Tíminn - 11.04.1962, Side 16

Tíminn - 11.04.1962, Side 16
Spúði 100 milljon rúmm. af hrauni í nýútkomnum Náttúrufræð- ingi skrifar Þorleifur Einars- son um Öskjugos, og ræðir meðal annars um gos það, sem varð í Öskju á síðast liðnu ári. Hér fer á eftir stuttur útdrátt- ur úr þeirri grein: „Gosinu mun hafa lokið í byrjun desember. Þegar Björn Pálsson flaug yfir eldstöðvarnar 15. des., sást engin glóð lengur í gígunum eða hrauninu. En um langa hríð mun gufu enn leggja upp úr gígun- Míðvikudagur 11. apríl 1962 86. tbl. 46. árg. Gríma hugsar til mánudags Það er alltaf líf í tuskunum, þegar Gríma dregur tjaldið frá í Tjarnarbæ. Nú sýnir fé- lagið „Biedermann og brennu- vargana" við góða aðsókn og undirtektir, en annað kvöld brýtur Gríma~ upp á algerri nýjung í leikritaflutningi hér- lendis. Kl. 8.30 á fimmtudag verður nýtt íslenzkt leikrit eftir Halldór Þorsteinsson, bókavörð, lesið af sviðinu. Þetta er fyrsta verk Halldórs. Leikritið heitir „Á morgun er mánudagur", en leikstjóri er Gunnar Eyjólfsson. Hlutverkin eru 8, og eru þau í höndum valmkunnra leikara. Karlmennirnir eru ekki nema tveir: Róbert Arnfinnsson og Jón Sigurbjömsson, en kvenhlutverk- in eru í höndum Herdísar Þor- valdsdóttur, Þóru Friðriksdóttur, Emilíu Jónasdóttur, Önnu Guð- mundsdóttur, Nínu Sveinsdóltur og Margrétar Á. Auðuns, en hún er níu ára gömul. Vigdís JFinnbogadóttir hafði orð fyrir aðstandendum Grímu á Halldór Þorstelnsson blaðamannafundi í Tjarnarbæ í gær. — Þetta er alger nýjung í leikritaflutningi hérlendis, en til- tölulega algengt erlendis. Til dæm is má nefna að lesin eru leikrit af sviði í Art’s Theater í London á hverjum sunnudegi. Með þess- um hætti verður nánara samband og meiri samvinna milli höfund- arins og fólksins, sem vinnur í leikhúsinu, og hefur það samband oftast þótt gefa góða raun. Marg- ir höfundar og mörg leikhúsverk hafa komið fram á sjónarsviðið á þennan hátt, og þar hafa leik- hússtjórar og aðrir framámenn (Framh. á 15. síðu). í gærdag var mikið um að vera á túnunum inni við Laugardalsvöll — eSa að minnsta kos'ti fannst börnunum á Laugarlækjarskóla það. Leik- fimikennararnir, Kristín Helgadóttir og Ólafur, Unnsteinsson, gáfu nem- endunum frí i leikfimitímunum, og drifu þá þess i stað í 4 km. skíða- gönguna, og börnunum fannst það vel þess virði. Ánægjusvipur var á hverju andliti, þegar þau fengu viðurkenningarmerkið og öll ætluðu þau niður í Hellas til að kaupa merki landsgöngunnar. Ljósmyndari Tímans, G.E., brá sér inn eftir í gær. og tók þá þessa mynd af nokkrum þátttak- andanna. Áætlað var að um 3—400 nemendur á aldrinum 7—11 ára hefðu gengið í gær, en í skólanum eru 500 nemendur. — Stærri myndin er af börnunum að leggja af stað, en minni myndin er af Kristínu Helgadóttur að afhenda merkin í lok göngunnar. Skammaii Guðmund og Gylía Samkvæmt mælingum Trauslja Einarssonar mun hiti hraunkvik- unnar í gígunum hafa verið um 1200 stig C, en það er mun meira en mældist í hraungíg Heklu 1947. Þar var hitinn 100 stig C., en úti í hrauninu allt að 1150 stig C. All undarlega kom það eldsóvön- um fyrir sjónir, að glóandi hraun- jaðrarnir skyldu ekki bræða snjó- inn, áður en hraunið rann yfir. - Líklegt er, að kalt loftið, sem sí- fellt streymdi að glóandi hraun- brúninni, hafi valdið þar nokkru um. Klukkutímum eða dögum síð- sást gufa stíga upp úr hraun- inu, og var þar sennilega kominn snjórinn, sem varð undir hraun- inu, sem gufa. Lík fyrirbæri voru algeng í Heklugosinu síðasta. Upp úr hrauninu sáust einnig stíga bláleitar gufur, líklega eink- um brennisteinstvísýringur og aðr- ar gosgufur. Einkum súrnaði í vitum í nánd við eld- stöðvarnar. Úr gufum þessum sett- ust víða til sölt sem hvítar skellur, svo og brennisteinn. Þetta útfall hefur ekki enn verið efnagreint. Vikrahraun (en svo er nýja hraunið nefnt — innsk. Tímans) er rúmir 9 km að lengd og þekur um 11 ferkílómetra lands. Meðal- þykkt hraunsins mun vera 8—10 m., svo að rúmmál þess mun vera nálægt 100 millj. rúmmetra. Vikra- hraun er því fjórum sinnum minna að rúmmáli en Hekluhraunið, enda stóð Öskjugosið 1961 líklega aðeins í 6 vikur. Vikrahraun er úfið apalhrajm nema hraunið, sem rann eftir 6. (Framh. á 15. síðu). Það bar til tíðinda í neðri deild Alþingis í gær, að Alþýðuflokks- menn reittu Ólaf Thors, forsætis- ráðherra, tll reiði með því að greiða atkvæði á annan veg en forsætisráð- herrann. Að vísu var hér ekki um ýkja mikilvægt mál að ræða, svo að stjórnarslitum þarf varla að valda, en forsætisráðherrann varð svo reið- ur yfir, að Alþýðuflokksmenn skyldu sýna af sér sjálfstæðan vilja, að hann sleppti sér og húðskamm- aðl ráðherra Alþýðuflokksins, þá Guðmund og Gylfa, sagði þetta svik og sagðist myndu stöðva frumvarp. ið, þótt stjórnarfrumvarp væri. Benedikt Gröndal hafði borið fram breytingartillögu vlð stjórnarfrum- varp um skemmtanaskatt, þess efn- Is, að ágóði ViStækjaverzlunar ríkis- ins af sölu sjónvarpstækja skyldi renna í sérstakan sjónvarpssjóð. Er tillaga þessi kom til atkvæða óskaðl Benedikt eftir nafnakalli um tillög- una. Ólafur Thors, forsætisráðherra, varð fyrstur til að greiða atkvæði og sagði hátt og skýrt nei. Úrslit urðu þó þau, að tillagan var sam- þykkt með 18 atkvæðum gegn 12. Guðmundur í. Guðmundsson sat hjá, Gylfi sagði já, en Emil var fjarstadd ur. Forseti, Ragnhildur Helgadóttlr, galt tillögunni jáyrði og kannske hefur Ólafi sárnað það einna mest. Það var ekki nóg með, að hann missti stjórn á Alþýðuflokksdeildinni í flokknum, heldur var forsetl, sem hann var þó enn vissari um að hafa í hendi sér, farin að hlaupa út und- an sér líka. Eftir atkvæðagreiðsluna spratt Ól afur úr sæti sínu, kom askvaðandi ’til þeirra Gylfa og Guðmundar í. og vændi þá um svik, svo hátt að bing heimur mátti gjörla heyra. Sagðist hann myndu stöðva frumvarpið, Það! skal ekki í gegn, sagði hann. Á eftir fékk svo „forsetaynjan" lexíu hjá for sætisráðherranum. Fór ekki milli mála, að Ólafi féll þetta mjög þungt. Forsætisráðherra getur stöðvað málið með því að fá forseta til að fallast á að taka málið ekki á dag- skrá — aðra leið á hann ekki. — Kann svo að fara, að Guðlaugur þjóð leikhússtjóri þurfi að bíða eftir tekj um af skemmtanaskattinum og Gylfi verði að gefa út bráðabirgðalög í sumar — án viðaukans frá Bene- dikt. Heiðursfélagi HIP Á síðasta aðalfundi sínum, sem haldinn var á sunnudaginn var, kaus Hið íslenzka prentarafélag Jón Þórðarson, prentara í prent- smiðjunni Eddu, heiðursfélaga í HÍP. Jón var einn af stofnend- um prentsmiðjunnar Acta, sem stofnuð var 1920, og var árum saman gjaldkeri þess fyrirtækis, en er Prentsmiðjan Edda h.f. keypti Acta og tók við rekstri hennar undir nýju nafni, réðst Jón til vinnu þar og hefur unnið síðan í Edduprentsmiðju.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.