Tíminn - 28.04.1962, Blaðsíða 9

Tíminn - 28.04.1962, Blaðsíða 9
Rætt við Þórarin Kr. Eldjárn á Tjörn í Svarfaðardai Þórarinn Kr. Eldjárn. Þó að ég hefði aldrei séð Þórarin Kr. Eldjárn, bónda á Tjörn í Svarfaðardal, fannst mér ég þekkja hann vel, þegar ég settist andspænis honum í því skyni að eiga við hann stutt spjall um landsins gögn og nauðsynjar. Eg hafði ærið oft heyrt Þórarins getið fyrr og síðar. Þeir, sem kunnugir voru í Svarfaðardal, báru fregnir af honum sem góðum ræktunar- bónda, sveitarhöfðingja, og val menni. í héraðsmálum Eyfirð inga birtist hann sem gáfaður félagshyggjumaður, er lagði ætíg gott til mála af óvenju- legri framsýni og var ærið oft til kvaddur, enda þykja mál jafnan í góðum höndum, þar sem forystu hans nýtur við. En hann sótti ekki eftir manna forráðum, og þurfti jafnan nokkuð fast eftir að sækja. f samvinnumálum er þáttur hans að líkindum mestur, og hann hefur verið formaður Kaupfél ags Eyfirðinga langa hríð, en kannske lýsir það honum bezt, að fyrir fáum árum neit- aði hann með öllu að halda - áfram formennsku félagsins, þótt eindregið og fast væri eftir leitað og hann enn í bezta fjöri til þeirra starfa. Hann taldi það svo ríka skyldu sína að sitja ekki með þeim hætti yfir hlut yngri manna. Svo heiil er maðurinn. Það er raunar töluvert langt um liðið síðan þetta spjall okkar fór fram, er Þórarinn var staddur hér í Reykjavik, en atvik eru til þess, að dreg- izt hefur úr hófi fyrir mér að setja það á blað. Þórarinn var heldur tregur til samtalsins, sagðist fátt hafa að segja, sem erindi ætti til annarra. Samt greiddist úr þessu þegar við gleymdum því, að við vorum að tala saman í blað. — Þú ert fæddur á Tjörn, Þórarinn? — Já faðir minn bjó þar og þjónaði Tjarnarprestakalli í Svarfaðardal. — Hvenær tókstu við búi á Tjörn? — Þag var 1913, og keypti svo jörðina 1916, því ag þá hætti hún að vera prestssetur, er faðir minn sagði af sér prestskap það ár. — Er Tjörn vildisjörð? — Já, það er hún ag ýmsu lyti. En hún var allerfið. Tún ig nokkuð stórt en kargaþýft. Faðir minn var byrjaður að slétta með gamla laginu, en þag var seinlegt eins og við vitum. Nú er auðvitað löngu búið að slétta gamla túnið, og svo tók nýræktin við. — Og er hún orðin nrikil? — Allmikil eins og á öðrum jörðuin. Neðan túns á Tjörn eru blautar mýrar og voru tor færar, en fram meg Svarfaðar dalsá eru víðáttumiklar þurrar engjar. Fyrsta átak mitt á jörðinni var að byggja akfær- an veg yfir blautu engjarnar Þetta gjörbreytti jörðinni og er sú bezta jarðabót, sem hún hefur hlotið. Lítig eitt hefur enn verið ræktag af þessum bakkaengjum, sem liggja fjær enda mikig ræktanlegt uppþurrkað land óbrotið nær. Það er freistandi í þessu sambandi — að geta um landa- eða engjaskipti á hinu þurra landi fram með Svarfað ardalsá. Þetta er engjaflæmi en skiptist á milli tveggja jarða, Tjarnar og Grundar — og þó miklu meira til Grundar — en milli þessara tveggja liggja, nokkrar jarðir með mjög takmarkað land. Eigin- lega^ eru þetta furðuleg land- skipti og að því er virðist ekki sem sanngjörnust. — Hv.ag bjóstu lengi? — Hjörtur sonur minn tók við meginhluta jarðar og bús 1950, en ég hafði þó horn meðan kona mín lifði. — Og það hefur verið mikið um framfarir og ræktun í daln um? — Já, bændurnir eru dug- legir, þeir hafa ekki legig á liði sínu. Svarfaðardalur er mjög þéttbýll, enda er dal- botninn frjósamur. Þar standa bæir svo þétt, að varla er unnt að skipta jörðum til nýbýla stofnunar, og ég tel meira að segja ekki ólíklegt, ag svo geti farið, ag menn telji nauðsy.i legt að leggja jarðir saman sums staðar, til þess að unnt sé að stækka búin eins og þarf. Á sumum jörðum er búið að rækta svo að segja allt, sem unnt er. Margar jarðir þola þó meiri bú, en beitarland er yfir leitt af skornum skammti í heimahögum. Sveitin er mjög vel fallin til kúabúskapar, grös ug en snjóþung. Menn eru nú byrjaðir að beita kúm á rækt- að land. — En byggðin í fr.amdölun- um — hún hefur gisnað, er það ekki? — Jú, þar hefur byggðin dregizt saman, en þó ekki með neinum hraða. Nokkrir bæir hafa farið í eyði í Skíðadal, en þó eru eftir þar átta bæir í byggð. í vestari dalnum Svarfaðardal hefur engin jörð enn farið í eyði. — Hvað segirðu um árferði og afkomu í ár? — Við töldum síðastliðið sumar með hinum erfiðustu og veðráttu mjög óhagstæða. Sólskinsleysi var mikið og hey skapurinn heldur rýr. Kal var í túnum eftir snjóléttan vetur með miklum svellalögum. En bændur áttu miklar fyrningar frá betri sumrum — annars hefði orðið ag fækka á fóðr- um. Veturinn hefur verið mis- viðrasamur, en ég held að nægar heybirgðir séu í sveit- inni, þótt nokkrir bændur kunni að þurfa aðstoð. Haust ið var gott, október og nóv- ember meira að segja óvenju- lega góðir, en hert hefur að eftir því sem á vetur leið. — Mikið um framkvæmdir núna? — Nei, þar hefur nú hlé á orðið. Bændur hófu yfirleitt ekki nýjar byggingar í fyrra, vélakaup og aðrar framkvæmd ir drógust saman. Menn telja ekki unnt að fást við slíkt. eins og nú er að búið. Er þó slíkur samdráttur harla hættu legur, því ag afraksturinn var ekki of mikill fyrir, og ef bú- in geta ekki haldið áfram að stækka, stórversnar hagur bænda. — En það er víðást allvel hyggt í Svarfaðardal? — Já, þar eru yfirleitt góð hús, en mörg þeirra ekki al- veg ný. Eins og kunnugt er, urðu miklir jarðskjálftar á þessu svæði 1934. Þá hrundu og skemmdust hús manna. Á allmörgum jörðum varð ekki komizt hjá því að byggja upp aftur, _en geta manna ekki mik il í lok kreppunnar, Fólk á jarðskjálftasvæðinu fékk nokkra opinbera hjálp til bygginga, að ógleymdu gjafa- fé er barst víða ag og verður ekki fullþakkað. Þetta varð til hagsbóta, því að þá var byggt upp á bæjunum, sem jarð skjálftinn hafði leikið verst. Húsin eru að vísu minni en nú tíðkast að byggja, því að menn voru ekki eins stórir í byggingasniðum í þá daga. En húsin voru ódýr, en traustlega byggð. Þetta var fyrir helztu verðhækkanirnar, og bygginga skuldir vegna íbúðarhúsanna hafa því ekki hvílt mjög þungt á mönnum almennt. — Dalvík vex og blómstrar undir handarja'ðri ykkar? — Já, Dalvík er fallegt og myndarlegt kauptún, sem vex eðlilega og fer saman fólks- fjölgun og vöxtur atvinnuvega. Útgerðin er rekin af myndar- skap og atvinna oftast næg. Þegar hreppnum var skipt og Dalvík varð sjálfstætt hrepps félag, skeði þag allt með mik- illi vinsemd á báða bóga, og þetta góða sambýli sveitar og kauptúns hefur haldizt og er þar góð samvinna á milli um marga hluti en enginn rígur i stjórnarmálefnum. Dalvík varð fyrir nokkru áfalli eins og fleiri verstöðvar í aftakaveðr- inu sl. haust og skemmdust hafn armannvirki töluvert og verður ekki komizt hjá kostnaðarsöm um endurbótum. Vig vonum þó, að þetta kippi ekki á neinn hátt úr viðgangi útgerðarinnar á Dalvík. Þar eru miklir og góðir sjósóknarar, sem skila sínu í þjóðarbúið og vel það. — Hyggig þig gott *il Múla- vegarins? — Já, vissulega, við teljum hann mjög mikiis virði og hyggjum gott til auðveldari samgangna og þar af leiðandi nánari skipta við Ólafsfirð- inga. Ólafsfirðingar hafa verið í kreppu af náttúrunnar hendi en þar er blómlegur bær, at hafnalíf gott og afar dugmikið fólk. Ólafsfirðingar eiga sann arlega skilið að komast í betra vegasamband og mætti þjóðar heildin meira til þess leggja. — Félagslíf mikið og gott í Svarfaðardal? — Já, það má segja það. Svarfdælingar hafa alltaf ver ið og eru félagslyndir menn, og byggðin allvel sett til þess að hafa nokkurt félagslíf. En núna vantar okkur hús — fé lagsheimili. — Við Svarfdælingar höfum nú byggt heimavistarbarnaskóla- hús, en eftir er þó að byggja leikfimishús og jafnframt hef ur komið í ljós, að í einu og öðru hefur arkitektinn ekki ætlað rúm fyrir ýmislegt, sem slíku húsi verður að teljast nauðsynlegt, t.d. íbúð fyrir tvo kennara, er séu fjöl skyldumenn, _ geymslu fyrir matvæli o. fl. Úr þessu er nauð syn ag bæta sem fyrst, meðal annars vegna þess, að vig skó) anri er nú bætt unglingadeild og er þá að sjálfsögðu þörf fyrir meira húsrými. Eg, sem tel mig hafa nokkra reynslu í fræðslumálum sveitanna, eftir að hafa starfað ag barna- kennslu í rúman hálfan fimmta tug ára, er fullljóst, að eina viðunandi fyrirkomulagið fyrir dreifbýlið eru heimavist arskólar, en þeir þurfa að vera byggðir fyrir svo stórt svæði að öruggt sé að barna- fjöldi, er skólann sækir sé svo stór, að nægi samkvæmt nú- verandi fræðslulögum fyrir tvo kennara. Einum kennara í heimavistarskóla er ofraun að leysa af hendi svo vinnufrekt starf. Þeir hreppar, sem enn eiga eftir ag reisa slík hús, ættu ag nota sér til hagsbóta í þessum efnum þá reynslu, sem fengin er, og slá sér sam an um einn stærri skóla. Eg vil jafnframt taka fram og benda á, að ég ætla að rétt muni að hverfa að því ráði að ganga undir fræðslulögin að fullu eins og nú gerist í bæj- unum og halda kennslunni á- fram til 15 ára aldursins. Þeir siem hyggja á langskólanám, halda þá áfram ag búa sig und ir landspróf. Við Svarfdælingar höfum tekig upp þetta fyrirkomulag og mun það vera fyrsta skóla- kerfi í sveit, er svo starfar. Unglingarnir skiptast í eldri og yngri deild og njóta kennslu — hver deild í hálfan mánuð í senn, hinn hálfa mánuðinn lésa þeir heima. Full reynsla er ekki fengin af þessu enn, en allt bendir til að hún verði góð. Meg þessu fyrirkomulagi, ef tekst, er enginn smávægi- legur vandi leystur, bæði frá fjárhagslegu sjónarmiði séð, en þó einkum að því er ungl ingana sjálfa snertir, sem verða ag öðrum kosti að hverfa heiman að, á viðkvæmasta ævi skeiði, forsjárlítil út í viðsjál an heim. Eg þykist vita, að þú teljir þetta raus hliðarhopp frá spurningu þinni, en ástæðan fyrir því ag mér varð svo tíð- rætt um skólamálin í samband; vig byggingu félagsheimilis, er sú, að bæði skólamálin og félagsmálin krefjast á sama tíma húsnæðislegra umbóta, en hvort tveggja kostar offjár Framhald á 15 síðu T í M I N N, laugardaginn 28. apríl 1962. 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.