Tíminn - 28.04.1962, Blaðsíða 3
BORGARASTYRJOLD
SKOLLIN Á í ÍRAK
v -J-<r ' : ::Æ
OMeppt^' / W6sui ...
'■* KirkukO T Teh€ranO
iHMtfli
Kort þetta sýnlr, hvar svæði Kúrdanna er. Aðeins lítill hluti þeirra, rúm
miljón, býr Innan landamæra írak, en þelr eru þeirra herskáastir. Hinu
sinni, á tímum krossferðanna, voru Kúrdar ein voldugasta þjóð Vestur-Asíu
Bagdad, 27. apríl.
Borgarastyrjöld er skollin á
f írak. Kúrda-þjóðflokkurinn í
nyrzta hluta landsins hefur
gert uppreisn gegn einræðis-
stjórn Kassems í Bagdad.Kúrd-
arnir hafa oft áður verið íraks-
stjórn erfiðir, en aldrei áður
hefur ástandið verið jafn tví-
sýnt og nú.
Hermenn og borgarar í írak hafa
fallið hundruðum saman. Yfir 100
þorp hafa verið jöfnuð við jörðu
með loftárásum, ránum og íkveikj-
um. Kúrdarnir hafa nú náð yfirráð-
um á stórum svæðum í nyrzta
hluta landsins, norður af borginni
Mosul og að fjallgörðunum við
landamæri íraks, Tyrklands og
íran.
íraksstjórn heldur þessari styrj-
öld algerlega leyndi, en erlendir
fréttamenn á þessum slóðum hafa
komizt að því, að bardagar hafa
staðið' yfir mest ailan aprílmánuð.
Fyrst beittu Kúrdarnir aðallega
skæruhernaði í fjöllunum, þar sem
þeir þekkja hvern krók og kima,
svo að herir stjórnarinnar biðu
hvað eftir annað ósigur.
Liðhlaupar
Nú síðustu dagana hafa Kúrd-
arnir fært sig upp á skaftið og
meðal annars sigrað stjórnarher-
deild í opinni orustu. Að'staða
Kassems forsætisráðherra er enn
verri fyrir það, að uppistaða hers-
ins eru einmitt hinir herskáu Kúrd
Kaupstefna í Poznan
Hinn 10. júní n.k. hefst alþjóð
leg kaupstefna í Póznan í Pól-
landi. Þetta verður 31. kaupstefn-
an, sem þarna er haldin, en í
fyrra tóku 57 lönd þátt í henni.
Sýningarsvæðið, sem kaupstefn
an nær yfir er 70 þúsund fer-
metrar. Nýr sýningarsalur 3.350
fermetrar að flatarmáli, hefur ver
ið reistur og auk þess tveir aðrir
sýningarskálar, sem eru 1000 fer
metrar að flatarmáli.
Tala þeirra, sem sýna vörur á
þessari kaupstefnu, skiptir þús-
undum og erlendar vörur þekja
yfir 50% alls sýningarsvæðisins.
Á undanförnum árum hafa menn
frá Öllum hinna fimm heimsálfa
átt vörur á kaupstefnunni, og
mun svo einnig verða í ár
Kaupstefnan í Poznan mun
standa yfir frá 10 til 24. júní og
veitir Kaupstefnan í Reykjavík
allar upplýsingar um hana.
KJÖRSKRÁ
Kjörskrá sú, sem gild-
ir við borgarstjórnar-
kosningarnar, liggur
frammi í skrifstofu B-
listans í Tjarnargötu 26.
Athugið strax hvort þér
eruð á kjörskrá. Símar
skrifstofunnar eru 15564,
24197, 12942 og 24758.
ar. Þeir gerast svo liðhlaupar, þeg-
ar á að beita þeim gegn þeirra
eigin þjóðflokki.
Bylting í hernum?
Þetta ástand hefur valdið mikilli
óánægju í hernum, svo að þessa
dagana er stöðugt á kreiki orðróm-
ur í Bagdad um, að viss öfl í hern-
um séu á fremsta hlunn með að
bylta Kassem úr sessi.
Kúrdistan
Kúrdarnir eru hálfgerðir hjarð-
menn, sem lifa í fjöllunum í landa-
mærahéruðum fraks, Tyrklands,
Sovétríkjanna og Iran. Þeir hafa
löngum viljað stofna sérstakt ríki
fyrir sig — Kúrdistan, sem fái
sneiðar frá þeim ríkjum, sem
þarna eru fyrir. Þeir eru stöðug
óróaöfl í þessum ríkjum, en mest
í írak, þar sem þeir hafa nú gert
hreina uppreisn.
„IHinn rauði Mullah"
Leiðtogi þeirra er Mullah Must-
afa Barzani, „hinn rauði mullah“,
sem er menntaður í Sovétríkjun-
um. Hann hefur lýst yfir stofnun
sjálfstæðs rikis undir nafninu
Kúrdistan og snúið sér til stór-
veldanna og Sameinuðu þjóðanna
með hjálparbeiðni. Ekki er vitað,
TELEX ÞJÚN-
USTA OPNUÐ
Mánudaginn 30. apríl 1962 kl.
13.00 verður opnuð telexþjónusta
milli íslands og útlanda, svo og
innanlands.
Þessi nýja þjónusta er í því fólg
in, að notendur geta með fjarrita-
tækjum hjá sér skrifazt á við aðra
slíka notendur nærri því hvar sem
er í heiminum, en þeir eru senni-
lega nærri 50.000 að tölu. Hefur
póst- og símamálastjórnin undan-
farið samið um slík viðskipti við
flest lönd Evrópu og ýms lönd ut-
an Evrópu.
Fyrir utan stofngjald (kr. 10.
000 í eitt skipti) og leigu tækjanna
(kr. 16.000 á ári), greiða notendur
viðskiptagjald miðað við þriggja
mínútna ftotkun o.g síðan fyrir
hverja mínútu fram yfir eins og
tíðkast við símtalaafgreiðslu við
útlönd. Þetta viðskiptagjald er né-
lægt 60% af símtalagjaldinu, eða
t.d. fyrir 3 mín. kr. 93.00 til Bret-
lands, kr. 120 til Norðurlanda, kr.
111.00 til Þýzkalands. Á 3 mínút-
um má fjarrita (vélrita) 100—200
orð, og svarar því til aðeins brots
af gjaldinu fyrir hvert orð í venju-
legu símskeyti.
Þessi þjónusta er því ætluð fyr-
ir þá, sem hafa mikil skeytavið-
skipti, og við aðra aðila, sem einn-
ig eru telex-notendur. Geta þeir
ekki aðeins með þessu móti lækk-
að símskeytakostnað sinn verulega
heldur einnig sparað sendingu
með skeyti niður á símstöð, feng-
ið samband mjög fljótlega og svar
um hæl. Þessi þjónusta hefur auk-
izt ákaflega ört. í öðrum londum.
Þegar hafa 14 umsækjendur hér
óskað að verða telex-notendur og
eru nokkrir þeirra þegar komnir
í samband við skiptiborð á ritsím-
anum í Reykjavík, sem sett hefur
verið upp í þessu skyni, og tekur
20 notendur.
hversu hlynntir Kúrdarnir eru
Sovétríkjunum, en þeir hafa ekki
enn gert neitt á hluta þeirra vest-
rænu manna, sem eru á þessum
slóðum í stjórnmálaerindum eða í
verkfræðilegum crindum.
Viðbótin komin
Út er kominn símaskrárviðbætir
fyrir Reykjavík, Kópavog og
Hafnarfjörð 1962. I skránni eru
nöfn nýrra símnotenda og rétt-
hafa eldri númera, en engin auka
nöfn.
Nauðsynlegt þótti að gefa út
þessa au'kaskrá vegna stækkunar
sjálfvirku stöðvanna í Reykjavík
og Hafnarfirði og margra breyt-
inga, sem orðig hafa á númerum
símnotenda frá því að seinasta
símaskrá kom út fyrir tæpu ári.
Aukaskráin er 119 blaðsíður í
sama broti og símaskráin 1961.
Prentsmiðjan Leiftur sá um
prentun. Bókband annaðist Félags
bókbandið h.f.
Játuðu rán
(Framhald af 1. síðu).
skildist, að maðurinn gæti ekki
opnaS húsið og vildu hjálpa hon-
um við það. Maðurinn virtisf þó
ekki kæra sig um hjálplna og
reyndi að stjaka piltunupi burtu,
en þeir tóku lykiana og opnuðu
dyrnar. Þá sáu þeir lykil að
Volkswagenbíl á kippunni, og
jafnframi tóku þelr eftir svoleið
is bil á stæðlnu 'iandan götunnar.
Piltarnlr tóku lyklana með sér
vestur á Öldugötu, en höfðu þar
skamma viðdvöl og gerðu ekki
vart við sig. Þegar þeir Komu
aftur á Grjótagötuna, sáu þeir á
fætur mannsins út í dyrnar, en
hann lá á ganginum. Annar pilf-
anna segir þá við hinn, hvort ná-
unginn mundi ekki hafa ein.
hverja seðla, og taldl h nn rétt
að athuga það. Þeir tóku svo
veskið úr innri jakkavasá Stef-
áns. Piltarnir fullyrða, at Seir
hafi ekki séð blóö á honum, en
þeir fóru svo í bílinn og létu
hann renna nlður í Aðalstræti.
Bíllinn fór ekki í gang, en pilt
arnir fengu stráka af götunni til
að ýta honum suður Aðalstræti
og austur Kirkjustræti. Þar tók
bíllinn við sér, en drap á sér aft.
ur. Þeir létu svo ýta fram meö
Þeir hófu uppreisnina með vopn-
um frá frændum sínum í nágranna-
löndunum, íran og Tyrklandi, en
eru nú vel birgir af vopnum, sem
þeir hafa komizt yfir frá stjórnar-
hernum sjálfum.
Símstöðinní og Sjálfstæðishúsinu,
en skiidu bílinn eftir í Vallar-
stræti. Dóttir Stefáns sá bílinn
þar daginn eftir.
Piitarnir telja sig hafa fengið
1200 krónur hvorn úr veskinu.
Þeir voru búnlr að selja fimm
minnstu ávísanirnar; þar af hafa
tvær komið fram, að upphæð
samtals rúmlega 1000 kr. Htnar
eru nú komnar í vörslu lögregl-
unnar. ./
Svo virðist sem Stefán hafi
farið út á tröppurnar eftir að
piitarnlr fóru og dottið aftur af
þeim á þakgluggagrind, sem lá
þar á jörðinni, falsið upp, um
60 cm frá tröppunum. Brúnin á
grindinni var hvöss og sörguð. Á
henni fann rannsóknariögreglan
hár, blóðstorku og skinntætlur.
Utar, fram með tröppunum, var
storkinn blóðpollur og uppsala.
Gluggagrindin bar með sér, að
hún hafði legiö þarna lengi og
var farin að gróa í jörð. Það er
þvf sannað, að Stefán hefur dott-
ið á hana, og lögreglan telur, að
plltarnir hafi ekki orðlð þess vald
andi.
Rannsóknarlögreglan hefvr
unnið miklð í þessu máli; þar
hafa marglr lagt hönd á plóo' j,
en blaðið telur sér kunnugt, að
Leifur Jónsson, lögreglumaður,
hafi borið hitann og þungann af
verklnu.
FéSksfsölgun cs: sfóriSsa
(Framhald af 16. síðu).
starfsaldri, sem verður talsvert
meiri á næstu árum, en hún var á
s.l. áratug".
Til þess að ná slíkum vexti verð-
ur ný starfsemi að koma til, er
selji afurðir sínar eða þjónustu
fyrst og fremst á erlendum mark-
aði. Útflutningsiðnaður á grund-
velli ódýrrar raforku er ein þeirra
hugsanlegu leiða, er fara mætti til
að leysa þau vandamál, sem ís-
lenzkur þjóðarbúskapur stendur nú
frammi fyrir.
í sambandi við hugsanlega fram-
leiðsluaukningu sjávarútvegsins á
næstu árum, sagði Jónas í erindi
sínu um áhrif stórið'ju á þjóðarbú-
skapinn, að vöxtur íslenzka sjáv-
arútvegsins yrði að byggjast enn
meira á því framvegis en hingað
til að vinna sem mest úr því hrá-
efni, sem á land berst, og auka jafn
framt sem mest gæði þessa hrá-
efnis. Vegna aðstæðna hér má ekki
gera ráð fyrir, að framleiðsla sjáv-
arútvegsins, fiskveiða og fisk-
vinnslu, aukist samanlagt um
meira en 4,5% árlega að meðaltali
á næstu árum eða heldur meira en
árin 1955—60. Þessi aukning
myndi þó ekki geta átt sér stað
nema verulegur vöxtur yrði á nið-
ursuðu- og niðurlagningariðnaði.
Síðan bendir Jónas á þá hugsan-
legu leið að reisa á næstu fjórum
árum 155MW orkuver og 40.000
tonna alúminíumverksmiðju, er
nota mundi um 56% þeirrar nýtan-
legu orku, sem orkuverið fram-
leiddi, en afgangurinn færi til ann-
arra nota. Síðan segir;
„Ahrif stóriðju á þjóðarbúskap-
inn eru fyrst og fremst fólgin í
áhrifum hennar á vinnumarkaðinn
og á launatekjur. Enda þótt rekst-
ur alúmíníumverksmiðju krefjist
ekki mikils mannafla, þá hefur þó
rekstur slíkrar verksmiðju og fram
kvæmdir við byggingu hennar og
orkuversins töluverð áhrif á vinnu-
markaðinn. Við byggingu orkuvers-
ins mundu starfa 425 manns í 4 ár.
Þar sem alúmíníumverksmiðjan
myndi ekki nota nema 56% af
þeirri orku, sem orkuverið fram-
leiddi, er þó ekki hægt að telja, að
starf meira en 240 þessara manna
standi í beinu sambandi við stór-
iðjuna. Við byggingu alúmíníum-
verksmiðjunnar sjálfrar myndu
starfa um 600 manns í 2 ár. Við
byggingarframkvæmdir störfuðu
því að meðaltali 540 manns, ef þær
framkvæmdir dreifðust yfir fjög-
urra ára tímabil. Rekstur alúmíní-
umverksmiðjunnar og orkuversins
myndi svo krefjast 460 manna, þeg-
ar sá rekstur væri hafinn.
Auk þeirra launatekna, sem
bygging og starfræksla orkuvers
og alúmíníumverksmiðju mundi
skapa, mundi um margs konar önn-
ur áhrif á þjóðartekjurnar verða
að ræða. Þessi áhrif myndu verða
fólgin í kaupum verksmiðjunnar á
vörum og þjónustu af öðrum ís-
lenzkum atvinnugreinum, greiðslu
skatta til ríkis og sveitaifélaga,
vöxtum af framlagi íslendinga til
orkuversins, ágóð'a af rekstri orku-
versins og síðast en ekki sízt lækk-
un rafmagnsverðs til annarra not-
enda, sem mundi leiða af því,
hversu miklu hagkvæmari svo
stór virkjun er en þær virkjanir,
sem ella myndi verða ráðist í. Ekki
er hægt að segja um það með
neinni vissu, hve miklar upphæðir
hér gæti verið um áð ræða. Ekki er
heldur hægt að segja fyrir um það,
hvaða iðnrekstur af öðiu tagi smátt
og smátt kynni að sigla í kjölfar
alúmíníumframleiðslunnar.
A grundvelli þeirra upplýsinga,
sem nú liggja fyrir, má þó telja
sennilegt, að hrein viðbót við þjóð-
artekjurnar vegna aukinna launa-
tekna og þeirra atriða annarra,
sem nefnd eru hér að framan,
myndu nema rúmlega 500 m. kr.
á fimm ára tímabilinu 1963—1967
og um 1.250 m.kr. á tímabilinu
1968—1972. Þessi viðbót myndi
vera nægilega mikil til þess að
auka árlegan meðalvöxt þjóðar-
framleiðslunnar á þessum tveimur
tímabilum úr rúmlega 4% i 5%.
Jafnframt mundi útflutningur
vöru og þjónustu aukast úr rúm-
lega 4% í 7%. Til þess að ná svip-
uðum áhrifum á vöxt þjóð'arfram-
leiðslunnar, þyrfti framleiðsla
sjávarútvegsins, þ. e. bæði fisk-
veiða og vinnslu, að aukast um
rúmlega 7% á ári í stað 4,5%, eins
og gert var ráð fyrir hér að fram-
an. Sami árangur næðist einnig
með því, að framleiðsla iðnaðar-
vöru fyrir innlendan markað ykist
um 9% árlega í stað 5%, eins og
gert var ráð fyrir hér að framan.
Svo mikil aukning þessara tveggja
atvinnugreina verður að teljast útj
lokuð af þeim .ástæðum sem áður
eru raktar.“
T I M I N N, laugardaginn 28. apríl 1962.
3