Tíminn - 10.04.1962, Page 5
SUMARIÐ 1962
22 ferðir
i viku til og frá ísiandi.
Viðkomustaðir: New York,
Kaupmannahöfn, Hamborg,
London, Stafangur, Oslö,
Helsingfors, Amsterdam,
Glasgow, Luxemborg og
Gautaborg. Farseðlar til
flugstöðva um allan heim.
Tryggið far með fyrirvara.
/
Merkur maður látinn
Nýlátinn er í Reykjavík Hervald
Bjömsson skólastjóri. Hervald var
Húnvetningur að ætt og uppeldi.
Iíann lauk ungur kennaranámi í
Kennaraskólanum og gerðist þá
brátt skólastjóri í Borgarnesi, og
það var hann síðan í um 40 ár.
Hann gegndi skólastjórastarfi
sínu með einstakri trúmennsku og
röggsemi og var jafnan elskaður og
virtur af fjölda nemenda sinna.
Um langt skeið var Hervald einn
af aðalbaráttu- og brautryðjendum
Framsóknarflokksins í Borgarfirði.
Hann var liinn prýðilegasti ræðu-
maður — rökviss og einarður og
munaði jafnan mikið um hann á
hinum stóru stjórnmálafundum,
sem á fyrri árum voru pkki fátiðir
í Borgarnesi.
En íhaldsmönnum sveið oft und-
an rökum hans og var því ekki
Jaust við, að sumir þeirra legðu
fæð á hann. Og jafnvel að slikt
síaðist inn í suma þá, sem barizt
var fyrir, eins og oft vill verða í
þá, sem vantar kjark og víðsýni til
að hafa sínar ákveðnu skoðanir
En hinir voru einnig margir, sem
gjarnan óskuðu eftir að Hervald
væru falin víðtækari trúnaðarstörf
en raun varð á. Allt, sem Hervald
var trúað fyrir, leysti hann af
höndum með hinni mestu prýði
Hann var óvenjulega fær maður,
trúr og tiýggur. Það var mikið
happ fyrir Borgarnes að fá að
njóta lífsstarfs manns eins og Her-
valds.
Munu þeir nú við leiðarlokin
margir minnast Hervalds með inni-
legu þakklæti og senda eftirlifandi
eiginkonu hans, Guðríði Sigurðar-
dóttur frá Akranesi, sinn innilega
samhuga.
Gamlir bardagabræður fyrir
rétti þeirra, sem minni máttar eru
og farsælu gróandi íslenzku þjóð-
lífi munu jafnan minnast Hervalds
með aðdáun og hlýju þakklæti.
Þegar ég frétti um ýmiss kon-
ar óstand á Hólum í Hjaltadal,
þá trúði ég illu, sem oftast má og
rann til rifja ef svo væri um líð-
an gamalia eftirlætishrossa minna
sem þar var af ýmsu látið. Eg
bað því urn lil kaups tvö þau
hrossin, sem ég átti mest að gjalda
af þeim hópi, sem ég seldi þang-
ag fyrir nokkrum árum, svo sem
skýrt var frá í Búnaðarriti á þeim
tíma. Eg fékk hrossin keypt og
var það drengskaiparbragð. sem
ég þakka hér með, að leyfa end-
urkaupin.
TRULOFUNAR
H
R
I
N
G
A
R
ULRICH FALKNER
AMTMANNSSTÍG 2
Nú eru hryssur þessar komnar
i mínar hendur og til mín fluttar
ágætlega útlítandi og á alla vegu
vel með farnar. Það ber einnig
að þakka. Þótt að vísu væri ekki
nema sjálfsagt að svo ætti að
vera, þá er nú margt. sem geng-
ur miður en skýldi og ekki of
mikiJl munur gerður á afbrota-
verkum og dyggðarstarfi. þótt það
sé bakkað. sem vel fer.
Reykjavík 28.3 1962.
Sigurður Jónsson frá Brún.
Vigfús Guðmundsson.
Þess ska! getið sem gert er
T f M I N N, þriðjudagur 10. apríl 1962/
FRAMFARIRNAR ERU ORAR
ÞÖRðLFUR BECK SKODAR
MÖDEL 1962 AF KHATT-
SPYRNUSKÚM FRÁIDUNNI
< StÆRÐIR 34—45
BETRI KNATTSPYRNA
KREFST BETRI ÚTBÚNAÐAR
IÐUNN - AKUREYRI
i
Góð fjárjörð
til leigu, þægileg og vel í
sveit sett sirka 70 km. frá
Reykjavík.
Tilboð sendist í pósthólf
1324.
Lítii íbúð
i
í Kópavogi óskast til leigu í
vor. Má vera 1—2 herb. og
eldhús.
Uppl. í síma 18982.
VÉIABÓKHALD
BÓKHALDSSKRIFSTOFA
JÓN R. KJARTANSSON
Sími 17333
Veizlur
Tek að mér fermingar-
veizlur.
Allar nánari upplýsingar
gefnar í síma 37831.
Símanúmer okkar verður
eftirleiðis
20390
BARNAVAGNASALAN
Baldursgötu 39.
Irésmíðavél
i
sambyggð (combineruð) til
sölu.
Uppl. í síma 37503 og
22184.