Tíminn - 12.04.1962, Blaðsíða 16
TILLOGURNAR SEM
STJORNIN NEITAOI
í gær barst blaöinu frétta-
tilkynning frá Alþýðusam-
bandi íslands, þar sem skýrt
er frá gangi hinna tilgangs-
lausu viðræðna við ríkisstjórn-
ina um kjarabætu'r án kaup-
hækkana. í lok þessarar frétt-
ar frá ASÍ segir að sambandið
hafi vísað málinu til verka-
lýðsfélaganna. Ríkisstjórnin
Hljómleika
hélt hann!
Akureyri, 11. apríl.
í haust sem leið ætlaði Páll ís-
ólfsson að halda hljómleika á Ak-
ureyri og spila á hið' nýja pípu-
orgel Akureyrarkirkju, en á leið-
inni norður hlekktist bílnum á,
sem Páll var í, og varð ekki af
því að hann færi alla leið. Um dag-
inn lagði hann svo aftur af stað
sömu erinda og þá með skipi, því
hann hefur ótrú á að ferðast með
flugvélum og var búinn að fá
slæma reynslu af bílferðum. En er
Heklan, sem Páll var með, kom til
Siglufjarðar, slógust tveir fjársvik-
arar í för með Heklunni og Páli til
Akureyrar, og á leiðinni inn Eyja-
fjörð lenti skipið í árekstri og
dróst við það aftur úr áætlun, svo
enn varð að fresta tónleikunum.
En í gærkvöldi voru þeir endan-
lega haldnir, og lék Páll þá á hið
nýja pípuorgel, en einsöng sungu
þcir Sverrir Pálsson og Jóhann
Konráðsson.
’aKmsBaamsmnnr '■■i
telur í svari sínu að kjarabæt-
ur án kauphækkana hafi verið
óraunhæf og ófær leið.
í frétt ASÍ er skýrt frá tillögum
sambandsins í megindráttum og
þykir Tímanum hlýða að birta þær
„óraunhæfu" tillögur hér á eftir.
„1. Allir útlánsvextir lækki a.
m. k. í það, sem þeir voru í árslok
1959, og verði jafnframt tryggt,
að vaxtalækkun til atvinnuveganna
komi öll fram í hækkuðum laun-
um.
2. Söluskattar og tollar verði
felldir niður á öllum nauðsynja-
vörum, og ríkinu í staðinn tryggð-
ar auknar tekjur með fullkomnara
skattaeftirliti.
Skattar og útsvör verði innheimt
hjá launþegum jafnóðum og tekjur
falla til.
3. Niðurgreiðslur á aðalneyzlu-
vörum almennings verði eigi rýrð-
ar frá því sem nú er.
4. Aðflutningsgjöld og vátrygg-
ingagjöld verði lækkuð og tryggt,
að sú lækkun komi öll fram í lækk-
uðu vöruverði.
5. Numiö verði úr gildi bann við
greiðslu verðlagsbóta á laun og
tryggt, að samningafrelsi og sjálfs-
ákvörðunarréttur verkalýðsfélag-
anna verði ekki skert.
6. Átta stunda vinnutími verði
lögfestur sem hámarks vinnutími í
þeim atvinnugreinum, sem fært
þykir og yfirvinna takmörkuð sem
allra mest að öðru leyti allt án
skerðingar heildarlauna. Jafnframt
vei'ði yfirvinna barna og unglinga
innan 16 ára umfram 8 stundir á
dag bönnuð með öllu.
7. Að lokum var sú krafa borin
fram við ríkisstjórnina, að hún
tryggi varanleik þeirra kjarabóta,
sem samkomulag kynni þannig að
nást um.“
Sigrún Ragnars er vissulega hreykin af öllum þessum fallegu verðlaunagripum, sem hennl hafa hlotnazt fyrir
fegurð sína. Hún er líka himinlifandi yflr viðburðariku ferðalagi um fjarlæg lönd. En bezt af öllu flnnst henni
að vera komin aftur heim. Við blrtum vKStal vlð Slgrúnu á 2. síðu á morgun. (Ljósmynd: G. E.).
lán frá Bretlandi
Ford-umboSið Kr. Krist-
jánsson h.f. er um þessar
mundir að flytja inn 60—70
nýja fólksbíla frá Ford-verk-
smiðjunum í Bretlandi, og
fara þeir allflestir til leigubíl-
stjóra. Bílar þessir eru ódýr-
ari en flestir aðrir boðlegir
leigubílar, og þar að auki eru
lánaðar í þeim 40—50 þúsund
krónur í eitt ár með 6% vöxt-
um.
Blaðinu er kunnugt um, að lán
þetta er ekki frá Ford verksmiðj-
unum, en fékkst fyrir milligöngu
hjá fjáraflafélagi í Bretlandi, sem
kaupir bílana af verksmiðjunni og
selur þá aftur með lánakjörum.
Þessi lán eru þó einungis veitt at-
vinnubílstjórum, vegna þess að ís-
lenzkir bankar heimila ekki annað.
Þrjár gerðir
Þrjár gerðir koma helzt til
greina, og eru það Zephyr 4, Zep-
hyr 6 og 7-odiac. Langflestir munu
hafa pantað Zephyr 4. Það er 5
farþega bíll, með fjögurra strokka
vél hraðgengri og fjögurra gíra al-
samhæfðum (synchromesh) gir-
kassa. Enn fremur er hann fáan-
legur með sjálfskiptingu, mjög ein-
faldri. Þessir bílar kosta með
beinni skiptingu um 160 þúsund
krónur til leigubílstjóra en um 185
til annarra. Að útliti svipar þeim
einna helzt til Comet, amerísku
„smá“ útgáfunnar á Mercury, en
bera þó nokkurn keim af hinni
svokölluðu „ítölsku" línu.
(Framhald á 13. síðu)
Framboð kynnt
á Akureyri
Akureyri, 11. apríl.
í fyirakvöld héldu Framsóknar-
menn á Akureyri fund í hótel KEA,
og var Björn Þórðarson fundar-
stjóri. Framsöguerindi fluttu þeir
Stefán Stefánsson, bæjarverkfræð-
ingur, sem talaði um skipulagsmál
bæjarins, Sigurður Öli Erynjólfs-
son, kennari, sem talaði um fyrir-
(Framhald á 13. síðu)
f fyrradag varð harkalegur árekstur við brúna á Hafnará í Mela-
sveit, er saman rákust olíuflutningabíll frá Skeljungi og nýlegur
Vauxhall, eign Guðmundar Sveinssonar, skólastjóra í Bifröst. Telur
Guðmundur, að áreksturinn hafi orðið með þeim hætti, að hemlar
biluðu á bíl lians, er hann ætlaði að hemla við brúna á Hafnará,
til þess að hleypa olíubílnum fram hjá. Skipti þá engum togum,
að bfli Guðmundar skall á varahjóli olíubflsins, sem fest var utan
á hægri lilið hans, en olíubíllinn var þá kominn svo utarlega í
vegarkantinn, að við höggið brast kanturinn og olíubíllinn valt.
Ökumaður hans, Þórður Eggertsson, slapp ómeiddur, en bfllinn er
mjög illa farinn, eins og sést á meðfylgjandi mynd. Guðmundur
slapp með skrámur í andliti, og einnig kona hans, Guðlaug Einars-
dóttir, sem sat fram í. Aftur í var Sveinbjörg Ásgrímsdóttir, og
fékk hún slæma áverka á höfði, en 6 ára dóttir hennar, sem einnig
var þar, hlapp án meiðsla. Bfll Guðmundar er talinn gerónýtur.
(Ljósm.: KÁRI).