Tíminn - 10.04.1962, Síða 4
Skipasmíðastöðin Báta-
lón í Hafnarfirði. — Tólf
tonna bátur stendur inni við
\, dyrnar, reiðubúinn að
renna sér í sió fram um leið
og skipasmiðnum þóknast
að opna dyrnar og veita
honum útsýn til sjávar.
Hann gnæfir hátt, fram-
byggður, reisulegur eins og
hreinhjörtur. Stefnið peru-
laga, vel fallið (til að njóta
kossa Ránardætra, sem bíða
hans við fjöruborðið og
hjala hver við aðra.
í káetu hans situr Guðmund-
ur Lárusson og sötrar kaffi úr
hitabrúsa, sem er grænn eins
og sjórinn. Hann er í senn einn
af eigendum bátsins, höfundur
hans, smiður og væntanlegur
skipsfcjóri og bíður spenntur eft-
ir því, að geta hleypt honum
af stokkunum, til þess að sjá,
hvemig hann lætur í örmum
Ránardæfcra.
—- iÞetta er nefnilega fyrsti
báturinn sinnar tegundar, sem
er byggður hér á landi og það
varð að fá sérstakt leytfi til
þess að byggja hann. Hann er
byggður með svigaböndum og
sféttri húð. Hún er endingar-
betri en skarsúðin, því að saum
amir eru grópaðir inn í og kýtt
að, yfir. Botnlagið er allt öðru
vísi en menn eiga að venjast á SéS framan á Skýjaborglna.
ÞARF KVENMANN OG
KAMPAVINSFLOSKU
svona fiskibátum. Það er hrað-
bátalag á honum að aftan. Kjöl-
urinn er geysihár og gerir hann
stöðugan í sjónum. Þetta lag á
honum á að geta gefið miklu
meiri gang og betri sjóhæfni
en venjulegt er að bátar af
þessari stærð hafi. En menn
eru ekki sammála um það og
sumum lízt ekkert á þetta hjá
mér. Það er alltaf svona; þegar
eitthvað nýtt er á ferðinni,
menn vilja halda sig við það
gamla og þora ekki að breyta
út af því, því að þeir vita ekki
hvað báturinn gerir, þegar hann
kemur á sjó.
— Er ekki erfitt að reikna
nákvæmlega, hvernig hann á að
vera til þess að hann fari vel
í sjó?
— Jú, sérstaklega, þegar mað
ur hefur ekki aðra báta til hlið-
sjónar af sömu gerð.
— Teiknaðir þú hann sjálf-
ur?
— Já, ég bæði teiknaði hann
og smíðaði, en hef haft hjálp
við smíðina. Við byrjuðum að
smíða hann um mánaðarmótin
október nóvember og höfum ver
ið að síðan og nú er hann svo
að segja tilbúinn.
— Þú ert ekkert hræddur um
að hann snúi kjölnum upp, þeg
ar þar að kemur?
— 0, ætli hann haldist ekki
á réttum kili, en auðvitað verð
ég búinn að tryggja hann til
frekara öryggis áður en hann
fer á flot, bætir hann við og
glottir. — Ykkur er óhætt að
fara niður í káetuna. Þið ættuð
að komast, því að dyrnar eru
gerðar fyrir að allra feitustu
menn komist í gegnum þær, að
minnsta kosti ef þeir snúa rétt.
í káetunni eru kojur fyrir
fjóra menn (ekki mjög feita).
Dagsljósið smeygir sér inn um
kýraugu upp við loftið og fell-
ur á borð og umhverfis það er
stoppaður bekkur með harðvið-
arklædd kojuþilin fyrir bak,
eldavél og stálvaskur í einu
horninu og litlir skápar við
kojurnar.
— Sennilega vínskápar, er
það ekki?
— Auðvitað. Þessi læsti
þarna.
í káetunni eru kojur fyrir
fjóra menn (ekki mjög feita).
Dagsljósið smeygir sér inn um
kýraugu upp við loftið og' fell-
ur á borð og umhverfis það er
stoppaður bekkur með harðvið-
arklædd kojuþilin fyrir bak,
eldavél og srtálvaskur í einu
jhorninu og litliir skápar við
kojurnar.
— Sennilega vínskápar, er
það ekki?
— Auðvitað. Þessi læsti
þarna.
Og stýrishúsið fyrir aftan og
ofan horfir fram með mörgum
gluggum, búið öllum tækjum,
dýptarmæli, fisksjá, talstöð og
miðunarstöð, — rúmgott og
Guðmundur Lárusson: — Eg drep
hvern þorsk, sem ég næ í.
Það er alveg óhætt aS halla sér fram yfir borðstokklnn og ekki hin minnsta hætta á drukknun þótt maður falli. — MaSur fengl í mesta
lagi glóðarauga, kúlu á enniS og heilahristing! — Skýiaborgln er nefnilega enn á þurru landi.
bjart, og undir er vélin, átta-
tíu og sex hestafla Parsonvél,
þegjandi enn þá en þess verður
ekki langt að bíða, að hún fái
málið, því að . . . .
— Við setjum hann á flot
í vikunni.
— Og hvað kostar að byggja
svona bát?
— Milljón.
! — Hver á þá milljón?
— Enginn enn þá, segir Guð-
mundur og hlær við, en bráðum
förum við að drepa þorskinn.
Eg drep hvern þann þorsk, sem
ég næ í. Eg er óvinur allra
þorska.
—Það er ójafn leikur.
— O, hann getur platað líka,
bölvaður, en á þessum báti get-
um við elt hann, hvert sem
hann fer.
— Hefurðu komizt í kast við
hann áður?
— Já, ég hef bæði verið skip
stjóri og stýrimaður á bátum.
Við förum á handfæri fyrst, því
nú er tíminn fyrir handfæri
framundan, en í sumar förum
við sennilega á snurvoð, eða
(Framhald á 15. síðu).
h
T f M I N N, þriðjudagur 10.-apriL-1962.