Tíminn - 28.04.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 28.04.1962, Blaðsíða 7
Utgefðndi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb> Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indriði G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar Tómas Karlsson Auglýs ingastjóri: Egill Bjarnason Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu. afgreiðsla. auglýsingar og aðrar skrifstofur i Bankastræti 7 Símar: 18300- 18305 Augiýsingasími 19523 Afgreiðslusími 12323 Askriftarg.i kr 55 á mán innanl í lausasölu kr. 3 eint - Prentsmiðjan Edda h.f - Fyrirheii stjómar- innar um kauphækkun Hér í blaðinu hefur nokkrum sinnum undanfarið ver- ið bent á það, að þar sem margir einstakir stórir starfs- hópar hafi fengið launahækkanir að undanförnu, geti það ekki jtalizt óeðlilegt, að þeir, sem lakara eru settir, æski kjarabóta og beri að taka þeim óskum með skilningi. Þetta sé líka enn eðlilegra vegna þess, að umræddar stéttir hafi ekki fengið neina hlutdeild í vaxandi þjóðar- tekjum undanfarin misseri, heldur hafi tiltölulega fáir aðilar verið látnir fá aðstöðu til að auka hlut sinn. Þá séu horfur á góðæri framundan vegna hækkandi verðlags á útflutningsvörum og batnandi aflabragða og stuðli það að því, að kröfum þeirra, sem iila eru settir, verði mætt af skilningi. Af hálfu stjórnarblaðanna hefur þessum eðiilegu og réttmætu ábendingum Tímans verið illa tekið og gengur Mbl. svo langt í gær að kalla þessi skrif Tímans hreint ábyrgðarleysi. 7 Mbl. hefur bersýnilega ekki gætt þess, að það eru fleiri en Tíminn, sem hafa látið þessar skoðanir uppi og' þar á meðal aðili, sem Mbl. hefur ekki talið ábyrgðarlaus- an fram að þessu. Þessi aðili er énginn annar en sjálf ríkisstjórnin. í bréfi, sem ríkisstjóíhih skrifaði Alþýðusambandi ís- lands 10. þ.m. í framhaldi af viðræðum hennar við það um kjaramálin, segir m.a. á þessa leið, þar sem gerð er grein fyrir afstöðu stjórnarinnar í viðræðunum: „Ríkisstjórnin lýsti yfir því, að hún teldi að athuga bæri sérstaklega hæklcun á launum þeirra verkamanna, sem lægst eru launaðir." Til enn frekari áherzluauka, segir ríkisstjórnin svo í lok bréfsins: „Þá ítrekar ríkisstjórnin, að hún telur rétt, að laun þeirra verkamanna, sem lægst eru launaðir, verði hækkuð." Það er þannig tvítekið í umræddu bréfi ríkisstjórnar- innar, dagsettu 10. þ.m., að hún áliti rétt að hæklca laun þeirra, sem verst eru settir, og þeim þannig bætt að mestu eða öllu skerðingin, sem ríkisstjórnin gerði á kjör- um þeirra með hinni fullkomlega tilefnislausu gengisfell- ingu í fyrra. Rétt er að geta þess, að í bréfinu telur ríkisstjórnin, að kauphækkun sé eina leiðin til raunhæfra kjarabóta. Hún hafnar ölium öðrum tillögum um kjarabætur. Það bitnar því ekki sízt á ríkisstjórninni, þegar Mbl. er að stimpla það eitthvert ábyrygðarleysi, að bent sé á nauðsyn þess, að láglaunafólk fái kiarabætur vegna geng- isfellingarinnar í fyrra. Sjálf ríkisstjórnin hefur viður- kennt nauðsyn þess og talið slíkar bætur eðlilegar. Með því viðurkennir hún réttilega hvílíkt misheppnað fálm þessi gengisfelling var. Það er nú láglaunastéttanna að ganga eftir því, að staðið verði við þetta fyrirheit ríkisstjórnarinnar. Og vissulega er það furðulegt, ef stjórnarblöðin ætla að stimpla það ábyrgðarleysi, ef gengið verður eftir þessu fyrirheiti. Það er vissulega hið versta ábyrgðarlevsi að gefa loforð og reyna síðan að skjóta sér undan því að slanda við þau. Ofugmælaskáldskapur fjármála- ráðherrans um sparnaðinn SKÁLD okkar léku sér stúnd- um að því áður fyrr, að yrkja öfugmælavísur. í þeim leik var þó fylgt þeim leikreglum, að nota rím, höfuðstafi og stuðla. Þau fylgdu og þeirri reglu, að hafa öfugmælin það glögg, að ekki ylli misskilningi. Margar slíkar vísur lifðu á vörum manna. Má sem dæmi nefna þessa: Síðan Innflutningsskrifstofan var íögð nið- ur, hefur starfslið gjaldeyrisbankanna auk- izt um 100 manns, en við Innflutningsskrif- stofuna unnu innan við 30 manns. „Séð hef ég köttinn syngja á bók, selinn spinna hör á rokk, skötuna elta skinn í brók, skúminn prjóna smábandssokk.“ }Nú eru tímar breyttir. Hinar gömlu leikreglur í þessu efni eru litt í heiðri hafðar, en í þess stað er nú slíkur skáldskapur í ríkum mæb' kveðinn í óbundnu máli. Eitt af okkar öndvegisskáldum nú á þessu sviði er fjármálaráð- herrann okkar, Gunnar Thorodd sen. Hann hóf sína ráðherratíð b með því, að yrkja mikinn brag Ium sparnað. Hart nær tveir tug- ir erinda voru í þeim bálki, enda virtist slíkt aðaltrompið í hans fyrstu fjárlagaræðu Það sem nú hefur vakið mikla athygli í sambandi við öfugmæla skáldskap fjármálaráðherra er það, að hann virðist á tveimur árum hafa gleymt öllum sparn- aðarskáldskap sínum nema einu er'. di. Það eina fátæklega erindi sem hann enn mundi, lét hann sér því nægja að lesa í hljóðnem ann í eldhúsinu frá Alþingi fyrir skömmu. Sumii telja þó að þetta eina erindi hafi einnig verið fyrnt í huga fjármálaráðherra. en viðskiptamálaráðherra hafi vakið það til lífsins nokkru fyrir eldhúsdaginn í sambandi við fyrirspurn á Alþingi. IÞAÐ ofugmælaerindi sem hér um ræðir fjallar um sparnaðinn við að leggja niður Innflutnings Iskrifstofuna, en efnið í þessu er- indi er í aðalatriðum þannig: IRíkissjóður tapaði nokkrum milljónum á ári af leyfisgjalda- tekjum, er Innflutningsskrifstof- an hætti störfum, en leýfisgjöld in voru þá 1% af skráðu g-..gi, sem jafngildir 0,4% af viðreisn- gengi. Af leyfisgjaldatekjunum fór um helmingur til að mæta kostnaði við Innflutningsstofuna, en hinn helmingurinn bætti hag ríkissjóðs. En þótt ríkissjóður hafi tapað þessum tekjum, telur ráðherr- ann stórkostlegan sparnað hafa náðst við að leggja skrifstofuna niður. Það telur hann t.d. auð- sannað með því að bera saman kostnaðinn við Innflutningsskrif- stofuna 1959 og fyrirfram til- búinn rekstursreikning fyrir leyfisveitingadeild bankanna 1961, en sú deild annast allar leyfisveitingar en ekkert af öðr- um störfum Innflutningsskrifstof unnar Samlcvæmt þeim saman- burði telur við=kintamálaráð- herra sparnaðinn -2.9 milljónir á ári. og hefur þá bætt ríflegu viðreisnarálagi á reikninga Inn- flutningsskrifstofunnar frá 1959 Fjármálaráðherra telur skakka endingu í þessu skáldverki við- skiptamálaráðherra, því að sparr aðurinn sé nákvæmlega þrjár milljónir króna á ári, samanber eldhúsdagsræðu hans RÖKIN fyrir sparnaði þessum má nánar greina í 6 liðum og þvi líklega að sexhenda. hafi verið í huga þeirra er -örrdu skáldverk ið. Rök höfundanna virðast þessi: 1. Reksturskostnaður • hinnar nýju leyfadeildar bankanna að Laugavegi 77 er lítið yfir helming þess, sem Innflutn- ingsskrifstofan kostaði. Rekst ursreikning þessarar deildar fyrir árið 1961 gerði við- skiptamálaráðherra sjálfur á miðju ári 1960 og birti hann þá í Alíþýðublaðinu, svo að ekki þarf að efa að hann sé réttur og í tíma gerður. 2. Talsvert stór liður í kostnaði Innflutningsskrifstofunnar var' vegna yfirstjórnar verð- lagsmálanna. Nú kostar sú yfirstjórn ekki neitt, þótt sex-mannanefnd annist hana og.einum af forstjórum Inn- flutningsskrifstofunnar hafi verið bætt til viðbótar sem föstum manni á skrifstofu verðgæzlunnar. 3. Innfl.skrifstofan annaðist inn heimtu skatta fyrir ríkissjóð og Útflutningssjóð, um 80— 100 milljónir króna á ári. Nú eru þessir skattar innheimtir sem söluskattur eða tollur og kostar slík innheimta ekki neitt. 4. Allt eftirlit með fjárfestingu í landinu og tilheyrandi skýrslusöfnun var í höndum Innfl.skrifstofurmar og lcost- aði þá talsvert’fé. Nú annast Framkvæmdabankinn þetta og kostar það því ekki neitt. 5. Öll afgreiðsla ásamt viðtölum í sambandi við umsóknir og leyfaveitingar fer fram í aðal afgreiðslum gjaldeyrisbank- anna, en ekki nýju leyfadeild inni á Laugavegi. Þar fer og fram innheimta leyfisgjalda. Slík vinna mun-ekki lalin með í kostnaði leyfadeildar eins og sá kostnaður var ákveðinn um leið og deildin byrjaði að starfa. Umrædd vinna í aðal- bönkunum telst því ekki kosta neitt. 6. Innflutningsskrifstofan annað ist skýrslugerðir yfir allar daglegar gjaldeyrisafgreiðsl- ur bankanna. Nú eru þessi störf unnin, ásamt fleirum, í hagfræðideild seðlabankans og nýja efnahagsmálaráðu- neytinu og kosta ekki neitt. Öfugmælaskáldskapur í bundnu máli áður fyrr og í óbundnu máli nú. hefur gjörólíkan til- gang eins og sjá má af framan- greindu. Allir vita t.d. að köttur inn syngur ekki dg selurinn spinnur ekki Hins vegar greina margir ekki hið rétta i slíkum nútímaskáldskap, sem er í ó- bundnu máli. Af þessum sökum er t.d. tilkominn skáldskapur fjármálaráðherra um sparnað nú verandi ríkisstjórnar. Hann hygg ur t.d að fáum sé l.ióst, aff aðeins tæpur helmingur af starf sliði rnnfl skrifstofunnar vann við þau levfas'törf. sem nú eru rin- in í ieyfadeild hankanna. Önnur störf er Innfl,sk’ ifstofan annað- Ist og nú ern dreifff í marga staffi. téliiT ráðherrann spörnff 0,« ,'v'i á ókunnua'.e:!;a manna í þessu efni, effa „kosti“ hins nýja öfugmælaskáldskapar. SÚ SKÁLDSKAPARGERÐ fjár málaráðherra, sem hér um ræð- ir, og studd er af viðskiptamála- ráðherra, gefur tilefni til nokk- urra ábendinga pg fyrirspurna. Það er fastur liður í stefnu- skrá allra íhaldsflokka að þykj- ast spara eða vilja spara. En með því að sú leið er oft erfið eða lítt fær, er gripið til þess ráðs að gera skipulags-breyting- ar sem fela í sér möguleika í bili til að auglýsa sparnað en leyna -yðslu Slíkur möguleild skapast t.d. þegar gjaldaliðir eru fluttir til og sameinaffir öðr- um án sundur-greiningar. Beinn reksturskostnaður gjald eyrisbankanna (Landsbankans, Seðlabankans og Útvegsbank- ans) er talinn milli 60 og 70 milljónir króna á ári. Tekjurnar til að mæta þessum kostnaði eru aðallega vaxtatekjur og gjöld á yfirfærsluleyfi, sem hvort tveggja er skattur á vöru og þjónustu og því sama eðlis og leyfisgjöld. Af þessu er Ijóst, að hækki skuldheimta bankanna t.d. um 7 milljónir á þeim tima, sem leyfisskattar lækka um 3 milljón ir króna, þá hækka þessir skatt ar samanlagt um 4 milljónir en lækka ekki. Hins vegar telja öfugmælaskáldin nýju, að slíkir skattar hafi lækkað um 3 millj. króna en ekkert hækkað. Með tilvísun til þess hve rekstrarkostnaður bankanna er hár og að skattheimta þeirra er enn hærri, því að þeir græða milljónir eða milljónatugi á ári, þá verður skiljanlegt, að öfug- mælaskáldin vilji færa gjaldaliði til þeirra og segja þann kostnað síðan sparaðan. Auðvitað var hægt fyrir slíka hagyrffinga að spara öll þau gjöld, er Innflutn ingsskrifstofan kostaði -með því að láta bankana greipa þau í heild, eins og þeir gerðu á fyrstu árum haftanna. Um slíkan sparn að er líka auðvelt að semja yfir lit Ifyrirfram og fá þær niffur- stöður sem æskilegar þykja á hverjum tíma, eins og viðskipta málaráð-herra gerði á miðju ári 1960 fyrir árið 1961. Reikningar gjaldeyrisbank- anna fyrir árið 1961 lig?ja enn ekki fyrir, en falið er, o3 starfsmannaf jölqun [jeirra frá ársbyrjun 1960, að Inn- flutningsskrifstofan hæfti störfum, náigist eitt hundrað að tölu, sem þýðir háft í milijónatug í greidduro ía;;n- um. Hvað er hæf» > Js-'aí;?;? Áð dómi öfugmælaská-'dv'na kostar slíkt jx* sénnúcftá » neitf. , Til samanburð.ir itiá jaess, að viíj ínMfiyfr.irgs- skrjfstofuns imr.y snnín vlK (/'íairh. a l£\ oíffú: wrmntiiwri" •~'rn’t«ii<rm»f|irnr T í M I N N, laugardaginn 28. apríl 1962. 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.