Tíminn - 11.04.1962, Blaðsíða 9
Athugasemd
Mig langar ekki til a3 standa í
blaðadeilum við lögregluna, en ég
vil gjarnan að hið sanna komi fram
um skipti mín við lögreglumenn-
ina, sem stöðvuðu mig laugardags
nóttina 24. marz er ég var á leið
heim með hljóðfæri mín. Þeir
ávörpuðu mig með orðunum:
Hvar tókstu þetta?
Mér gpamdist sá áburður, sem lýsti
sér jí orðum þeirra og taldi réttara
að finna yfirmenn þeirra og gera
grein fyrir eignarétti mínum á
hljóðfærunum. Er þangað kom
sagði ég til nafns míns og heimilis-
fangs, en lögreglan fann það ekki
í manntalinu. Það verþ ég að telja
sök lögreglunnar, en ekki mína. Eg
tilkynnti varðstofu Iögreglunnar
núverandi heimilisfang mitt fyrir
S mánuðum og hef í höndum kvitt-
un, undirritaða af starfsmanni lög-
reglunnar, Skarphéðni Loftssyni,
um að ég hafi tilkynnt aðseturs-
skipti. Annars gat ég að sjálfsögðu
átt gítarinn, þó ég væri ekki finn
anlegur á manntali þeirra og bauð
oft að sýna þeim kvittanir, ef þeir
vildu aka mér heim, svo að ég
gæti sannað eignarrétt minn, en
því var ekkj sinnt. Þá bað ég enn
fremur um, að hringt væri í borg-
ara, sem gat vottað, að ég fór með
rétt mál. Það var heldur ekki leyft.
Mér er sagt, að í menningarlöndum
sé litið svo á, acS borgari sé sak-
laus, þangað til annað sannast. Hér
byrjaði lögreglan á þvi að gefa i
skyn, að ég hefði tekið hljóðfærin
ófrjálsri hendi og neitaði mér um
að sanna rétt minn til þeirra.
Eg harma, að þetta skyldi henda,
en ég erfi þetta ekki við Iögreglu-
mennina, og er reiðubúinn að leika
fyrir þá á gítarinn minn næst, þeg
ar þeir skemmta sér. Þá gætum við
t d. sungið: „í kjallaranum “.
Með vinsemd,
Arnþór Jónsson.
Eins og áður hefur verið frá
skýrt, telur lögreglan, að Arnþór
hafi þráazt við að segja til nafns
síns og það hafi tafið fyrir af-
greiðslu máls hans. Blaðið getur
ekki kveðið upp neinn úrskurð i
þessu máli með því að fullyrða, að
annar hvor aðilinn sé sekur og
hinn saklaus, en hitt virðist auð-
sætt, að báðir aðilar hafi gert úlf-
alda úr mýflugu. Mál þetta er því
útrætt af blaðsins hálfu.
ÞaS fór ekk
íllli mála aS unga fólklnu var alvara þegar þaS bar fram kröfur rinar um verndun gamla
bæjarlns I Kaupmannahöfn — Hér er kröfuganga á RáShústorgi.
Kaupmannahofn, 6. apru 1962.
— Félag íslenzkra stúdenta í
Kaupmannahöfn kaus sér stjórn
á fjölmennum aðalfundi í
Biskupskjallaranum 20. febrú-
ar. f hinni nýkjörnu stjórn eru
Sigurður B. Jóhannesson, for-
maður, Þorsteinn Gunnarsson,
ritari; Þorsteinn Vilhjálmsson,
gjaldkeri, og Eysteinn Péturs'-
son, Jóhannes Sigvaldason og
Einar Benediktsson, meðstjórn-
endur. Revisorar voru kjörnir
Gunnar Björnsson og Otto J.
Björnsson.
Fundir stúdentafélagsins í
vetur hafa ekki verið sérlega
vel sóttir eða athyglisverðir. Þó
má ekki gleyma bókmennta-
kvöldvöku á Kannibalnum 3.
marz, þar sem Helgi Sæmunds
son hélt ágætan fyrirlestur um
nýjar, íslenzkar bækur. Hclgi
náði þegar góðu hljóði og at-
hygli tUheyrenda með skemmti-
legri gagnrýni og persónulegu
mati um bækur þær, sem hann
ræddi um. Var mönnum
skemmtun góð að gamansei .:
hans og athugasemdum um
ýmis verk, er hann fjallaði um,
en jafnframt fór ekki á milli
mála skilningur hans og aðdá-
un samfara réttsýni í dómum.
Þetta varð skemmtUeg kvöld-
vaka, og Helgi hlaut hinn bezta
róm áheyrenda fyrir ágætt er-
indi sitt.
f sambandi við fregnir af
félagslífi íslenzkra stúdenta í
Kaupmannahöfn er ærið oft
minnzt á Kannibalinn og Bisk-
upskjallarann. Þessi tvö nöfn
hafa Líka verið á dagskrá í öðru
sambandi mjög oft að undan-
förnu. Ástæðan er sú, að 50 ár
eru liðin, síðan fyrsta stúdenta
ráð var kosið við Kaupmanna-
hafnarháskóla, og eldri og
yngri stúdentaráðsmenn hafa
sagt frá mörgum minnisverður.i
atburðum úr sögu ráðsins, en
þeir atburðir eru ærið oft tengd
ir þessum tveim stöðum.
Kannibalinn er ein af mat-
stofum háskólastúdenta, en að
Hér sést eitt horn i Biskupskjallaranum, og í loftlnu eru krókarnir, sem biskupinn hengdi á svínssiður
sínar árið 1807.
unum og deilt matnum til nauð
staddra. Sagt er, að kjallarinn
hafi haldizt að mestu óbreytt-
ur frá fyrstu tíð, en þegar síð-
ustu umbætur fóru fram á þess
um bygginguin um 1920, voru
báðir þessir gömlu kjallarar
hreinsaðir, málaðir, hitaBir upn
og búnir til nýrrar og ánægju
legrar þjónustu fyrir félagslíf
stúdentanna.
Þess má geta að lokum, að
hin gamla og innsta Kaupmanna
höfn — gamli bærinn — skrepp
ur sífellt saman, og hver sögu-
fræg bvggingin af annarri verð
ur að þoka fyrir nýjum stór-
húsum. En þetta gerist þó ekki
sársauka- eða átr’ alaust, og nú
sem oftar er það æskufólkið,
sem mótmælir harðast. Nýlega
efndi ungt fólk hundruðum ::am
an til blysfarar um gamla borg
arhlutann. Blysförin hófst á
Kóngsins nýjatorgi og endaði
á Ráðhústorgi. Síðan gekk
nefnd inn í ráðhúsið og af-
henti borgaryfirvöldum álykt-
un, þar sem krafizt er varð-
veizlu gamla borgarhlutans sem
heildar, svo að hans njóti í
réttri mynd, og Kaupmnnna-
höfn missi ekki þetta aðals-
merki menningarborgar og for
tíð og framtíð eigi þar rúm
hlið við hlið. Geir Aðils.
I Biskupskjallara og Kannibal
kvöldi er þar einnig tíður fundar
staður stúdenta. Þegar matstofa
þessi var gerð fyrir hálfri öld,
þótti hún rúmgóð, en nú þykir
hún það ekki lengur, og miklar
ráðagerðir hafa verið uppi und
anfarið að stofna til nýs Kanni
bals, og mun vera búið að
tryggja honum stað í húsi
skammt frá, og munu þessar
gömlu stofur þá að líkindum
hætta hinu gamla hlutverki
sínu. Þann-ig eru nú timamót
í sögu Kannibalsins.
Biskupskjallarinn, sem áður
var kallaður Munkakjallarinn,
hefur um langt skeið verið
fundar- og liátíðarstaður stúd-
enta. Kjallarinn er undir hinni
löngu álmu háskólabyggingar-
innar, sem veit að Norðurgötu.
— Tveir kjallarar eru sögufræg
astir undir háskólabyggingun-
um. Hinn eldri, sem lengi var
notaður sem stúdentafangelsi,
var gerður seint á 15. öld, en
hinn yngri, Biskupskjallarinn,
er undir byggingu, sem upphaf
lega var timburhús. Sú bygging
brann 1641 en var síðan endur-
byggð úr steini. Enn eyðilagðist
húsfð í StórbrÚrtÖ 1728, en var
fljótlega endurreist. — í
sprengjuárásunum 1807 urðu
þessar byggingar ekki fyrir telj
andi tjóni, og að því er sagt er,
á nafnið „Biskupskjallari" að
vera frá þeim tíma.
Enn má sjá í lágum og sér-
kennilegum lofthvelfingum
þessarar vistarveru stóra járn-
króka í lofti. Sagt er, að sjálf-
ur biskupinn, sem átti heiina
þama í nágrenninu, hafi þá
haft umráð kjallarans, og
geymt þama kjötbirgðir, eink
um svínssíður haneandi á krnk
ÞaS er oft þröngt um alla þá stúdenta, sem gjarnan vilja fá sér
að borða á Kannibalnum.
T f M I N N, miðvikudagur 11. aprfl 1962.