Tíminn - 20.05.1962, Qupperneq 15

Tíminn - 20.05.1962, Qupperneq 15
Reykjavík - Reykjavík Gamanleikurinn Bör Börssonjr. verður sýndur í ISnó, þriðjudaginn 22. maí kl. 20.30. Aðgöngumiðasala frá kl. 2 sími 13191. Leikfélagið STAKKUR Útboð Tilboð óskast í að byggja fyrsta áfanga Tollvöru- geymslunnar við Héðinsgötu. Útboðslýsing og uppdrættir verða afhentir á teiknistofu Bárðar Daníelssonar, Laugavegi 105, 5. hæð, gegn 500 króna skilatryggingu. Gott framtíðarstarf Vegna stóraukins innflutnings, viljum vér ráða strax ungan, röskan mann til starfa í Bifreiðadeild vorri. Enskukunnátta nauðsynleg. Nánari upplýsingar gefur Starfsmannahald SÍS, Sambandshúsinu. Starfsmannahald SfS. MELAVÖLLUR Reykjavíkurmótið í kvöld (sunnudag) kl. 8,30 keppir Fram — KR Dómari: Baldur Þórðarson. Á morgun (mánudag) kl. 8,30 keppa Þróttur — Víkingur Dómari: Valur Benediktsson. Nú er barizt um efstu og neðstu sætin. Ætterni... Framhald af 7. síSu. fylgis í sinn hóp. Sama hefur fé- lag yngri manna, sem þátt tekur í þessari hreyfingu, gert og sömu lciðis blöð Þjóðernishreyfingar innar, íslenzk endurreisn og Þórshamar. Tel ég mér og okkur öllum Sjálfstæðismönnum ljúft og skylt að þakka stuðning þenn- an, sem sýnir það, að Þjóðernis hreyfingin hefur ekki misst sjón ar á því aðalmarki sínu að berj- ast á móti rauðu flokkunum, kommúnistum, krötum og Tíma- bolsum“. í framhaldi greinar Jóns er svo tekið fram, að sérstakur listi, sem studdur sé af vissum mönn- um úr félagsskapnum Þjgðemis- hreyfing íslendinga, sé aðeins sprengilisti og eigi allir sannir þjóð'ernissinnar og Sjálfstæðis- menn að kjósa C-Iistann. Innlimun nazista í S]áifsiæ$(sflokkinn Endalok Þjóðernishreyfingar Is lendinga urðu þau, að hún rann alveg inn í Sjálfstæðisflokkinn og sú varð einnig raunin með það brot, sem klauf sig úr henni í bæjarstjómarkosningunum 1934 og hélt uppi sjálfstæðri starf- semi nokkur næstu árin. Aðal- mennirnir þar voru Guttormur Erlendsson og Birgir Kjaran, sem nú eru nánustu sálufélagar Bjama Benediktssonar. Þessi samrumi nazista við Sjálf stæðisflokkinn var heldur ekki óeðlilegur, því að flokkurinn tók upp nazistísk vinnubrögð í sívax- andi mæli á þessum árum. Hitlersdýrkunin var mjög áber- andi og gat Mbl. t. d. ekki dulið fögnuð sinn, er Hitler hafði inn- limað Tékkóslóvakíu og Pólland. Það gerðist og á þessum árum, að Sjálfstæðisflokkurinn stofnaði sérstakan flokksher, sem kallað var fánalið og gekk í einkennis- skyrtum að sið stormsveita Hitl- ers. Þá voru stofnuð málfundafé- lög Sjálfstæðisverkamanna að nazistasið, höfð sérstök hátíða- höld 1. maí að þýzkum nazista- sið, og tekið upp ránsfuglsmerk- ið. einnig eftir þýzkri fyrirmynd. Á þessum árum eða nánara tiltekið á árinu 1937, var fyrst notuð lygasagan um þjóðfylkingu Framsóknarmanna og kommún- ista og hún höfð fyrir aðaluppi- stöðu í kosningaáróðri Sjálfstæð- isflokksins þá. Ætterni hennar var auðvelt að rekja, því að hér var um nákvæmlega sama áróð- urinn að ræða og Hitler beitti gegn öllum lýðræðissinnuðum andstæðingum sínum. Þessari lygasögu hefur svo jafnan verið beitt meira og minna síðan. Það sýnir, að núverandi foringjar Sjálfstæðisflokksins hafa engu gleymt af því, sem þeir lærð'u af Hitler á velmektar árum hans. Þess sjást vissulega dæmi á margan hátt annan. Með því að rifja upp ætterni þessarar margendurteknu lygasögu geta menn vissulega fengið gleggri skilning á ýmsum markmiðum og starfsháttum Sjálfstæðisflokksins og núverandi foringja hans. Þar sem þeir ráða.... (Framhald af 1. síðu). ríkisstjórnarinnar og hennar einnar, að vélsmiðjurnar eru auðar og hljóðar. t Þessar gerræðisráðstafanir ríkisstjórnarinnar valda blöskrun landsmanna, og það er orðin hávær krafa, að ríkisstjórnin hætti að banna lausn járnsmiðaverkfallsins og vinni í þess stað að jákvæðri lausn þess. ^ Svona er ástatt, þar sem afturhaldsstjórnin kemur vilja sínum fram. Þar virðist ekki horft í að stöðva hvaða lífæð atvinnurekstrar landsmanna sem er, til þess að koma fram þvingun til kjaraskerðingar. Þetta er einmitt andi og blóð þeirrar ríkisstjórnar, sem nú situr. $ En síðustu daga hafa gerzt glögg dæmi um það, að öðruvísl er hægt að vinna að þessum málum. Þar sem viðhorf samvinnumanna og verkalýðsfélaganna ná saman til úrlausnar, er fundin sanngjöm lausn. Þar getur ríkisstjórnin ekki heldur haldið liði sínu í stöðvunarherferð- inni, og atvinnurekendur semja almennt. En þar sem stjórnin kemur vilja sínum fram, er einskis svifizt til forhertrar afturhaldsstöðvunar. Þjóðin fordæmir þessi vinnubrögð stjórnarvalda landsins. ^ Það er svívirðing við hina dugmiklu íbúa höfuðborgarinnar, að þá daga, sem þeir ganga til kosninga um stjórn borgar sinnar, skuli ríkisstjórnin bjóða þeim upp á bundinn togaraflota í höfn og hverja einustu vélsmiðju og járiismiðju starfslausa. Danir gefa (Framhald af 16. síðu). mælingamenn að mælingunum um þetta leyti. Mælingarnar lágu síðan niðri fram til ársins 1919, þá voru þær aftur teknar upp og unnið við þær í eitt ár, en lágu svo algjör- lega niðri fram til ársins 1930. Það ár lét Geodætisk Institut hefja mælingar að nýju og lauk þeim árið 1939. Á árunum 1905—1915 gaf herfor ingjaráðið út alls 117 kortblöð af suður- og vesturhluta Islands. Þessi kort voru gerð í mælikv. 1:50 000 og voru þau svo notuð sem grund- völlur fyrir kortum í mælikv. 1:100 000 og eru þau kort 87 að tölu af öllu landinu. Mælingastarf þetta var tvíþætt: annars vegar þríhyrningamælingar og hins vegar kortlagning, sem byggð vaið á 910 grunnpunktum, víðs vegar um landið. Á árunum 1955—1956 var ný og' nákvæmari þríhyrningamæling gerð yfir land- ið. Geodætisk Institut framkvæmdi það verk í samvinnu við Army Map Service í Washington og Land mælingar íslands. Voru þá mældir 136 punktar til viðbótar hinum gömlu og margir þeirra endur- mældir. Kostaði Geodætisk Insti- tut fagmenn og öll mælingatæki og sendi auk þess tvo mótorbáta til flutninga. Að því verki loknu hef- ur Geodætisk Institut framkvæmt alla útreikninga og umreiknað hina gömlu mælingu til hins nýja þrí- hyrningakerfis. Ágúst Böðvarsson forstjóri Land- mælinga íslands sagði í viðtali við blaðamenn, að þessi gjöf væri hin merkasta og hefði mikla menning- arlega þýðingu fyrir Islendinga. Kvað hann Landmælingar Islands myndu byggja kortagerð sína í framtíðinni á þessum punktum, sem Geodætisk Institut hefur fært íslendingum að gjöf. M.a. er nú verið að útbúa jarðfræðikort af landinu, og einnig verða punkt- amir notaðir við kortagerð í sam- bandi við rafvæðingu landsins. VÍÐAVANGUR (Framhald af 2. síðu). flokkurinn fellst á breikkun Suðurgötunnar!! Það eru svo sem ekki tíðindi, þótt fram komi, að Alþýðuflokkurinn ætli að vinna með Sjálfstæðismönn- um í borgarstjórn. Allt síðasta kjörtímabil stóð Alþýðuflokks- maðurinn í meirihlutagrúpp- unni — ellefu gegn fjórum — og þurft'i þó Sjálfstæðisflokkur inn ekkert á honum að halda — og reyndar var nú ekki séð, að Alþýðuflokkurinn þyrfti á hon- um að halda heldur. Hann ku ekki hafa minnzt á breikkun Suðurgötunnar, þótt hann breikkaði meirihlutann. Ferðabæklingur (Framhald af 16 síðu). hafa náð óvenju hagstæðum samn ingum við erlend fyrirtæki, og þar með gert ferðir þessar miklu ódýrari en almennt gerist. Þá verða Lönd og leiðir einnig me?s ýmsar innanlandsferðir, Öskjuferðir, hringflug um hálend ið, Grænlandsferð um hvítasunnu og margt fleira. Ferðaskrifstofan rekur sjóstangaveiðina á Nóa og bílaleiguna Farkost. Nánar er s'kýrt frá öllu þessu í bæklingi ferðaskrifstofunnar. Bifreiðaeigendur Bílstjóra vantar atvinnu. Er vanur akstri stórra bifreiða og hefur réttindi til aksturs fólksflutningabifreiða. Gæti séð um viðhald bifreiðanna að einhverju leyti. Þeir bifreiðaeigendur, sem áhuga hefðu á þessu, sendi afgreiðslu blaðsins nöfn sín í lokuðu umslagi, merkt: „Bílstjóri“. ÞAKKARAVÖRP Hér með votta ég öllum þeim vinum og vanda- mönnum, nær og fjær, alúðarþakkir, er heiðruðu mig á áttatíu og fimm ára afmælisdaginn 14. maí með heimsóknum, heillaskeytum, blómum og gjöf- um. Lifið heil og blessuð. Anna Eymundsdóttir, frá Hólmavík. Hugheilar þakkir til þeirra, se mglöddu mig á 60 ára afmæli mínu 3. maí s.l. með heimsóknum, gjöfum og skeytum. Guðbjörn Eiríksson, Arakoti, Skeiðum. Öllum þeim, sem heimsóttu okkur á 50 ára hjúskap- arafmælinu 2. maí s.l. og glöddu okkur með gjöfum, heillaóskum og gerðu okkur daginn ógleymanlegan, sendum við alúðarþakkir. Lifið heil! Katrín Einarsdóttir, Einar B. Björnsson, Eyjum, Breiðdal. TIMINN, surmudaginn 20. maí 1962 15

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.