Tíminn - 11.04.1962, Page 14

Tíminn - 11.04.1962, Page 14
Fyrri hlutiz UndanhaU, eftir Arthur Bryant Heimiidir eru STRIÐSDAGBÆKUR ALANBROOKE 5. KAFLI. Þjóðin sem hafði kallað Alan Brooke til að stjórna hernaðar- málum sínum, hafði nú verið í styrjöld í tvö ár. Eftir einn mesta hnekki í allri sögu sinni, hafði hún nú náð sér undursamlega. Efnahagsástand Bretlands var nú komig á fastan grundvöll og enda þótt fjöldaframleiðsla þess1 á her- gögnum væri aðeins á því stigi, sem Þýzkaland hafði þegar náð árið 1938 þá stóðu samt vonir til, að hægt yrði að bæta úr þeim skorti, sem brezkir hermenn höfðu svo lengi orðið að þola, strax á næsta ári, þar sem framleiðsla á skriðdrekum, byssum, sprengiflug vélum og öðrum hernaðartækjum fór vaxandi með hverjum líðandi degi. Og bakvið þessa framleiðslu Bretlands sjálf stóðu svo Banda- rikin, sem nú beittu allri sinni takimarkalausu iðinaðargetu til þess að framleiða þau vopn, sem Bretland þarfnaðist, til þess að vinna sigur í styrjöldinni. Á síð- asta ári höfðu þau jafnvel sent Bretum 2800 flugvélar, 1000 skrið breka og því sem næst 13000 bryn varða flutningabíla. En þrátt fyrir þolgæði þjóðar- innar og góðan árangur á mörgum sviðum, þá var samt hernaðarlegt ástand Bretlands í enduðum nóv- ember 1941, jafn tvísýnt og það hafði verið árið áður. Eftir að Hitler hafði brotið aftur alla hern- aðarlega mótstöðu í V-Evrópu, lagði hann alla áherzlu á fram- leiðsluaukningu kafbáta og vopna, með það takmark fyrir augum að gersigra Bretland. Frá því um sumarið 1940 og til ársloka 1941 hafði kafbátafloti hans fimmfald- azt \>g skipatjón Breta af han? völdum aukizt úr hundrað þús- und smálestum og í þrjú hundruð þúsund. Frá því í styrjaldarbyrj- un hafði brezki kaupskipaflotinn misst næstum átta milljónir smá- lesta, eða meira en þriðjung þess er hann var fyrir stríð jafnframt hafði þýzki herskipaflotinn sem í upphafi stríðsins var tveir tund- urspillar og þrjú vasa-orrustu- skip, nú bætt við sig öflugusta her skipi í heimi, hinu 42.000 smál. Tirpitz. Þó hefði ástandið á hafinu verið enn alvarlegra, ef Bretum hefði ekki tekizt sex mánuðum áður að sökkva systurskipi þess Bismarck. En í þeirri viðureign misstu Bretar hið stóra herskip sitt Hood. Frá stríðsbyrjun höfðu Þjóð- verjar sökkt fyrir Bretum þrem- ur orrustuskip.um, þremur flug- vélamóðurskipum, þrettán litlum herskipum og sextíu og tveimur tundurspillum. í enduðum nóvem- ber 1941 áttu Bretar aðeins níu nothæf herskip. Auk þess voru tvö orrustuskip til viðgerðar í heimahöfnum. Tvö ný voru í smíð um og gert var ráð fyrir að þeim yrði fulllokið eftir tæpt eitt ár og loks var eitt — Duke of York nær alveg fullgert. Af þessum níu fyrrnefndu herskipum voru tvö í Alexandriu, tvö við Gibraltar tvö að störfum á Atlantshafinu og eitt, hið öfluga nýja skip King George V. við Seapa Flow, þar sem það fylgdist með ferðum Tirpitz. Fylgiskip þess, Prince of Wales og Itepulse, höfðu nýlega verið send til Singapore. til. þess ag reyna á elleftu stundu að hindra það að Japanir réðust aftan að Bretum. Þannig var nú málum komið mánudaginn 1. desember, þegar Alan Brooke fór frá heimili sínu í Hamgshire, klukkan átta um morguninn ,og hélt til hermála- ráðuneytisins til þess að hefja hig nýja starf si.tt eftir að hafa lesið símskeyti frá vígstöðvunum, milli klukkan níu og hálf ellefu, sat hann herforingjafund og að hon um loknum, var hann ásamt em- bættisbræðrum sínum Pound aðmírál og Dartal flugmarskálki kallaður á fund forsætisráðherr- ans í Downing Street 10 til þess að ræða um möguleikann á að hindra innrás Japana í Thailand og væntanlegum brottflutning ást ralska hersins frá hinum fjarlægu Austurlöndum, til þess ag verja sitt eigið land. Klukkan sex e.m. sat hann hinn venjulega mánu- dagsfund í hermálaráðuneytinu, þar sem hann gaf vikuyfirlit yfir bardagana í Mið-Austurlöndum og Rússlandi .. Næsta dag varg ástandið í hinum fjarl. Austurlöndum enn verra og tilkynnt var að japanskir kaf bátar væru á suðurleið frá Saigon Þann dag sat Brooke tvo fundi til viðbótar með herforingjaráð- inu. Þann 3. desember var hann svo á fundi í hermálaráðuneytinu sem forsætisráðherrann stjórnaði sjálfur til þess ag ræða um vænt- anlega heimsókn utanríkisráð- herrans til Moskvu og hverja frek ari hjálp hann gæti boðið stjórn- inni í Kremlin af Breta hálfu. Sumir vildu láta bjóða skriðdreka aðrir flugvélar og enn aðrir tvær herdeildir frá Mið-Austurlöndum, til að verja Caucasus fyrir Þjóð- verjum. Gallinn við allar þessar tillögur var bara sá, að öll sú hjálp sem Bretar veittu Rússum hlaut ag verða á kostnað hernað- arins í Libyu eða hinum fjarlæg- ari Austurlöndum. Brooke lýsti því yfir á þessum fundi að send- ing þrjú hundruð skriðdreka í 35 lok júnímánaðar — forsætisráð- herrann vildi senda fimm hundr- uð skriðdreka — mundi verða allt of mikil útlát fyrir Bretland og gera aðstöðu þess sjálfs enn tvísýnni og hættulegri. Því að ef svo færi ag Rauði herinn gæfist upþ, >þá mundi að öllum líkindum innrás fylgja á eftir og skriðdreka orrustan verða háð á brezkri grund, áþekkar þeim er nú geis- uðu i Vestur-eyðimörkinni. Enda þótt þessi möguleiki héfði lítil á- hrif á forsætisráðherran, þá vakti hann þó suma af embættismönn- nm hans til alvarlegra umhugsana. Á þessu augnabliki virtust nefnilega sigurmöguleikar Rússa miög tvísýnir. í byrjun nóvember liöfðu Þjóðverjar sótt fram u.þ.b. fimm hundruð mílur á fjórum mánuðum og fellt eða tekið til fanga tvær milljónir manna og var því ekki sýnilegra annað, en að þeir ætluðu að endurtaka í austri sigra síðasta árs í vestri. En þrátt fyrir þær endurteknu fullyrðingar Hitlers að mótstaða Rússa væri senn á enda og enda þótt Þjóðverjar væru komnir í „skotfæri" við höfuðborg lands- ins, Leningrad væri umkringd og Kharkov og Kiev í óvinahöndum þá héldu Rússar enn uppi hetju- legri vörn. Frá því er fyrsti vetrarsnjórinn féll í október hafði dregið mjög úr sóknarhraða Þjóðverja og frétt ir bárust um yfirvofandi gagn-ár- ás Rauða hersins. Ef Þjóðverjar næðu hins vegar Caucasus og olíu lindum þess, en þangað áttu þeir ekki eftir nema fimrn eða sex hwndruð mílur, þá væri mótstöðu mætti Rússa lokið. Ef svo færi þá ógnaði Bretlandi ekki aðeins endurnýjuð og miklu alvarlegri innrásarhætta, heldur biði brezka hersins í Mið-Austurlönduum, þar á meðal í Persíu og Iraq, meiri háttar árás úr norðri. í dagbók sinni gerir Brooke grein fyrir þeim erfiðu viðfangs- i nii 11 ■iiniw iniinmi— 26 sagði sýslumaður. — Ekki nema það þó að gera hálft heimilið vit- laust. Eg hef alltaf haft ímugust á flökkurum. Hér eftir skal þeim engin miskunn sýnd. — Þetta var ekki flakkari, sagði frúin. — Einmitt það . Hafi hann ekki verið flakkari, var hann þorpari verstu tegundar. Eg hef spurzt fyrir um hann, sagði sýslumaður. — Og hvers varðstu vísari? spurði frúin. — Það viU enginn segja neitt, sagði sýslumáður. — En kann nokkur frá nokkru að segja, aðrir en við? spurði frúin. — Var þetfa þá ekki stúdent- inn í dulargervi? Hér á enginn langspil annar en hann, sagði sýslumaður. — Það hefur mér aldrei komið til hugar, sagði frúin, — og því trúi ég síðast af öllu. — Hefur þú ekki tekið eftir því að Guðrún er sú, sem ekki minnis't á spámanninn, að fyrra bragði og virðist ósnortin af töfrum hans? sagði sýslumaður. — Guðrún fer sínar eigin götur, bæði með þetta og margt annað nú í seinni tíð. Vig hefðum átt ag vera tilhliðrunarsamari. Ást hennar á stúdentinum var sönn ást. Við höfum skorið á bönd sannar ástar. Fyrir það hefnist okkur nú, sagði frúin. — Ætlar þú að fara að halda því fram, að ef við hefðum löfað stúdentinum að táldraga Guðrúnu, þá hefðum við átt hægara með það nú að útvega henni góða gift- ingu, sagði sýslumaður. — Nei, ég á ekki við það, sagði frúin, — Nú, mikið var, sagði sýslu- maður. — Eg á við það, sagði frúin, að ef Guðrún hefði fengið að njóta sinnar fyrstu ástar, þá hefði allt hennar líf orðið annað og betra. Og þar af leiðandi hefði okkur liðið betur. Eg fórnaði æskuást minni á altari metorða og óheilbrigðrar eigingirni, eða hvað sem það nú var. Nú hef ég einnig gert aðra manneskju ófarsæla. Það er minn stóri harmur, sem seint verður bættur. — Æt.lar þú nú að bera sakir á mig? spurði sýslumaður. — Nei, karlinn minn, sagði frú- in, sem hélt sínu striki. — Ef nokkur á sök annar en ég, þá eru það foreldrar mínir, sem slógu á sömu strengi og metorða- þrá mín. Þau vissu ekki betur. En ég vildi ekki betur. Sérðu ekki muni.nn á því tvennu? ' Sýslumaður svaraði þessu engu. Talið hafði borizt inn á aðrar leiðir en ætlað var. Hann hug- leiddi nú hvað gera skyldi. Allt í einu leit hann til konu sinnar og sagði: — Hef ég verið þér vondur? — Nei, karlinn minn, sagði hún. — Þú hefur ekki verið vond ur. En sjálfum þér varstur vond ur, áður en við kynntumst. Það er ég sannfærð um. — Hvaða ásakanir eru nú á upp siglingu? spurði sýslumaður. — Engar ásakanir frá minni hálfu, mælti frúin. Mér ferst ekki að ásaka. En ég hef oft spurt mig að því upp á síðkastið, hvort við hefðum verið eins ósveigjan- leg gagnvart okkar eigin börnum sem Guðrúnu. Heldur þú, að við hefðum horft upp á sálarkvalir okkar eigin barns sem Guðrúnar? Hún varð við kröfu okkar og fórn aði miklu. — Eg hlusta ekki á þennan þvætting, sagði sýslumaður. — Og þó skal ég svara fyrirspurn þinni. Ef ég hef verið kröfuharður vegna Guðrúnar, þá hefði ég óefað stefnt enn hærra með min eigin börn. j Þau skyldu hafa orðið þess vör að ég ætSaði þeim ekkert minna en það bezta sem fáanlegt var. — Og ég veit hvað þú kallar hið bezta, sagði frúin. — Það er hégómleg tign, án þess að hirða um aðra kosti. Ef börnin okkar hefðu átt að mæta þvi ofríki, þá var bezt að þau fengu að deyja í móðurlífi. Sýslumaður leit hvasst til konu sinnar. Hann kreppti hnefana og hleypti ógurlega í brýnnar. Svo skundaði hann að skápnum litla þar, Sem vínið var geymt. Hellti í glas og slokaði drjúgan teyg, settist á stólinn við skrifborðið, studdi olnboganum á borðið, horfði yfir það og púaði. í gljá- fægðu látúnsskríni, sem á borð- inu stóð, sá hann mynd konu sinn ar, sem drúpti höfði þungt hugs- andi. Falleg var hún enn, drottn- ingarlíki. Aldrei yrði þag til- komumikla svipmót hennar afmáð. Þóttinn, sem um fleiri ár hafði einkennt svip hennar, var horfinn, en í hans stað var mildi ellinnar á uppsiglingu. Samfarir þeirra hjóna höfðu ekki alltaf verið sem skyldi. En vænt þótti sýslumanni samt um konu sína. XIX. Meðan þetta gerðist á skrifstofu sýslumanns, beið biðillinn í stáss stofunni. Sveinn var þar hjá hon um. Lítið var um samræður. Biðill inn var ungur maður, hár, þrek- inn og karlmannlegur, fríður gat BJARNI ÚR FIRÐI: Stúdentinn í Hvammi hann varla talizt, en einarðlegur, bar það með sér, að hann hafði hlotið gott uppeldi, sjálfsagt aldrei þurft mikið á sig að leggja en var þó dugnaðarlegur og lík- legurlil stórra afreka. Hann hafði nýlokið háskólanámi, meg sæmi- legum vitnisburði, og var settur sýslumaður. Allt þetta vissi sýslu maur og því fagn^pi hann erindi biðilsins. Þag leyndi sér ekki að biðillinn beið meg óþreyju eftir svari ungmeyjarinnar. Þó ag skrifstofan væri í næsta herbergi, var þykkur torfveggur á milli, svo ekkert heyrðist þaðan, nema dauf ur ómur er sýslumaður fór sem hæst. Þó seytlaði það inn til biðils ins, að einhver fyrirstaða væri hjá heimasætunni. Öðruvísi gat hann ekki skýrt fyrir sér langan bið tíma. Hann tók nú að spyrja Svein. — Var ekki öllu lokið milli Guðrúnar og stúdentsins? spurði gesturinn. — Jú, það taldi Sveinn öruggt. — En Guðrún sér eftir stúdent inum? spurði gesturinn aftur. — Óefað, sagði Sveinn. — Eg er kominn til að biðja hennar, mælti gesturinn. — Held- ur þú að hún svari illa? — Eg vil ekkert um það segja En þó er ég þess fullviss að hún hefur ekki búizt við biðli, nó ætl- að sér að giftast fyrsta sprettinn, sagði Sveinn. — Þú spáir illa fyrir mér, sagði gesturinn — Eg spái engu. En þag hefði óefað verið betra, hefðirðu komið seinna, sagði Sveinn. Um hitt þagði hann, að biðillinn hefði átt að leita beint til meyjarinnar, en ekki láta sýslumann flytja málið. Hann mátti allra sízt vera vig mál ið riðinn, sem ákafur stuðnings- maður, eftir allt það, sem á undan var gengið. — Það var fóstri þinn sem kom í veg fyrir hjónaband Guðrúnar og stúdentsins, sagði gesturinn. — Já, svaraði Sveinn. — Er hann ekki svo sterkur maður á heimili sínu, ag fólk hans tjáir ekki að rísa gegn vilja hans? . spurði gesturinn. En nú kom það upp sem gest- inn vari sízt Sveinn spurði' „Vildir þú eiga þá konu, sem hefur verið neydd til að giftas þér?“ ^ Biðlinum brá. Hahn þagði drykklanga stund. svo sagði hann: ..Ileldur þú. að fóstursyst T í M I N N, mi'ðvikudagur 11. apríl 1962. 14

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.