Tíminn - 30.05.1962, Side 16

Tíminn - 30.05.1962, Side 16
Skóburstun á torginu Á fundi borgarráðs þann 25. þessa mánaðar var lagt fram bréf frá Kristjáni Ólafs- syni, dagsett 17. þessa mán- aðar, þar sem óskað er heim- ildar til að reisa skóburstunar- skúr við Lækjartorg. Bréfinu var vísað til umsagnar borgar- verkfræðings. BlaðiS hi’ingdi til borgarverk- fræðings í gær og spurðist fyrir um þetta nýmæli. Hann sagði um sækjanda hafa óskað eftir að reisa lítifin skúr, nálega eins og hálft biðskýli SVR við torgið og helzt til hliðar við það. Óskað er eftir, að skúrinn fái að standa að minnsta kosti til haustsins. Borgarverkfræðingur sagðist ekki vera farinn að afgreiða þetta mál, en tók það fram, að fram- lenging Lækjargötunnar upp á Skúlagötu stæði fyrir dyrum. Gat an verður þá lögð beint af torg- inu yfir enda Hafnarstrætis og Kalkofnsvegurinn breikkaður. — Þessar framkvæmdir gætu hafizt í sumar, ef lóðaeigendur gætu fall izt á það, sagði borgarverkfræðing ur og gaf í skyn, að skúrinn mundi ekki fá að standa lengi á umbeðn- um stað. FYamnald a 15 siðn Rússneskan er ráðgáta NTB—Lundúnum, 29. maí. í dag heyrSust á þrem stöðum í Vestur-Evrópu, einkennileg- ar skeyta sendingar á rúss- sendingarnar, sem loftskeytamenn- irnir á fyrrnefndum stöðum heyrðu, líkist mjög fjarskeytasam- (Framh a 15 síðu i ■ ■y ■ ■■■:■, • HttÉ Þesslr skálmviðu sjóliðar eru af franska herskipinu Commandant Bordais, sem er hér I kurteisisheimsókn. Þelr eru að leggja af stað í kurteisisheimsókn upp í borgina, og fengu aldeilis veðrið til þess í gær. Þeir eru að koma frá Grænlandi og trúlega finnst þeim eins og fleiri útlendingum undarlegt, að Grænland skuli heita Græn- land og ísland i'sland en ekki öfugt. (Ljósmynd: TÍMINN, GE). cu gski oinðf Humarínn hækkar en bátum fækkar Fyrir nokkrum dögum byrj- aði humarvertíðin. Aflinn í fyrstu veiðiferðunum hefur verið mjög góður, oft fjórar lestir eða meira í róðri. Það eykur einnig bjartsýni humar- veiðanna mikið, að humarinn hefur hækkað geysilega í verði, þannig að nú eru greidd ar 12,40 krónur fyrir kílóið af 1. flokks humar í stað 8 króna í fyrra. Torfi Þórðarson hjá atvinnu- málaráðuneytinu sagði blaðinu í gær, að 97 bátum hefði verið veitt humarleyfi í ár, en það er tals- vert minna en í fyrra, er 130—140 bátar voru með slík leyfi. Eins og þá eru flestir bátarnir frá Vest- mannaeyjum eða 41. Þrjátíu og sex bátar róa frá verstöðvum suður með sjó, Stokkseyri, Eyrarbakka, Þorlákshöfn, Grindavík, Horna- firði o.fl., en aðeins sjö frá Reykja vík og þrír á Vestfjörðum .Torfi taldi þó líkur á, að fleiri mundu sækja um humarleyfi, svo að heild arfjöldinn kemst sennilega upp í 120 báta. 20—45 tonna bátar ganga fyrir Við veiðileyfisveitingar í vor hef ur þeirri reglu verið fylgt að veita (FramÞald a t5 siðu STOKKHOLMUR - REYKJAVÍK Svart: F. Ekström nesku. Höfðu starfsmenn í loftskeytastöðvum á þessum þrem stöðvum greint samtöl á rússnesku og datt strax í hug, að þau kynnu að standa í sam- bandi við undirbúning Sovét- ríkjanna að sendingu nýs geimfars á braut umhverfis jörðu. Útvarpið í Moskvu hef- ur hingað til ekki minnzt á, að slík tilraun væri á döfinni. Danskur loftskeytafræðingur, Viggo Hansen, fullyrðir, að skeyta sendingar þessar megi rekja til undirbúnings Rússa að nýrri geim- siglingu. Segir Hansen, að skeyta- Dansar á heimss ýningunni Hinn ungi, íslenzki ballett-^ dansari Helgi Tómasson dans- ar um þessar mundir sóló með einum allra bezta ballett- flokki Bandaríkjanna á heims- sýningunni í Seattle. Helgi hef ur undanfarið dvalizt í Banda- ríkjunum, og er nú einn af sólódönsurum dansflokks Ro- bert Joffrey. Helgi hóf dansnám þegar hann var aðeins átta ára gaamll og þá hér heima, hjá Sif Þórs og Sigríði Ármann, en þegar danski ballett- meistarinn Bidsted kom hingað til lands hóf Helgi nám hjá honum. Hann naut síðan handleiðslu danska meistarans þar til hann varð 14 ára gamall. Síðar fór hann til framhalds- náms í Danmörku og var meðal nemenda danskennarans Bartolon, og dansaði þá jafnframt námi sínu í Tívoli í Kaupmannahöfn. Haustið 1959 kom hinn heims- kunni bandaríski dansflokkur Jer ome Robbins hingað, og þá sá Robbins Helga dansa á æfingu. Þetta varð til þess, að Robbins bauð honum að koma vestur um haf, og skyldi hann dveljast þar ókeypis í skóla hans, School of American Ballet. Helgi þáði boðið, enda um einstætt tækifæri að ræða. Fór hann vestur og var þar um veturinn en fór siðan til Hafn ar næsta sumar. Næsta vetur á Framhald á 15. sfðu Hvítt: F Olafsson 35. h4 — Kg8f7 Friðrik segir; Svartur leikur kóng sínum fram á miðborðið, því þar kemur aðalbardaginn til að standa.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.