði miklu meira á þessu tíma- bili. Fyrir 8 klst. vinnu alla virka daga nemur þetta kaup rúmlega 4100 kr. á mánuði að neðaltali". Við þessa gagnorðu og glöggu skýrslu Skúla Guðmundssonar um kaupið er því að bæta, að tal ið er, að kaupmáttur launa verkamannsins hafi rýrnað frá því í febrúar 1960, þegar ríkis- stjórnin setti efnahagslöggjöf þá, er hún vill kenna við „við- reisn“, og til maíloka 1961 um 15% (þ.e. úr 99 stigum í 84 stig, ef kaupmátturinn er talinn hafa verið 100 stig árið 1947). Þannig stóðu sakir. þegar verkalýðsfélögin leituðu kjara- bóta fyrir félagsmenn sína og tilkynntu verkföil, ef samning- ar tækjust ekki. Þau höfðu lengi að undanfömu, án árangurs, beðið eftir úrbót á versnandi kjörum. Alþýðusamband ís- lands leitaði til ríkisstjórnarinn ar um lagfæringar á efnahags- málunum, er gætu komið í stað kauphækkana, en stjórnin dauf heyrzt við þeim. Komið var sumar og hábjarg ræðistími, síldveiðar að hefjast við Norður- og Austurland, fisk ur kominn á miðin. Enginn gat neitað því, að kröf ur verkalýðsins um bætt kjör, voru að fullum tilefnum gerðar. Spurningin var: Átti að synja þeim eðlilegu kröfum og eyða sumrinu í verkföll? Samvinnumenn svöruðu með því að semja fyrstir um sann- gjarna lausn. Aðrir komu á eft ir. Vinnufriðurinn var tryggður. Þjóðarbúinu bjargað úr bráðum háska og stjórn ríkisins gerður mikill greiði. En hvernig brást ríkisstjórnin við, Hún misskildi hlutverk sín og aðstöðu. í stað þess að þakka greiðann, fagna niðurstöðunum og gera sitt til, að þær mættu bera sem heillaríkastan árang- ur, taldi ríkisstjórnin þetta vera tilræði við efnahagslífið í land- inu, — og gerði gágnráðstafan- ir með því að fella í annað sinn skráð gengi íslenzku krónunnar og nú um 11.6%, en það þýðir 13.1% hækkun á erlendum gjald eyri. Með þessum hætti kippti ríkis stjórnin svo rækilega fótum und an kjarabótum þeim, sem verka menn öfluðu sér með samning- um sínum við vinnuveitendur s. 1. sumar, að kaupmáttur launa verkamanns í Reykjavík, sem var, áður en samið var, 84 stig, hefur nú lækkað ofan í 83 stig. Þegar ríkisstjórnin var að láta Seðlabankann fella gengið s.l. sumar, voru mjög góðar horf ur með gjaldeyrisframleiðslu og sölu hennar. Landhelgisútfærslan, sem nú- verandi stjórnarflokkar voru dragbítar á að fengist, skilar miklum verðmætum í auknum sjávarafla, svo og hin nýja veiði tækni. Með þessu var ríkisstjórn inni sjálfsagt og skylt að reikna í sambandi við gengismálið og haga sér eftir því. En hvað gerði hún? 1 opinberri greihargerð, sem ríkisstjórnin birti í Morgunblað inu 14. sept. s.l., vegna gengis- lækkunarinnar, segir um fram- leiðsluverðmæti s.iávarafurða miðað við gengið 1 dollar = 38 krónur: Ár 1959 samtals 2511,6 millj. kr. Ár 1960 samtals 2325,6 millj. kr. Ár 1961 samtals 2431,3 millj. kr. Talan fyrir 1961, sem er áætl- unartala ríkisstjórnarinnar, fær ekki staðizt, því að fram- leiðsluverðmæti sjávarafurða varð rúmlega 14% meira 1961 en 1960. (Þó mun sú tala verða í reynd nokkru hærri, af því að bankinn notar í samanburðin- um vöruverðið 1961, en það var hærra en 1960). Sé reiknað með hinu nýja gengi, er framleiðsluverðmæti sjávarafurða: Árið 1959: 2838 millj. kr. Árið 1960: 2628 millj. kr. Árið 1961: um 3000 millj. kr. Þetta er samkv. skýrslu Seðla bankans, dags. 20. febr. 1962. Aukning gjaldeyristeknanna 1961 frá því, sem þær voru 1960, nemur 372 millj. kr., ef miðað er við sjávarafurðirnar einar. Mun urinn á aukningu gjaldeyris- verðmæta annars vegar og hækkun peningatekna hins veg ar er svo lítill. að hann réttlæt- ir engan veginn gengisfelling- una s.l. sumar. Hinn hagfræðilegi grundvöll- ur, sem ríkisstjórnin bjó sjálfri sér í hendur til þess að byggja gengisfellinguna á, er gersam- lega brostinn. Reynslan — virki leikinn sjálfur — hefur eyðilagt þann grundvöll og sannað, að gengisfellingin Var röng athöfn, sem skaðar almenning. Hins vegar hefur gengisfell- ingin orðið drjúg tekjuöflun fyr ir ríkissjóð. Tolltekjurnar hafa aukizt vegna hækkaðs verðs á Innflutnirigi í íslenzkum krón- um. Útfluttar afurðir framleidd KARL KRISTJANSSON ar á tímabilinu 16. febr 1960 til 31. júlí 1961 eru greiddar útflytj endum á því gengi, er gilti fyrir 4. ágúst 1961, þó að síðar séu fluttar út. Þetta er gerræði gagn vart útflytjendum. Gengismun- ur sá, sem þar kemur fram, er færður ríkissjóði til tekna á reikning í Seðlabankanum. Talið er, að innstæða í þeim reikningi, eins og nú horfir, muni nema um 150 millj. kr. Er henni ætlað að ganga til greiðslu á ríkisábyrgðum (þ.e. í væntanlegan Ríkisábyrgða- sjóð) og taka af ríkissjóði þau útgjöld. Gengisfellingin átti ekki rétt á sér, og framkvæmdareglur hennar — út af fyrir sig — eru stórgallaðar. Eg legg til, að frumvarp þetta verði fellt. Alþingi, 2. apríl 1962. Karl Kristjánsson. f umræðum í efri deild í gær gerði Sigurvin Einarsson athuga- semd við þá staðhæfingu Emils Jónssonar, sjávarútvegsmála- ráðherra, að togaramir hefðu á undanfömum árum greitt 100 miUjónir af útflutningsgjaldi í Fiskveiðasjóð og þar með bein- línis til bátaútvegsins. Sagði Sigurvin, að ekki skipti máli, hvort útflutningsgjaldið væri látið renna beint til Fiskveiðasjóðs eða í ríkissjóð, er siðan legði Fiskveiðasjóði til fé. Enn fremur dró hann í efa, að þessi tala, 100 milljónir, hefði við rök að styðj- ast. Bað Sigurvin ráðherrann að upplýsa það, hvað togaraút- gerðin í heild hefði notið mikilla styrkja og framlaga af hálfu hins opinbera m.a. i formi ríkisábyrgða, og bera það saman við stuðning ríkisvaldsins við bátaútveginn. Taldi hann að af slíkum samanburði myndi koma í Ijós, að togaramir hefðu sízt notið minni styrkja en bátaútvegurinn. Sigurvin undir- strikaði þó, að hann teldi rétt að veita togaraútgerðinni stuðn- ing eins og nú væri komið fyrir henni, en mótmælti því, að nokkurt réttlæti væri í því að veita þann stuðning á kostnað bátaútvegsins. Fjárhagsnefnd neðri deildar hefur nú skilað áliti um fromv. um Samvinnubanka fslands. Er nefndin á einu máli um að mæla með samþykkt frumvarpsins. f nefndarálitinu segir m.a., að nefndin líti svo á, að sparisjóðsformið sé ekki lengur heppi- legt fyrir þá tegund viðskipta, sem Samvinnusparisjóðurinn rckur, enda bankarekstursformið hið eðlilega fyrir svo umfangs- mikil peningaviðskipti, og telja nefndarmenn, að heppilegt geti talizt og æskilegt, að ríkisbankar, einkabankar og samvinnu- bankar starfi jöfnum höndum hlið við hlið. Páll Þorsteinsson upplýsti við umræðuna um stofnlánasjóði land búnaðarins, að hrein eign landbúnaðarsjóðanna hefði í árslok ^1958 numið milli 90 og 100 milljónum króna. Það var nú allt gjaldþrotið, sem landbúnaðarráðherra er sífellt að klifa á að Framsóknannenn hefðu skilið sjóðina eftir í. Gunnar Guðbjartsson benti á, að „hin myndarlega lausn“ á lána málum landbúnaðarins væri nær eingöngu fólgin í hinum nýja skatti, sem lögfesta ætti á neytendnr og bændur, en hann svar- ar til 2% kauplækkunar hjá meðalbónda. Fram'og ríkissjóðs til sjóðanna verður aðeins 2 millj. króna hærra en áður, þegar tek- ið væri tillit til gengistapa sjóðanna af völdum tvennra gengis- breytinga núverandi ríkisstjórnar. — Þetta er nú allur „myndar- skapurinn“. TÍMINN miðvikudag'inn 4. apríl 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.