Tíminn - 04.04.1962, Blaðsíða 13

Tíminn - 04.04.1962, Blaðsíða 13
eftir PfoiSip King og Falkland Cary Leikstjóri: Jón Sigurbjörnsson Holgi Skúlason og Auróra Halldórsdóttlr. Leikrit þetta er eitt hið léleg- asta, sem L.R. hefur farið á flot með, og virðist það valið í þeirri trú að á lélegri list sé mest að græða. Taugastríð tengdamömmu er framhald á Tannhvassri tengda- mömmu, sem félagið sýndi við metaðsókn og mikil hlátrasköll. Fyndni þessa nýja leikrits er ósköp fátækleg, en ekki fer hjá því, að hún veki nokkurn hlátur hjá a.m.k. Bretum og íslending- um, því gamansemi þessara þjóða virðist byggjast á svipuðum „komplexum". Leiikritig var illa æft, en það ætti að lagast fyrir næsta haust! Leikstjórnin var í molum ,og leik ur allmisheppnaður, þegar und- an eru skilin hlutverk Arndísar, Brynjólfs og Nínu. Tengdamömmuhlutverkið er í höndum Arndísar Björnsdóttur, sem er hér aðsópsmikill og sköru- legur pilsvargur, sem á sér þó sín- ar veiku og mannlegu hliðar eins og gengur. Báðum þessum hliðum tengdamömmu á Arndís auðvelt með að lýsa, og þótt „Emma Hornett“, sé naumast jafn flóðmælsk og sú brezka, er reisn hennar sízt minni. Brynjólfur Jóhannesson leikur hinn þrautkúgaða eiginmann, Henry, af , ósvikinni kímnigáfu. Hann lyftir leikritinu í hvert sinn, sem hann kemst að, en vegna eðlis leikritsins er það því miður allt of sjaldan. Þótt leikur Arn- dísar og Brynjólfs sé með ágæt- um, nægir hann ekki til að bjarga leikritinu í heild. „Sjóliðarnir" ná alls ekki réttum tökum á efn- inu. Guðmundur Pálsson, sem leikur Albert, minnir í engu á sjóliða og bæði skapig og skap- hitinn, þegar Albert fer að segja tengdamömmu til' syndanna, miss- ir að verulegu leyti marks, verð- ur óeðlilegt og allt annag en höf- undar hafa hugsag sér. í þetta hlutverk hefði átt að velja annan mann. Helgi SkúLason, sem leikur hinn sjóliðann, Bligh, er skárri, en í leik hans er ekki að finna neitt, sem minnir á sjómann, hvorki brezkan eða íslenzkan. Bligh er aðallega skoplegur vegna barátt- unnar við þær siðferðiskröfur, sem til hans eru gerðar, en illt er að uppfylla, og afleiðingin er taugaveiklun og undarleg hegðun. Aðeins beztu gamanleikarar geta gert þessu hlutverki full skil. Auróra Halldórsdóttir, sem leik ur vinnukonuna, nær ekki heldur tökum á verkefninu. Að vísu er það sameiginlegt brezkum leikrit- um og kvikmyndum, ag vinnu- konur eru þar ævinlega vangefnir kjánar, — einhver óæðri mann- tegund, sem stendur töluvert neðar i virðingarstiganum en jafnvel heimiliskötturinn. En jafn vel þessi brezka manngerð er hér ýkt og ofleikin og vekur enga kátínu. og læzt vera ag gera þeim stór- greiða. Góður leikur. enda margir gamalvanir og fast- mótaðir í hlutverkum sínum. ÚU ftt •v jg- Sigrí&ur Ilagalín, sem leikur Daphne skilar hlutverki sínu þokkalega, og sama má segja um leik Þóru Friðríksdóttur. Þessi hlutverk eru bæði einföld og bjóða ekki upp á mikil tilþrif, þar sem þau hljóta að hverfa í skugga hinna. Nína Svéinsdóttir er í essinu sínu i hlutverki grannkonunnar, Lack. Hún er „vinkona“ tengda- mömmu og lætur sig aldrei vanta, þar sem eitthvað sögulegt er á ferðum, og er ávallt reiðubúin til að koma illu af stað meg slúðri og söguburði. Nína er ísmeygileg og innilega fölsk, þegar hún er að lauma eitri sínu í „vini“ sína, Ekki er hægt að segja að Stein dór Hjörleifsson, sé líklegur for- ingi í brezka sjóhernum i hlut- verki sínu. Til þess nægir ekki það eitt að hafa gróskumikið skegg. Steindór er hér aHur of rislítill til þess að viðureign hans við tengdamömmu njóti sín. Virð ingarleysi tengdamömmu fyrir mikilmenninu er þess vegna ekki eins hlægilegt og höfundar höfðu hugsað sér. Áhorfendum finnst að eins eðlilegt, að þessum svein- staula sé sagt til syndanna, og hann settur á bekk með venjulegu fólki. Leikstjórn Jóns Sigurbjörnsson- ar er losaraleg og leikarar fara sínu fram eftir eigin geðþótta, Þetta leikrit ,er eins óg áður er sagt með því 'lélegasfa, sem L.R. hefur sýnt. Að undanförnu hefur leikfélagið staðið sig meg prýði, og því ekkert við því að segja, þótt þag sýni eitt og eitt misheppn að verk. Slíkt hendir öll leikhús. Gunnar Dal. 2. sí9an maður getur næstum því gengið á honum. Mér tókst bara ekki að veiða neinn þeirra. Þessi veiðimennska mín endaði með því, að ég féll niður í lestina og hryggbrotnaði. Það kostaði mig langa legu á sjúkrahúsi og hræðilegar kvalir, því að auk alls annars sat í mér járnflís frá því á stríðsárunum og kvaldi mig hræðilega. Og mitt í öllu þessu yf irgaf eiginkonan mig. Á villidýraveiðum TaliS frá vlnstri: Arndís Biörnsdóttir, Steindór Hjörleifsson, GuSmundur Pálsson og Helgi Skúlason. Þegar ég hafði náð sæmilegri heilsu aftur, vann ég fyrst í nokk urn tíma rólegt starf, en jnldi ekki lengi við í því og sótti um vinnu sem leiðsögumaður á villi- dýraveiðum. Stöðuna fékk ég, og verður ekki annað sagt en starfið hafi fullnægt ævintýraþrá minni í bili. Mau-mau-upreisnin varð til tals verðra óþæginda fyrir okkur. Eitt sinn spurði ég dreng, sem fylgdi mér alltaf eftir á ferðunum, hvort hann væri í mau-mau-hreyf ingunni. Hann neitaði því, en þeg ar ég spurði, hvort hann mundi skjóta mig, ef honum væri skip- að það, þá kvað hann já við, en fullvissaði mig um, að hann mundi gera það fljótt, svo að ég fyndi ekki mikið fyrir því! Seinna komu svo öll lætin í Kongó, og þá hætti ég leiðsögu- mannsstarfinu. Eitt af því, sem ég varð vitni að, var, að ég sá BoJungarvrk (FramhaJO aJ 8 sfðu) reynslu af því á fyrri árum að váít er veraldargengi og ó- tryggt getur verið að eiga allt sjjtt ráð undir einu fyrirtæki. Ýfirleitt þykir ekki gott að at- vinnurekstur sé háður geðþótta einstakra manna. En fyrirtæki Einars Guð- finnssonar er vaxið upp í Bol- ungarvik og faefur þróazt af afl anum þar fyrst og fremst, þö að víða sé nú leitað fanga og ítök í síldarsöltunarstöðvúm í öðrum landshlutum. Einari Guð finnssyni hefur heppnazt vel. Hann faefur faaft lánið með sér, — þar með talið barnalán. — Synir hans vinna með honum. Fjölskyldan er samhent í bezta lagi. Og vel má geta þess, að sagt er að þeir feðgar neyti favorki víns né tóbaks, en 6 eru þeir synir Einars Guð- finnssonar. Bolungarvík er vaxandi þorp. Þar búa nú um eitt þúsund manns. Fólkið hefur trú á fram- tíð staðarins. Mikið faefur verið byggt á síðustu árum og þó eru húsnæðisvandræði. fbúðarhúsin nýju eru yfirleitt einbýlishús, sem vel rúmt er um. Bæjarstæð ið er að nokkru í þægilega hall andi falíðarfæti svo að útsýnis nýtur tiltölulega vel. Allt bend ir því til þess, að Bolungarvík verði fallegur bær. En það er fleira byggt en íbúðir. Frýstihúsið hefur verið nefnt. Félagsheimili þorpsins er fárra ára, glæsilegt hús. Sím stöð og pósthús er ný bygging. Barnaskóli þorpsins er gamalt hús, en byrjað mun á nýjum við hæfi samtímans á komandi sumri. Rafstöð Bolungarvíkur er kennd við Reiðhjallavirkjun, fárra ára gömul stöð og tilheyr ir Rafveitum ríkisins. En auk þess er stöðin tengd við Mjólk- árvirkjun í Arnarfirði. Nægileg raforka reyndist hér sem víðar góður stuðningur við vöxt byggðarinnar og þróun atvinnu- lífs. Ekki verður gengið þegjandi fram hjá því, sem vitanlega á mikinn þátt í vexti Bolungar- víkur að hún komst í vega- samband við önnur byggðarlög með Óshlíðarveginum, en hon- um er haldið opnum lengstum á vetrum. Auk stóru bátanna fjögurra, sem sækja sjó frá /Bolungarvík* ganga þaðan nokkrir smærri bátar. Þeim fer mjög að fjölga með vorinu, því að á sumrin er allmikill útvegur hinna smærri skipa frá Víkinni. Mið Þuriðar sundafyllis hafa lengi gjöful verið. Enn er fiskur seiddur á mið Bolvíkinga óg þangað sækja dugandi menn björg í bú okkar allra. Víðavasigur (Framhald af 2 síðu) allt í rúst og kaldakoli. En allt fram til ársins 1960 var ein- staklingum neitað algerlega um að flytja inn vörur gegn gjald fresti og sambærilegar Iausa- skuldir einstaklinga því ekki til við útlönd fyrir þann tíma. (Dagur). -------------------1 Kongóbúa selja eiginkonur hvítra manna! Já, ég hef orðið vitni að mörgu en þrátt.fyrir allt þykir mér mjög vænt um svertingjana. Þess vegna kom ég lika heim. Eg ætla að reyna að verða þeim að liði hér heima. Og svo ætla ég að sýna konunni landið rnitt1. T-Í MIN N, miðvikpdaginn 4. 'apríl 1962 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.