Tíminn - 10.04.1962, Síða 8
Tækin segja sögu
framkvæmdanna
Guðmundur Magnússon á Hóli
í Bolungarvík er kunnur bóndi
á Vestfjörðum og víðar vegna
afskipta sinna af félagsmálum
bænda. Hann er fyrirmaður í
búnaðarfélagi sveitar sinnar og
hefur verið fulltrúi þess á bún-
aðíarsambaindsfundum og Norð-
ur-ísfirðingar hafa valið hann
sér að fulltrúa á fundi Stéttar-
sambands bænda.
Kona Guðmundar er sveit-
ungi hans frá blautu bams-
beini, Kristín, dóttir Örnólfs
Hálfdánarsonar, sem lengi bjó
á Breiðabóli í Skálavík en var
bæði fyrr og síðar í Bolungar-
vík.
Fréttamaður Tímans hitti
Guðmund að máli nýlega, til
að ræða við hann um búskap
í Bolungarvík.
— Þú ert fæddur hér á Hóli,
Guðmundur.
— Já, Hér er ég fæddur 10.
marz 1912. Foreldrar mínir
bjuggu hér og mér er sagt að
ættin hafi verið hér í 300 ár.
Faðir minn dó 1921. Það stóð
ekki til að ég yrði bóndi, en
veikindi urðu á heimilinu og
sum systkin mín dóu og sum-
ir bræður mínir voru frá verki,
svo að ég varð við þetta með
mömmu. Svo tók ég hér við
búi 1936.
— Þú manst að sjálfsögðu
breytilega búnaðarsögu hér í
Víkinni.
— Hér á Hóli var enginn
blettur á túninu véltækur, þeg
ar ég var að aiast upp, og þá
var hér fimm kúa fjós. Þá
voru hér oftast 2 kaupamenn
og tvær kaupakonur við hey-
skap.
Búnaðarfélagið keypti Ford-
son dráttarvél 1930 og með
henni var farið að slétta túnin.
Þá urðu tímamót í ræktunar-
málum. Svo kom skurðgrafa
Guðmundur Magnússon
1955 og þá var talsvert land
þurrkað. Ja(rðýta kom hár í
Ræktunarfélagið fljótlega eftir
stríðið.
Þessi tæki segja sögu fram-
kvæmdanna hér eins og víðar.
— Hvað hefur þú nú stórt
tún?
— Það er 20 hektarar. j
— Og þú býrð aðallega með
kýr.
j— Ég er með 40 kindur.
— Var ekki talsvert um það
að menn í þorpinu ættu skepn^
ur?
—Jú. Margir áttu þar kind-
ur og ýmsir ,áttu kýr og keyptu
þá gjarnan hey af bændum fyr-
ir þessar skepnur. En þetta er
búið að vera að langmestu
leyti. Þegar vinna er nóg, borg-
ar sig ekki að sinna skepnun-
um og sízt af öllu er vit í því
fyrir neytendur að eyða þannig
tíma sínum við þá framleiðslu.
sem ríkissjóður borgar fyrir
þá að nokkru, svo að þeir fá
hana undir koStnaðarverði.
— Er framleidd nóg mjólk
fyrir Bolungarvík hér út frá?
— Það er mjög nálægt því
að það jafni sig með það, en
erfiðlega gengur að fá mjólk-
ina til að vera jafna allan árs-
ins hring. Þess vegna verður
að flytja talsvert mjólkurmagn
héðan að utan í stöðina á Isa-
firði á sumrin, en aftur á móti
er flutt mjólk til sölu hingað
út eftir framan af vetrum.
(Framhald a 15 siðu)
Gísfli Þ.
frá Arnarnesi
„Allt líf verður gengt meðan
hugur og hönd
og hjarta er fært til að vinna.
Og gröfin er ljúf fyrir geiglausa
önd,
og gott er að deyja til sinna".
(Stephan G.)
í dag verður jarðsunginn frá
Laugarneskirkju, Gísli Þ. Gilsson,
fyrrverandi bóndi að Amamesi í
Dýrafirði. Hann andaðist eftir
skamma legu 29. maí síðastl.
Fæddur var hann að Arnarnesi
13. febr. 1884, sonur ■ hjónanna
Guðrúnar Gísladóttur og Gils Þór-
arinssonar búenda þar. Stóðu að
honum sterkir stofnar vestfirzkra
bænda.
Á öndverðri nítjándu öld bjó á
Arnarnesi Hallcfór Torfason, sonur
Torfa Snæbjörnssonar, en faðir
Jians var Mála-Snæbjörn Palsson.
Börn Halldórs Torfasonar voru:
Torfi skipstjóri á Flateyri, Jón
bóndi á Ytri-Veðraá í Önundar-
firði og Þórlaug, sem bjó á Arnar
nesi, amma Gísla og þeirra syst-
kina.
Gísli kvæntist 1911 Elínborgu
H. ívarsdóttir, en hún lézt eftir
skamma sambúð, 1913 kvæntist
hann seinni konu sinni Sigrúnu
Guðlaugsdóttur (dáin 1960) systur
séra Sigtryggs og Kristins á Núpi.
Tók Gísli við búi af föður sínum
og gerðist hinn traustasti búþegn,
eins og verið höfðu forfeður hans.
Þau hjón eignuðust 6 börn, 5
dætur og 1 son (Höskuld) er dó
13 ára og Þórlaugu (dó 1 árs). —
Eftirlifandi dætur eru: Elínborg,
gift Einari Steindórssyni bílstjóra;
Guðrún og Friðdóra, ógiftar, og
Svanfríður gift Páli Eiríkssyni lög
regluþjóni. Allar eru þær systur
myndarkonur, búsettar í Reykja-
vík.
Mjólkinni hellt í kolanámur
Nefnd sú, sem sér um sölu og
dreifingu mjólkur í Englandi gerir
nú ráð fyrir að fleygja verði um
1 milljón lítra af undanrennu,
sem hrúgazt hefur upp á markað
inum, og ekki verður hægt að
losna við, er mjólkurframboðið
eykst eftir páskana.
Ætlunin er að hella undanre'nn
unni niður í náiriur, sem e’kki eru
lengur nýttar, þar eð ekki er hægt
að nota undanrennuna í mjólkur-
búunum til framleiðslu þar, né
til fóðurs fyrir búpening bænda.
Sjúkdómar og mjólk
Kirkley, formaður Oxfordnefnd
arinnar, sem fjallar um útrýmingu
hungurs í heiminum sagði fyrir
nokkru, að án efa yrði rætt við
mjólkursölunefndina um þetta
mál.
Sjúkdómar, sem stafa af eggja-
hvítuskorti í fæðunni væru mjög
útbreiddir í Afríku, og mætti að
nokkru leyti sigrast á þeim með
neyzlu mjólkurmatar, að því er
Kirkley sagði. Hann bætti einnig
við, að hann hefði vonazt eftir
því, að Bretar gætu lagt sánn skerf
af mörkum í þessari baráttu með
því að leggja fram þurrmjólk.
Bandaríkjastjórn hefur eitt sfór
kostlegt framlag með áætlun
þeirri er fjallar um fæðutegundir,
sem offramleiðsla er á, og það
virðist bæði hræðilegt og uggvekj
andi, ef nauðsynlegt reynist að
hella niður allri þessari undan-
rennu, og ekki verði hægt að
nýta hana.
Heimaframleiðslan
of mikil
Bændum mundi vel líka að sjá
Bretland ganga á undan um al-
þjóðlega áætlun um ráðstöfun á
þeim vörum, sem offramleiðsla
hefur verið á. En brezka stjórnin
heldur því fram, að heimafram-
leiðsla mjólkurafurða sé of mikil,
og þar sem Bretar flytja ian
mjólkurafurðir geti þeir ekki boð
izt til að gefa þá offramleiðslu,
sem nú liggur fyrir.
Þetta verður í fjórða sinn, sem
þarf að fleygja undanrennu í Eng
landi. f fyrsta sinn árið 1957 var
þess almennt krafizt, að komið
væri á fót mjólkurbúi, Sem tekið
geti við offramleiðslunni að vor-
inu. Nokkru magni var með leynd
kastað í fyrra.
í ár munu þurrkunarstpðvarn-
ar í mjólkurstöðvunum verða starf
ræktar dag og nótt þann 6 til 8
vikna tíma, sem mjólkurframboð-
ið er mest, frá apríl og fram i
miðjan júní.
Framleiðslan misjöfn
Ekki er hægt að segja nákvæm
lega fyrir urn sveiflurnar i fram-
boði mjól’kurinnar, þar eð þær
byggjast mikið á veðráttunni.
Einnig eru sveiflur í sölu fljót-
andi efna ófyrirsjáanlegar, sér-
staklega um helgar, þegar margar
fjölskyldur fara burt úr borgun-
um.
Þegar pantanir á mjólk minnka
skyndilega, hefur það í för með
sér að vinna þarf úr miklu meira
magni í mjólkurbúunum. Það sem
mjólkurbúin, geta gert, er að
skilja mjólkina og búa til smjör
úr rjómanum, en séu ekki þurr-
mjólkurvélar á staðnum verður að
henda undanrennunni.
Mjólkurnefndin getur aldrei
vitað með fyrirvara, hvenær til
þessara vandræða kemur, og ekki
er talið hagstætt að koma upp
þurrmjólkurverksmiðjum, sem
aðeins eru notaðar 6—8 vikur á
ári hverju og stundum ekki einu
sinni svo lengi. Ekki geta svína-
ræktarmenn heldur skyndilega
tekið við miklu meiri mjólk, en
þeir hafa í upphafi beðið um.
Flytja inn þurrmjólk
En allt bendir til þess, að þessi
offramleiðsla eigi eftir að verða
vandræðamál, sem stingur upp
höfðinu hvað eftir annað, ekki sízt
þegar framleiðendur hafa hafnað
uppástungu stjórnarinnar um að
setja framleiðsíunni visst takmark.
Mjrilkurframleiðslan í Englandi og
í Wales nam í fyrra 8 þúsund millj-
ónum lítra,. og í vetur hefur fram-
leiðslan auxizt stöðugt um 16 millj
ónir lítra á mánuði.
Gert er ráð fyrir, að 200 millj.
lítrar muni berast frá bændum á
einni viku, þegar mest verður í
vor, eða um 7% meira en á síðasta
ári. Framleiðsla á þurrkaðri und-
anrennu nam 64.000 lestum á síð-
asta ári og var um helmingi meiri
en árið 1957. Á sama tima voru
fluttar inn 33.000 lestir af þurr-
mjólkurdufti.
„Drinka Pinta"-
herferðin
Þrátt fyrir það, að mjólkursam-
sölunefndin reynir stöðugt að auka
markaðinn fyrir mjólk, er greini-
legt að það mun hafa lítil áhrif á
hina stöðugu framleiðsluaukriingu,
Áukin sala mjólkur er álitin muni
aðeins nema sem svarar þriðja hl.
af hinu aukna framboði.
Herferð mjólkurnefndarinnar
fyrir aukinni sölu hefur verið á-
köf, en árangurinn byggist að
mestu leyti á dugnaði þeirra, er
annast dreifinguna. Ákvörðun sú,
sem tekin var fyrir nokkru af svo-
kölluðum Express Dairies í Lon-
don um að flytja mjólk til kaup-
enda 6 daga vikunnar, gæti haft
alvarlegar afleiðingar fyrir
„Drinka pinta“ herferðina
(drekktu hálfpott af mjólk), ef
þetta verður til að draga úr þjón-
ustu við kaupendur, sem fá mjólk
ina senda til sín heim að húsdyr-
um. í
Þetta er í annað sinn, sem Ex-
press Dairies gera tilraun til þess
að draga úr mjólkurdreifingunni.
Á síðasta vori gerðu þau tilraun
með mjólkurlausan sunnudag í
Berkhamsted, en urðu að hætta
við það. eftir ákþf mótmæli frá
húsmæðrum og bændum.
Hið nýja fyrirkomulag. sem
hefja á næsta haust, mun koma nið
ur á um 700 þúsund Lundúnabú-
um, og að þessu sinni getur mjólk
urlausi dagurinn orðið hvaða dag-
ur vikunnar sem er, en ekki n^uð
synlega sunnudagur, eins og var
í hinni tilrauninni.
GiBsson
í Dýrafirði
Á Arnarnesi var alltaf gagn-
samt bú og hélt Gísli uppi reisn
feðra sinna meðan hann mátti og
heilsa leyfði.
Með vaxandi útstreymi fólks úr
sveitum landsins, hefur einyrkja-
blæp færzt yfir allan búrekstur og
bitnar harðast á þeim býlum, þar
sem erfiðast er að koma við vél-
væðingu nútímans.
Gísli hélt þó áfram búrekstri á
föðurleifð sinni lengur en hægt
var að búast við. En 1949 flutti
hann suður í Mosfellssveit, að
Fellsmúla, sem er lítið en þægi-
legt býli fyrir fáliða. 1954 flutti
hann til Reykjavíkur að Hrísa-
teig 21.
Á unglingsaldri lærði Gísli að
leika á orgel. Tók hann þá að sér
að leiðbeina í kirkjubók Sæbóls-
safnaðar á Ingjaldssondi, sem er
annexía frá Dýrafj.þingum. Var
þá mikil vakningaalda í söngmál-
um Mýrhreppinga undir forystu
Kristins á Núpi.
Með stofnun og starfrækslu ung
mennaskóla sr. Sigtryggs mynduð-
ust skilyrði til fjölþættara félags-
lífs og uppbyggingarstarfsemi
unga fólksins. Var Gísli einn af
fyrstu nemendum Núpsskóla og
gerðist ötull liðsmaður stúkunnar
„Gyðu“ er starfaði lengi að Núpi
með miklum glæsibrag.
Gísli var mikill og ó/Sérhlífirin
starfsmaður og heimilisfaðir.
Fór þeim hjónum búskapur all-
ur vel úr hendi, með ríkum menn-
ingarþokka og snyrtiblæ.
Ein systir Gísla er á lífi, Guðuý,
er hefur tekið að sér hið fágæta
hlutverk, að flytja frá Reykjavík
„móti straumnum“ og hefja búsetu
og varðstöðu á æskustöðvunum áð
Arnarnesi, en það er kapítuli fyrir
sig.
Nú þegar Gísli er allur, fylgja
honum hugljúfar minningar sveit-
unga og samferðamanna, ásamt
samúðarkveðju til eftirlifandi ást-
vina. Og þess er gott að minnast,
að Gísli var ætíð umvafinn ástúð
og hlýju dætra sinna og tengda-
sona.
Ekki ólíklega til getið að hann
hafi að leiðarlokum getað tekið
undir orð skáldsins til barna sinna
og samferðamanna:
„Ég á öllum gott að gjalda,
gleði mín er djúp og rík“.
Með slíkum þakkarhug er gott
að kveðja „fólk og frón“.
„og vakna upp aftur einhvern
daginn,
með eilífð glaða i kringum sig“
Blessuð minning Cisla
Arnarnesi.
Bjarni fvarsson.
TÍMINN, þriðjudagur 10. aprfl 1962.