Tíminn - 04.04.1962, Blaðsíða 7
Útgcfandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Frarakvæmdastióri: Tómas Árnason Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (ábl. Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriOi
G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs-
ingastjóri: Egill Bjarnason Ritstjórnarskrifstofur í BMduhúsinu;
afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur í Bankastræti 7.
Simar: 18300—18305 Auglýsingasími 19523 Afgreiðslusími
t 12323. Áskriftargj kr 55 á mán. innanl. í lausasölu kr. 3 eint.
— Prentsmiðjan Edda h.f. —_________
Úrræðaleysið í mál-
um togaranna
Það hefði sungið skrýtilega í tálknum Mbl. og Vísis,
ef togararnir hefðu legið bundnir vikum og mánuðum
saman í tíð vinstri stjórnarinnar. Þá hefði verið bent á
hið mikla tap þjóðarheildarinnar, er lilytist af því að láta
stórvirkustu atvinnutæki þjóðarinnar liggja aðgerðarlaus.
Mbl. og Vísir hafa hins vegar hljótt um það, að síð-
astl. ár var allt að þriðjungur togaraflota'ns aðgerðarlaus
til jafnaðar. Ef miðað er við, að þeir togarar, sem voru
að veiðum, hafi aflað fyrir ekki minna en 500 millj. kr.
árið 1961, nemur gjaldeyristapið, sem orðið hefur af
þessu, ekki innan við 200 millj. kr. Og nú eru meira en
þrjár vikur liðnar síðan verkfall hófst á togurunum.
Það er fyrst nú, þegar togaraflotinn er allur að stöðv-
ast, að ríkisstjórnin hefst handa um ráðstafanir til að
tryggja rekstur hans. Ráð hennar er þó ekki annað en
það, að reyna að koma tapi hans yfir á bátaútveginn, sem
illa getur undir því risið, m.a. vegna aukinna útflutnings-
skatta, sem ríkisstjórnin hefur lagt á hann. Jafnframt er
það játað af stjórninni sjálfri, að sennilega nái þetta of
skammt til að tryggja rekstur togara, og ber hún því m.
a. við, að henni hafi verið ókunnugt um kjarakröfur
sjómanna. Það eru þó meira en tvö ár síðan, að togarasjó-
menn byrjuðu að bera fram kröfur sínar og byggðu þær
réttilega á því, að þeir bæru minna úr býtum en báta-
siómennirnir.
Aflaleysið, sem togararnir hafa búið við, er vitanlega
vandamál. En það batnar ekki við það, að ríkisvaldið
haldi að sér höndum og láti togarana liggja og safna
á sig skuldum með þeim hætti. Einmitt vegna sumra
þeirra togara, sem hafa legið, hefur ríkið orðið að greiða
mest vegna ábyrgða á síðastl. ári.
Það verður að leitast við að gera raunhæfar ráðstaf-
anir til að tryggja rekstur þessara stórvirku atvinnu-
tækja. Þjóðin getur ekki misst af mörgum hundruða
millj. króna, sem þeir gefa í gjaldeyristekjur árlega.
Rekstur þeirra verður að tryggja án þess að leggja nýj-
ar b.yrðar á bátaútgerðina.
Það gefur auga leið, að aflabresfinum er hér ekki
einum um að kenna. Færeyingar vilja nú t.d. gjarnan
taka íslenzka togara á leigu. Ástæðan er m.a. sú, að í
Færeyjum er útgerðin ekki eins þjökuð með útflutn-
ingsgjöldum og innflutningstollum og hér á landi. Það
myndi ekki lítið bæta afkomu togaraútgerðarinnar, ef
eitthvað af þessum okurbyrðum væri létt af heinni.
Sjálfslýsing
Ef menn lesa á milli línanna í skrifum Mbl. og Vísis
um bæjarmál Reykjavíkur, kemur eftirfarandi í ljós:
Það vantar raunverulega skipulagsuppdrátt fyrir
Reykjavík og m.a. er skipulag miðbæjarins enn óráðið.
Reykjavíkurhöfn er löngu orðin ófullnægjandi og þvi
þarf nýja höfn.
Gatnagerðinni er 'mjög ábótavant og því þarf skipu-
lagt átak í þeim efnum.
Lítið hefur verið unnið að hitaveituframkvæmdum
undanfarið og því þarf að hefjast þar stórlega handa.
Þannig má rekja þetta áfram. Þannig lýsa íhaldsblöð-
in sjálf ástandi bæjarmálanna í Reykjavík eftir að flokk-
ur þeirra er búinn að fara þar með stjórn í 50 ár.
Finnst mönnum ekki, að slík stjórn þurfi vakningar
við, sem endist lengur en rétt fram yfir kosningar?
Fyrstu umferö lokið í Genf
Afvopitunarráðstefnaití er Ifkleg tðl að dragasf á langinn
SEGJA MÁ, að nú sé lokið
fyrstu Umferð afvopnunarráð-
stefnunnar í Genf, sem hófst
þar á vegum Sameinuðu þjóð-
anna 14. f.m.
Á seinasta þingi S.Þ. náðist
samkomulag um að boða til
slíkrar ráðstefnu, en viðræður
um afvopnunarmálin iiöfðu leg
ið niðri á vegum S.Þ. um nokk-
urt skeið vegna ósamkom-idags
um, hvaða aðilar ættu að taka
þátt í þeim. Það er mjög þakk-
að samningalipurð Stevensons,
að samkomulag náðist um, að
boðað yrði til umræddrar ráð-
stefnu, ,sem væri þannig skip-
uð, að þar sætu fulltrúar fimm
þátttökuríkja Atlantshafsbanda-
lagsins, fimm þátttökuríkja
B Varsjárbandalagsins og átta ó-
háðra ríkja. Á seinustu stundu
skarst eitt þessara ríkja, Frakk
land, úr leik, svo að aðeins 17
ríki taka þátt í ráðstefnunni.
Fi-akkar höfnuðu þátttökunni
vegna þess, að de Gaulle vill
með því bæði lýsa vantrú sinni
á S.Þ. og á viðræðum um af-
vopnunarmálin að sinni. Trú
(hans er sú, að ekki tjái jað tala
við Rússg fyrr en búið sé að
korna upp öflugu ríkjabanda-
lagi í Veátur-Evrópu. Þá hætti
Rússar að trúa á klofning Vest-
ur-Evrópuþjóða, og jafnframt
muni þeir frekar kjósa að
semja við slíka ríkjasamsteypu
en Bandaríkin. Aðrir telja aft-
ur á móti, að Rússar vilji þvert
á móti semja við Bandaríkin
áður en Vestur-Evrópuríkin sam
einist öllu meira en orðið er.
AFVOPNUNARRÁÐSTEFN-
AN hófst með því, að útanríkis
ráðherrar allra þátttökuríkj-
anna voru viðstaddir og tóku
síðan þátt í störfum hennar
fyrstu tvær vikurnar. Þeir
héldu svo flestir heimleiðis í
síðastl. viku. Áður en ráðstefn
an hófst, höfðu utanríkisráð-
herrar Bandaríkjanna, Bret-
lands og Sovétríkjanna komið
til Genfar og hafið óformlegar
viðræður þar.
Meðan utanrikisráðherrarnir
dvöldu í Genf, fór tíminn mest
í óformlegar viðræður þeirra.
Þeir héldu aðeins stuttar ræð-
ur á ráðstefnunni til þess að
gera grein fyrir viðhorfum
stjórna sinna, en gerðu það yfir
leitt láuslega og má segja, að
þar hafi ekki komið neitt nýtt
fram. Við því var yfirleitt ekki
heldur búizt á fyrsta stigi ráð-
stefnunnar.
ARTHUR DEAN,
aðalfulltrúl Bandaríkjanna
á afvopnunarráðstefnunni
GP.OMIKO OG RUSK í GENF
Það voru hinar óformlegu
viðræður ráðherranna, sem
drógu að sér mesta athygli. Að
sjálfsögðu voru þær leynilegar,
en að vanda hefur sitthvað hler
azt út af þeim vandræðum. —
Talsvert var því rætt um ráð-
stefnuna í heimsblöðunum fyr-
ir seinustu helgi eða um það
leyti er ráðherrarnir héldu
heimleiðis, og talið vár því, að
fyrstu umferð ráðstefnunnar,
ef svo mætti segja, væri lokið.
DÓMUR flestra var sá, að
allar horfur væru á því, að
ráðstefnan ætti enn eftir að
taka langan tíma áður en nokk
uð yrði hægt að segja um það,
hvort hún bæri eimhvern ár-
angur eða ekki. Álit flestra var
einnig það, að hvorki vestur-
veldin eða kommúnistaríkin
hefðu enn gert tilslakanir sem
gætu greitt fyrig samkomulagi
um meiriháttar afvopnun. Slíkt
er ekki heldur óeðlilegt, eins
og tortryggnin er enn mikill
á báða bóga.
Þrátt fyrir þetta, virtust
menn þó heldur ánægðir yfir
þeim blæ, sem hafði verið á
viðræðunum. Hann virtist bera
þess 'vott, að allir aðilar ósk-
uðu eftir viðræðum, og vildu
leita að ráðum. Ýmislegt virtist
benda til að Rússar hefðu vax-
andi áhuga fyrir að leysa deilu
mál eins og Laosmálið og Ber-
línarmálið, þótt þeir byðu samt
ekki fram neinar tilslakanir að
sinni. Margir blaðamenn, sem
um þetta rita, telja því ekki
ólíklegt, að þessi mál geti þok-
azt í þá átt, að samkomulag geti
orðið um fund æðstu manna,
þegar kemur fram á vorið, og
þar megi helzt vænta þess, að
einhver árangur geti orðið. —
Með viðræðum nú, hafa ráð-
herrarnir verið að þreifa fyrir
sér, hvort hægt væri að finna
möguleika til tilslakana og sam
komulags í einstökum málum,
og sé engan veginn útilokað
að það beri einhvern árangur.
ÞAÐ MÁL, sem annars bar
eimia mest á góma, voru til-
raunir með kjarnorkuvopn eða
réttara sagt hugsanlegt bann
gegn þeim. Bandaríkin hafa til-
kynnt, að þau muni hefja slíkar
tilraunir í andrúmsloftinu að
nýju, nema samkomulag náist
um strangt > eftirlit með
banni gegn þeim. — Rússar
telja slíkt eftirlit hins
vegar óþarft, því að hvert stór-
veldanna um sig hafi tæki til
að tryggja slíkt eftirlit og hafa
t.d. Bandaríkjamenn fylgzt með
öllum sprengingum Rússa á s.l.
hausti. Bretar virðast yilja reyna
að finna hér millileið, en fá litl
ar undirtektir. Hið rétta mun,
að bæði Bandaríkjamenn og
Rússar telja sig þurfa að gera
fleiri tilraunir og haga taflinu
í Genf samkvæmt því.
Talið er, að fulltrúar óháðu
þjóðanna muni nú gera tilraun-
ir til að ná samkomulagi um
bann við kjarnorkusprenging-
um. Ef til vill farnast þeim bet-
ur en Bretum, því að bæði
Bandaríkin og Sovétríkin telja
sig þurfa að taka visst tillit til
þeirra. Þó mun hitt mega sín
meira, ef stjórnir Bandcr
og Sovétríkjanna telja slíkar til
raunir vera óhjákvæmilega
hernaðarlega nauðsyn. Það hafa
þær sýnt áður undir slíkum
kringumstæðum. EinS og sakir
standa í dag, bendir allt til, að
Bandaríkin muni bráðlega
hefja sprengingar í andrúms-
loftinu og Rússar fylgja á eftir
síðar á árinu.
En jafnvel þótt svo fari, þarf
það ekki að útiloka að saman
geti dregið um önnur deilumál
milli þessara að’ila. því að báJ-
ir telja sér hag í því.
Þ. Þ.
*4-:MXN N' „ núðvikudagias 4. apríl 1968
z