Tíminn - 10.04.1962, Side 6
VAXTAOKRINU VERDI
TAFARLAUST AFLÉTT
Skúli Guðmundsson hefur lagt
fram nefndarálit um frumvarþ
Framsóknarmanna, sem lagt var
fram í þingbyrjun en ekki afgr.
úr nefnd fyrr en nú. Eins og
vænta mátti leggst meirihluti
fjárhagnefndar gegn frumvarpinu
svo og Bankastjóm Seðlabank-
ans, sem fékk frumvarpið til um-
sagnar. Stéttarsamband bænda
mælir _með frumvarpinu, en svar
frá L.Í.Ú. barst ekki. Frumvarp-
ig kveður á um að vextir verði
færðir aftur í það horf, sem þeir
voru fyrir efnahagsráðstafanirnar.
Hér fer á eftir kafli úr nefndar-
áliti Skúla Guðmundssona:
Mara á atviimsilffi
I-Iáu vextirnir hvíla mjög þungt
á þeim fjölda einstaklinga og fyr-
irtækja, sem þurfa á lánsfé að
halda til nauðsynlegra franv
kvæmda, öfjunar atvinnutækja og
atvinnurekstrar. Vaxtahækkunin
er miki'll gjaldaauki til viðbótar
þeim gífurlegu hækkunum á
kostnaði við byggingar og aðrar
framkvæmdir, sem gengislækkan-
irnar 1960 og 1961 hafa valdið.
Meg vaxtahækkuninni hafa líka
verið lagðar tilfinnanlegar byrðar
á framleiðslufyrirtæki, sem kom
ast ekki hjá að nota mikig láns-
fé. Svo er það t.d. um fyrirtæki
sjávarútvegsins. Talið er, að
bankaskuldir, sem á þeim atvinnu
vegi hvíla, séu nokkuð á annað
þúsund millj. kr. Þar að auki eru
lán hjá stofnlánadeild sjávarút-
vegsins, fisfcveiðasjóði og fiski-
málasjóði, samtals um 860 millj.
kr. og skuldir vig sparisjóði og
fleiri aðila. Vaxtagreiðslur eru
því stór gjaldaliður í útgerðinni.
Áætlanir og reikningar um rekst-
ur fiskfrystihúsa sýna, að vaxta-
kostnaður við þann rekstur nem-
ur nálægt 40% af þeirri upphæð
sem þar er greidd í vinnulaun
til verkafólks.
- ' \
Sparifiáreigendur
Látið er í veðri vaka, að hækk-
un vaxta hafi m. a. verið ákveðin
til þess að bæta hag sparifjáreig-
enda og auka traust á gjaldmiðl-
inum. Um þetta er það að segja,
að hækkun innlánsvaxta er spari-
fjáreigendum ekki mikils virði, ef
henni fylgja ráðstafanir, sem
hafa í för með sér rýrnun á verð
gildi sparifjárins, miklu meiri en
sem nemur hækkun innlánsvaxt-
anna. En þannig var verðgildi
innstæðufjárins skert með geng-
islækkunum 1960 og 1961 og gíf-
urlegum hækkunum á tollum og
sölusköttum, sem leggjast á nauð-
synjar allra manna. Sparifjáreig-
endur hafa því verið ákaflega hart
leiknir af þeirri efnahagsmála-1
stefnu, sem fylgt hefur verið síð-
ustu 2 árin.
Frysta fé!5 rúmar 300
miHiénir kr.
Heimild Seðlabankans til þess
ag heimta hlut af innstæðufé inn
á bundinn reikning hefur verið
notuð þannig, að um síðustu ára
mót var heildarupphæð sparifjár
á bundnum reikningi 318.2 millj.
kr. Fé þessu hefur verig safnað
saman hjá innlánsstofnunum um
land allt. Því er haldið fram, að
innstæðubindingin sé m. a. til
þess gerð, að Seðlabankinn geti
lánað fé til brýnustu þarfa at-
vinnuveganna, eins og t.d. sjáv-
arútvegsins. En þetta hefur ekki
verið gert Lán Seðlabankans til
stofnlánadeildar sjávarútvegsins
var ekki borgag út, heldur fór
það til þess að bæta hag viðskipta
bankanna í reikningum hjá Seðla
bankanum. Og á sama tíma sem
Seðlabankinn hefur safnag sam-
an hjá bönkum, sparisjóðum og
innlánsdeildum yfir 300 millj. kr.
inn á bundna reikninga, hefur
hann veitt tiltölulega minni lán
en áður út á afurðir sjávarútvegs
og landbúnaðar og þannig valdið
erfiðleikum fyrir atvinnuvegina.
Sú aðferð að loka inni hjá
Seðlabankanum hundrug millj. kr.
af spari-fénu, I stað þess að lána
það til aukinnar framleiðslustarf
semi og nauðsynlegra fram-
kvæmda, sem auka þjóðartekjurn
ar, getur ekki talizt hagkvæm fyr
ir þjóðarbúið. Engin verðbólgu-
hættá fylgir því að hafa spariféð
í umferð.
Selabankinn hefur notað heim-
ildina til innstæðubindingar þann
ig síðustu 2 árin, að rétt þykir
að leggja til að hún verði num-
in úr lögu.m.
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna
hélt fund í Reykjavík 14.—17. fe-
brúar sl. Þar voru mættir eigend-
ur 55 hraðfrystihúsa, sem eru þátt
takendur í félaginu, eða full-
trúar þeirra. í blaðinu „Frost“,
sem Sölumiðstöðin gefur út, er
skýrt frá ræðu, sem formaður fé-
lagsins flutti á fundinum. SagS^i
hann þar, að m.a. hefði útlána-
og vaxtastefna bankanna valdið
gífurlegum erfiðleikum fyrir
rekstur hraðfrystihúsanna. f blað-
inu eru einnig birtar ályktanir,
sem samþykktar voru á fundin-
um, þar á meðal þær tillögur, er
hér greinir:
Ajykfun fimdar S.H,
„Aukning útlána:
Meg tilliti til þess, að utlán
Seðlabanka íslands út á sjávaraf-
urðir hafa farið stöðugt lækkandi
Laun hæstaréttarJómara
Þórarinn Þórar-
insson mælti í
gær í ncðri
deild fyrir
breytingartillögu, er hann flyt-
ur við 3. umr. um frumv. um
hæstarétt. Breytingartillaga
Þórarins fjallar um, að laun
hæstaréttardómara skuli jafn
an vera í flokki hæstu launa,
sem ríkið eða stofnanir þess
greiða.
Þórarinn sagði, að Hæstirétt-
ur væri ein virðingarmesta og
mikilsverðasta stofnun ríkisins.
Mjög er mikilvægt, að launa-
kjör hæstaréttardómara séu svo
góð, að þeir þurfi ekki að hafa
fjáirhagsáhyggjur og séu sem
óháðastir og sjálfstæðastir tfna
lega. Nú er svo komið, að emb-
ættismenn í ýmsum ríkisstofn-
unum fá greidd laun utan launa
laga eða með sérstökum samn-
ingum og eru laun þeirra mikl-
um mun hærri en hæstaréttar-
dómara. Sagðist Þórarinn a.m.
k. geta nefnt 12 embættismenn
ríkisins/er hærri laun hefðu en
hæstaréttardómarar. — Reynt
hefði verið að bæta hæstarétt-
ardómurum þetta upp með
aukastörfum þeim til handa, en
með því væri fariú inn á var-
hugaverða braut og væri mjög
óæskilegt að hæstaréttardómar-
ar hefðu önnur störf með hönd-
um en dómarastörf í Hæsta-
rétti. — Þórarinn minnti á, að
með hinum nýju lögum um
Seðlabanka íslands væru laun
bankastjóra ekki ákveðin í
launalögum og hefðu banka-
stjórarnir hærri laun en hæsta-
réttardómarar. Þessi iillaga
væri komin fram til að tryggja
það, að hæstaréttardómarar
nytu hæstu launa, sem ríkið
greiddi fyrir embættisstörf.
Bjarni Benediktsson, dóms-
málaráðherra, sagði, að mjög at
Uyglisverðu máli hefði verið
hreyft og þakkarvert væri það,
því að laun hæstaréttardómara
væru orðin langt um of lág.
Ekki væri þó hægt að bera þá
saman við eðlabankastjóra
sem væru mjög lausráðnir i
starfi og hægt væri að segja
þeim upp og reyndar mjö„ auð
velt að losna við þá, ef vilji er
fyrir því, en því er ólíkt farið
með hæstaréttardómara. Nú
stendur fyrir dyrum allsherjar-
endurskoðun á kjörum „pin-
berra starfsmanna og laun
hæstaréttardómara er viður-
hlutamikið mál og þarf góðrar
endurskoðunar með.
Þórarinn Þórarinsson kvaðst
skilja, að þetta mál þyrfti góðr-
ar athugunar við, fagnaði hin-
um góðu undirtektum, sem til-
lagan hefði fengið og kvaðst
fallast á að málinu yrði frestað
meðan þetta atriði yrði athug-
að.
Gísli Jónsson sagði, að i
hinu nýja skattafrumvarpi ætti
að veita hæstaréttardómurum
skattfrelsi og bæri að hafa það
í huga við umræður um kjör
þeirra, þar sem það væri ekk-
ert smáatriði.
Bjarni Benediktsson sagði
það alrangt hjá Gísla, að áð-
gert væri í Linu nýja frumvarpi
að veita hæstaréttardómuru. ■
skattfrelsi. Hvergi væri á það
minnzt og engar umræður veri’
um það í þinginu.
MtsL. I
á undanförnum árum með þeim
afleiðingum, að nú horfir til mik-
illa vandræða í sjávarútvegi og
fis'kiðnaði, skorar aukafundur
S.H., haldinn í Reykjavík í febrú
ar 1962, á hæstvirta ríkisstjórn,
að útlán Seðlabankans verði aul&n
upp í 67%, eða eins og áður var
og lög Seðlabankans leyfa.
Lækkun vaxta.
Aukafundur S. H., haldinn í
Reykjavík í febrúar 1962. sam-
þykkir að beina því til hæstvirtr-
ar ríkisstjórnar, áð nú þegar
verði athugað, hvort ekki sé unntj
og tímabært að lækka vexti Seðla
bankans á afurðalánum sjávarút-
vegsins, þannig að 7% vextir
þriggja fyrstu mánaðanna lækki
í 5% og 714% vextirnir í
5i/2%.
Sem rökstuðning fyrir sam-
þykktum þessum lýsti fundurinn
því yfir sem skoðun sinni, að:
1) Þörf framleiðslufyrirtækja
sjávarútvegsins fyrir lánsfé er svo
mikil, að notkun þess er ekkert
minni þrátt fyrir háa vexti og þó
fjárþörf þeirra hvergi fullnægt.
2) Fundurinn fær ekki séð,
hvernig þag þjónar hag þjóðfé-
lagsins að íþyngja framleiðslunni
me.ð háum vöxtum á framleiðslu-
ywSBí
SKÚLI GUÐMUNDSSON
víxlum sjávarafurða, er teknir eru
af fyrirtækjum, sem fjárhagslega
berjast í bökkum, en stunda þá
framleiðslu, sem öll þjóðin bygg
ir afkomu sína á.
3) Fundurinn álítur, að hækk-
un útlána á sjávarafurðir sé viss-
asta leiðin til að gera fyrirtækj-
um þessum kleift að reka starf-
semi sína af fullum krafti og auka
þar meg framleiðsluna og þar
með gjaldeyrissöfnunina.“
f framangreindri ályktun Sölu-
miðstöðvarfundarins er bent á þá
staðreynd, að framleiðslufyrir-
tæki sjávarútvegsins geta ekki
dregið úr notkun lánsfjár, þó að
vextir séu hækkaðir. Sömu sögu
er ag segja frá öðrum atvinnu-
vegum. f fundarsamþykkt Sölu-
miðstöðvarinnar kemur einnig
fram, að ákvörðun um vexti hef-
ur mikla þýðingu fyrir rekstur
sjávarútvegsins, og eins og þar
segir, verður ekki séð, að það
þjóni hag þjóðfélagsins að íþyngja
framleiðslunni með háum vöxtum
á framleiðsluvíxlum.
Á ÞINGPALLI
Gísli Jónsson kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í neðri deild í
gær og spurðist fyrir um frumvarp, sem hann hafði flutt
snemma á þinginu um sjávanítvegsmál. Taldi Gísli það mjög
merkilegt mál. Sjávarútvegsnefnd fékk málið til meðferðar, en
hefur ekki afgreitt það, þótt þingmaðurinn segðist hafa marg-
oft spurzt fyrir um málið hjá formanni nefndarinnar. Átaldi
Gísli Jónsson þessi vinnubrögð mjög, sagði sjávarútvegsnefnd
hafa tekið sér einræðisvald til að Iiggja á málinu í nefnd og
svæfa það. Skoraði hann á forseta að taka málið á dagskrá svo
unnt væri að knýja fram þær ástæður, sem valda því, að nefnd-
in fæst ekki til að afgreiða frumvarpið. — Já, bágt á Gísli. —
Stjórnarandstæðingar hafa orðið við það að búa síðan núver-
andi ríkisstjórn tók við völdurn, að flest öll hennar mál eru
svæfð 1 nefndum og fást ekki afgreidd. Sjálfsagt sér Gísli ekki
ofsjónum yfir þeirri meðferð á málum stjórnarandstæðinga, cn
hvílík ósvífni, þegar nefnd leyfir sér að svæfa mál, sem hann
sjálfur, sjálfur Gísli Jónsson, flytur. Þegar svo er komið, fer
að kasta tólfunum og hægt að tala um, að þingnefnd taki sér
einræðisvald með því að afgreiða ekki frumvörp þingmanna frá
sér, eins og vera ber.
Þórarinn Þórarinsson mælti fyrir breytingatillögu, er hann flyt-
ur við frumvarp um verkamannabústaði. Fjallar tillagan um
það, að sjóðnum verði tryggt að geta tekið lán til útlánastarf-
semi sinnar hjá Seðlabanka íslands, 15 milljónir króna árlega
næstu fimm ár, með hagkvæmum vöxtum. — Þórarinn sagði, að
þörfin fyrir byggingu verkamannabústaða væri mjög mikil og
með því fjármagni, sem sjóðurinn hefði úr að spila skv. frumv.
gæti hann ekki fullnægt þörfinni, hvergL nærri. Með því að
heimila sjóðnum að tryggja lántöku, 15 milljónir á ári næstu
5 ár, yrði sjóðnum gert kleift að reisa 100—150 verkamannabú-
staði á ári. Hér væri hóglega farið i sakirnar og vonaðist hann
eftir stuðningi við tillöguna.
Þeir Karl Kristjánsson og Alfreð Gíslason bera fram breytinga-
tillögur við frumvarp um breyting á læknaskipunarlögum, þess
efnis, að í mannfæstu héruðunum skuli greiða álag á föst laun,
sem nefnist staðaruppbót. Sú uppbót greiðist þannig, að héraðs-
læknar f héruðum með færri en 600 íbúa hljóti uppbót, er nemi
50% fastra launa. Héraðslæknar í héruðum með 600—800 íbúa
hljóti staðaruppbót. er nemi 33%% fastra launa. — Gegni hér-
aðslæknir í héraði, er staðaruppbót nýtur, cVfru héraði ásamt
sínu, fellur staðaruppbót niður. Breytingatiilagan gerir ráð fyrir
að þessi ákvæði komi til framkvæmda á næsta ári.
T f M I N N, þriðjudagur 10. aprfl 1962.