Tíminn - 08.04.1962, Qupperneq 2
Konur ársins 1961
Eitt stærsta og viðurkennd-
asta tímarit kvenna í Banda-
ríkjunum heitir Mademoiselle.
Það veitir árlega tíu ungum
konum, sem skarað hafa fram
úr í sinni grein, listum, vísind-
um, viðskiptum o. s. frv., sér-
staka viðurkenningu, sem veitt
er án tillits til þjóðernis, litar-
háttar eða annars, sem ágrein-
ingi getur valdið í þjóðfélagi
mannanna.
Mademoiselle hefur nýlega
skýrt frá vali sínu á konum
ársins 1961, og segir tímaritið
m. a. í fréttinni, að „þessar
ungu konur hafa þegar skapað
sér frægðarorð af eigin ramm-
leik, og búast má við, að þeim
verði síðar á ævinni enn meiri
sómi sýndur en við erum fær
um nú“.
Ungu konurnar tiu eru:
JOAN BAEZ, þjóðvísnasöng-
kona. Hún er aðeins 20 ára að
aldri og var algerlega óþekkt,
þegar hún kom fyrst fram ár-
ið 1959 á Newport Folk Festi-
val, en síðan þá hefur hún
stöðugt tekið framförum og
hlotið æ betri dóma fyrir list
sína. „Ný stjarna er tekin að
skína", skrifaði gagnrýnandi
New York Times. „Ung sópran-
söngkona með töfrandi, þrótt-
mikla og hlýja rödd, sem hún
hefur fullt vald á“.
Joan Baez hefur nýlokið 12
vikna söngför um Bandaríkin,
og vakti hún hvarvetna mikla
aðdáun og hrifningu. Einnig
hefur hún nýlega sungið inn
á plötur og hlotið góða dóma.
Bandaríska tímaritið News-
week: „Joan syngur af meiri
tilfinningu en nokkur hennar
líki“.
GRACE BUMBRY, óperusöng
kona. Þessi þandaríska negra-
söngkona, sem hóf sinn frægð-
GRACE BUMBRY
amerísk óperusöngkona
arferil í Evrópu árið 1958, er
aðeins 24 ára gömul, en hefur
þegar skipað sér á bekk _með
beztu söngkonum heims. Á síð
ast liðnu ári kom hún fram
sem Venus í óperunni „Tann-
háuser“ á Bayreuth-hátíðinni,
og er það í fyrsta sinn, sem
CHRYSSA
grísk listakona
söngvari með dökkan hörunds-
lit kemur fram á þeirri hátíð.
„Ósvikin gyðja með frábæra
rödd“, sagði Der Tagesspiel í
Berlín. Nú starfar Grace
Bumbry við Basel óperuna í
Sviss, og nýlega flaug hún til
Washingtön að beiðni mrs.
Kennedy til þess að syngja fyr-
ir gesti í kvöldverðarboði í
Hvíta húsinu.
CHRYSSA, listakona. Chryssa
er fædd í Aþenu á Grikklandi,
28 ára gömul, en kom til Banda
ríkjanna 1954, leggur stund á
höggmyndalist og málaralist.
Hún er mjög frumleg í listsköp
un sinni. Hún stundaði nám í
sínum listgreinum við Grande
Chaumier í París og California
School of Fine Arts í San
Francisco. Hún hefur tekið þátt
í nokkrum hópsýningum og
tvisvar sinnum sýnt ein, m. a.
sýndi hún eitt sinn ein á Gugg
enheim Museum í ,New York.
Ennfremur eru listaverk eftir
hana í eigu allmargra lista-
safna.
CAROLE EISNER, tízkuteikn
ari. Þó að Carole sé ekki nema
25 ára, hefur hún þegar getið
sér orð fyrir óvenjulega hæfi-
leika á sínu sviði. Árið 1958
lauk hún prófi í tízkuteiknun
frá Syracuso University og var
síðan á kvöldnámskeiðum við
Fashion Institute of Techno-
logy í New York. Hún komst
fljótt vel áfram, þegar hún var
komin út í starfið og er nú við
urkenndur tízkuteiknari. Föt-
in, sem hún teiknar, einkenn-
ast af hreinum litum. einföldu
sniði og frupilegum samsetn-
ingum.
CARLA FRACCI, ballettdans-
mær. Óslitin sigurganga hefur
einkennt feril þessarar 23 ára
gömlu ítölsku dansmeyjar, allt
frá því hún kom fyrst fram ár-
ið 1955. Hún lærði við La Scala
Opera School og hefur m. a.
hlotnast sá heiður að vera
nefnd bezta ballettdansmær
ítala á þessari öld. 1959 varð
hún aðaldansmær við La Scala.
Hún hefur komið fram í mörg
um höfuðborgum Evrópu og í
sjónvarpi. Daily Mail í London:
„Hún er einhver bezta ballett
dansmær okkar tírna".
HOPE GRISWOLD MURR
OW, þjóðfélagsfræðingur. Sem
meðstjómandi Friends Neigh
borhood Group í New York, hef
ur mrs. Murrow unnið þarft
verk í þágu þjóðfélagsmála.
Hún nam við Oberlin College
og náði síðar sérstakri gráðu
í þjóðfélagsfræði við Columbia
University.
LAURA MAURER ROTH
amerískur eölisfræðlngur
LAURA MAURER ROTH, eðl
isfræðingur. Dr. Roth, sem hef
ur starfað við Lincoln Labora
tory við Massachusetts Insti
tute of Technology síðan árið
1956, er álitin í fremstu röð
ungra vísindalegra eðlisfræð
inga. Dr. Roth er 31 árs gömul,
gift lífeðlisfræðingi og móðir
tveggja barna. Stundaði nám
við Swartmore College og Har
vard University, og vann ný
lega ritgerðasamkeppni vísinda
ritsins American Men of
Science.
CARLA FRACCI
ítölsk ballettdansmær
JEAN ALICE SZYMANSKI,
rafmagnsfræðingur. Árið 1961
var Jean Alice valin. ásamt
annarri stúlku, úr hópi 2.200
umsækjenda til vísindastarfa í
bandaríska sjóhernum. Hún er
nú að nema rafmagnsverk
fræði við Cornell University og
mun öðlast liðsforingjatign í
sjóhernum, þegar hún hefur
lokið sínu fjögurra ára námi.
Jafnhliða tæknináminu leggur
hún einnig stund á rússnesku
í viðbót við þau þrjú tungumál,
sem hún kunni fyrir.
MGiVitJA VITTI, ieikkona.
Monica er nú 28 ára að aldri,
fædd í Róm. Hún nam leiklist
við National Academy of
Dramatic Art og hafði öðlazt
reynslu í fjölmörgum hlutverk
um á leiksviði, áður en hún tók
að leika í kvikmyndum. „L’Av
ventura" og „La Notte" heita
þær ítalskar kvikmyndir, sem
hvað mesta athygli hafa vakið
í Bandaríkjunum að undan
förnu og verið hlaðnar lofi
bæði og gagnrýni. Monica Vitti
leikur í báðum þessum kvik
myndum og hefur fengið af
bragðs góða dóma fyrir frábær
an leik sinn.
NANETTE EDMONDS WACH
TER, verzlunarkona. Síðast lið
in tvö ár hefur Nanette verið
forstjóri tízkuverzlunar í St.
Louis, Missouri, starf, sem
krefst skapandi hæfileika og
skipulagsgáfu. Hún lagði stund
á viðskiptafræði við De Pauw
University og hafði þegar get
ið sér frægðarorð fyrir hæfi
leika sína, þegar hún var að
eins 25 ára gömul.
MONICA VITTI
ítölsk lelkkona
Vélahús brenn
ur í Breiðuvík
Patr-eksfirði i gær.
Laust eftir hádegi s.l.' miðviku-
dag kom upp eldur í vélahúsi vist-
heimilisins í Breiðuvík. Eldurinn
var orðinn allmagnaður, þegar
hans varð vart. Logaði þá út um
stafna hússins, sem er nýleg bygg-
ing úr timbri.
Heimamönnum tókst að ráða nið-
urlögum eldsins áður en húsið
féll enda veður stillt. Skemmdir
urðu mjög miklar á húsinu. L þvi
voru fjórar vélasamstæður, sem
framleiddu rafmagn fyrir vistheim-
ilið, um 40 kílóvött. Talið er, að
vélarnar séu lítt eða ekkert
skemmdar, en rafmagnstöflur allar
og rafleiðslur í húsinu gjöreyði-
lögðust.
Eignirnar voru lágt vátryggðar.
Ókunnugt er um eldsupptök. Nú
hefur tekizt að koma einni véla-
samstæðunni í gang, en hún fram-
leiðir fjögur kílóvött.
— Fréttaritari.
Jðkulsá
fyrsta
skrefið
TÖPUDU Á ROBERTINO
Aðalfundur Styrktarfélags van
gefinna var haldinn í Breiðfirð-
ingabúð föstudaginn 30. marz
sl. Þar var lögð fram skýrsla
stjórnarinnar um starfsemi fé-
lagsins á síðastliðnu ári.
í skýrslunni segir meðal annars
að tala félaga sé nú orðin 568, og
þar af eru ævifélagar 112. Á ár-
inu bættust félaginu 19 nýir fé-
lagar og þar af 3 ævifélagar
Fjáröflun félagsins var eins
háttað og á undanfömum árum.
Efnt var til happdrættis um 3
Volksvagen-bifreiðar, og einnig
var stofnað til merkjasölu, og
varð af henni dágóður ágóði. Auk
þess hefur félagið haft minning
arspjöld á boðstólum, en hagnað
ur af þeim hefur verið fremur lít
ill.
Félagið varð fyrir því óhappi í
sambandi við söngskemmtun ít-
alska drengsins Robertinos, að
á hennl varð nokkur halli.
Sú nýbreytni var tekin upp á
árinu, að rita öllum sveitarstjórn
um í landinu bréf, þar sem skor-
að var á sveitarstjórnirnar að
leggja málefnum vangefinna lið
með þvi að verja úr sveitarsjóði
árlega sem svaraði 10 krónum á
hvern íbúa sveitarfélagsins til
þessara mála. Þetta hefur þegar
borið töluverðan árangur og má
þá vænta enn meira og almenn-
ara framlags úr þessari átt þeg-
ar fram líða stundir. Nú þegar
hafa félaginu borizt um 100 þús.
kr. frá sveitarfélögum Stjórnin
ákvað að afhenda fé þetta til
Styrktarsjóðs vangefinna, sem
er í vörzlu ríkisstjórnarinnar.
Styrktarfélag vangefinna veitti
styrki til einstaklinga, sem fóru
utan til þess að afla sér mennt-
unar til þess að annast vangefið
fólk og til þess að kynnast þróun
í málum vangefinna í nágranna-
löndunum. Samtals hafa 12 not-
ið slíkra styrkja úr félagssjóði
frá stofnun félagsins.
Haldið var áfram byggingar-
framkvæmdum við leikskólann
að Lyngási. en hann tók til
starfa á sl. vori. og hefur Styrkt
arfélag vangefinna lagt 550 þús-
und krónur til byggingarinnar,
og vonir standa til þess að bygg
(Framhald á 15. síðu)
Á aðalfundi Búnaðarsambands
Eyfirðinga, sem haldinn var á
Akureyri 28.—29. marz s.l., var
m. a. samþykkt svohljóðandi
ályktun:
„Aðalfundur BSE 1962 felur
stjórn sambandsins að leita eftir
samvinnu við sveitar- og bæjar-
stjórnir á sambandssvæðinu um
þátttöku í baráttu þeirri, sem hafin
er norðanlands og austan fyrir því,
að virkjun Jökulsár á Fjöllum
verði fyrsta skrefið til þess að hag-
nýta fallvötn landsins með stór-
iðju fyrir augum.“
Sýning á átján eftirprentunum
málverka eftir franska listamenn
er nú í Mokkakaffi. Myndirnar eru
til sölu. Sýningin er haldin á veg-
um Alliance Francaise.
2
TÍMINN. sunnudaginn 8. apríl 1962