Tíminn - 28.04.1962, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.04.1962, Blaðsíða 2
 Það var milcil gleði hjá þessu unga pari um páskana, því að pllturlnn kom öldungis óvænt heim I nokkurra daga leyfi. — Harald Nielsen er danskur knatt spyrnumaður, sem lelkur með ítölsku liði. Rudi Hansen er vln sæl leikkona I Danmörku, og þau Harald kynntust elnmltt, þegar þau léku saman í kvlkmynd fyr ir u.þ.b. ári. Rudi á heima I Es- bjerg, og þar var myndin tekln núna um páskana. Árið 1953, þegar við bróð- ir minn vorum ókvæntir menn, keyptum við í samein- ingu spánnýjan Studebaker. Hann var á litinn eins og tómatsúpa, með hvítum hjól- um og „overdrive". Það má með nokkrum sanni segja, að við héldum til í bílnum i tvo mánuði, án þess að nokk- urt stórslys kæmi fyrir, — þangað til eina kaida desem- bernótt, þegar við vorum á heimleið, eftir að hafa verið í heimsókn hjá kunningjum. Klukkan var að nálgast þrjú. Bróðir minn ók af mikilli ein- beittni og öryggi, en óg dundaði við að' leita að tónlist í útvarpinu. Ég var í þann veginn að geíast upp á leitinni, þegar við rákumst á eitthvað mín megin. Bíllinn snarsnerist og brunaði út af veg- inum til vinstri. Ég skynjaði, að við þutum yfir grasflöt þó nokk- urn spöl. Skyndilega stakkst bill- inn á nefið, og vatn streymdi inn. Mjög kalt vatn. — Hi'.ltu niðri í þér andanum, sagði ég við bróður minn. Eg er nefnilega eldri og átti þess vegna að hafa vit fyrir honum. Þegar kyirð komst á ökutólið, var það fullt af vatni alveg upp í topp. Ég reyndi að opna dyrnar min megin, en hurðin hafði beygl azt við áreksturinn, svo að ég sneri mér að bróður mínum til að sjá, hvað hann hefði tckið til bragðs. Hann hafði slökkt á miðstöð- inni, tekið lyklana og yfirgcfið staðinn og skilið dyrnar eftir opn- ar. Hann er alltaf svo hugsunar- samur. Ég leit út um opnar dyrnar og synti upp á yfirborðið. Skammt fá mér sá ég bláleitt andlit bróður míns, blautt hárið lafði niður í augu. Þegar ég leit í kringum mig, sá ég, að við vorum staddir í ein- hverri stærstu — og áreiðanlcga köldustu — einkasundlaug, sem ég’hef nokkurn tíma augum litið. Við syntum hlið við hlið upp að bakkanum og klifum upp á hann. Þar stóðum við nú um stund, skjálfandi og með andköfum, en fullir aðdáunar. Ljósin á bílnum okkar skinu glatt. Vatnið var mjög tært, og þarna, átta fetum undir yfirborðinu, fór tómatsúpu- liti bíllinn me'ð hvitu hjólunum svo einstaklega vel við grænleit- an botninn og veggina í sundlaug inni. Við héldum til hússins, sem stóð þarna skammt frá. Húsbænd- urnir voru ekki heima. Barnfóstr- an varð skelkuð við þessa heim- sókn og vildi ekki hleypa okkur '•!)(> I 0-tOf ínn. — í hamingjúl’lifeníiÖi, hrópaði ég í gegnum skráargatið til henn- ar, við erum að verða að klaka- stykkjum hérna úti. Kallaðu á lögregluna og hleyptu okkur inn. Hún kallaði á lögregluna og hleypti okkur ekki inn. í 5 mín- útur hoppuðum við um stéttina fyrir framan húsið, eins og brjál- aðir menn, til að reyna að forða okkur frá lungnabólgu. Þá komu eigendur hússins og sundlaugar- innar heim. — Ég er ekki viss um, að yður lítist á, sagði ég við manninn, en það er Studebaker í sundlauginni yðar. — Jæja, sagði hann. Má ekki bjóða yður að ganga inn fyrir og hlýja ykkur? Hann virtist ekki hið minnsta undrandi, rétt eins og menn keyrðu á Studebaker í sundlaug- ina hans á hverri nóttu. Hann vísaði okkur inn í setustofuna, en frúin hljóp upp á loft til að sækja handklæði og þurr föt. Húsbónd- inn setti fram þrjú glös og hellti vel í þau af whisky. — Skál, sagði hann og lyfti glasinu, og við drukkum með þess um nýja vini okkar. Skömmu síðar kom lögreglan, og við gáfum nákvæma skýrslu um atburðinn. Þegar þeir fóru, sögðust þeir mundu ræða nánar við okkur næsta dag. Þá var klukkan orðin fjögur, og bílljósin skinu glatt í sundlauginni. Hús- bóndinn horfði hugfanginn á bjarmann, sem lagði frá lauginni. Bróðir minn spurði hann, hvers vegna væri vatn í lauginni á þess- um tíma árs. Rödd hans lýsti nokkurri gremju, þegar hann svaraði. — Ég byggði þessa sundlaug sjálfur síðast liðið sumar, sagði hann. Ég var afskaplega hreyk- inn af því afreki, en það dró heldur úr ánægjunni, þegar ég komst að því, að ég hafði gleymt að sjá fyrir kerfi til að hleypa vatninu úr lauginnii. Ég hringdi til vina okkar, sem bjuggu þama skammt frá. Þau voru þá rétt komin heim úr gleð- skap og voru að hátta. Eg var afskaplega iðrunarfullur. — Fyrirgefðu, elsku Bea, sagði ég, en við ókum bílnum okkar út í sundlaug rétt áðan. — Ó, ég þekki staðinn. Donald kemur eftir pugnablik og sækir ykkur, sagði Bea og lagði á. Donald kom að vörmu spori, hlaðinn ábreiðum. Ég vaknaði upp í morgunsárið í herbergi, þar sem blaut föt héngu upp um allt. Donald var að lemja á hurðina. Lögregluforinginn var rólegur anum, sagði hann. — Þú talar við hann. Þú ert eldri, sagði bróðir minn og stakk höfðinu undir koddann. Lögregluforingin nvar rólegur og spekingslegur, en afskaplega forvitinn. Hann vildi fá að vita, hvers vegna ljósin væru enn log- andi á bílnum í sundlauginni. Eg held helzt, að hann hafi með sjálfum sér verið að býsnast yfir kæruleysi manna við að leggja bílunum sínum. Ég skipti um um ræðuefni og spurði hann, hvort hann vissi um einhvem, sem hann héldi að vildi kaupa blautan Studebaker. En hann vissi ekki um neinn. Þegar við komum til sundlaug- arinnar, var þar fyrir talsverður hópur forvitinna áhorfenda. Eig- andi sundlaugarinnar sagði við okkur, að hann skildi ekki, hví fólk væri að gera veður út af slíkum hlutum. — í síðari heimsstyrjöldinni, sagði hann, ók ég eitt sinn bíl út í fljót á Indlandi, þar sem vatnið var tólf feta djúpt. Svo að ég er nú ekki uppnæmur fyrir svona hlutum. Hann vissi líka ofur vel, hvaða útbúnað þurfti til þess að draga bílinn upp og fullvissaði okkur um, að hann mundi sjá um þetta allt saman. Hann gekk með okkur að bílnum hans Donalds, þegar við fórum. — í sumar skuiuni við hafa gleðskap og minnast þessa atburð ar, sagði hann, þegar hann kvaddi okkur. — Afbragðs hugmynd, sagði bróðir minn glaðhlakkalega. Við kvöddumst með virktum. Daginn eftir birtist sagan í einu dagblaðanna, augljóslega skrifuð af manni, sem ekki þjáð- ist af skorti á kímnigáfu. Með- íylgjandi mynd sýndi, þegar verið var að draga bílinn upp úr sund- lauginni. Einn frændi okkar hringdi til okkar um kvöldið og sagði, að þegar hann hefði séð' myndina, hefði hann hugsað, hvaða vitleysingur gæti hafa gert þetta. — Svo las ég greinina, sagði hann, og þá þurfti ég ekki að velta því frekar fyrir mér. Gleðskapurinn var aldrei hald- inn, þó að við ættum oft leið fram hjá sundlauginni. Flestir vina okkar virðast hafa gleymt sögunni. Þeir minnast aldrei á hana, nema þegar talið berst að kappakstri. Þá er næstum öruggt, að einhver spyr mig: — Hefurðu ekið niður í nokk- uð sérstakt nýlega? Arnold Benson m Kornrækf í ísfirðingi segir svo m.a.: Stjórnarliðið liefur látig sig hafa það , að vera á móti þvi á Alþingi að efla á eðlilegan hátt kornrækt í landinu. En árangur af kornræktarstarf- semi hérlendis gefur góðar vonir um að hér gæti risig upp álitleg starfsemi til aukinnar fjölbreytni í atvinnulífinu og til verulegs gjaldeyrissparnað- ar. En þessum hlutum gef.a ríkisstjórnarflokkarnir engan gaum. Þag er eins með þetta mikilsvcrða mál og vegagerð- ina á Vestfjörðum, að ríkis- stjórnarflokkarnir telja, að sér komi þessi mál ekkert víð. 1460 íbúðir 1958 — 770 íbúSir 1961 Og það eru svo miklu fleiri þjóðþrifa- og nauðsynjamál sem ríkistjórnarflokkarnir láta sig engu skipta. Til dæmis virðast þeir láta sér alveg á sama standa þó stórlega dragi úr íbúðarhúsabyggingum í landinu. Þeir hafa meira að segja meg „viðreisninni“ unn i'5 beint að því að lama fram tak manna vig að byggja sér þak yfir liöfuðið. Þar er ár- angur „viðreisnarinnar" ef til vill eitt gleggsta dæmið. Allar byggingarvörur kafa hækkað svo gífurlega síðan „viðreisn" ríkisstjórnarflokkanna tók gildi, að talig er að byggingar- kostnaður meðalíbúðar Iiafi hækkað um yfir eitt Iiundrað þúsund krónur. Á Alþingi var það nýlega upplýst ,að á árinu 1958 hefði verið byrjag á 1460 íbúðum hér á landi, en á ári,nu 1961 á aðeins 770 íbúðum. Ef það Ijóst dæmi um áhrif „við- reisnarinnar" að nær því helm ingi færri treysta sér til þess að hefja íbúðarbyggingar 1961 en 1958. Allir vita ag áhugi manna fyrir að byggj,a íbú'ðir hefur ekki þorrið, heldur er hér einvörðungu um að kenna eftirlæti ríkisstjórnarflokk- anna: dýrtíð, lánasamdrætti og vaxtaokri. Á méti íbú6arhúsa> byggingum Á Alþingi hefur nýlega ver- ið afgreitt sem lög frumvarp, sem ríkisstjómin var ag burð ast með, um breytingu á lög- um um liúsnæðismálastofnun, byggingatsjóð rikisms o.fl. Samkvæmt þessum lögum er húsnæðismálastjórn heimilað að lána sem hámark út á íbúð 150 þúsund krónur í stag 100 þúsund króna áður. Þ.e, láns heimildin er hækkuð sem svar ar helmingnum af þeim aukna byggingarkostnaði á meðalíbúð sem orðið hefur í tíð „viðreisn arinnar". Sjá allir hvílíkt al- vöruleysi og kák liggur á bak vig svon.a háttalag, og að hús byggjendur eru miklu verr settir eftir en áður. Tillögií Fnamsóknarmanna um að há- mark Iánanna yrði yfir 200 þúsund krónur felldi stjórnar Iiðið. Því þótti engan veginn nægilegt að bæta á bak þcirra sem byggja lánasamdrættiuum og vaxtaokrinu. Ríkissíjórnin er með öðrum orðúm á móti íbúðiarhúsabyiggingum, alveg á sama hátt og hún er á móti vegagerð á Vestfjörðum, auk- inni kornrækt í landinu og svo fjölda mörgum öðrum nauðsynjamálum. 2 T I M I N N, laugardaginn 28. apríl 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.