Tíminn - 11.04.1962, Side 6

Tíminn - 11.04.1962, Side 6
mm Lántaka til að fullgera viðbyggingu Landspítala Ríkisstjómin hefur nú lagt fram frumvarp um heimild til 8 milljón króna lántöku til framhaldsframkvæmda við ný- byggingu Landsspítalans. Með þessu lánsfé, 4 milljónir króna á þessu ári og 4 milljónir á næsta, telur ríkisstjórnin, að unnt verði að fullgera vestur- álmu í nýbyggingu Landsspítal- ans. Þeir Þórarinn Þórarinsson, Jón Skaftason og Halldór E. Sigurðsson hafa flutt frumvarp um heimild til handa ríkis- stjóminni til allt að 30 milljón króna lántöku. Frumvarp þetta fluttu þeir í fyrra og aftur nú. Frumvarpið var lagt fram í nóv ember og talaði Einar Ágústs- son, sem þá átti sæti á þinginu í fjarveru Þórarins Þórarinsson ar, fyrir því og gerði ýtarlega grein fyrir málinu. Var útdrátt ur úr ræðu hans þá birtur hér á síðunni. Gat hann þess, að til að Ijúka viðbyggingum Lands- spítalans myndi þurfa 35—40 milljónir króna og með svipaðri fjárveitingu og veitt er til þess arar framkvæmdar myndi a.m. k. taka 4—5 ár að fullgera bygg inguna. Töldu flutningsmenn tillögunnar, að það myndi unnt að Ijúka byggingu vesturálmu fyrir árslok 1962, ef lán væri tekið. Um stutt lán hefði getað verið að ræða, er endurgreidd- ust á næstu 4—5 árum með ár- legum fjárveitingum á fjárlög- um til byggingarinnar. — Þann ig höfðu Framsóknarmenn al- gert frumkvæði í þessu máli. — Frumvarpið var sent til um- sagnar landlæknis og mælti hann með samþykkt þess. — Nú hefur ríkisstjórnin látið undan baráttu Framsóknar- manna í þessu máli. Sömu sögu er reyndar að segja um frum- vörpin um byggingarsjóð verka manna og byggingarsjóð ríkis- ins, Framsóknarmenn hafa á undanförnum þingum flutt frumvörp, er ganga í sömu átt og stjórnarfrumvörp þau, sem þingið hefur haft til afgreiðslu á undanförnu. Frumvörp stjórn arinnar ganga bara miklu skemmra en Framsóknarmenn vildu. LAUNASKATTUR- INN ER RANGLÆTI Ágúst Þorvaldsson mælti í gær fyrir nefndaráliti mínnihl. land- búnaðarnefndar neðri deildar um stofnlánadeild landbúnaðarins og skattgjaldið á bændur. Hér fara á eftir stuttir kaflar úr nefndar- áliti Ágústs: Með þessu frumvarpi er megin- tilgangurinn sá, ag vinna það upp aftur, sem tapazt hefur við geng- isfellingarnar, og efla sjóðina að nýju. Þessum tilgangi gerir frv. rág fyrir að verði náð bæði með framlagi úr ríkissjóði og með skatt lagningu á söluvörur bænda, sem gerir um kr. 1700.00 á ári af sölu vörum meðalbús, eins og þag er nú. Þá er einnig samkvæmt frv. ákveðig að innheimta álag á út- söluverð landbúnaðarafurða. Sjóð unum á ag steypa saman í einn sjóð, sem á að bera nafnið Stofn- lánadeild landbúnaðarins. Þessari skattlagningu á bænd- ur hafa samtök þeirra, sem málið var sent til umsagnar, mótmælt. Minni hlutinn telur, að ríkis- valdinu, sem ákvag hinar miklu gengisfellingar, er urðu lánasjóð- unum að svo miklum skaða, sé skylt. að bæta þeim tapið á annan hátt en þann, að þeim, sem sjóð- unum er ætlag ag styðja, sé með skattgjaldi gert að taka tapið á sig. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem fjármálaráðherra hefur ný- lega gefið í dagblaðinu Vísi um aukningu sparifjár, virðist ekki vera, eins og sakir standa, um neinn lánsfjárskort að ræða í landinu. Þag er ekki nema eðli- legt og sjálfsagt, að lánastofnanir landbúnaðarins fái að njóta að nokkrum hluta þess fjármagns, sem safnast fyrir hjá þjóðinni, sem sparifé, eins og aðrir atvinnu vegir, og að bændur fái að njóta hóflegra vaxtakjara meg því móti, að ríkissjóður greiði vaxtamun, sem verða kann af því fé, sem á þann hátt er fengið til stofnlána í landbúnaðinum. Hvað snertir þann halla, er stofnlánasjóðir landbúnaðarins hafa orðið fyrir vegna aðgerða ríkisvaldsins í efnahagsmálum, þá er hin eina sanngjarna lausn á því máli sú, að ríkig taki á sig þann halla, enda ber ríkissjóður ábyrgg á skuldbindingum þessara sjóða. Slík framlög ríkissjóðs eru nauð synleg hlutdeild þjóðarinnar allr ar í því grundvallarstarfi bænda- stéttarinnar að byggja, nema og rækta landið, svo að þjóðin megi hafa hér trygga framtíg fyrir sig og komandi kynsióðir. j Samkv. þessu frumv á upp- bygging hinnar nýju Etofnlána- deildar að vera þannig, að í stað þess, að vextir voru 3—4%, þegar Framsóknarmenn réðu þessum málum, þá eiga þeir að vera 6— 6i/2% og í stag þess, ag lánstími var þá 20—25 ár á lánum til rækt unar og útihúsabygginga, ^ þá á hann nú að vera 15 ár. Á þeim 14 árum, sem áætlað er að það taki að byggja Stofnlánadeildina upp, er gert ráð fyrir, að vaxta- greiðslur bændanna nemi 485 millj. kr. og 1% skatturinn á sölu vörur þeirra verði 133 millj. kr. Þannig er gert ráð fyrir, að frá bændum komi beint 618 millj. kr. Vaxta- og lánskjör bænda nú á tímum má telja svipaðs eðlis og leiguliðakjör fyrri tíma bænda, þegar kirkjan og fáir auðmenn áttu flestar jarðir og bændur voru píndir meg hárri landskuld og kúgildaleigu, að þeir ettu sér af þeim sökum aldrei viðreisnar von. Til þess að hægt sé að búa nú- tímabúskap á jörðum. verða bænd ur að hafa lánsfé. Afkoma þeirra getur því í meginatriðum farið eftir því, hvernig leigukjörin eru, bæði hvað snertir vexti og láns- tíma. Ríkissjóður ber alla ábyrgð á skuldbindingum þessara sjóða, og er það skoðun minni hlutans, að ríkinu beri siðferðileg og lagaleg skylda til ag taka á sig að greiða þann halla, sem þessir sjóðir hafa orðið fyrir vegna gengisfelling- anna 1960 og 1961. Gerir minni hluti nefndarinnar tillögu um þetta á sérstöku þingskjali og að frumvarpið verði að öðru leyti fært í þetta horf: Ag Stofnlánadeild veiti ekki lán framvegis með gengisákvæði. Ag felld verði niður úr frumv. ákvæðin um sérstakan skatt á bændastéttina og enn fremur á- kvæðin um sérstakt álag á útsölu- verð landbúnaðarafurða, en stuðn ingur við Stofnlánadeildina auk- inn frá þvi sem lagt er til í frv. Að upphæg lána til íbúðarhúsa í sveitum megi nema allt að 75% af kostnaðarverði þeirra. Ag „viðreisnar“-vextirnir af stofnlánum til landbúnaðar verði lækkaðir. en vextir af þeim lán- um lögbundnir, 3y2% af lánum til íbúðarhúsa og 4% af öðrum lán- um Stofnlánadeildar. Að aukið verði ag miklum mun fé veðdeildar Búnaðarbankans frá því, sem lagt er til í frv. Ag framlög til nýbýla og rækt- unar á jörðum. sem hafa minna en 10 ha. tún, verði hækkaðar vegna þeirrar verðhækkunar, sem leiðir af gengislækkuninni 1961. Að stofnaður verði bústofns- lánasjóður. Akveðið er nú að útvarpsumræður, eldhúsdagsumræður, verði á fimmtudag og föstudag. Bjarni Benediktsson, dómsmálaráðherra, hefur lagt fram tillögu til rökstuddrar dagskrár um, að afgreiðsla frumvarpsins um al- mannavamir verði ekki afgreidd nú, en ríkisstjórninni verði heimilað að gera skyndiráðstafanir með bráðabirgðalögum. Minni hluti fjárveitinganefndar hefur skilað áliti um tillögu Framsóknarmanna um heyverkunarmál. Hér er um gagnmerka tillögu að ræða og var hennar getið ýtarlega hér á síðunni, er hún var lögð fram. Meiri hlutinn vill vísa tillögunni frá. Uts varsfrum varpið Vo" Hér fara á eftir kaflar úr nefndaráliti Karls Kristjánsson ar og Alfreðs Gíslasonar við út svarsf rumvarpið: Það er stefnugalli, að vald sveitarfélaga um ákvörðun gjalda er skert. Skattstjórar látnir annast álagningu útsvara í skattaumdæmum, með tak- mörkuðum heimildum til und- anþágu að vísu. Enn fremur eiga skattstjórarnir að annast álagningu aðstöðugjalda. Frá því eru engar undanþágur heiir ilaðar. Með þessu er ekki aðeins dregið úr heimavaldinu, heldur líka tafsamt skipulag lögleitt fyrir suma staði og kunnugleik- inn ekki metinn svo mikils sem vert er. Veltuútsvar er samkv. frum- varpinu, lagt niður, en þess í stað á að lögleiða svonefnt Aí)- STÖÐUGJALD, enda verður ekki séð, að sveitafélögin geti. eins og sakir standa, korhizt af án þess að hafa einhvem slík- an tekjustofn, sem er ekki mjög hverfull, þótt misjafnt ári. Veltuútsvarið hefur verið mjög óvinsælt hjá gjaldendum. En óliklegt er, að aðstöðugjald- ið verði betur liðið. Að vísu á aðstöðugjaldið að verða frá- dráttarhæft í skattframtali hjá gjaldendum, en auðvelt Iiefði líka verið að lögleiða, að veltu- útsvarið væri það. Veltuútsvarið var lagt á brúttótekjur af rekstri og þjónustu (umsetningu). „Aðstöðugjald skal miða vii samanlögð rekstrargjöld, þax með taldar, fymingarafskriftir samkvæmt ákvæðum skatta laga, svo og vörukaup verzlana og efniskaup vegna framleiðslu iðnfyrirtækja. Aldrei skal reikna aðstöðu- gjald af hærri upphæð en sem nemi brúttótekjum“. Um aðstöðugjaldið má því segja, að það sé ekki siður veltuútsvar en hitt, sem á að leggja niður. Bæði lögð á eftir sömu bókinni: hið fyrrverandi á tekjuhliðina, hið tilkomandi í gjaldahliðina. Grundvöllur sá, er þetta gjald á að reiknast eftir, sam- rýmist ekki hugtakinu AÐ- STÖÐUGJALD. Ekki verður gjaldskylda manna í sveitarfé- lagi fyrir aðstöðuna, sem þei: hafa þar til atvinnurekstrar, fundin jafnréttislega með því að láta þá greiða í hlutfalli við tilkostnað sinn. Venjulega i.hia — að öðru jöfnu — góð aðstaða leiða af sér minni tilkostnað í hagnýtingu en hin lakari. Sam kv. frumvarpinu á því sá, sem lakari aðstöðuna hefur, að borga hlutfallslega meira fyrir hana. Sömuleiðis eiga tjónin, sem auka rekstrargjöld, að vera gjaldastofnar. Veltuútsvörin koma ekki rét: látlega niður, en aðstöðugjöld- in á þessum breiða grandvelli virðast síður en svo eðlilegri. Breytingin frá veltuútsvári yfir í hið svokallaða aðstöðu- gjald minnir á sjúkling, em orðinn er þreyttur á að hvíla á annarri hliðinni og veltir sér vfir á hina, þó að hún sé veik ari. Þetta getur veitt honum fró litla stund, einkum meðan hann er að hugsa til þess að gera það. Minni hlutinn flytur á þskj. 673 nokkrar breytingartillögur og vill með þeim freista þess að koma til leiðar nokkrum lar færingum á frumvarpinu, sum- um til þess að auka kosti þess, öðrum til að minnka galla þess. 1. Tillaga um heimild til að leggja nokkru hærra að- stöðugjald (allt að 3%) á rekstur, sem gefur mikinn arð, en hefur hlutfallslega lít inn tilkostnað í för með iér. 2. Tillaga um, að heimilt skuli að undanþiggja aðstöðugjah" hjá einstökum gjaldendum kostnaðarliði, sem stafa af óvenjulegu tjóni. 3. Tillaga um, að Jöfnunarsjóð- ur sveitarfélaga fái frá næstu áramótum \ (í stað £, sem nú er) af söluskatti, sem inn- heimtur er til ríkissjóðs skv. tilgreindum lögum. 4. Tillaga um, að lágmarksfjá - hæðin, sem ríkissjóður gieið ir Jöfnunarsjóði sveitarfé- laga á ári, verði frá næstu áramótum »að telja ekki 56 millj. kr„ heldur 70 millj. kr., og óafturkallanleg að öllu leyti, þó að hún eitthvert ár verði meira en \ af cölu- skattinum. 5. Tillaga um, að frá n.k. ára- mótum renni í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga hluti sá, er rík- issjóði hefur verið ánafnað- ur af „umboðsþóknun og gengismismun gialdeyris- bankanna". Árið 1962 er sá hluti áætlaður skv. f járlögum 15 millj. kr. 6. Tillaga um heimild til auk- ins frádráttar frá útsvarsupp hæð hjá þeim, sem hafa ieir' en þrjú böm á framfæri. 7. TiIIaga um heimild handa öll um sveitarfélögum, þar sem skattstjóri er ekkí búse.íur, að ganga frá niðurjöfnun út- svara heima án miiligöngu skattstjóra. b T f M I N N, miðvikudagur 11. apríl 1962.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.