Tíminn - 12.04.1962, Blaðsíða 14
□3JE
I
Fyrri hluti: Vndanhald, eftir
nt Heimildir eru
efmrm er við honum blöstu þessa
fyrstu daga í nýja embættinu:
„Eg tók við hinu nýja starfi
mínu á erfiðum tíma, að því er
snerti hin fjarlægari Austurlönd.
Þar höfðu svartir skýjabólstrar
hrannazt upp og allt benti til
þess að Japanir myndu bráðlega
fara í stríðið. Á hinn bóginn var
nauðsynlegt að Við gerðum ekkert
það, sem valdið gæti fjandsamleg
um árekstri við Japani . . . . Eg
hafði rætt við Dill um möguleik-
ann á því að Japanir færu í stríð-
ið. Hann hafði sagt mér það hrein
skilningslega, að hann hefði raun
verulega ekkert gert til þess að
mæta þeirri ógnun. Hann sagði
að við værum nú þegar svo liðfáir
og máttvana á öllum vígstöðvum,
að þag væri ómögulegt að veikja
þær meira meg því að fækka liði
þar cða öðrum herbúnaði . . . . Eg
held að hann hafi haft alveg rétt
fyrir sér, og að hann hafi ekki
getað gert meira ...
en það gerði engu að síður að-
stöðu okkar mjög hættulega, ef
Japanir færu í stríðið ....
Jafnvel á þessum hættulega
tíma og þrátt fyrir skortinn á skip
um, flugvélum, skri3drekum og
öðrum herbúnaði voru varnarmála
ráðherrann og æðstu hershÖfðingj-
arnir að íhuga áform um land-
göngu í Noregi, Sikiley, ítalíu og
ströndum frönsku Norður-Afríku,
en slíkt taldi Brooke hið mesta
óráð, að svo komnu máli.
Svo var það sunnudaginn 7. des
ember að dró til mikilla og ugg-
vænlegra tíðinda. Tveimur dög-
um áður, þegar erlendu sendiherr-
arnir voru kynntir fyrir honum,
veitti Brooke því athygli að Japan
arnir virtust' þungir á brún.
„Eg er að velta því fyrir mér,“
skrifaði hann í dagbók sína „hvort
við munum hafa þá með okkur
öllu lengur." Á laugardag var eng-
inn herforingjafundur og að liðn-
um vinnudegi í skrifstofu sinni,
þegar hann var í þann veginn að
fara heim, klukkan fimm, kom
símskeyti frá Singapore, þar sem
skýrt var frá því, að tvær skipa-
lestir, í fylgd með tundurspillum
og stærri herskipum, hefðu sézt
sigla í vestur frá Saigon.
„Við þessa frétt var þegar kall-
aður saman herforingjaráðsfund-
ur. Cadogan frá utanríkisráðuneyt
inu mætti einnig á fundinum. Við
rannsökuðum stöðuna nákvæm-
lega, en af stefnu skipalestanna
varð ekki ráðið hvort þær stefndu
til Bangkok, Kra-skagans, eða
hvort þær væru aðeins að sigra
eitthvað óákveðið í blekkingar-
skyni. Annað skeyti barst, meðan
á fundi stóð, en það skýrði ekki
ástandið neitt nánar, þar eð í því
var einungis tilkynnt að skipalest
irnar hefðu horfið úr augsýn og
ekki fundizt aftur. Hætti við að
fara heim, borðaði miðdegisverð
í klúbbnum og fór að honum lokn-
um til hermálaráðuneytisins aft-
ur . . . . “
Daginn eftir bárust svo þær
fréttir, að Japanir hefðu ekki að-
eins ráðizt á brezku Malayalöndin
og Hong-Kong, heldur einnig
Fillippseyjarnar og Pearl Har-
bour.
„Öll okkar vinna síðastliðnar
fjörutíu og álta klukkustundirnar
var til einskis," skrifaði Brooke,
— „Japanarnir hafa nú sjálfir
tryggt það að Bandaríkin fari í
stríðið . . . . “
Að dómi forsætisráðherrans var
ógæfan, sem dunið hafði yfir
bandaríska flotann, miklu lítilvæg
ari en sú staðreynd að Bandaríkin
voru nú samherjar Breta. Sama
dag bárust honum þær fréttir, að
síðasta, örvæntingarfulla tiíraun
þýzka hersins til að hertaka
Moskvu — sem gerð var í hríðar
byljum og undinheimamyrkri
fimm dögum áður — hefði mistek-
izt, að hitastigið á rússnesku víg-
stöðvunum hefði fallið 40 gr. nið-
ur fyrir frostmark; og að þeir
Stalín og Zhukov hefðu hafið hina
lengi- og velundirbúnu gagnárás
sína. Þá nótt kvaðst Brooke hafa
gengið til hvílu mettur og ánægð
ur og sofið svefni hins frelsaða og
þakkláta.
Þennan desemberdag, þegar
sprengjuflugvélar MacArthurs
hershöfðingja voru tættar sundur
á Clark-flugvellinum, voru sjö af
bandarísku herskipunum níu í
Pearl Harbour eyðilögð eða gerð
ónothæf. Allar vonir um að banda-
riski flotinn gæti komið Malaya-
löndum og Austur-Indíum til
hjálpar, höfðu brugðizt. Þennan
sama dag gengu japanskar her-
sveitir á land í Suður-Thailandi,
nálægt malayisku landamærunum.
Næsta dag fóru herdeildir óvin-
anna yfir hið mjóa Kra-eiði, til
stranda Indlandshafsins, náðu á
Sitt vald brezka lendingarstaðnum
við Point Victoria og rufu loft-
brautina, sem liðsaukar voru flutt
ir eftir frá Indlandi og Evrópu
til Singapore.
„Þetta hefur algerlega raskað
jafnvæginu ó Miðjarðarhafinu og
veitt Japönum öll yfirráð á haf-
inu, þangað til við getum dregið
saman einhvern herstyrk þar,“
skrifaði Brooke tveimur dögum
eftir árásina á Pearl Harbour. —
„Við höfðu því tekið til athugunar
þann möguleika, að senda brezk
orrustuskip til þess að endurbæta
aðstöðuna.“ En næsta morgun, I
33
þann 10. desember, bárust verst.U
stríðsfréttirnar, alít frá því er
Frakkland féll. Prince of Wales,
sem forsætisráðherrann hafði sagt
Stalín að gæti „náð og grand“.ð
hverju japönsku skipi“ hafði vsr-
ið sökkt, ásamt Repulse, rneð
tundurskeyti frá. flugvél, þegar
þau voru að reyna að stöðva lest
japanskra flutningaskipa úti fyrir
strönd Malaya-skagans.
„Það táknar,“ skrifaði Brooke
þá um kvöldið — „að við höfum
misst yfirráðin á hafinu, frá
Afríku austur til Ameríku, á Ind
landshafi og Kyrrahafinu.“
Forsætisráðherrann hörfaði
aldrei eða lét undan síga. ÁfÖU og
ógæfa kölluðu ávallt fram hið
mesta og sterkasta í fari hans.
Nú hugsaði hann um það eitt að
flýta sér til Bandaríkjanna og
ráðgast við vin sinn og banda-
mann, Roosevelt forseta. Og það
breytti í engu áformi hans, þótt
hann fengi skeyti frá Washington,
þar sem sagt var, að af öryggis-
ástæðum myndi vera réttara að
fresta heimsókn hans fram yfir
áramótin. Þann 12. desember lagði
hann af stað með Duke of York,
systurskipi Prince of Wales.
Áður en Churchill lagði af stað
í Amerikuför sína, tókst Brooke
á fundi, sem haldinn var að kvöldi
þess 11. í Downing Street, að fá
hann til að taka með sér sem fasta
fulltrúa sinn í Washington, þann
mann, sem hann treysti og dáði
öllum öðrum fremur, fyrirrennara
sinn, Sir John Dill. „Þessi ákvörð-
un,“ skrifaðj hann, „var ekki tek-
in fyrr en eftir talsverðar umræð
ur . . . . Eg varð að leggja mig
allan fram og leggja á það mikla
áherzlu, að með sinni miklu þekk
ingu á störfum herforingjaráðsins
og öllum hernaðarmálum okkar,
væri Dill öllum hæfari til að
þjóna tilgangi okkar í Washing-
ton. Það var mikið lán, að mér
skyldi takast að sannfæra Winst-
on, vegna þess að fáir menn gerðu
meira til að efla málstað okkar
27
ir þín hefði ekki gott af því að
komast héðan? Komast á heim-
ili þar, sem hún er metin og virt
af öllum og má ráða ríkjum? Væri
það ekki. það bezta, sem henni
væri gert? Mér skilst að hún sé
mikið svekkt.
— Svekkt er hún óefað, sagði
Sveinn. — Eg veit ekki hvað
henni er fyrir beztu. En óþvinguð
verður hún að fara héðan.
Gestinum duldist ekki lengur
andrúmsloftið. Hann velti atvikun
um fyrir sér.
Fyrir fjórum árum gisti hann
á sýslumannssetrinu. Þá sá hann
Guðrúnu í fyrsta sinn. Hann varð
þegar hrifinn af fegurð hennar
og æskubióma. Þá höfðu þau að
síðustu átt samleið nokkrar bæjar
leiðir. Sýslumaður hafði slegizt í
för með honum og fóstursystkinin
fengið að fylgja þeim á leið. Sýslu
maður hafði oft leyft þeim að
ríða meg, séf úr hlaði. En þennan
dag lét hann það með öllu af-
skiptalaust, að þau færu lengra
en venjulega. Virtist jafnvel ætl-
ast til þess. Gesturinn hafði þá
löngum riðið við hlið Guðrúnar,
og átt við hana fjörugar samræð-
ur.. Að skilnaði hafði hann beðið,
bana um lokk. Nú var hann á leig
til útlanda. Glóbjarta hárið skyldi
minna hann á fegurð ættlandsins
og börn þess, og vekja hjá honum
heimþrá og hollan metnað. Hún
tók umsvifalaust lítið sax úr
barmi sínum, nam lokkinn burtu
og rétti honum. En er hannj
ætlaði að taka vig gjöfinni kippti
hún að sér hendinni og sagði
glettnislega.
— Láttu mig sjá, að þú hafir
geymslustað fyrir lokkinn. t
Hann dró öskju úr barmi sínum, unni.
gljáfægða hornöskju, hinn bezta
grip.
— Hér geymi ég hann, sagði
hann. En er hann ætlaði að opna
öskjuna, kom hik á hann. Guðrún
átti það til að vera glettin. Nú
þreif hún af honum öskjuna og
lauk henni upp. Þar var fyrir
dökkjarpur kvenlokkur. Hún
skellti öskjunni aftur og rétti
honum, stakk sínum lokk á sig. |
Og gesturinn gaf upp alla von um'
hann. En þetta viðbragð hinnar]
ungu meyjar hafði fylgt honum
jafnan síðan. Fyrir löngu hafði
hann gert það upp við sig, að
þessa konu vildi hann-eiga. Hún
hafði verið draumur hans, hvert
sinn er hann hugsaði heim. Hann
hafði langað tii að sanna henni
að hún með bjarta lókkinn sinn,
stæði nær hjarta hans en nokkur
önnur, enda þótt hann hefði beð-
ið aðra mey um sams konar gjöf,
þegar hann var að kveðja ættland'
ið. Á slíkum stundum getur barns
leg viðkvæmni búið um sig. Hann
hafði frétt um bónorð stúdents-
ins og kunnað sýslumanni þökk
fyrir neitun hans. Nú ætlaði hann
að koma eins og heillagestur, sem
bætti ungmeynni það tjón, sem
hún hafði beðið. Lærður embætt-
ismaður var í sannleika nokkuð
annað en vesæll stúdent, sem gerð
ist bóndi, stúdent, sem bar ekki
gæfu til að komast til þeirrar
mannvirðingar sem menntunin
veitti. Gesturinn hafði gert sér
beztu vonir, en nú horfði óvæn-
lega. Skyldi hann nú verða annar
biðillinn, sem kæmi erindisleysu
í As? Sá var þó munurinn, að
sýslumaður vísað'i stúdentinum
frá. En nú valt allt á heimasæt-
Eftir stundarþögn mælti gestur
inn:
— Viltu ekki biðja Guðrúnu að
tala við mig?
— Það skal ég gera, sé hýn
ekki að tala við fósturforeldra
mína, sagði Sveinn.
— Já ef hún er ekki að tala
við þau, endurtók gesturinn.
Sveinn fór
Að vörmu spori kom Guðrún.
Hún heilsaði biðlinum hæversk-
(iega. Og er hún sá, að hann
horfði fast á hana og þóttist finna
það á sér, að hann þekkti hana
ekki, sagði hún nafn sitt.
— Fyrirgefið ungfrú Guðrún,
sagði hann. — Þér vitið erindi
mitt. Hvers má ég vænta af yður?
— Eg bið yður að leita annað.
Eg giftist engum, enda væri það
gæfuraun hverjum manni að bind
ast mér. Eg ber traust til yðar og
virðingu fyrir yður. En ég get
ekki elskað yður, né nokkurn
annan. En án þess að elska skyldi
enginn ganga í hjónaband, sagði
hún.
— Þér hafið orðið fyrir sárri
raun. Þér þurfið að komast héð-
an. Tíminn, trúnaðarvinur, virð-
ingarstaða, aðdáun. AUt er þetta
læknisdómur, sem vinnur eðlilega
og markvisst í fjarlægðinni. Þar
endurheimtið þér lífsgleði yðar.
Og ástin er heimanfylgja heil-
brigðs lífs. Komið með mér héð-^
an. Við eru.m bæði ung og u.igirj
finna veg. Allt fer vei. Það er
sannfæring mín.
— Eg þakka yður góð ráð og
boð, sagði Guðrún. — Eg efast
heldur ekki um velhug yðar. En
lífið hefur áreiðanlega kjörið
yður þátttakanda í sönnu, þrótt-
miklu lífi og lífsglei. Þér gangið
lífinu á hönd og njótið þess, en
ég berst við dauðann. Á því
tvennu er svo stór munur að við
BJARNI ÚR FIRÐI
údentinn
%
iivammi
eigum enga samleið. Svar mitt,
neitandi svar, breytist ekki við
neinar fortölur. Eg árna yður
heilla. Verið þér sælir.
Og án þess ag rétta biðlinum
höndina, vatt hún sér fram úr
stofunni hvatskeytlega og hurðin
féll að stöfum.
Nokkru síðar var biðillinn ferðj
búinn. Sýslumannshjónin voru þáj
á skrifstofu sýslusetursins. Gest-|
urinn aftók að gera hjónunum
viðvart. En bað fóstursoninn fyrirj
kveðju. Sýslumaður fékk aðeinsj
að sjá gestinn í fjarska, er hanm
var að hverfa. Reiddist hann þá.
svo mjög, að við sjálft lá, að hannl
léti söðla hesta og veita biðlinum
eftirför. Þó lét hann það vera
en kallaði í þess stað á fóstur-
dótturina. Sveinn kom með fóstur
systur sína, reiðubúinn að verja1
hana, ef í harðbakka slægi.
Sýslumaður sneri sér fyrst að
honum.
— Hvað er N þér á höndum
drengur? — Ekki hef ég kvatt'
þig hingað. j
— Veit ég það, sagði piltur-
inn. — En þú hefur kallað systur
mína. Eg renni grun í hvert vera
muni erindið og er mætt.ur til að
taka svari hennar ef með þarf.
6ýs>lumaður horfði um stund
þögull á þessi fósturböm sín.
Honum skildist, að ný hætta
vofði yfir heimilinu. Nú sá hann
í fyrsta sinn, að alda var vakin,
og var hyggilegast að kanna ris-
hæð hennar og mátt, áður en
lengra væri gengið.
— Jæja Guðrún. Talaðir þú við
Bjöm? svo hét biðillinn.
— Hann gerði boð fyrir mig,
sagði Guðrún.
— Og þú hryggbrauzt hann?
— Já.
Þag kom hik á sýslumann. Því
líkt sem hann vissi ekkl hvernig
halda skyldi yfirheyrslunni áfram
Hann horfði hvasst til Guðrúnar,
var svipþungur en stilltur. Loks
sagði hann:
— Eg á bágt með að átta mig
á þér barnið gott. Er það virki-
lega, að þú teljir það ráð, að
neita jafngóðum ráðahag. Eða
gerðir þú þetta til þess að ná þér
niðri á okkur fósturforeldrum
þínum?
„Sérðu ástæðu til þess að ætla,
ag ég þurfi ag ná mér niðri á
ykkur?“ spurði Guðrún og lét sér
hvergi bregða.
Nú þrútnaði sýslumaður. Reið
in sauð niðri í honum: „Guðrún,“
14
T f M I N N, finimtudagur 12. apríl 1962.