Tíminn - 14.06.1962, Blaðsíða 15

Tíminn - 14.06.1962, Blaðsíða 15
Bali til grunna Þykkvabæ, 13, júní. Á níunda tímanum í kvöld brann bærinn Bali í Þykkva- bæ til kaldra kola, án þess að við neitt yrði ráðið. Þegar heimilisfólkið á Bala var, að koma frá mjöltum laust fyrir j kl. 8, tók það eftir því, að reyk! lagði út úr íbúðarhúsinu, þar sem börnin voru ein heima. Fyrst var | talið, að eldsupptökin hefðu verið í miðstöð'inni, sem var í kjallaran- um, en svo var ekki. Það tókst að bera út mestallt innbúið af neðri hæðinni, en ekkert af efri hæðinni. Hringt var í slökkviliðið á Hvols velli og á næstu bæi, og komu all- 79 af stöðinni Framhald af 16. síðu. í Skagafirði, en inniatriði verða teknar í íbúð og á bílastöð hér í borg, o.g eitthvað lítilsháttar á Þing völlum. Erik Balling og hið danska kvikmyndatökufólk er væntanlegt hingað undir mánaðamótin. Vonir standa til, að hægt verði að frumsýna myndina, væntanlega samtímis í Reykjavík og Kaup- mannahöfn, um næstu áramót. Fisksöluhringar Framhald af 16. síðu. national A/S fyrirkomulaginu af- sala norskir, sænskir og danskir framleiðendur sér meirihlutavald- inu í fyrirtækjum sínum og sam- tökum fyrir dreifingaraðstöðu". Elías heldur áfram og segir, að norskir útvegsmenn séu mjög ugg andi yfir þessari þróun, sem hefur dregið dilk á eftir sér. Meðal ann- ars hefur dótturfyrirtæki Unilev- er, fyrirtækið Birds-Eye, kannað þá mögulei’ka að koma sér upp hraðfrysti- og vinnsluaðstöðu á Vardö-svæðinu í Noregi. Elías segir: „Okkur stafar öll- um mikil hætta af þessari þróun, ef við höfum ekki þroska og skiln- ing til að standa saman í endur- skipulögðum samtökum, sem gerir okkur enn hæfari til stórra átaka fyrir heildina". Hann vitnaði í um mæli formanns stjórnar norsku frystisamtakanna Frionor, Anders Frihagen, sem sagði í blaðaviðtali um daginn, er hann var spurður að því, hvaða þáttur sjávarútvegsins væri í mestri hættu, ef Noregur gerðist aðili að Efnahagsbandalagi Evrópú: „Mín skocfun er sú, a'ð matvæla framleiðslan verði í mestri hættu. Ef rétturinn til að stofna fyrirtæki í Noregi verður gefinn frjáls, geta fiskframleiðslufyrirtæk in norsku orðið stóru, erlendu mat- vælahringunum að bráð, ef þeir steypa sér út í samkeppnina. En norskir hraðfrystihúsamenn munu vonandi gæta þess að vernda sína hagsmuni með betra samstarfi“. ir, sem vettlingi gátu valdið á næstu bæjum, til hjálpar. Slökkvi- liðið kom 40 mínútum eftir eldupp tök, en við ekkert varð ráðið, og brann húsið til grunna. íbúðarhúsið er forskalað timbur- hús og vátryggt eftir tiltölulega nýju mati. Innbúið var einnig vá- tryggt. Á Bala bjuggu tvær fjöl- skyldur, Jón Árnason og kona hans Svava Árnadóttir, með sjö börnum, og faðir Svövu, Árni Sæ- mundsson og kona hans Margrét Loftsdóttir. Bjó Jón á neðri hæð- inni, þaðan, sem mestu innbúinu var bjargað, en Árni á þeirri efri. S.G. STOKKHOLMUR - REYKJAVÍK Svart: F. Ekström *.■ 1 ■ mmm ■ & ■ 11, ■ . Hvítt: F. Ólafsson Hvítur lék síðast 40. Bcl—e3. Svartur svarar með a5—a4. Fjölsótt námskeiö Úlafsfirði Ólafsfirði 13. júní. í maímánuði s.l. var haldið hér tónlistarnámskeið á veg-J um tónlistarskólans á Siglu-J firði. Kennarar voru Sigur- sveinn B. Kristinsson, skóla- stjóri tónlistarskólans, og Ger- hard Smidt, sem kenndi við sama skóla s.l. vetur. Sóttu Framsóknarflokk urmn og bandalagið mynda meirihl á Hósavík Bæjarstjórn Húsavíkur hélt fyrsta fund sinn eftir kosningar þriðjudaginn 5. þessa mánaðar. — Framsóknarmenn og Alþýðubanda lagsmenn mynduðu meirihluta, en hvor flokkanna hefur 3 fulltrúa í bæjarstjórn, eða samtals 6 af 9 bæjarstjrónarfulltrúum. — Þessir flokkar höfðu samvinnu um kosn- ingu bæjarstjóra og forseta bæjar- stjórnar. Áskell Einarsson var end urkjörinn bæjarstjóri og forseti bæjarstjórnar var kosinn Jóhann Hermannsson. Fyrsti varaforseti var kosinn Finnur Kristjánsson, kaupfélagsstjóri, og annar varafor- seti Freyr Bjarnason, iðnnemi. — Framsóknarflokkurinn leitaði eft- ir myndun meirihluta með Alþýðu- flokknum og var þá ætlast til að Alþýðubandalagið stæði einnig að meirihlutanum. Alþýðuflokkurinn vildi ekki fallast á þátttöku., Faðir minn og tengdafaðir okkar, Ólafur J. Gestsson, trésmíSameistari, Hátúni 43, andaðist í Landakotsspítalanum 12. þ.m. Andrés Ólafsson, Arndís Benediktsdóttir, Þorbiörg S. Sigurbergsdóttir. Minningarathöfn um feðgana Bernhard og Tomas Haarde fer fram í Dómkirkjunni föstudaginn 15. júní kl. 15. Anna Haarde og synir. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andiát og út- för föður okkar, Einars Magnúsonar, Meðalholti 11. Guðbiörg Einarsdóttir, Magnús Einarsson. námskeiðið á annað hundrað börn og unglingar. Aðal áherzla var lögð á að kenna nemendum nótnalestur og að leika á blokkflautur, en auk þess var þeim kennt að syngja nokkur lög. Elztu nemendunum var jafnframt kennt að leika á margs konar lúðra. Að námskeiðinu loknu héldu þeir Sigursveinn B. Kristins- son og Gerhald Smidt tónleika með nemendum sínum í Tjarnar- borg. Léku þar nokkrir einleik á lúðra með undirleik Gerhards á píanó, og alhir hópurinn lék nokk ur lög á blokkflautur undir stjórp Sigursveins B. Kristinssonar. Þá lék hópur unglinga og nokkrir fullorðnir menn, sem ætlunin er að verði aðaluppstaðan í lúðra- sveit Ólafsfjarðar, nokkur lög undir stjórn Sigursveins B. Krist- inssonar. Áheyrendur voru mjög margir á tónleikum þessum, og undruðust þeir þann góða árangur, sem kenn ararnir höfðu náð á svo skömm- um tíma. Voru þeir, sem þarna komu fram, klappaðir fram, og urðu þeir að endurtaka sum lög- in. Að tónleikunum loknum tók bæjarstjórinn, Ásgrímur Hart- mansson, til máls og þakkaði þeim Sigursveini og Gerhard fyrir mikið og gott starf í þágu tónlistarmála á Ólafsfirði. Olafsfjarðarbær styrkti nám- skeiðið að hálfu, og bæjarstjórnin færði þeim Sigursveini og Gerhard lampa að gjöf í viðurkenningar- skyni fyrir störf þeirra. Afli var sæmilegur hjá trillubát- um og smærri þilfarsbátum fyrir hvítasunnu, en í dag gefur ekki á sjó. Þessa dagana er mikill kuldi, og hefur vorgróður alveg staðnað um tíma. Kal er mikið í túnum. B.S. íþróttir Framhald af 12. síðu. horfendum. Toto skoraði við gífur- leg fagnaðarlæti. Chilebúar byrjuðu mjög vel eft- ir hléið og fengu þá góð tækifæri, sem voru misnotuð, og í þess stað skoruðu Brazilíumenn. Miðherjinn Ovava skoraði. Brazilíumenn drógu sig þá frekar i vöru — en Chile fékk vítaspyrnu, sem Anches skoraði úr. 3—2. Chile lagði nú allt í sóknina, en gætti ekki að vörninni sem skyldi og á 32. mín. skoraði Vava fjórða mark Brazilíu og eftir það líktist leikurinn meira hnefaleikakeppni en knattspyrnu- leik. Garrincha var þá vísað af leik velli ásamt miðherjanum Landa frá-Chile. TúnfBæmi eyéi- lögð af kali Fosshóli, 13. júní: Hér er nú grátt af snjó í brekk- unum í kring, og í dag hefur geng STÖÐUG FUNDA HÖLD UM SILDINA Sáttasemjari boðaði til fundar í síldardeilunni klukkan 4 í gær, og stóð fundurinn fram undir kl. 7. Þá var sér fundur hjá sjómönnum, en útgerðarmenn höfðu setið á fundi daginn áður. Klukkan 9,30 í gærkvöldi var aftur boðað til sam- eiginlegs fundar, sem stóð fram yfir miðnætti. Bl^ðið talaði við sáttasemjara áður en það fór til prentunar, og taldi hann ekki líkur á samkomulagi. Kjördæmisbing í MorSurlkjördæmi eystra Kjördæmisþing Framsóknar- manna í Norðurlandskjördæmi eystra vcrður haldiS á Laugum á föstudag og Iaugardag. Þingmenn kjördæmisins flytja þar ræður. Serkir Framhald af 3. síðu. að fólk þetta hefSi jafnvel gengiS svo langt að krefjast útlendinga- réttar í Frakklandi og það liefði í hyggju að stofna sérstök stjórn- málasamtök, cigin dómstóla og meira aS segja sérstalct utanríkis- ráðuneyti í Frakklandi. SagSi ráSherrann, að supiar kröf urnar væru svo ósvífnar, að vel kæmi til mála að senda fólkiS beina leiS aftur til Alsír. Þursiu móti Skýfaxa Framhald af 16. síðu. ast, áður en fólkið umkringdi hana. Brátt sá mannfjöldinn hvar Ský faxi kom inn til lendingar og þusti á móti flugvélinni, þar sem hún rann eftir flugbrautinni. Flugmennirnir urðu að stöðva hreyflana og stanza úti á flugbraut inni, því að mannfjöldinn kom eins og flóðbylgja frá flugturninum. Lítill bíll þumlungaði sig gegn um mannfjöldann með landgang- inn í togi, en þegar út að flugvél- inni kom, þótti ekki þorandi að opna hana af ótta við að múgurinn myndi ryðjast um borð. Það var fyrst, þegar tveir langferðabílar og lögreglan hafði myndað hring um landganginn, að hinir dáðu Glasgow Rangers fengu að stíga út, en þá var hálf klukkustund liðin frá því að Skýfaxi lenti. í viðtali við blaðamenn frá The Scotsman og Evening Times, sagð ist Jóhannes Snorrason flugstjóri aldrei hafa séð þessu líkt og skozku blöðin taka undir, að slíkt og þvílíkt geti aðeins átt sér stað í Glasgow. Flugsamgöngur um Renfrew flug völl töfðust vegna þessa uppi- stands og seinkaði sumum flugvél- um um allt að 40 mínútum. Einnig lokuðust vegir frá flugvellinum til borgarinnar vegna hinnar gífur- legu umferðar, en skozku blöðin telja, að 10—20 þúsund manns hafi komið út á flugvöll til þess a, taka á móti knattspyrnumönnun- um. Þess má að lokum geta, að frétt- ir af þessum atburði eru á forsíð- um flestra dagblaða í Glasgow og myndir af mannfjöldanum og Ský- faxa Flugfélags íslands, > 4 ið á með krapaéljum í byggðinni. Tún eru mjög kalin, meir en menn muna og urðu þó miklar kal- skemmdir í fyrravor. Á sumum bæjum eru nú fleiri hektarar sam- liggjandi ónýtir, einkum í nýgræð um. Nokkuð af þessum túnum hef- ur verið herfað og sáð í þau, enda sjá menn ekki aðra leið til þess að túnin komi að gagni næstu ár. — Kornakrarnir Standa grænir, en nokkuð hefur andað köldu á þá undanfarið. — FS. Stórskemmdir af eldi og vatni Á hádegi í gær kom upp eldur í bílabúðinni á Hverfisgötu 54, 1. hæð, og var hæðin alelda, þegar slökviliðið kom á vettvang. Timburgólf er yfir hæðinni, en eldurinn komst ekki upp um það, enda tókst fljótlega að ráða niður lögum hans, en skemmdir eru mjög miklar á fyrstu hæð og véla hlutum, sem þar eru geymdir. Ræða Heiga Bergs Framhald af 1. síðu. tilbúnir að kalla frjálslyndar um- bótastefnur og viðleitni alþýðu manna til að vinna að bættum kjörum kommúnisma, og taldi hann slíka áróðursmenn vera í raun beztu bandamenn, sem komm únisminn ætti. Helgi Bergs sagði að íslendingar hefðu mikla trú á alþjóðlegri samvinnu, en enga trú á því að fela alþjóðlegum stofn- unum vald yfir málum sínum. Ilelgi minnti meðal annars á að okkur væri sagt það hér á íslandi, að sú efnahagsstefna, sem fylgt hefði verið hér á landi undanfarin ár, væri mótuð eftir fyrirmyndum frá alþjóðastofnunum. Hann sagð- ist mjög gjarnan vilja trúa því, að þessar fyrirmyndir hefffu ruglazt og raskazt í meðförum hér en eigi að síður hefði þetta orðið til þess að auka vantrú almennings hér- lendis á því að fela alþjóðlegum stofnunum vald yfir málum þjóðar- innar. Helgi Bergs leiddi rök að því, að nauðsynlegt væri, að finna leiðir til að koma í veg fyrir, að ís- land slitnaði með öllu úr við- skiptatengslum við V.-Evrópu, en þó gætum við ekki á þessu stigi málsins annað en beðið og séð hverju fram yndi í þessum málum. Framtíð EBE hlyti að verulegu leyti að velta á því hver yrðu enda lok þeirra samninga, sem nú stæðu yfir við Danmörku, Bretland Nor- eg og fleiri lönd. Hins vegar benti Helgi Bergs á það að EBE er ekki orsök þeirra umbyltinga, sem eru að verða í efnahagsmálum heims- ins. Orsök þeirra er iðnvæðingin sem sífellt heldur áfram og skapar ný viðfangsefni og vandamál. EBE er aðeins tilraun til þess að leysa þessi vandamál fyiir takmarkaðan hluta heims. Hvort EBE tekst að leysa viðfangsefni sín eða ekki, hlýtur lausn þeirra að grundvall- ast á samtökum margra þjóða. Eigi slík samtök að eiga bjarta framtíð og heilladrjúga, verða þau að vinna sér traust hins almenna boigara og vinnandi fólks, og það geta þau ekki nema þau starfi á grundvelli frjálslyndra og mannúð- legra hugsjóna. & Fundir Varðbergs að Bifröst hófust í gærmorgun með ræðu Jó- hanns Hafstein um stjórnmálaþátt NATO. Síðan ræddi Helgi Bergs um ísland og efnáhagsþróun Vest- ur-F.vrópu. Eftir hádegi talaði G. Berthoin varaformaður ECSC í London um EBE og Pierre Emanu- elli, varaformaður ATA ræddi um framtíð EBE. Ráðstefnunni lýkur að Bifröst í dag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.