Tíminn - 08.04.1962, Side 14

Tíminn - 08.04.1962, Side 14
 ingu fyrir Pound og skoðun hans, við áform sitt. . . En Churchill var of göfuglynd- j ur til að láta Brooke gjalda and- j stöðu sinnar eða bera óvildarhug til hans. Hálfum mánuði eftir hin ar ófriðlegu viðræður þeirra bauð hann Brooke að koma og gista um nóttina í Chequers. Sunnudaginn 26. október: Lagði af stað til Chequers klukkan 6 e. m. og kom þangað klukkan 7,45. Þar var aðeins einn gestur annar, Lindemann. Miðdegisverði var ekki lokið fyrr en klukkan 11 e.m Þá fórum við upp á loft, þar sem forsætisráíiherran hafði lítinn kvikmyndasal. Þar horfðum við á rússneskar og þýzkar kvikmynd ir til miðnættis. Eft.ir það fórum við aftur niður og vorum þar til klukkan rúmlega 1 e.m. meðan ég útskýrði „Bumper“-æfinguna. samkvæmt tilmælum húsbóndans. Þá lct forsætisráðherrann Lindemann fara, og sagði honum að hann þyrfti nauci'ynlega að ræða einslega við mig. Hann hélt áfram að tala um væntanlegar hernaðaraðgerðir í Norður-Afríku og Miðjarðarhafslöndunurm og allar þær vonir, er hann batt við þær. Því næst fór hann að ræða um varnir landsins gegn innrás og styrk þeirra herja er ætlað var að verjast henni. Eg skýrði hon- um frá þeim herstyrk, er ég hafði yfir að ráða og skortinum á skrið drekum, ef við héldum áfram að senda þá til Rússlands. eins og lagt hafði verið til. Hann fullvissaði mig um, að með vorinu skyldi ég hafa a.m.k. 4000 skriðdreka hér heima. Loks klukkan 2,15 stakk hann upp á því, að við færum í borðsalinn og fengjum okkur samloku að borða, og ég vonaði, að svo fengi ég að leggja mig. En, nei! Við héldum áfram tjl klukkan 3 e.m. áður en hann bjóst til að ganga til rekkju. Hann lék á grammó- fón og gekk aftur og fram um gólfið, í marglita morgunsloppnum sínum, mcð samloku' í annarri hendi, cn vahrglas í hinni og steig öðru hverju dansspor eft.ir hljómfalii lagsins. Öðru hverju kastaði hann fram einni eða annarri ómetanlegri tilvitnun eða hugdettu. Einu sinni vitnaði hann t.d. í þau ummæli; að líf manns væri áþekkt göngu eftir löngum gangi með lokuðum gíuggum á báðar hliðár. I hvert skipti, sem maður gengi fram hjá glugga opnaði óþekkt hönd hann og birt an, sem inn kæmi, yki aðeins með mótsetningu sinni, myrkrið í enda gangsins ... Þegar tekið er tillit til þess á- byrgðarþunga, sem á honum hvíl ir, bætti Brook við — þá er glað lyndi hans og áhyggjuleysi alveg ótrúlegt, Morguninn eftir fór hann með fo’'sætisráðherranum á fallbyssu- sýningu, sem sá síðarnefndi hafði mikinn áhuga á. — Eg held að það hafi verið við þetta tækifæri sem Bren-byssan, er hann hafði í vagninum sínum var tekin út, svo að hann gæti æft sig með henni. Hann hafði vissulega selt líf sitt dýru verði. ef til þess hefði komið .. . Nokkrum dögum eftir þessa heimsókn frétti Brooke, að mikl- ar breytingar væru í vændum og að DHl yrði látinn hætta störfum, en fáleikar milli hans og forsætis ráðherrans höfðu sífellt farið vax andi. Þann 13. nóvember átti hann langt og dapurlegt tal við manninn, sem hann hafði lengi álitið fremsta hermann Bretlands. Dill sagði honum, að hann væri viss um, að dagar sínir sem for- manns herforingjaráðs væru tald- ir og að það kæmu því af undir- mönnum hans til greina, við valið á eftirmanni hans: Lt,-gen. Sir Frederick Pile; Lt.- gen. Sir Bernhard Paget og mag,- gen. Archi.bald Nye. Sama kvöldið fékk Brooke boð um að dvelja í Chequers næsta sunnudag. Hann furðaði sig talið öll tormerki á fyrirhugaðri áætlun. Því næst hélt hann áfram að þaulspyrja mig í röskar tvær klukkustundir til þess að reyna að sýna fram á það, að ég hefði ag þarflausu gert of mikið úr erf- iðleikunum... Fór aftur frá Downing Street 10 klukkan 8.30 e.m., borðaði miðdegisverð í klúbbnum og lagði af stað með járnbrautarlest klukkan 11 e.m.“ Um þennan fund skrifaði Brooke síðar: „Við komum saman í Downing Street 10 klukkan 6,30 e.m. For- sætisráðherrann beið okkar þar og ég sá það strax á svip hans, að við gátum búizt við ofviðri. Hann hafði hjá sér þá menn, sem hann var vanur að telja meðan ,,em- bættisbræðra" sinna: Anthony Eden, Attlee, Leathers og nokkra fleiri. Mín megin við borðið hafði ég þá flota- og flugliðsforingja, er höfðu unnið með mér... Þegar við vorum allir' setztir í kringum borðið, skaut forsætis- ráðherrann fram hökunni eins ogj hann gerir venjulega þegar hann er í árásarhug, horfði hvasst á mig og sagði: — Eg hafði fyrirsikipað : yður að gera nákvæma-áætlun um her töku' Þrándheims og tilnefna yfir foringja. Hvað hafið þér gert? Þér hafið í þess stað lagt fram mjög öfgafulla lýsingu á öllum erfiðleikunum og reynt að sýna það með rökum, að þessi áætlun yrði aldrei framkvæmanleg. Því næst hélt hann áfram að þaul- spyrja mig í rúmlega tvær klukku stundir um smávægilegustu atriði í ályktun minni. Eg reyndi hvað eftir annað að vekja athygli þans á aðal-orsökinni — flugvélaskort inum. Hann forðaðist þetta atriði, en sagði t.d.: — Þér segið, að bæði frost og hláka muni torvelda framkvæmd irnar. Hvernig getið þér útskýrt slíka fullyrðingu? Eg svaraði á þá leið að þetta væri aukaatriði og fullyrðing væri tekin úr „Veðurfars-bókinni" Hann *lét þegar sækja bókina og sannfærðist um, að þessi út- ! dráttur hafði verið endurritaður beint eftir henni. — Þér fullyrðið, að það muni taka tuttugu og fjórar klukku stundir að fara leiðina milli A og B. Hvernig getið þér rökstutt þá fullyrðingu yðar? Þar sem þessum tima átti að verja til að sigra mótspyrnu ó- vinanna á leiðinni, rjúfa vega- tálmana og að öllum líkinduim gera við skemmdir á brúm og steinræsum, þá var ekki auðvelt að gera ýtarlega grein fyrir því öllu í fáum orðum. Þetta varð tilefni til enn fleiri spurninga, sem flestar voru blandnar sár- yrðum og gagnrýni.. . Þessum viðræðum lauk ekki fyrr en klukkan 8,30 e.m. For- sætisráðherran spurði Pound að- mírál, hvort^hann vildi fallast á as senda fiotann inn í Þrándheims fjörð til að aðstoða landgönguna. Abra augu beindust ag yfirmanni flotans. sem eins og svo oft á löngum fundum og ráðstefnum — var farinn að blunda. En þegar flotinn var nefndur, glaðvaknaði gamli maðurinn og.hristi höfuðið í ákafa. Við þetta hætti forsætis- ráðherrann, sem bar mikla virð- •4« 24 sem henni fylgdu, var heyskapur stundaður af miklu kappi, risið snemma og gengið seint til náða. Og aldrei brást reglusemin og veitingarnar í bezta lagi. Gest.irn- ir stóðu við í tvo scjlahringa og einu dægri lengur. Komu laugar- dagskv. og fóru þriðjud.morgun. Stúdentinn fylgdi þei:m á veg og eins fröken Ragnheiður. Riðu þau fram með þeim upp á háfjall- ið. Nú ríkti sumar og góðviðri. Sté fólkið af hestunum og tók sér sæti í snoturri brekku. Þar var ræðzt við um stund. Svo rann kveðjustundin upp, hlý kveðju- stund og innileg. Prestshjónin stigu á bak hestum sínum og riðu sem leið lá niður af fjallinu í átt- ina að Stóru-Völlum. Hjónaefnin settust aftur í brekk una og biðu þar, unz leiti bar á miUi þeirra og prestshjónanna. Fröken Ragnheiður var alvarleg mjög og horfði sorgblöndnum aug um á eftir venzlafólki sínu. Á stúdentinum voru ekki séð nein svipbrigði. Er gestirnir voru horfn ir, sátu þau enn nokkra stund án þess að mæla orð. Fröken Ragn- heiður varð fyrri til að rjúfa þögnina. — Eigum við ekki að halda heim, vinur minn? sagði hún. Þá greip stúdentinn hönd hennar og mælti: — Kvíðir þú því ekki, vina mín, að fylgja mér? — Hvers vegna ætti ég að kvíða því? Það er óskadraumur minn, sem nú er að rætast, sagði hún. — Ef svo er, þá er hann ekki ðins fagur og góður og þig hefur dreymt um. Þig hefur áreiðanlega dreymt um heilbrigðan mann og heilsteyptan og áttir skilið að fá hann. En ég er flak. Ég leita til þín særður maður, því að enginn getur grætt sár mitt annar en þú. Og þó að sárið grói, verður ör þess eftir. Það getur engin lækn- ing útmáð, sagði hann. — Vinur minn. Við erum eng- in börn lengur. Við verðum hvort öðru það, sem við getum. Og guð gefur okkur það, að allt verður gott, sagði hún. Þá faðmaði hann heitmey sina. — Þú ert öllum betri, hvíslaði hann. XVII. Nú víkur sögunni heim í Ás. Þar gerðust margir merkilegir at- burðir þetta sumar. Slíkur er hátt ur sveitarinnar. En flest var þess eðlis og mann varðar ekki um það. Hvað varðar mann um það, að Árni gamli, dyggi sauðamaður inn í Ási, gekk í hjónaband þetta sumar. Og þó kominn fast að sex- tugu. Brúðurin var heldur ekkert ungbarn. Fjörutíu og fimm ára sagðist hún vera. En kunnugir töldu hana fimmtuga eða eldri. En hvað um það. Arnfríður, svo hét brúðurin, fæddi bónda sínum myndarlegt sveinbarn undir eins á fyrsta ári hjónabándsins Geri aðrar fimmtugar það betur. Þessi gifting þótti nýstárleg. Og vakti talsvert umtal. Og löngu síðar vitnuðu rosknar konur ógiftar í Amfríði og giftingaraldur henn- ar, er gárungar reyndu ag stríða þeim með piparstandi. Ekki skul-i um við heldur dvelja lengi við þá miklu rekistefnu og málaþvarg er varð út af drápi nautsins mikla sem sýslumaður átti, og fannst helstungig í haganum Naut þetta þótti hinn mesti vágestur, var lát ið burðast meg hnyðju mikla, en fór sínu fram engu að síður, rót aði upp jörðinni og hræddi veg farendur. Sýslumaður hafði dá- læti á nautinu og sinnti engri kvörtun. Nautig var látið liggja úti með öðrum geldnautum og einn morgun um Jónsmessuleytið fannst nautið helstungið í hagan- um. Sýslúmaður hóf heiftþrungna eftirgrennslan eftir vegandanum. Yfirheyrði fólk írfnæsta nágrenni jafnt unga sem gamla. En er hann sneri sér að heimilisfólkinu sínu, mætti ráðsmaðurinn fyrstur sam- kvæmt eigin ósk. Hvað honum.og sýslumanni fór á milli fékk eng- inn ag vita. En málið féll niður með öllu. Þar með var rekistefnu sýsjúmanns lokið, en almenningur ræddi málið þeim mun betur. Og lagði þar hver þag til, sem honum sýndist. Komu margar spár fram Sumum þótti afskipti ráðsmanns ins grunsamleg. Og til voru þeir sem héldu, að hann hefði framið verknaðinn. En aðrir sögðu að ráðsmaðurinn hefði leyft sér slíkt á sýslumannssetrinu og gengi oft- ar en einu sinni í berhögg við sýslumann, að hann hefði ekki hikag við að drepa nautið, með vitund sýslumanns þótt hann bann aði. Sennilegasta getgátan var að hinn seki hefði skriftað fyrir ráðs manninum Og hann’ svo kveðið málið niður. Hið rétta, hvort sem| það var hið síðarnefnda eða ekkij upplýstist aldrei. Yfir Ási hvíldi skuggi þetta- sumar. Engum dúldist það að: heimasætan var miður sín. Unga, glaðværa, léttstíga mærin var horf in, en í hennar stað komin ung kona föl yfirlitum, hljóðlát og al- vöruþrungin Oft þóttist heima fólkið verða þess vart, að hún hefði grátið. Augun voru tárvot BJARNI ÚR FIRÐh túdentinn Hvammi og þrútin. Ekki ósjaldan gekkj hún ein að heiman. Oftast lágu, spor hennar upp brekkurnar ofan vert vig túnið. Stundum reikaði hún niður að sjónum og gekk hún þá fyrir nesið, sem var rösk.ur klukkutima gangur í góðu veðri. Sýslumannsfrúin var sýnilega á- hyggjufull. Oftar en einu sinni talaði hún við sýslumann um meyna, að því er fólkið hélt, en hann lét sem ekkert væri. Stund- um bað frúin fósturson sinn að sækja systur sína, eða hyggja að henni. Frúin nefndi fósturbörnin systkin. Brást hann jafnan vel við, og alltaf var léttara yfir Guð- rúnu er þau voru saman. Hann trúði á staðfestu stúdentsins og hlúði að þeirri von, sem við hann var teng-d. Þannig bar hann smyrsl á sárin. Og fyrir atbeina hans skrifaði Guðrún bréfið. Svo kom reiðarslagið. Stúdentinn lét lýsa meg sér og fröken Ragnheiði. Fréttin barst um sveitina eins og hvalfrétt. Þá brá Sveini ekki síð ur en Guðrúnu. Fyrst þetta gat komið fyrir þá brugðust krosstré sem önnur. Guðrún lagðist fyrir. Og vék frúin ekki frá rúmi henn ar. Og þótt Guðrún margbæði hana að lofa sér að vera einni, lét hún ekki undan. Og nú var frúin svo blíg og samúðarfull, að Guðrún gat tjáð sig. Við það var sem sárasti broddur sorgarinnar sljóvgaðist. Þannig liðu nokkrir dagar. Þá rann upp bjartur sól- skinsdagur. Og hyag skeður. Úr hádeginu kemur Guðrú;n út, tek ur sér hrífu í hönd og fer að rifja. Gekk hún í flekk meg bróð ur sínum og nú heyrðust þau tala saman í léttum tón. Ekki höfðu þau rifjað nema einn flekk, er sýslumaður kom og kallaði á Svein. Guðrún hugði nú að hinu fólkinu og gekk í flekk með Þór- oddi. Eftir það völdust þau saman í hvern flekkinn af öðrum. Hann var yngsta hjúið á sýslumannssetr inu, er gekk að heyvinnu. Myndar legur piltur karlmannlegur og úrræðagóður. Ekki gat hann heit ið fríður, en honum fór vel að brosa. Þá varð andlitið svo bjart og hlýtt. Guðrúnu hafði alltaf fundizt piltur þessi vænlegt ung- menni. Og nú fann hún, að með honum átti hún mesta samleið. Hann hafði réynt sitt af hverju, kynnzt vonum og vonbrigðum. Foreldrar hans komu úr fjarlægri sveit, ásamt gamalli móður föð- urins. Þau hófu búskap á rýrings- 14 TÍMINN, sunnudaginn 8. anríl

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.