Tíminn - 14.06.1962, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.06.1962, Blaðsíða 2
Við prófborðið Nú er prófum lokið eða að Ijúka í öllum skólum. í til- efni af því viljum við birta hér á síðunni hugleiðingar um próf og próftíma. Þótt grelnin sé erlend, er ekki loku fyrir það skotið, að ein- hverjum þyki eitthvað í henni kunnuglegt. Höfund- urinn er ungur Dani, stud. mag. Anders Bodelsen: Á miðanum stendur greinilega vélritað orð: OBNOXKNOX eða eitthvað í þeim dúr. Og víst man maður eftir að hafa heyrt orð- ið, — en hvað þýðir það nú aft- ur? Sólargeisli fellur á græna dúk- inn. Handan borðsins er brosað, vingjarnlega og bíðandi. Úti er komið vor með blóm, barnahlátra og varma, ilmþrungna golu sem brerir gluggatjöldin, svo að í þeim skrjáfar. Og eftir eilífðar- tíma, þegar orðið hefur bergmál- að í huganum eitt, án þess að fá nokkurn félagsskap annarra orða, heyrist rödd — manns eigin rödd —, sem segir: — jú — og svo kemur orðið á seðlin- um: OBNOXKNOX, eða hvað það nú var, afar hægt og síðan: — það er .... Hendurnar, sem hafa verið aðgerðarlausar, grípa hvor aðra og er þrýst saman, svo að brakar í liðunum. í glugganum heyrist flugna- suð. Vingjarnlegu andlitin bíða enn, en líta nú hvort til annars. Kúlupenna er barið reglulega í borðið, svo að hann opnast og lokast á víxl. Tíminn hefur num- ið staðar, eins og sagt er í viss- um skáldsögum. Smám saman verður þögnin óberanleg. Maður veit, að orrustan er töpuð, en sit- ur samt kyrr. Öll fótfesta hryn- ur; þetta er leiðarendi; hingað og ekki lengra var manni lífs ætlað. Nú verður maður til eilífs nóns bundinn við þetta ófæra orð og morgunsólina í skólastof- unni. Aftur er komið að prófi. Heitt í veðri og próflestur í skemmti- görðum borgarinnar. Ljósar vor- nætur og í norðvestri glóir him- inninn. Að loknu dagsverki, undir mið nætti, fer lestrarhesturinn út. Námsefnið verður að fá tíma til að setjast. Höfuðið er fullt af nýlærðri, en óreyndri þekkingu, beygingarkerfum, glósum, form- úlum og ártölum. Raunveruleik- inn, ljós himinninn, fótatak sjálfs sin í kyrrðinni, er nálægur og vekur óróa, en maður er svefn- gengill í þessum raunveruleika. Verður var við allt, en finnst maður ekki eiga þar heima. Fero er beygt óréglulga. Þrjátíu ára stríðið hófst eða þvi lauk 1618, og þá er að leggja við (eða draga frá) þrjátíu ár til að vita, hvenær því lauk (eða það hófst). Og (a-fb)x(a—b) verður ai—b2, en hvað á það skylt við veruleikann? Grunur vaknar um, að vorinu sé kastað á glæ. Earth has not anything to show more fair, berg málar í höfðinu. Dull would he be of soul who could pass by/ a sight so touching in its majesty ___. Auðvitað, en vonlaust sam- safn af staðreyndum um raun- veruleikann hefur lagzt á milli okkar og hans. Við erum áhorf- endur, stöndum fyrir utan. En seinna minnist maður þess arar óraunverulegu ljóðrænu. Hefur þá ekki eftir allt sam- an prófið gert vorið auðugra? Sá grunur vaknar fyrsta vorið, sem líður án prófs. Þó er grun- urinn ekki mjög sterkur, auð- vitað saknar maður sums, en sumarið er komið áður en var- ir. Eru ekki prófin eins konar lokað hlið, hlið að sumrinu, sem verður að opna með krafti? Og tapast eitthvað, ef þetta hlið stendur lengi í hálfa gátt, svo að niður og gerir með öllu ókleift að muna formúlurnar af sjálfs dáðum. Vörðurinn gengur ann- ars hugar fram hjá. Ótrúlegt, að hann skuli ekki sjá þetta á vas- anum. Loksins, eftir eilífðartíma, gefur maður merki, vörðurinn kemur þjótandi. Jú, á salemið vildi maður fara. Og meðan vörð urinn bíður utan við dyrnar niðri, er miðinn dreginn hljóðlaust upp úr vasanum og lesinn með hjartslætti, en um leið og miðanum er stungið í vasann aftur hefur maður gleymt öllu, sem á honum stóð. Síðan dregur maður í snúruna til að hægt er að gægjast inn um það úr fjarska? — Prófmaðurinn heldur að hann hafi misst af ein- hverju, kannski er hann of þreyttur til að skilja, að erfið- ið hafi í staðinn skerpt skilning hans? Er þetta ekki að ganga of langt? Er það ekki of langt geng ið, að samþykkja prófófétin, af því að þau veita einhverjar sára- bætur? Auðvitað er það. Próf eru að verða helvíti. í fjarlægð getur endurminningin þurrkað burt óþægilegustu atriðin. En prófdraumarnir eru heiðarlegri, þeir segja frá því hvernig það var. Og þeim draumi kemst eng- inn undan. Skriflegt próf. Skólastofan angar af fernisolíu. Fótatak varð anna milli bekkjaraðanna þagn- ar aldrei. Maður sér ekkert nema bök, og aldrei hafa bök haft jafn mikið að segja: Einn hefur hall- að sér aftur á bak, lætur hend- urnar lafa niður með síðunum og horfir upp í loftið.. Hann hefur unnið sleitulaust í fimm stundarfjórðunga, en nú gefur baksvipurinn til kynna ótrúlega trygga hvíld. Og í næstu röð: Nemandinn grúfir sig niður að borðinu, fæturnir eru á stöðugu iði. Hann tautar, krotar á blað- ið og er alltaf að biðja um ný rissblöð. Sjálfur hefur maður lítinn seð- il með öllum formúlunum i vas anum. Það eru svik, prófsvik, dugir til að verða rekinn úr skóla. og kannski kemur það í blöðunum. Maður hefði aldrei átt að taka miðann með. En nú er hann í vasanum, þyngir vasann sýnast. Þetta er helvíti, því að óheiðarlegur er maður ekki að upplagi. Munnlegt próf. Við höfum ver ið nokkur inni í einu, og komum út saman. Það gekk ekki of vel, sjálf prófunin er þokukennd í huga manns, — stóð hún yfir í hálfa mínútu eða stundarfjórð- ung? Það eina, sem maður man, er, að það gekk ekki sérlega vel. Hinir í hópnum draga sig til hliðar, ræða hátt eigin möguleika og gjóa augunum með uppgerð- ar alvörusvip til skussans. Al- varan er uppgerð, því að undir niðri grunar mann ánægju þeirra frelsuðu yfir að hafa glataðan sauð meðal sín til samanburðar. Þetta er bölvagleði, og bölva- glaður er maður ekki að upp- lagi. Eftir eilífðartíma opnast dyrn- ar, andlit prófandans birtist í gættinni, svip hans er hægt að túlka á aila vegu. — Ja, segir hann og horfir á mann lengi og fast, — þetta hefði getað gengið betur. Þessa stundina ofmetur mað- ur þýðingu dómsins, getur ekki séð neitt í réttu ljósi. Seinna get- ur manni virzt einu gilda, hvort maður kom í menntaskólann fimmtán eða sextán ára að aidri En þá var það fullkomið van- traust^ algert hrun. And all thc King’s liorses and all the King’s men roldrit put Humpty Dumpty togetlier again. — Tíminn líður. Enn þá get ég ekki svo komið á Tívolí eftir tíu ár, að ég minnist ekki kvalræð- isins eitt ákveðið kvöld. Bekk- urinn hafði farið þarjgað eftir síðasta próf upp úr þriðja bekk. Kennararnir sátu í skólanum og ákváðu, hverjir okkar skyldu fara í tungumál, hverjir verða stærðfræðingar og hverjir ekki ná lengra en til gagnfræðaprófs. Næsta dag voru skólaslit, og um morguninn myndi pósturinn koma með bréf til þeirra, sem höfðu fallið. Við vissum þetta allir, þótt við töluðum ekki um það. En smám saman einangruðust þeir sem voru í fallhættu, mynduðu smá- hóp út af fyrir sig og drógust aftur úr hinum. Stærðfræðing- arnir urðu sérstakur hópur, mála- mennirnir annar, bekknum hafði verið tvístrað fyrir fullt og allt. Þetta kvöld var hræðilegt — að minnsta kosti fyrir okkur, sem vorum í fallhættu —, kvöld þunglyndislegra tilrauna til bjórdrykkju, vindlareykinga og æsiferða í brunbrautinni, kvöld án upphafs og enda, dimmt og einmanalegt. Nú skyldu menn ekki segja, að ómerkilegt próf geti ekki ver- ið svona stórkostleg alvara, því að það er það. Kryfji ég sjálfan mig sagna, veit ég, að það er það enn þá. Eg geri mér engar vonir um að geta nokkru sinni litið Tívolí eðlilegum augum. Eitt kvöld í prófsótta var meira en nóg til að eyðileggja þann stað fyrir mig um alla eilífð. Kannski tekst manni að bægja prófdraumnum, prófmartröðinni, frá um stund, jafnvel langtím- um saman, og er farinn að halda, að hann sé úr sögunni. En ein- hverja nóttina kemur draumur- inn aftur, og maður er varnar- laus. Það getur verið að draumur- inn sé almennari en sjálft próf- ið. Kannski er hann eins kon- ar frumstig, sem tilveran gerir stöðugar tilraunir til að hrekja okkur aftur til, og á skylt við fleira en skólann: — Maður er að aka fram úr, þegar bíll kemur á móti. Á að auka eða draga úr ferðinni? — Á forstofugólfinu liggur bréf, sem hefur lengi verið von á. Utanáskriftin segir til um sendandann, það sker sig úr öðr- um bréfum, og maður stendur með það í höndunum lengi, og veruleikinn fjarlægist. — Eða sviðið er biðstofa. Dyrn ar opnast: næsti. Hinir fylgjast með af athygli. Maður verður þeirra var löngu eftir að búið er að segja: — Fáið yður sæti og verið rólegur, svo vitið þér þetta ákveðið .... Og drauminn losnar maður aldrei við. (Þýtt úr Berlingske Aftenavis). Úr Minningarsjóði Elínar Briein Fimmtudaginn 7. júní var út- hlutað úr Minningarsjóði Elínar Rannveigar Briem Jónsson, tveim ur námsstyrkjum að upphæð kr. 20 þúsund alls. Hlaut hvor styrk- þegi 10 þúsund. Styrkirnir eru veittir fimmta hvert ár einum handavinnukennara, er lokið hef- ur námi í handavinnudeild Kenn araskólans, og einum húsmæðra- kennara, útskrifuðum úr Hús- mæðrakennaraskóla íslands Frændur og vinir frú Elínar Briem stofnuðu sjóðinn og hafa elft hann svo. að nú er úthlutað námsstyrkjum úr honum í annað sinn. Styrkþegar sjóðsins að þessu sinni eru Auður Halldórs- dóttir handavinnukennari við kvennaskólann i Reykjavík og Benny Sigurðardóttir, kennari við Húsmæðrakennaraskóla íslands. Frú Ingibjörg Eyfells afhenti styrkina á heimili sínu Skólavörðu stíg 4 i viðurvist sjóðsstjórnar- innar og skólastjóra viðkomandi skóla. Kappar á klöguferð f Vestmannaeyjum gialt Sjálf staíðisflokkurinn mikið afkroð í bæjarstjórnarkosn'ingunum, tapaði 118 atkvæðum OG LAF- IR NIJ Á Vs ÚR ATKVÆÐI. Sjálfur þimgjmaður flokksins og höfuðleiðtogi í Eyjum, bæjarstjórinn Guðlaugur Gísla son var strikaður út á rúm- lega 60 atkvæðum. Log.ar nú allt í inbyrðis deilum í flokkn um, svo hastarlegum, ag ekki hefur enn reynzt un,nt að kallia saman bæjarstjórn'ina, þar sem sjálfur hinn „SAMVIRKI MEIRIHLUTI“ hefur ekki get að komið sér samán um, hver skipa sbuli sæti bæjarstjóra eða bæjarstjórnarforseta. Guð laugur Gíslason hefur haft með höndum störf bæjarstjóra en setið á þingi þess utan og „stjórn.a@“ bænum gegnum símia. Þetta hefur mörgum sam herjum hans mislíkað, enda margar framkvæmd'ir bæjarins allar á afturfótunum. Telja nú margir, a& þing- maninsferi'll „símabæjarstjór ans“ sé á enda runninn og bann eigi sér ekki uppreisn- ar von í þeim efnum. Þessa stundina eru hinsvegar 3 for- ingjar Vertmanniaeyjaílialdsins staddir í Reykjavík í klögu- ferd hjá Bjama, otandi og potandi fram sínum tota, hver fyrir sína klíku. Það þótti tíðindum sæta, að andinn kom yfir blaðstjórn iSjálfstæðisflokksins ~og Krata í Eyjum fyrir kosn'ingarnar. Tóku þeir að yrkja og munu hafa eignast fiast sæti við hlig Leirulækjar-Fúsa í ísleinzk um bókmenntum á komandi tímum. Ábyrgöarlaust fleipur Hinn fyrsti, sem fluti yfir- litserindi á ráðstefnu þeirri, sem Varðberg heldur nú hér á landi og á mæta fulltrúar frá öðrum ríkjum Atlandshafs- handalagsins, var Benedikt Gröndal, ritstjóri. Ræddi han,n utanríkisstefnu fslendinga og kom í stað Guðmundar f. Guð mundssonar, utanríkisráðherra, sem var forfalLaður, Vafalaust hefur margt verið réttiiega mælti í þeirri ræðu, en þar var líka farig með rakalaust fleip ur í áheyrn erlendra ful'ltrúia. Morgunblaði'ð segir m.a. um ræðu Benedikts í gær: „Benedikt drap á landhelgis málið og sagði, að framkoma Breta liefði haft mjög slæm á hrif á samband okkar við NATO, og við hefðum verið Iánsamir, að ekki kom til alvar 'legri hluta en raun ber vitni. Lausn'in sem fenigizt hefði á déilunni, hefði greinilega hlot i'ð stuðnings mikils meirihluta þjóðarinnar, og sambandið við Bretland hefði komizt í eðli- legt horf á ný“. Út af þessum ummælum Benedikts er ástæða tll að spyrja: Hvernig hefur Bene- dikt ö'ðlast þá vitneskju, svo örugga, að óhætt sé að bera hana á borg sem staðreynd á ráðstefnu erlendra fulltrúa, að afsalasamnimgar ríkisstjórnar innar við Breta lwfi „greini- lega h'loti'ð stuðning mikilf meirihluta þjóðariniiar“? Hér hafa engar þingkosningar fai ið fram síðan eða nokkur skoj anakönnun um mál'ið. Allt bendir mikiu fremur til þess að þessar aðgei-ðir hafi ekki haft stuðnin.g meirihluta þjóf arinnar. Að minnsta kosti er það hneyksli, að niaður, serri tnlar í nafni utanríkisráðhem (Framhald á 13. síðu) 2 T f M IN N . fimmtudaglnn 14. júní 1965

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.