Tíminn - 08.04.1962, Page 9

Tíminn - 08.04.1962, Page 9
stofna til heimssýningar á um- ræddu landssvæði. Þá væru þar fyrir hendi byggingar og útbúnað- ur allur, að sýningu lokinni. Hug- myndin fékk hljómgrunn meðal verzlunarstéttarinnar í Seattle, og1 ekki leið á löngu þar til áhuga- menn um málefnið hófu slíkan á- róður á fylkisþingið, að það tók þann kost að láta undan. Þar með var loforð fengið fyrir 30 milljónum dollara, og það var þó eitthvað til að byrja með! ★ En heimssýning er víðtækt við- fangsefni, sem einstök borg getur ekki stofnsett upp á sitt eindæmi. Fyrst af öllu varð að senda nefnd manna til höfuðborgar alríkisins, Washington, til þess að tryggja Seattle samstöðu ríkisstjórnar Bandaríkjanna. Þetta var gert seint á árinu 1957. Tíminn gat ekki verið heppileg- ar valinn. Rússar vóru nýbúnir að senda fyrsta spútnikkinn út í him- ingeiminn, rétt fyrir framan nefið á Ameríkumönnum furðu lostnum, og þjóðin var öll í uppnámi út af því. Undir þessu fannst Bandaríkja mönnum þeir ekki geta legið. Það varð að gera eitthvað frábært. En hvað? í National Foundation, sem lifaiiiliiHiitÍ ii iuiÍ'i iiiiiii uiiiiiiiiiiiiiiíiiiiiiiiiiiip Þetta er Geimnálln, sem gnæfir nú yfir Seattle og er tákn Heims- sýningarinnar. Efst á toppinn hefur verið látin undirskálarlöguð kúpa og í henni verður veitingahús og útsýnispallur. í nálinni, sem er 160 metrar á hæð, hefur verlð komið fyrir lyftu, sem flytur gest. ina alla leið upp með miklum hraða. er vísindaakademía Bandaríkj- anna, hafði verið rætt um að setja upp heimssýningu, er einkum legði áherzlu á náttúrufræðileg viðfangs efni, til þess að gera lýðum heims- ins Ijóst að nú riði á því, að taka upp samkeppni við Rússa á sviði náttúruvísinda. Þetta barst Warren Magnuson til eyrna. Hann var annar af tveim fulltrúum Washingtonríkis á sam- bandsþingi Bandaríkjanna. Hafði hann frá upphafi verið ákafur tals- maður hugmyndarinnar um heims- sýningu í Seattle. Borgarbúar höfðu ekkert við það að athuga, að byggja sýningu sína fyrst og fremst upp á sviði náttúru fræða, ekki sízt þar sem Seattle hafði þá öflugan bandamann í Vísindaakademíunni, á hinum enda alríkisins. Það sýndi sig líka bezt hve öflugt þetta samband var, þegar ekki var nóg með að Eisen- hower forseti legði blessun sína yfir fyrirætlunina, heldur sam- þykkti Kongressið 9 milljón doll- ara styrk til hennar, eftir að Magn- uson hafði lagt fram og talað fyrir frumvarpi þar að lútandi. Var fjár- veitingin meir að segja samþykkt einróma, og er þetta þó hæsta fjár- veiting sem nokkurn tíma hefur verið lögð fram til sýningar, af hendi þingsins. ★ Stuðningur Bandaríkjaþings var ákaflega mikils virði fyrir næsta stig gndirbúningsins, því nú var það sem næst skipti máli, að afla fyrirætluninni alþjóðlegrar viður- kenningar. Það var allt annað en hægur vandi. Til er svokölluð skrifstofa fyrir alþjóðleg_r sýningar,og he:..r aðsetur í París. Hefur hún sett heimssýningum og öðrum slík_m, margar og strangar reglur, _ftir að fara. Er ein reglan á þá lund. að ekki má halda fleiri en eina heimssýningu í hverju landi á ein- um og sama áratug. Þetta út af fyrir sig, var Seattle mikill fcránd- ur í götu, því hún var ekki eina borgin í Bandaríkjunum, sem ósk- aði áð setja þvílíka sýningu á svið. Borgurum þykir ákaflega gaman að kalla hana „New Yorkyið Kyrrahaf ið“, en nú átti hún ískyggilegan keppinaut, þar sem var sjálf New York við Atlantshafið, er býr sig undir að halda sýningu árið 1963. f fljótu bragði gæti það sýnzt svo, sem ekki skipti það sérlega miklu, þar sem Bandaríkin eru ekki í tölu þeirra þrjátíu landa, er standa að skrifstofunni. Hún getur því sem sagt úvorki bannað Ame- ríkumönnum eitt né neitt. Þar af Ieiðir, að þeir geta haldið svo marg ar heimssýningar sem þeir vilja, og svo oft sem þeim sýnist. Eigi að síður er mikils virði, að hafa skrifstofuna á sínu bandi, því annars getur viðkomandi átt það á hættu, að hún fyrirbjóði sínum þrjátíu löndum að taka þátt i sýn ingunni, en án þeirra er ekki hægt að halda neina heimssýningu. Þegar sendineÞr-bn frá . Te kom til Parísar í ársbyrjun 1959, fékk hún allt annað en hlýjar við- tökur. Fyrst og fremst var skrif- stofan ekki sérlega hrifin af að gera neitt fyrir sýningu í landi, sem ekki var einu sinni á hennar vegum. Auk þess voru þeir í París Bandaríkjamönnum gramir út af reynslunni sem þeir höfðu haft af heimssýningunni í New York árið 1939. Þá hafði hvert verkfallið rek- ið annað og kostnaður við bygging- arundirbúning sýningarinnar rokið upp í geip. Hins vegar höfðu iðn- aðarmannafélög þar vestra lagt blátt bann við, að sýningarhalllrn- ar væru byggðar með vinnuafli frá viðkomandi löndum. Loks voru þeir margir, sem kki var fyllilega ljóst, hvar þessi borg, Seattle, eiginlega var. Það vildi mjög oft koma fyrir, að menn villt- ust á ríkinu Washington og borg- inni með sama nafni, á gagnstæðu horni hins mikla meginlands. Þess var enginn kostur, að skrifstofan tæki í mál að slaka á sínum mörgu og ströngu kröfum, eins og til (Framhald á 15 síðu) ÞATT-JR KIRKJUNNAR Fermingardagur Flestir í fyrri daga mundu fermingardaginn sinn ævi- langt líkt og einn af helztu merkisdögum ævinnar. Nú er þetta viðhorf breytt að ýmsu leyti eins og margt annað, en samt hygg ég, að flest börn telji fermingardag- inn meðal stórhátíða í ævi- sögu sinni. Til þess eru mörg rök. Og hann má ekki hverfa í ys og átakaleysi. Sé miðað við fermingarhá- tíð barns eins og hún ætti að vera og er hugsuð af hálfu kirkjunnar, þá er apríl-mán- uður tími mikils og göfugs gróanda, dýrðlegur og dýr- mætur sáningartími í lífi og venjum Reykjavíkur. Þau munu vart mörg heimilin í borginni, sem ekki komast í einhverja snertingu við birt- una, sem skín af hvitri ferm- ingarskikkju og Ijómann úr vonglöðum augum fallegra fermingarbarna, sem stíga feimin en þó djarfhuga fyrstu sporin inn á braut fullorðins- áranna samkvæmt sínu eigin áliti. Mörg eru orðin, björt eru brosin og hlý eru hand- tökin, sem eiga að flytja ósk- ir og gleði frá hjarta til hjarta, frá hönd til handar og veita aukinn styrk öllum þessum gróanda. Og hið sama mætti segja um tilgang allra gjafanna, fermingargjafanna, sem láta vorloftið titra eins og í tíbrá hvern dag af eftir- væntingu og spenningi. Þetta er sterk aðstaða fyr- ir kirkjuna til áhrifa Hvar- vetna seilast hendur eftir blessun hennar við altari kirknanna á svipaðan hátt og við skírnina. Hér má því ekki kasta hug eða hendi til í neinu, sem unnt er að gjöra barni til blessunar og heimili þess til heilla. Allt verður að gjöra til þess að barnshjörtun finni helgi- dóm athafnarinnar i hjarta sér og umhverfis sig. Undirbúningur þarf að fara þannig fram, að börnin finni athafnaþrá sinni og sannleiksleit að einhverju leyti svalað, finni ofurlítinn gneista af sigurgleði í sál sinni yfir þvi, sem þau hafa sjálf gert til að gefa stund- inni og deginum þessa dýrð. Þess vegna geta fermingar- bækur, sem börnin vinna að, hugsa út og útbúa sjálf, ver- ið svo miklu meira virði fyrir varanleik fermingargleðinnar og heitsins en flestir hyggja. Sömuleiðis það sem þau segja sjálf og gera í athöfninni. Orðin sem þau velja sér og segja fram eins fallega og þau geta gleymast aldrei, þótt allt annað hverfi þeim úr minni. Hið sama má segja um spurningarnar, sem þau svara við ferminguna, þær og íhug- unarefni þeirra lifa í vitund þeirra, þótt flest annað fyrn- ist, sem þau hafa lært í sama tilgangi. Þess vegna er svo yndislegt, þegar heimilin vinna með prestinum að því marki, að fermingarstundin og ferming arathöfnin verði þannig helg- uð framtíð barnsins á Guðs vegum. En þannig veit ég mörg heimili hér í borg gera. Mömmur og ömmur. jafnvel pabbar, afar og eldri systkin hjálpa til að minna á fallegt efni í fermingarbækurnar, kenna falleg vers, gefa góð ráð og gæta þess, að allt sé undirbúið í tæka tíð. Þannig skapast hinn mjúki helgi þátt ur, sem í leyndum tengir lífs- þráð fjölskyldunnar við kirkju sína og er dýrmætur í augum Guðs, enda honum vígður. Alltof víða er sambandið við kirkjuna, prestinn og safn aðarstarfið aðeins vinsamlegt hugsunarleysi, ábyrgðarlítið og án athafna. Þess vegna er hver framrétt hönd svo mik- ils virði, hver bæn, hvert orð. sem safnar saman og byggir upp svo ómetanlegt hnoss á vegi prestsins að takmarki því, sem hann óskar að leiða börnin að á fermingardaginn. þessu sem er mótað í orðin: „Eg vil gjöra Drottinn Jesúm að leiðtoga lífs míns“. Óska öllum fermingarbörn- um heilla og blessunar á veg- um hins góða, fagra og sanna. Árelíua Níelsson. Ritgerðasamkeppni hiá Voice of America Bandaríska útvarpsstöðin Voice of America hefur ákveðið að efna til ritgerðarsamkeppni í tilefni af tuttugu ára starfsafmæli sínu en auk Voice of Americ'a efna til þessarar samkeppni Letters Ab- road og The Reader’s Digest Foundation. Heiti ritgerðarinnar verður „Friðarleit". Tilgangurinn meö þessari rit- gerðarsamkeppni er „að hvetja einstaklinga um heim allan til að hugsa af alvöru og raunsæi um þessi mál og kynnast skoðunum manna víða um heim eins og þær koma fram í ritgerðunum." Veitt verða verðlaun fyrir fjór ar beztu ritgerðirnar, er berast — eina frá hverjum eftirtalinna heimshluta: Evrópu, Afríku, Suð- urur-Ameríku og Asíu. Verðlaun- in eru ferð til Bandaríkjanna og tveggja vikna uppihald í New York og Washington. Ritgerðirnar skulu ekki vera lengri en 500 orð og læsilega rit- aðar á enska tungu. Nafn og heimilisfang höfundai verður að fylgja öllum ritgerðunum, ásamt upplýsingum um þjóðerni. aldur. kyn og atvinnu. Ritgerðirnar — merktar: Pease, New York, USA ■ — skal senda loftleiðis fyrir 31. maí 1962. Frá úrslitum keppninnar verð- ur sagt í útvarpi VOA, laugardag inn 1. september næstkomandi. Ritgerðunum verður ekki skilað aftur til höfunda, heldur skoð- aðar eign Letters Abroad. Verö- launahafar yngri en 18 ára verða að vera í fylgd með fullorðnum, sem sjálfur kostar för sína til Bandaríkjanna. Frekari upplýsingar um rit- gerðarsamkeppni þessa verða veittar í ameríska bókasafninu, Laugavegi 13. MTNN, sunnudaginn 8. aprfl 1962 ,9..;

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.