Tíminn - 12.04.1962, Blaðsíða 13
BÍLALAKK
RYÐVARNARGRUNNUR
LAKKGRUNNUR
Mcufxah
2. síðan
ar 6.000 mílur til að verða við-
stödd, ef ske kynni, að Holly-
wood hefði kjmrk til þess aö
verðlauna hana.
— Hugsið ykkur, sagði hún,
ef ítölsk stúlka fengi verðlaun
fyrir leik í ítalskri mynd og væri
svo ekki viðstödd til að taka við
verðlaununum.
í kvikmyndinni „Two Women“
leikur Sophia móður ungrar
stúlku, og verða þær mæðgur
fyrir árás herman'na. Þetta er
engin glansmynd, Sophia er ó-
hrein, ógreidd og tötrum klædd.
Og hún leikur,' eins og hún hafi
sjálf lifað það áður, en það er nú
samt sem áður ekki nema. hálfur
/ sannleikurinn. Sophia var mjög
ung, þegar ítalia var hertekin,
og hún hefur ekki gleymt þeim
ógnum.
Sophia giftist Carlo Ponti árið
1957, en hann var kvæntur áður,
og ítölsk yfirvöld vildu ekki sam-
þykkja réttmæti hjónabands
þeirra, svo að þau skildu að lög-
um. En þau búa saman, og að
eigin sögn og annarra eru þau
afar hamingjusöm.
— Ég er gift. Ég er ekki gift.
Mér finnst ég vera gift, en mörg-
um hjónum finnst þau ekki vera
gift. Basta! Svo segir Sophia.
Ponti er næstum helmingi
eldri en Sophia, og hann er
vissulega talsvert lægri í loftinu.
En hvorugt virðist valda þeim
hinum minnstu áhyggjum. Þau
eru barnlaus; Sophia mun ekki
hafa í hyggju að eignast barn, ef
þau fá ekki að lifa í löglegu
hjónabandi. ,
Þeir eru ekki svo fáir, sem
vildu fegnir vera í sporum Carlo
Ponti. En þeim hefur ekki þýtt
að gera hosur slnar grænar fyrir
Sophiu. Sagt er, að Cary Grant
hafi orðið yfir sig ástfanginn af
henni, svo mjög, að hann hafi
beðið hana að giftast sér. En
svarið var: — Nei, grazie.
Þegar Cary Grant er spurður
að því, hvort hann elski Sophiu
enn þá, svarar hann: — Gera
það' ekki allir?
Enn um hrossanofkun
Framhald at 9 síðu
ir er ekki nema mjög ánægjulegt
til þess að vita, að því efnafólki
fjölgar stöðugt, sem leitar sam-
skipta við hestinn,. og sækist c r
því að eiga reiðhesta.
Um tölu þeirra reiðhesta, sem
til eru í öllum bæjum landsins, vil
ég ekkert fullyrða, cn að líkindum
eru þeir tvöfalt eða jafnvel þre-
falt fleiri en Páll Zóphóníasson tel
ur þá vera.
Við lok hinnar síðari heimsstyrj-
aldar virtist svo um sinn, sem hest-
urinn væri að hverfa í skugga
þeirrar öru vélþróunar, sem þá
hék innreið sína í landið, og vinnu
hesturinn, sem trúlega hafði þjón-
að við hlið bóndans í blíðu og
stríðu, allt frá upphafi íslands-
byggðar, hann hafði senn runnið
sitt skeið til enda. En reiðhestur-
inn steig fram úr skugganum, hnar
reistur og mikillátur, og hóf nýja
sókn, í þeirri sókn er hann stöð-
ugt að vinna á, og verður landsfólk
inu sífellt hugstæðari, sem bezt má
rnarka af hinni ört vaxandi aðsókn
að öllum mótum hestamanna,
stærri sem smærri, hvar sem er á
landinu.
Að lokum vil ég færa Páli Zóphó
níassyni mína beztu kveðju, en við
hestamenn og hestakonur í bæjum
og sveitum,. vil ég segja þelta:
Hittumst heil- á landsmóti Lands-
sambands hestamanna við Skógar-
hóla á Þingvöllum í júlí næsta sum
ar.
16. marz 1962v
Bjarni Ólafsson.
Minningarorð
(Framtiaid ai 9 siðu)
sem hagsmuna höfðu að gæta,-
þótt þungt að búa við nákvæmni
Björns. Minnist eins atviks, er
mér þótti hann raga hart fisk
til útflutnings frá kaupfélaginu
og taldi lengra gengið en á öðr
um stöðum. Björn brá sér frá,
sótti matsreglugerðina, las fyrir
mig og sagði síðan: „Mig varðar
ekkert um þó einhverjir kunni
að fara ekki eftir settum regl
um. Eg hef lofað að fara eftir
þessari reglugerð og geri það á
meðan ég vinn við þetta. Þar
með var ég sigraður. En ég mat
auðvitað ekki Björn minna á
eftir, því að ég vissi eins og aðr
ir sem þekktu hann, að hann
gat ekki unnið störf öðru vísi en
af óbilandi trúmennsku og ná
kvæmni.
1 litlum þorpum eða verzlunar
stöðum er stundum nokkurt
vandamál að leysa þörf aðkomu
fólks á veitinga eða gistiþjón
ustu, þar sem ekki eru rekin
veitinga eða gistihús. Dæmist þá
gjarnan slík þjónusta á tiltölu
lega fá heimili, þar sem hús
bændur finna saméiginlega
nautn í að veita þurfendum. í
þorpinu á Stöðvarfirði var
Bakkagerðisheimilið eitt þeýrra,
sem mest var sótt af aðkomu
fólki. Eftirlifandi eiginkona
Björns, Þórey Jóhannsdóttir, var
manni sínum ekki síðri í gest
risni og umhyggjusemi fyrir öll
um, sem húsaskjól vantaði.'enda
sérstök dugnaðar og myndar
kona, sem alltaf hafði tíma til
að leysa annarra vanda. Mun
margur vegmóður ferðamaöur
og þeir, sem sóttu verzlun til
Stöðvarfjarðar langan veg, mega
minnast með þakklæti gestrisni
þeirra Bakkagerðishjóna.
Þó að Þórey og Björn eignuð
Víðavangur
dFramhaíd af 2. síðu).
Þetta fyrirtæki hefur hvað eft
ir annað hlofið xmdarlega
góða fyrirgreiðslu hjá borgar-
yfirvöldunum og margvísleg
fríðindi og gróðamöguleika í
framkvæmdum borgarinniar.
Síðustu mánuðina og misser
in ber t. d. svo við, að verk
og framkvæmdir á vegum
borgarinnar eru rétt þessu fyr
irtæki hvert af öffru eins og
á gulldiski og me'5 hneigingu,
tekig tilboðum þess í fram-
kvæmdir, þótt hærri séu en
tilboð annarra, o.s.frv. Borgar-
báar, sem af þessu fá ein-
hverja nasasjón, standa undr-
andi yfir þessum aðförum, og
þeir spyrja:
Myndu ekki flest fram-
kvæmdafyrirtæld I borginni
fúslega vilja hafa einn aðal-
eiganda sinn og framkvæmda-
stjóra einnig ráðsmann yfir
helztu framkvæmdum borgar-
innar?
Lána leigubílstjórum
(Framlhal'd af 16. síðu).
Sýndir bráSlega
Blaðið hafði í gær tal af Frið-
riki Kristjánssyni, framkvæmda-
stjóra Kr. Kristjánsson h.f. og
spurði hann um þessa nýju bíla eg
laupin á þeim, og sagði Friðrik,
að hann mætti engar upplýsingar
gefa um bílinn að sinni, því enn
heimilaði verksmiðjan ekki að
blöðum yrði sagt frá bflnum.
Sagði Friðrik, að þrír bílar væru
komnir til landsins, og yrðu þeir
væntanlega sýndir fljótlega.
Birgir af varahlutum
Hitt staðfesti Fiiðrik, að með
þessum þremur fyrstu bílum hefði
komði all verulegur varahlutalager
fyrir þá, og mun það vera algert
einsdæmi, að bifreiðaumboð panti
varahlutabirgðir um leið og fyrstu
bílana. Sagði Friðrik, að fyrirtæk-
ið sæi fram á svo mikinn innflutn-
ing á þessum bílum, að þeir
hefðu ekki talið það neina áhættu
að birgja sig vel upp af varahlut-
um.
Framboð á Akureyri
(Framhald af 16. síðu).
standan’di bæjarstjórnarkosningar,
og Arnþór Þorsteinsson, sem
kynnti framboðslista Framsóknar-
manna á Akureyri til næstu bæjar-
stjórnarkosninga. Sex efstu menn
á listanum eru þessir,: Jakob Frí-
mannsson, kaupfélagsstjóri, Stefán
Reykj alín, byggingaverkfræðingur,
Sigurður Óli Brynjólfsson, kennari,
Arnþór Þorsteinsson, verksmiðju-
stjóri Haukur Árnason iðnverk-
fræðingur og Richard Þórólfsson,
verksmiðjustjóri. ED.
SKIPAUTGCRÐ RlhlSINS
Baldur
fer á morgun til Rifshafnar,
Gilsfjarðar- og Hvammsfjarðar-
hafna.
Vörumóttaka í dag.
T í M I N N, fimmtudagur 12. apríl 1962.
AÐEINS
PAÐ
BEZTA
ust ekki sjálf böm, voru þau
ágætustu foreldrar þriggja fóst
urbarna. Hjá þeim hjónum fór
saman traustleiki, hjartahlýja
og sérstök skyldurækni, sem
hlaut að gera þau að góðum
uppalendum.
En ég ætlaði ekki að skrifa
neina ævisögu og læt því staðar
numið.
Þakka þér nafni minn fyrir
samfylgdina og góðvild og
tryggð frá fyrstu kynnum.
Bjöm Stefánsson.
Karlsefnf
(Framhald af 1. síðu).
kæmi til hafna á brezku yfirráða-
svæði, og lofaði að hafa strax sam
band .við Cuxhaven, Bremerhaven,
Hamborg og Kiel“.
Þegar svo Jón frétti, hvernig
komið var í gær, hringdi hann
strax í framkvæmdastjóra I. T. F.
en eftir það samtal var ekki önn-
ur skýring á löndun Karlsefnis en
sú, að félögin í Þýzkalandi hefðu
brugðizt.
Karlsefni fór frá Bremerhaven
23. rnarz og gæti því hafa byrjað
veiðar 27.—28. Eftir því hefur
hann aðeins verið 10 daga á veið-
um, en forstjóri útgerðarinnar seg
ir hann hafa siglt af Selvogsbanka
klúkkan 9 á föstudagskvöldið. Tog
arinn kláraði ísinn að sögn for-
stjórans og var sem sagt með full
fermi.
Útgerðin sótti um útflutnings-
leyfi til viðskiptamálaráðuneytis-
ins á mánudaginn, en því var hafn
að með tilkynningu á þriðjudag-
inn. Umsóknin hljóðaði upp á lönd
un í Englandi eða Þýzkalandi.
Blaðið hefur góðar heimildir
fyrir, að forstjóri útgerðarinnar
hafi látið þau orð falla á mánudag-
inn, að togarinn væri enn hér við
land, en eins og fyrr segir, lagði
hann út af Selvogsbanka á föstu-
dagskvöldið, að sögn forstjórans
í viðtali við blaðið. Þá sagði for-
stjórinn, Ragnar Thorsteinsson, að
togarinn hefði byrjað veiðarnar'á
Selvogsbanka, en fært sig þaðan á
Eldeyjarbanka, þar sem hann fisk
aði hvað bezt, en orðið að víkja
þaðan fyrir bátalögnum.
í blaðaviðtali í Vísi í gær skýrði
Ragnar Thorsteinsson svo frá, að
togarinn mundi verða 2—3 daga í
Cuxhaven meðan verið væri að
ganga frá stórum gúmbjörgunar-
bát í hann. Þá segir Ragnar, að á-
stæðan til þess að togarinn var lát-
inn halda fram veiðum hafi verið
dráttur á afhendingu björgunar-
bátsins. Björgunarbátar skipsins
brotnuðu fyrir nokkru, er skipið
fékk sig sjó og fékk útgerðin þá
tvo björgunarbáta að láni, en
þurfti að skila þeim fyrir ákveðinn
tíma. Þar sem afhending bátsins
dróst og ekki var hægt að koma
honum fyrir nema í Þýzkalandi,
var þetta eina leiðin, sem við sá-
um til að tryggja öryggi á skipinu,
segir hann í þessu blaðaviðtah.
Ragnar Thorsteinsson skýrði
Tímanum svo frá í gær, að björg-
unarbátarnir hefðu brotnað 7. jan.
úar. Björgunarbátarnir, sem út-
gerðin fékk að láni, voru frá Hval
h.f. og Bæjarútgerð Reykjavíkur.
Hvalur byrjar útgerðina í maí og
lá því meira á að skila þeim bát.
Ragnar var að því spurður, hvers
vegna Karlsefni hefði ekki verið
lagt eftir síðustu söluferð til Brem
erhaven (21.—28. marz), þar sem
öll líkindi benda til að unnt verði
að fá björgunarbát að láni í stað
þess, sem á að skila á næstunni.
Ragnar svaraði, að útgerðin hefði
farið fram að fá björgunarbáta af
togurunum, sem lágu á vegum rflc-
isins, en því verið synjað um miðj
an janúar.
Nýi björgunarbáturinn mun
standa uppblásinn á bátadekki(og
verður hægt að renna honum út
á hvora hliðina sem er. Slíkt
krefst breytinga á bátadekki, en
engar breytingar höfðu verið gerð
ar, þegar togarinn lét úr höfn í
Þýzkalandi síðast.
Brot þessara útgerðarmanna á
útflutningslöggjöfinni varðar sekt
um allt að hálfri milljón króna,
eftir því sem blaðið hefur fregn-
að. Þegar blaðið minntist á þetta
atriði við Ragnar Thorsteinsson,
kvaðst hann ekkert um það vita.
I
13