Tíminn - 06.04.1962, Qupperneq 1
SÖLUBÖHN
Blaðið afgrsift í
^ankastræfi 7 á
laugardagskvöldum
SÖLUBÖRN
Afgreiðslan í Banka-
sfræii 7 opnuð kl. 7
aila virka daga
81. tbl. — Föstudagur 6. apríl 1962 — 46. árg.
Um klukkan 18,20 í gærkvöldi fékk varnarliðið og COMBARFORLANT á Keflavíkurflugvelli hjálparbeiðni frá isienzku flugstjórninní um að
leita að ftskibát, sem talið var að kviknað hefði í um 20 mílur NNV. af Garðsskaga. Áhöfnin á flugvélinni P2V. U.S. Navy, fann hinn brennandi
fiskibát; flugstjóri var LT. JG Holmes. Lega bátsi'ns var þegar tiikynnt íslenzku landhelgisgæzlunni, sem sendi skip á slysstaðinn. — (Frétt frá
US. Navy, sem barst í nótt, ásamt meðfylgjandi myndum).
BATUR
HAFI-
Um klukkan tuitugu
mínútur yfir ellefu sökk
mótorbáturinn Vörður frá
Reykjavík norð-norðvest-
ur af Garðskaga. Hafði
komið upp eldur í honum
fyrr um kvöldið og áhöfn
in yfirgefið bátinn. Kom-
ust þeir í gúmmíbát og
var síðar bjargað um
borð í mb. Reyni frá Akra
itesi. Mennirnir komu til
Keflavíkur klukkan fvö í
nótf,
Mb. Vörður var á línuveiðum
20 mílur nnv. af Garðskaga, þeg-
ar eldur varð allt í einu laus í
vélarrúmi bátsins. Þetta var um
klukkan 5,30 í gær. Bátsverjar
reyndu fyrst að slökkva eldinn,
en hann reyndist þeim óviðráðan
legur, og urðu þeir bráðlega að
yfirgefa skipið. Þeir fóru í gúmmí
björgunarbát, en leitarflugvél
fann þá sköfnmu síðar og vísaði
mb. Reyni til þeirra.
Fimm menn um borS
Fimm menn reru þennan túr
á mb. Verði. Þeir eru Guðmund-
ur Guðmundsson, skipstjóri, Krist
ján Guðmundsson, vélstjóri, Jón
Guðmundsson, háseti, allir bræð-
ur frá Stokkseyri, Trausti Jóns-
son, útgerðarmaður og matsveinn
sem blaðinu tókst ekki að vita
heiti á í gærkveldi.
Eins og fyrr segir björguðust
allir mennirnir um borð í Reyni,
en síðan voru þeir fluttir um
borð í varðskipið Gaut, sem fór
meg þá til Keflavíkur.
HeyrSi um slysiS
Það var Guðmundur Guðmunds
son, slökkviliðsstjóri á Reykja-
víkurflugvelli, sem fyrstur manna
vissi um nauðir þeirra skipsfé-
laga um borð í Verði. Heyrði
hann um eldsvoðann á bátabylgj-
unum og tilkynnti flugstjórn þeg
ar hvernig komið var. Flugstjórn-
in hafði strax samband við flug-
björgunarsveitina á Keflavikur-
flugveili, sem sendi flugvélar
strax til leitar. Þegar flugbjörg-
unarsveitin fékk boðin, var flug-
vél af R2V gerg í þann mund að
koma til Keflavíkur frá Argentia
á Nýfundnalandi og var rétt
ólent. Var henni þegar snúið frá
lendingu og send til að leita báts-
ins.
Fannst fljótt
Þeir í vélinni fundu gúmmíbát-
inn með mönnunum eftir skamma
leit. Þá sendi sjóherinn á Kefla-
víkurflugvelli aðra vél af stað til
ag leysa hina af hólmi. Einnig
sendu þeir kopta á vettvang.
Koptinn og síðari vélin vísuðu
siðan Reyni leiðina til gúmimí-
björgunarbátsins, sem var stadd-
ur skammt undan, eða um þrjár
mílur. Til enn frekara öryggis var
flugvél landhelgisgæzlunnar reiðu
búin til flugs allan tímann, með-
an á þessu stóð, en aldrei kom
til þess að hún þyrfti að fara á
loft.
Þór reynir að slökkva
Varðskipin Þór og Gautur komu
brátt á vettvang. Mennirnir af
Verði fóru þá um borð í Gaut,
sem hélt með þá til Keflavíkur.
Þór sneri sér hins vegar að því
að reyna að slökkva eldinn í
Verði. Jafnframt tók hann bátinn
í tog og ætlaði með hann til Hafn
(Framhald a 15 síðu >
í gær skýrði Stefán Guð-
mundsson, innheimtumaður,
Grjótagötu 10 hér í bæ, rann-
sóknarlögreglunni svo frá, að
hann hefði verið rændur veski
með 4—5. þús. krónum í pen-
ingum, að hann telur, og ávís-
unum stíluðum á Raforku-
málaskrifstofuna og fleiri fyr-
irtæki hér, að upphæð nokkr-
ir tugir þúsunda, aðfaranótt
s.l. miðvikudags.
Enn fremur, að hann hefði
verið rændur lyklum að bif-
reið sinni, R-10702, sem er
Volkswagen, en hún stóð á
bifreiðastæðinu við Aðalstræti,
skammt frá heimili Stefáns.
Bifreiðin fannst í gærmorgun
í Vallarstræti, þar sem hún
stóð opin. Lykill hafði verið
notaður við gangsetningu, en
ekki tengt beint, en það gefur
til kynna samband ránsins og
þjófnaðar á bifreiðinni, og að
sá, sem rændi Stefán, hafi
þekkt hann og vitað að hvaða
bifreið hann átti að ganga.
Stefán kvaðst hafa farið á
veitingahúsið Naust á þriðju-
dagskvöldið ásamt kunningja
'sínum og hefðu þeir dvalið
þar framyfir miðnætti. Þeir
urðu svo samferða heimundir
húsið Grjótagötu 10, en þar
skildust leiðir þeirra og Stef-
án gekk heim að húsinu, en
kunningi hans niður götuna.
Stefán tekur fram, að hann
hafi þá verið mjög undir á-
hrifum víns. Eftir þetta man
hann ekki eftir sér unz hann
vaknar liggjandi í blóði sínu
við húströppurnar. Honum
tókst með erfiðismunum að
komast inn, þar sem hann
náði í handklæði og vafði um
höfuð sér til að stöðva blóð-
strauminn. Stefán hélt svo út
aftur til að leita hjálpar við
að komast undir læknishend-
ur. Af því kveðst hann ekkert
muna fyrr en hann vaknar á
læknavarðstofunni, þar sem
verið er að gera að sárum
hans, en það var undir morg-
(Framhald á 15 síðu)
Mennirnir í gúmmíbjörgunarbátnum,
skömmu áSur en þeim var bjargaS
um borS í Reyni.
Þessar iitlu, harSgerSu plöntur, kaktusarnir, eru í tízku um þessar
mundir. ÁSur fyrr voru kaktusar álitnir mesta óræsti, sem ekkert
gerSu annaS en stinga þá, sem kæmu of nærrl. En nú er öidin
önnur. Sumir éta kaktusa — og þykir fint, og alls staSar þykir
prýSi aS þessum jurtum. — Myndin er tekin í gróSurhúsl Paul
Michelsen í HveragerSi í gær. — Sjá frétt á bls. 3.