Tíminn - 04.04.1962, Blaðsíða 2
SÁ NEGRA SELJA EIGIN-
KONUR HVÍTRA MANNA
Nýlega sat maður nokkur
við barinn á Falkoner Cent-
ret og spjallaði við nokkrar
stjörnur úr „West Side
Story". Hann leit út eins og
týpiskur Englendingur, en
málið, sem hann talaði, var
til skiptis enska og ameríska.
Svo kom norsk flugfreyja
inn. Við hana talaði hann á
einum stað til annars, svo að ég
stundaði nám í mörgum skólum.
Þegar ég hafði lokið stúdents-
prófi, vildi faðir minn, að ég yrði
verkfræðingur eins og hann. Eg
stundaði margs konar störf jafn-
hlið'a námi. M. a. starfaði ég um
tíma á skrifstofum borgarráðs
í Kaupmannahöfn, og við og við
lék ég í gamla Casino leikhúsinu.
Nú, svo varð ég verkfræðingur
og fékk stöðu við stórt fyrirtæki
ar til annarra þýzkra iðnaðar-
borga. Kvöld eitt var ég staddur
á Hotel Eden í Berlín. Þá hitti ég
i lyftunni borgaraklæddan mann.
Hann vissi, að ég kom frá Finn-
landi og bauð mér að eyð'a með
sér kvöldinu.
Hvor um sig hélt, að hinn væri
venjulegur verzlunarmaður á
ferð. Þetta varð mjög skemmti-
legt kvöld, og við drukkum sleitu
lítið. Hann fór að segja brandara
norskii. Þegar Dani vék sér
svo skömmu síöar að honum,
svaraði hann þegar ( stað á
dönsku. Maðurinn er líka
danskur verkfræðingur, Preb
en A. Möller að nafni. Og
hann kann fleiri mál en hér
hafa verið nefnd, því að hann
hefur ferðazt víða um heim
og lent í fleiri ævintýrum en
margur annar.
Síðast liðin 5 ár hefur Preben
A. Möller dvalizt í Afríku og ver-
ið leiðsögumaður á villidýraveið-
um. Sem stendur býr hann í leigu
herbergi í Kaupmannahöfn með
sinni suður-afrísku eiginkonu.
Það eru engir Ijónshausar á
veggjunum eða tígrisdýraskinn á
gólfinu. Möller er nefnilega ný-
kominn til Danmerkur, og allur
hans farangur er ekki kominn
lengra en til Southampton. Hann
er kominn heim til Danmerkur,
af því að hann álítur, að hann
geti komið þar að gagni við hjálp
arstarfsemi Danmerkur við van-
þróuðu löndin.
Líf Möllers er sannarlega efni
í heila bók, og það, sem sagt verð
ur hér á eftir, má skoða, sem ör-
stutt ágrip af þeirri bók, sem
hann hlýtur óhjákvæmilega að
skrifa um líf sitt einn góðan veð-
urdag.
Einkastríð við Þjóðverja
„Á æskuárum mínum var fjöl-
skylda mín sífellt að flytja fr'á
í Finnlandi. Þegar ég var nýkom-
inn til Danmerkur aftur, brauzt
stríðið út í Finnlandi, og ég gerð-
ist sjálfboðaliði' í finnska hernum.
Striðinu við Sovétrfkin lauk, og 9.
april 1940 sat ég ásamt von Schal
burg liðsforingja, sem síðar varð
foringi í frelsisher Danmerkur,
og heyrði þá tilkynningu í útvarp
inu um hemám Danmerkur. —
Schalburg skipaði okkur til lið-
veizlu við Þjóðverja. Eg sagði við
hann, að ég vildi berjast með
bandamönnum.
Eg ákvað að flýja til Noregs,
en var tekinn til fanga af finnsk-
um yfirvöldum og fluttur í fanga-
búðir. Mér tókst að flýja þaðan
og komst til Noregs, þar sem ég
hóf einkastríð gegn Þjóðverjum
ásamt nokkrum öðrum Dönum.
Það var aðeins í smáum stíl, og
oftar en einu sinni lá við, að ég
væri handtekinn af norskum yfir
völdum.
Þegar Englendingar fluttu her-
lið sitt frá Narvik í júní 1940, fór
ég með til Englands. Englending-
arnir vildu gjarnan eiga banda-
menn að baki línunnar í Þýzka-
landi. Eg fór í skóla, var slðan
sendur til Finnlands, og þar fékk
ég stöðu við þýzkt fyrirtæki, þar
sem ég gat stundað njósnir fyrir
England.
„Heilsaðu ChurchiM"
1 sambandi við þetta starf mitt
við fyrirtækið fékk ég tækifæri
til að komast til Þýzkalands, og
14. desember kom ég sem brezk-
ur umboðsmaður til Berlín og síð
af Hitler, og vegna áhrifa víns-
ins svaraði ég með því að hæðast
að nazistum.
Morguninn eftir sat ég í mestu
rólegheitum á veitingahúsi. Þá
opnuðust dyrnar, og inn þrömm-
uðu 10 mikilúðlegir SA-menn, og
í kjölfar þeirra sigldi svallfélagi
minn frá kvöldinu áður — í ein-
kennisbúningi. Þetta var þá fyrr-
verandi nýlendumálaráðherra,
von Epp. Eg hélt, að mín siðasta
stund væri runnin upp, en þeg-
ar von Epp gekk fram hjá mér,
hvíslaði hann að mér: — Vertu
alveg rólegur. SA-mennirnir voru
þá bara Iffverðir hans!
Dag nokkurn, þegar ég ætlaði
að fara frá Berlín, var ég stanz-
aður á Tempelhof-flugvellinum af
manni í einkennisbúningi. Það
var von Schalburg. Hann var þá
að koma frá Rúmeníu, og spurði
mig, hvert ég væri að fara. Eg
kvaðst vera á leið aftur til Finn-
lands, en ætlað'i fyrst að skreppa
heim til þess að halda jólin há-
tíðleg. Von Schalburg horfði
lengi á mig og sagði að lokum: —
Allt í lagi, heilsaðu Churchill frá
mér!
Særður í árás
Eg skrapp nú samt sem áður
til Danmerkur, og þaðan fór ég
svo fljótlega til Englands á nýjan
leik. Eg gekk í konunglega flug-
herinn, þar sem ég kynntist m.a.
Morian Hansen. En ég varð aldr-
ei flugmaður. Eg var skömmu síð
ar sendur til Danmerkur aftur,
og var heima, þegar sprengjuárás
var gerð á Berlín og Varsjá. Eg
tók þátt í því að vísa ensku flug-
vélunum á skotmarkið.
Stuttu síðar sótti ég um stöðu
sem verkfræðingur í Noregi. Eg
sagðist vilja hefja vinnu þegar í
stað, annars mundi ég sækja um
starf við byggingu Vestvolden.
Þjóðverjarnir fengu þess vegna
ekki tíma til að rannsaka aðstæð-
ur mínar nánar, og ásamt Johnny
Löndal ferðaðist ég á fyrsta far-
rýrni með lest til Helsingör — án
þess að hafa nokkra sænska pen-
inga meðferðis. Og að lokúm kom
umst við til Stokkhólms, þar sem
við komumst í samband við Ebbe
Munch.
Þar sem við höfðum enga»
skömmtunarseðla, urðum við að
fara til lögreglunnar, og daginn
eftir var barið á dyr hjá okkur á
gistihúsinu, þar sem við bjugg-
um. Við vorum teknir höndum af
sænsku glæpamálalögreglunni.
Eftir alllangan tíma í hræðileg-
um fangaklefa, vorum við' teknir
til yfirheyrslu. Það kom í ljós, að
lögregluforinginn var Englands-
vinur, og sömu nótt fórum við til
Englands.
Næstu 11 mánuði stjórnaði ég
norskum tundurskeytabát, sem
var á verði meðfram norskri og
hollenzkri strönd. I einni árás-
inni særðist ég og varð að liggja
um tíma á norsku sjúkrahúsi í
London. Þar komst ég í samband
við Ameríkumann og varð ame-
rískur liðsforingi. Það leiddi til
12 vikna æfinga sem fallhlífarher
maður í Bandaríkjunum, og síðan
var ég á tveggja vikna afar
ströngu námskeiði í Englandi. Og
svo var ég sendur til Belgíu sem
umboðsmaður fyrir fallhlífar.
Pyndaður af Þjóðverjum
I Briissel sendi ég til stöðvar-
innar „Victory" í London. Við
urðum að senda á daginn, af því
að straumstyrkleikinn í húsinu
féll, ef við sendum á næturnar.
Þjóðverjarnir gerðu allt, sem
þeir gátu, til þess að koma upp
um okkur, og dag einn stanzaði
lögreglubíll fyrir utan húsið okk-
ar. Félagi minn, sem hélt vörð
niðri við' dyrnar, var skotinn nið
ur á staðnum. Til allrar hamingju
voru Þjóðverjarnir svo reiðir, að
þeir mölbrutu senditækið okkar,
svo að þeir gátu ekki notað það
til að senda falskar upplýsingar.
í fimm langar vikur sat ég í
fangelsi í Antwerpen. Með mér í
fangelsinu var Girelle, foringi
„hvxta hersins“ og Englendingam
ir vildu gera allt til þess að frelsa
hann, og það varð mér til góðs.
En áður en ég slapp, varð ég að
þola hinar hræðilegustu pynding-
ar af Þjóðverjum. Þeir nefbmtu
mig og bratu úr mér alla jaxlana.
En svo kom tækifæeið. Eng-
lendirjgarnir sprengdu upp suður
enda fangelsisins, og ég slapp út.
Fyrir utan biðu belgískir banda-
menn með falsað vegabréf óg öll
skilríki. Eg flýði á hjóli, og
stuttu síðar var ég sóttur á tund-
urskeytabáti til hollenzku strand
arinnar og fluttur yfir til Eng-
lands.
Síðar var mér aftur hent niður
yfir Belgíu í fallhlíf. í það skipti
hét ég Pieter Bacon — eftirnafn-
ið hlaut ég, af því að ég var
danskur. Eg komst til Þýzkalands
og lenti þar í mörgu ævintýra-
legu. M.a. var ég tvisvar sinnum
handtekinn af Ameríkumönnum.
Hryggbrotnaði
1946 kom ég loks heim til Dan-
merkur, og þar kvæntist ég
norskri konu. 1947 fórum við svo
til Suður-Afríku, og þar fékk ég
nóg að gera. Ævintýralöngunin
skildi ekki við mig, og eftir
þriggja ára öraggt og rólegt
starf við viðgerðarfyrirtæki
keypti ég fiskiskip, las 12 bækur
um fiskveiðar og hóf veiðar við
Walfish Bay. Hafi Jesús einhvern
tíma gengið á vatni, hlýtur það
að hafa verið í Walfish Bay, því
að þar er svo morandi af fiski, að
(Framh á 13. siðu.)
Haltu mér —
slepptu mér
Tíminn birti þá frétt fyrir
skömmu, að Gylfi Þ. Gíslason,
bankamálaráðherra, hafi lýst
yfir í ræðu um efnaliagsmál
á Alþingi, að óð'um liði að þeim
tíma, að vextir yrðu lækkaðir
í þar horf sem þeir voru fyrir
gengislækkunina. Mbl. brást
hið versta við því, að Tíminn
skyldi leyfa sér að telja þessi
orð bankamálaráðherrans frétt
næm. Reyndi Mbl. að gera því
skóna, að bankamálaráðherr-
ann hafi ekki meint það sem
hann sagöi. Alþýðublaðið þeg
ir þunnu hijóði. — Viku síðar
kemur svo grein á lítt áberand'i
•stað í blaðinu, og þá látið
að því liggja að Tíminn sé ó-
heiðarlegt fréttablað. Birtir
blaðið þó samtímis tilvitnun f
ræðu ráffherrans, þau orð hans,
sem Tímínn hafði byggt frétt
sína á. Kemur fram í þeirri til-
vitnun nákvæmlega það sem
Tíminn hafði haft cftir ráðherr
anum.
Þetta mál er allt með furðii-
svip. Virðist koma fram í því
að G.Þ.G. hafi nokkurn áhuga
á að lækka vextina nú á
næstunni, enda kosningar í
nánd, og það þrátt fyrir það, að
hann klifar stöðugt á því eins
og fyrri daginn, að vextirnir
skipti engu fyrir afkomu at-
vinnuveganna. En hvemig ber
mönnum eiginl. að skilja það er
G.Þ.G. gefur yfirlýsingu á AI-
þingi og reynir síðán að láta
máligagn sitt gefa í sky,n, að
hann hafi aldrei sagt það, en
birtir samt í leiðinni það sem
hann sagði, en segir bara áð
það megi ekki skilja það eins
og það er sagt, það þýði nefn'i-
lega ekki alveg það, sem orðín
gefa til kynna. —
Er ekki nóg að einn maður
í ætt ráðherrans hafi þá sér-
stöðu að segja að eitthvert sé
svona og þó ekki svona, heldur
jafnvel allt að því hinsegin og
mætti skrifa um það margar
bækur í guðs friði.
Góður málsvari
Framsóknarflokksins
Það vakti athygli á þinginu
í sl. viku, hve skeleggur Gunn
ar Guðbjartsson, 2. varaþing-
maður Framsóknarflokksins í
Vesturlandskjördæmi, var í
málflutningi sínum. Stór mál
bændastéttarinnar voru til um-
ræðu í efri deild þann tíma,
sem Gunnar Guðbjartsson, en
hann er bóndi á Hjarðarfelli á
Snæfellsnesi, átti sæti í
þinginu. Gunnar tók oft til
máls og lenti í hörðum deilum
við landbúnaðarráðlierra. Fór
ekki milli málá hvor hefði bet-
ur í þeim viðskiptum, og er
þetta þó í fyrsta skipti, sem
Gunnar tekur sæti á Alþingi.
Lausaskuldir og
gjaldeyrisstaða
Seðlabankinn skrumaði ný-
lega af „bættri gjaldeyris-
stöðu“, setti dæmið upp í töl-
um, en tók ekki ,allar tölurnar
með. Því var hrein gjaldeyris-
eign bankanna um síðustu ára-
mót 526 milljón'ir. Þetta er nær
300 milljónum meiri gjaldeyris
eign en 1958 þegar vinstri
stjórnin fór frá. En ef það lít-
ilræði er tekið mcð í reikn-
inginn, að Iausaskuldir einstakl
inga við útlönd námu einnig
um 300 milljónum kr. um sl.
áramót er augljóst, að gjald-
eyrisstaðan er óbreytt frá ár-
inu 1958, þegar íhaldið taldi
iF'-amhalo a >:•( sii^u
2
TÍMINN miðvikudaginn 4. anrfl 1962