Tíminn - 08.04.1962, Side 1
16 SÍÐUR
SUNNUÐAGSBLAÐ 24 SIÐUR
SÖLUBÖRN
Blaöið afgreitt í
Bankastræti 7 á
laugardagskvöldum
SÖLUBÖRN
Afgreiðslan i Banka-
stræti 7 opnuð kl. 7
alia virka daga
83. tbl. — Sunnudagur 8. apríl 1962 — 46. árg.
BÓLAN I CARDIFF
NTB — London, 7. apríl:
Óttinn við bólusóttina skaut á ný upp kollinum í dag, er átta
manns voru lagðir inn í sjúkrahús í Cardiff, taldir sýktir af
bólusótt. Þctta kom mjög á óvart, því að talið var, að hættan
væri liðin hjá eftir bólusóttartilfellin í vetur.
f Indónesíu herjar nú bólusótt og hefur fjöidi manna látizt'
þar, en nokkur hundruð manna liggur sjúkt af veikinni.
...-
ASI setur
stjórninni
lokafrest
BlaðiS talaði við Hannibal jværi rétt, að Alþýðusambandið
Valdimarsson, forseta Alþýðu-
sambands íslands, í gær og
spurðist fyrir um, hvort það
Nú standa fermingar yfir og
þeim fylgja kransakökur ásamt
mörgu öðru góðu. Og liér c,’
komin sú stærsta, sem búin hef
ur verið til á íslandi. Hún var
gerð í brauðgerðarhúsi A.
Bridde og búin til úr ekta
dönskum konfekt-massa. Verð
fengum við ekki uppgefið, enda
er bakarinn sjálfur eigandi. Það
er nefnilega verið að ferma hjá
honum. Vibekka Scheving af-
greiðslustúlka er hér á mynd-
inni með kransaköku af venju-
legri stærð.
(Ljósmynd: TÍMINN GE)
HEKLA KAFSIGUR BAT
Þegar Heklan var á leið
mn Eyjafjörö á föstudags
kvöldiö frá SiglufirÖi til
Akureyrar, sigldi hún á
vélbátinn Pálma frá Litla-
Árskógssandi og sökk
hann stuttu síóar.
Heklan var að koma frá Siglu-
firði um kl. 21 á föstudagskvöld,
og sigldi hún vestan við Hrísey
á leið inn til Akureyrar. Vélbát-
urinn Pálmi var að koma úr róðri
og sigldi skipið austan við eyjuna.
Kom Pálmi skáhallt í veg fyrir
Hekluna á bakborða, og biðu
þeir, sem á verði voru í brúnni,
eftir því, að hann véki til hliðar,
eins og þeir töldu að hann ætti
að gera samkvæmt sjóferðaregl-
um. Báturinn vék ekki af leið og
flautuðu þá skipsmenn á Hekl-
unni, og beygðu um leið á stjórn-
borða, en það var orðið of seint
og rakst skipið á Pálma aftarlega
og kom á hann mikið gat.
Tilraun var gerð til þess að
taka Pálma í tog, en báturinn,
sem er 10 lestir að stærð, var
með mikinn afla og því nokkuð
þungur, og sökk hann áður en
nokkuð varð að gert.
Fimm menn voru á Pálma, og
tókst þeim öllum að komast í
gúmmíbát og síðan uci borð í
Hekluna, sem flutti þá til Akur-
eyrar.
Eins og áður segir var Pálmi
á leið að landi úr róðri, en hann
hefur verið að netaveiðum að und
anförnu. Var báturinn með mik-
inn afla, og flýtti það mikið fyrir
því að hann sökk. Ekki er talið
líklegt, að hægt verði að ná hon-
um upp þar sem hann nú liggur
á hafsbotni.
Skipstjórinn á Pálma er Gunn-
laugur Sigurðsson frá Brattavöll-
(Framhald a 15 síðu)
hefði hætt viðræðum við ríkis-
stjórnina um launamálin.
Hannibal svaraði, að Alþýðu-
sambandið hefði sett ríkisstjórn-
Framhald á 15. síðu.
BLOÐÁ
■ ■
Inn viS Glerverksmiðjuna sál-
ugu er mikill haugur af glerúr-
gangi, og er hann kallaður Gler
fjallið. í gær hringd'i móðir til
Tírnans og bað um, að þeirri
kröfu yrði komið á framfæri, að
Glerfjallið yrði girt af, svo börn
væru þar ekki að leik. Sagði móð-
irin, að ógerningur væri að vakta
börn'in gvo vel að þau kæmust
ekki í hauginn, og vart Iiði sá
dagur, að ekki kæmu böm heim
til sín með skomar og blóðugar
hendur.
Djilas aftur / fangelsi
NTB — Beograd, 7. apríl:
Milovan Djilas var tekinn
höndum í morgun af júgóslav-
nesku lögregluliði og fluttur í
fangelsi.
Djilas var fyrrum einn heizti
leiðtogi kommúnista í Júgó-
slavíu, en komst í andstöðu víð
flokkinn og ritaði m.a. bókina
„Hin nýja stétt“. Hann var
dæmdur í níu ára fangelsi árið
1957 fyrir áróður fjandsamleg-
an Júgóslavíu.
Honum var sleppt eftir fjög-
urra ára og tveggja mánaða
fcngelsi, en var þá mjög heilsu-
laus. Hann hefur síðan búið í
kyrrþey í Beograd og hefur ver
ið meinað að skipta sér nokkuð
af stórmálum.
Engin opinber skýring á ..and
tökunni hefur verið gefin. Lög-
reglan kom heim til Djilasar kl.
níu um morguninn og var inni
hjá honum í klukkutíma. Hún
tók á brott með sér dálítið af
skjölum og handritum. Djilas
setti eitthvað af fötum niður í
ferðatösku og fór með Iögregl-
ur.ni út í fangavagn.