Tíminn - 28.04.1962, Síða 8

Tíminn - 28.04.1962, Síða 8
 Efst tll vinstri s|áiS þiS Noru og Edvin Laine, leikstjóra, athuga eina af styttum Ásmundar Sveinssonar, fyrir utan hús listamannsins í Sigtúnt. Nora hefur mikinn áhuga á myndatökum, og á næstu mynd fyrir neSan er hún aS taka mynd af leikstjóranum sínum. ViS hliS hennar er SigurSur Magnússon, fulltrúi hjá LoftleiSum. Á ferS sfnni um bæinn fékk Nora aS koma inn í Melaskólann og heimsóttl hún þar elnn 12-ára bekkinn. Hér til vinstri stendur hún viS hliS Þórunnar Kristjánsdóttur. Á myndinni hérna beint fyrir ofan sjáiS þiS Noru fyrir utan ÞjóSleik- húslS, en þangaS fór hún á fimmtudagskvöldiS til þess aS sjá My Fair Lady, og f hléinu ræddi hún m.a. viS EIizu, öðru nafni Völu Kristjánsson. T í M I N N, laugardaginn 28. apríl 1962. FINNSKA STJARNAN ég var pínulítil hef ég verið að leika í leikritum heima hjá mér með systrum mínum, við bara búum þau til sjálfar jafn óðum. Nora á tvær systur, önnur þeirra er 18 ára og hin 15. Þær hefðu nú gjarnan vilj- að koma með mér í þessa ferð, en þær eru í skólanum, bætti hún við. Lærði fingramál Æfingar á leiknum, sem á íslenzku mun nefnast Undrið, hufust — og það var ekkert erfitt — ekki eftir að ég hafði lært, hvernig átti að gera þetta, sagði Nora. Og Sirkku tjáði okkur, að Nora hefði verið mjög fljót að læra fingramálið og sömuleiðis hlutverkið, enda hefði hún stórkostlegt minni. Hún myndi alla skapaða hluti, hvað lítilfjörlegir, sem þeir væru. — Hún er líka mjög dugleg í skólanum, þrátt fyrir hvað hún hefur mikið að gera. T.d. fékk hún 8,6 í aðaleinkunn á síðasta prófi. Ekki Iík þeirri ensku Við spurðum Noru, hvort hún hefði séð Undrið nokkurs staðar, áður en hún fór sjálf að leika í því í Telsingfors, og hún kvaðst hafa séð það í Eng landi í fyrrasumar. — Sú, sem lék Hellen þar, er með sítt hár, alveg niður í mitti- Hún lék mjög vel. — Er hún nokkuð lík þér? — Ne-ei. Nora er sjálf njeð sítt, dökkt hár, þótt það nái ekki niður í mitti. Augun eru mógrá, og horfa full athygli allt í kringum sig. Augnabrún- irnar eru langar og dökkar, og það má greinilega sjá, að hún er af indversku bergi brotin, þrátt fyrir það, að hörundið er ekki dökkt. Sorg og sigur, Móðir Noru hafði tekið sér stutt frí til þess að geta verið viðstödd frumsýninguna ’á Undrinu í október í fyrra. Allt var tilbúið, lokaæfingin hafði gengið vel, og menn voru farn ir að hlakka til að sjá þessa nýju barnastjörnu. En þá kom áfallið. Rétt áður en sýningin hófst, fékk móðirin hjarta- slag. Erfiði undangenginna ára hafði orðið henni ofviða, og nú varð litla stúlkan að fara ein til leikhússins, þar sem hún vann hinn stórkost- lega leiksigur. Frá því fyrsta vann hún allra hjörtu. Flest blöð í Finnlandi hafa birt af henni myndir og haft við hana viðtöl, fyrst vegna leiks- ins í Undrinu, og síðan vegna þess, að hún hefur unnið ann- an stórsigur með leik sínum í kvikmyndinni Hreinskilna stúlkan, þar sem hún fer með aðalhluthverkið Iiris. — Heita vatnið lyktar eins og fúlt egg! Þetta sagði finnska barnastjarnan Nora Haque á fimmtudaginn, þegar við spurðum hana hvernig henni litist á að hafa svona mikið af heitu vatni alls stað- ar eins og við höfum hér á Islandi. Nora Haque kom hingað í boði Loftleiða, en hún er nú á leið til New York. þar sem hún mun einnig dveljast í boði fé- lagsins í eina viku. I fylgd með henni er finnski leikstjór- isn Edvin Laine og auk hans blaðakonan Sirkku Aspelund og ljósmyndarinn Kristian Runeberg, sem bæði vinna við vikublaðið Viikkosanomat í Helsingfors. Finnsk-indversk stjarna Nora litla er 12 ára, og þótt aldurinn sé ekki hár, hefur hún þegar bæði orðið fyrir mikilli sorg og átt miklum sigri að fagna. Leikkonan unga er dóttir finnskrar konu og indversks lögfræðings. Þau hittust í London, felldu hugi saman og gengu í hjónaband. Örlögin réðu því, að frú Haque sneri aftur heim til Finnlands eftir margra ára dvöl í Englandi með þrjár litlar dætur. Hún átti oft í erfiðleikum eftir heimkomuna, en tókst þó að sjá fyrir sér og dætrum sín- um. — Hún var srvo hreinskilin Svo var það í fyrra, að á- kveðið var að taka til sýninga leikritið The Miracle W°rker eftir William Gibson. Leikritið fjallar einkum um Helen Kell- er, blindu og heyrnarlausu stúlkuna, sem af svo miklum dugnaði tókst að læra að tala. Finnska þjóðleikhúsið ætlaði að sýna leikritið, og nú voru góð ráð dýr. Hver átti að leika Hellen sjálfa? Edvin Laine, sem m.a. er frægur fyrir stjórn sína á myndinni Óþekkti hermaður- inn (The Unknown Soldier), ræddi við 300 litlar stúlkur, er allar vildu reyna við hlut verkið. Nora var sú eina, sem til greina kom, sagði hann. Hún er svo hreinskilin, augu hennar eru svo falleg. Hún er eðlileg, glöð og óspillt. En hvers vegna vildi Nora leika Helen Keller? Mig bara lang langaði til þess, sagði hún og hló við, — allt frá því Þessi mikla frægð hefur ekki stigið Noru til höfuðs, hún virðist enn vera lítil, ó- spillt stúlka. sem getur glaðzt yfir litlu, eins og sjá má af því, að eftir að hún kom frá Hveragerði á fimmtudaginn, kom hún með tvo litla steina og sýndi okkur. Steinana hafði hún fundið í ferðinni, og ætlaði nú að hafa þá heim með sér til minningar um heimsóknina. (Framhald á 15. slðu)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.