Tíminn - 10.04.1962, Side 9

Tíminn - 10.04.1962, Side 9
ÞEGAR RÓMVERJAR • • OSKRUDU,JUGUIA! Fornleifafræðingar, sem nú eru að grafa í nánd við Colos- . seum í Rómaborg, grófu nýlega upp rústir Ludus Magnus, hins skrautlegasta og mikilvægasta æfingasvæðis gladíatoranna, eða skilmingamannanna í róm- verska ríkinu. Það, sem vakti furðu forn- leifafræðinganna, voru hinar óvanalega dýrmætu mosaik- stéttir þessa staðar, þar sem menn voru þjálfaðir í að drepa og deyja. Hvers vegna höll handa gladiatorunum? Það eru leyndardómar, sem varða gladia torana, sem ef til vill á aldrei eftir að leysa. Hverjir voru gladiatorarnir? Hvaðan komu þeir, Hverjir greiddu fyrir þá? Hver var upp hafsmaður þeirra? Hver átti þá? Hvernig lifðu þeir, og hvernig dóu þeir? Það vill svo til, að við vitum svörin við flestum þessara spurninga. Leyndardómurinn liggur í öðru. Við þekkjum ekki og getum varla ímyndað okkur hugar- ástand Rómverjanna fornu, sem um því nær 8 alda skeið skemmtu sér við að horfa á dauðastríð gladiatoranna. Skemmtanir þessar voru ó- keypis og urðu hversdagslegar og sjálfsagðar í lífi Rómverja — og héldust lengi eftir að Rómverjar tóku kristna trú. Dag eftir dag voru steinbekkir Colosseums þéttsetnir mönn- um, sem horfðu á blóðið renna í sandinum. Árið 107 eftir Krist, eftir sigur Trajans í Daciu fóru fram gladiatorasýn- ingar, sem stóðu stanzlaust í 123 daga, og þar börðust hvorki meira né minna en 5000 gladia- torar. Það voru einnig slíkar sýningar á dögum Ágústusar, sem líka stóðu vikum saman. Hver færi í dag í sirkus, þar sem loftfimleikamennimir féllu niður og dæju og trúðarnir lét- ust í sjálfs sín blóði. Saga gladiatoranna hefst ár- ið 264 fyrir Krist, stuttu eftir dauða Bmtusar nokkurs Pera. Synir hans tveir, Marcus og Decimus, komu því svo fyrir, að 6 gladiatorar börðust til dauða á stórgripamarkaði í Rómaborg, til þess að aftur- göngur gladiatoranna fylgdu síðan föðurnum til annars heims. Helgisiður þessi er tal- inn hafa átt upptök sín hjá Ert- uskönum. Brátt voru gladiator- ar viðstaddir allar mikilvægar jarð'arfarir, og næstu 150 árin, á meðan rómverska ríkið færði stöðugt út landamæri sín, mátti heyra um fleiri og fleiri gladia- torasýningar samfara jarðar- fömm. Árið 146 fyrir Krist lögðu Rómverjar undir sig Karþagó, og virðast þeir þá hafa tekið að erfðum frá fyrri fjand- mönnum sínum þrá eftir stór- kostlegum fórnarhátíðum. Fjöru tíu árum síðar bauð rómverska öldungaráðið í fyrsta sinn upp á leik gladiatora sem opinbera skemmtun fyrir almenning. Helgisigir þeir, sem fram til þessa höfðu aðeins verið fram- kvæmdir í kyrrþey, voru orðnir opinberir. Robert Payne, sem skrrfaði þessa grein, hefur ritaS margar bækur, bæði skáldsögur og bækur fræðilegs eðlis. Líf eSa dauðl? „Þumalfingur niSur" var merki, sem áhorfendur gáfu fil þess að láta I gladiatornum. En edltorlnn réð þó, hvort hann lifSi eSa dó. — Stytfan er eftir Milton hann kallað hana „Circus Maxlmu", en hún á aS sýna gladiatora berjast. Ijós andúS : Hebald, og Leikjum gladitoranna fjölg- aði stöðugt á næstu árunum. Tími hinna miklu rómversku sigr'a var kominn, og hver sá hershöfðingi, sem sneri heim úr sigurför, þjálfaði fanga sína og kastaði þeim síðan inn á leik völlinn. Flestir gladiatorarnir voru stríðsfangar frá landamær um ríkisins. Brátt fóru öld- ungaráðsmennirnir að keppa við hershöfðingjana, og einnig þeir fóru að setja á svið þessa leiki, og notuðu sem gladia- tora glæpamenn, sem dæmdir höfðu verið til dauða og annað úrkast þjóðfélagsins. Stundum voru hópar gladia- tora gerðir að einkaher eigenda sinna, og gengu þeir kaupum og sölum. Þegar Cæsar hélt til Róma- borgar frá Gallíu, hrósaði hann sér af því, að hvar svo sem hann stigi nið'ur færi á Italíu spryttu upp legionir. Hersveit- ir þessar voru þúsundir gládia- tora, sem tilheyrt höfðu skóla hans í Capua og sömuleiðis skólum vina hans. An þeirra hefði honum ekki tekizt að ráða niðurlögum ríkisins. Á dögum Cæsars varð fram- leiðsla gladiatora að iðnaði, og eftirsókn almennings eftir þeim voru engin takmörk sett. Það var merki um áberandi auðæfi að eiga skóla fyrir gladiatora. og farandkaupmenn seldu gla- diatorana þeim, sem hæst bauð Maður sá, sem keypti gladia- torana og sýndi þá almenn- ingi var kallaður editor. Þótt undarlegt megi virðast, voru ekki allir gladiatorar stríðsfangar, dæmdir glæpa menn né úrköst þjóðfélagsins. Til voru þeir, sem gerðust gladiatorar af sömu ástæðum og menn ganga nú á dögum í Útlendingahersveit Frakka. Þeir tóku upp þessa iðju, þar éð' þeir voru af einhverjum ástæðum eyðilagðir menn, eða örvæntingarfullir, eða höfðu verið óhamingjusamir í ástum, eða vegna þess að þeir vildu lifa lífinu í algjörri hlýðni og helga sig einhverjum vissum hlut. Við að gerast gladiator, missti maðurinn allt tilkall til lífsins: Hann sór fyrir dómur- unum, að hann væri reiðubú- inn að verða brendur, hlekkj- aður, barinn eða verða drepinn með' svérði í þjónustu hins nýja húsbónda síns. Að því loknu var hann sendur í skóla. Ef maðurinn sýndi hugleysi, á meðan á 'þjálfuninni stóð. var hann drepinn, og fyr- ir smávægilegt brot á regl- unum var hann settur í hlekki í búðum gladiatoranna í Pom- pei var rúm fyrir 100 menn, og þegar Vesuvius gaus, voru 63 þeirra í hlekkjum. Líf gladiatoranna var yfir- leitt hart, vonlaust og stutt, 0o margir þeirra létust í daunill- um klefum búðanna. Sjálfs- morð voru fjölda mörg, og gripið var til sérstakra að- gerða til þess að koma í veg fyr- ir þau. Mismunandi bardagaaðferðir og drápsaðferðir voru teknar upp í gegnum aldirnar. Sumir gladiatoranna börðust með tveimur sverðum og aðrir með einu. Sumir börðust með hjálm á höfði, en aðrir voru berhöfð- að'ir. Til voru þeir, sem nefnd- ust retiarii, en vopn þeirra voru þríforkur, laghnifur og net. Mirmillones börðust með hjálma á höfði. en á þá voru grafnar myndir af fiskum. Þá voru það laquei, sem börðust með stuttum sverðum og snör- um. Herinr lærði ýmsar nýjar bardagaaðferð'ir í skólum gla- diatoranna. Gladiatorarnir fengu ekkert kaup, nema þeir-hefðu gengið í flokkinn af frjálsum vilja. Þegar þeir komu, fengu þeir 2 þúsund sesterces, sem er um 3500 krónur. Ef þeir voru heppnir á leikvellinum, fengu þeir pálma og smágjafir frá eig- endum sínum. Þeim, sem tókst sérstaklega vel upp og voru á- horfendum til sérstakrar á- nægju, voru gefin trésverð og leyft að hætta skilmingunum, en þessi heiður var sjaldan veittur. Fáir, aðeins örfáir, náðu vinsældum svipuðum þeim, sem nautabanar nú á tím um eiga að fagna og gátu kraf- izt óvenjulega hárra launa. Stétt gladiatora skapaðist, sem var leyft að lifa tiltölulega eðlilegu lífi, og höfðu þeir um- boðsmenn. sem tóku til sín reglulega 20% tekna þeirra. Sumir kvæntust, sumir urðu að uppáhöldum keisaranna, og stundum keisaradrottninganna. Faustina, kona Marcusar Aure- líusar er t.d. talin hafa átt vin- gott við einn gladiatorinn. Sagt var. að þeir væru góðir eiginmenn, og sums s^ðar á ítalíu og í Suður-Frakklandi má enn finna grafhýsi, sem sorgmæddar, ungar ekkjur reistu látnum mönnum sínum. Aðeins meo því móti að standa inni á miðjum leikvelli hins mikla Colosseum, eða Nimes, getur maður haft hug- mynd um, hvernig það hlýtur að hafa verið að vera gladiator. — Hve stórkostlegt og hve hræðilegt! Leikvangurinn er ekkert nema sandur endanna á milli. Hundruð þúsunda augna stara niður til manns frá bekkjunum hringinn í kring í skálinni, hau færast ofar og utar eftir því sem fjær dregur. Hin feikilega dýpt skálarinnar og hinar bognu brúnir hennar einangra bardagamanninn, þar til hann er lítið annað' en skor- dýr, sem berst um niður í flösku. Umluktur þessum víð- áttumikla sálarlausa vegg augna, á gladiatorinn einskis annars úrkostar en að snúast gegn andstæðingi sínum knú- inn æði örvæntingarinnar. Bardaginn fer fram við ær- andi öskur blóðþyrstra áhorf- enda, þeir stynja, öskra, hvæsa og senda gladiatorunum háð- glósur. Það er aldrei þögn þar til á lokaaugnablikinu, þegar hinn særði gladiátor fellur tii jarð'ar og andstæðingur hans stendur yfir honum. Þá, ef nokkur kraftur er eftir í hon- um, lítur hann upp til áhorf- endanna til þess að sjá þá hreyfa sig, og aðeins er um tvennt að ræða, sem fyrir get- ur komið. Annaðhvort stökkva áhorf endurnir á fætur veifa vasa- klútunum sínum og hrópa: ,,Missum!“ (láttu hann sleppa). blístrandi hljóð, sem hljómar líkt og lífgefandi þeyr, í skógi, eða þeir sitja kyrrir á stein- bekkjunum sínum og öskra: „Jugula!" (drepið hann), líkt ög endurómur Ijónsöskurs. En fómarlambið fær ekki að vita um örlög sín með því að líta til áhorfendanna, held- ur með því að líta í átt til edi- torsins, sem hefur boðið fólk- inu til þessarar skemmtunar, og hans er lokaorðið. Veifi edi- torinn hvítum klúti, táknar það. að gladiotorinn fær líf, annars ber honum aðeins að teygja úr hálsinum og bíða sverðsins. 1 skólanum hefur honum jafnvel verið kennt, hvemig hann á að teygja út hálsinn á þessu augna bliki, Villimennska þessara gladia- torasýninga jókst stöðugt eftir því, sem tímar.liðu fram. Kon- ur voru fengnar til þess að berjast við konur, og dvergar börðust gegn dvergum. Gladia- torum var kastað fyrir dyr, og þeir vom sendir á móti heilum herdeildum. Smátt og smátt spratt upp nokkurs konar gladiatoradýrk- un. Voru þessir menn ekki þeir hlýðnustu og tryggustu allt til dauðans? Á tíma Domitian náði þessi dýrkun hámarki, og að því er virðist, var Ludus Magnus byggður í hans stjórnartíð. Domitian var einn þessara þögulu vitfirringa, sem drap vegna ánægjunnar, sem hann hafði af því. Hann lagði fram óhemju fjármagn til gladiatora- skóla og gaf skipun um, 'að hverri sýningu skyldi Ijúka með því. að fjórir af gladiator- um hans berðust klæddir við- hafnarbúningi. Ævidögum Do- mitians lauk þó með því, að hann var stunginn til dauða af einum 5 mönnum, og engan skýldi furða, að einn þeirra var gladiator. Hinn dauði eða deyjandi gla- diator, hefur enn mátt til að ásækja sálir manna. I augum kristinna manna heldur hann áfram að vera tákn hinnar tryggu sálar, sem lét lífið í þjónustu guðs. Einnig endur speglast hann í trúðum sirkus- anna, hinum snjóhvítu skelf- ingarfullu andlitum þeirra út- mökuðum í rauðri málningu og trésverðum þeirra og rauð- glóandi skörungum. En þrátt fyrir það hvílir hula leyndardómsins enn þá yfir þeim. og ef til vill mun um við aldrei fá að vita. hvers vegna svo miklu blóð var út- hellt. I j|!Í M I N N, þrlDJudrgur 10. apríl 1962. 9

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.