Tíminn - 14.06.1962, Blaðsíða 9

Tíminn - 14.06.1962, Blaðsíða 9
hérna úti á svölunum, ef yður langar til að líta á það“. Eg geng á eftir þessari aldur- hnignu, prúðhúnu konu gegnum glæsilegar stofur, þar sem mál verk, bækur og margs konar list munir skreyta svo að segja hvern krók og kima og drif- hvít gluggatjöld nema við gólf. „Sko, hérna er borðið mitt, ég gat stækkað það, og þegar búið fór að vaxa, þá þurfti ég líka oft að láta tuttugu karl- menn matast .við það, dagana, sem smölun fór fram. Hann er ekkert smásmíði, potturinn sá ama, en mér veitti ekkert af honum. Þeir þurftu að fá stað- góðan mat, piltamir, þegar þeir voru búnir að vera á hestbaki allan daginn. Já, maður sparaði ekki kraftana í þá daga, en það var líka gaman að lifa og vera ungur, vera frjáJs og óháður. Þá var alltaf sagt við ungu piltana: Farið þið vestur — nóg land í vestrinu. Nú fara þeir vjst að„ segja: Farið þið upp — upp í geiminn, upp í tunglið! — Ætl- ið þið að fara að skoða búgarð- inn? Já, já, kannske ég komi með. Sjáið þér, góða mín, ég varð að láta gera klauf upp í pilsið mitt, eins og ungu stúlk- urnar! Maður verður þó að kom ast inn í bíl — ekki er nú ver- ið að fara á hestbak lengur!“ Já, bíll, allir verða að eiga bíl, fjarlægðirnar eru svo óskapleg- ar í Odessa sést varla gangandi manneskja og alls ekki utan borgarinnar. Unga frúin ekur með okkur um smáöldótt land. í lægðunum hefur verið borað eftir vatni, og því er veitt í stokka og tjarn- ir, svo að nautgripirnir geti fengið sér að drekka. Vindmyll- ur dæla upp vatninu. Hinn sí- felldi stormur gerði landnemun- um mögulegt að dæla upp úr brunnunum og enn eru vind- myllur við flest vatnsbói, nema við bæjarhúsin, þar er komin rafmagnsdæla. Við nemum stað ar við eitt vatnsbólið og bíðum um stund. Eitthvað er á ferli inni á milli nakinna runna, sem eru þó svo þéttir og háir, að ekki verður greint fyrr en skepnurnar eru komnar að vatnsbólinu, að þetta eru rauð- ar kýr með hvíta hausa og fæt- ur, nokkrir vetrungar og litlir kálfar, allt holdanaut af Here- fordkyni. Mér verður hugsað tii þess, hvernig sé að smala grip- unura innan um þennan gróður. Það er ekki að ástæðulausu, að kúrekarnir hafa leðurhlífar ut- an yfir skálmunum. Næst ökum við að annars kon ar brunni, olíubrunni, því að undir þessari gráu jörð streym- ir hið svarta gull, olían. Eigin- maður einnar leiðsögukonunn- ar, frú King, hefur lengi starf- að við olíuvinnsiu. „Eg er fegin, að hann er hætt ur því, þetta er ákaflega hættu- leg vinna“, segir hún. „Við ná- lega hvern olíubrunn sér mað- ur menn, sem eru stórskaddaðir í andliti eftir járnhlekki, sem slæmzt hafa af hjólum eða þá vantar svo og svo marga fingur. Sjáðu, fyrst reisa þeir þessa stálbitaturna, svo er borað og nú eru þeir að vinna næst síð- asta stigið og það hættulegasta. Þeir renna þungum stálrörum niður í borholurnar og það er þá, sem hættan er mest, að hlekkirnir renni af hjólunum. Hér er alltaf stormur og það þarf ekki mikla sveigju á svona háan turn til að eitthvað komi fyrir. Nei, við sem giftar erum olíumönnunum erum eins og sjómannskonurnar, vitum aldr- ei, hvort þeir koma heim heilir að kvöldi. Síðast er svo steypt yfir hoilurnar og svo má ekki dæla úr brunnunum nema á- kveðnu magni í hverri viku, til þess að markaðurinn offyllist ekki. Úr brunnunum er olíunni dælt í hreinsunarstöðvar". „Hvenær grænkar sléttan?" Frú Hurst h'tur snöggvast á mig. „Þegar rignir". „Og hvenær á árinu er það?“ „Hér hefur ekki rignt að gagni í sjö ár og síðan í nóv- er.iber hefur ekki komið dropi úr lofti. Fyrir sjö árum átti ég 600 nautgripi, en ég hef orðið að fækka þeim í 400. það varð of dýrt að kaupa fóður handa þeim. Mar.gir bændur hafa misst bú sín á þessum árum, þeirra á meðal bróðir minn“. „Aðeins mesquiterunnarnir blómstra á hverju ári“, segir frú King, „og þeir eru eina jurt in, sem aldrei lætur blekkjast og á þeim sést ekki sproti fyrr en vorið er örugglega komið“. Já, mörg er búmannsraunin og eiginlega finnst mér miklu óaðgengilegra að hugsa til þess að lifa af landbúnaði á þessari gráu víðáttu, þar sem vindur- inn gnauðar í skraufþurru kjarri en á íslenzkum hrjóstr- um. —★—★— Enn blæs vindurinn, en nú er hann svo heitur, að sundbol- ur væri eini hæfilegi klæðnað- urinn. Bíllinn nemur staðar. svo að við getum tekið myndir af kaktusi, sam er röskar tvær mannhæðir og þyrnarnir á hon- um eru nær spannarlangir. — Þarna er ólíkt landslag og i Odessa, þótt ekki sé allur jarðar gróðurinn sem fýsilegastur. Nú erum við í Arizona, skammt frá borginni Phoenix. Inni í borg- inni skoppa fullþroska appelsín ur af trjánum, sem gróðursett hafa verið með götunum og ang an appelsínublómanna, sem hanga í stórum, hvítum klösum, fyllir loftið. Þar veifa pálmatré úfnum kollum, og byggingar bera svip af spænskri eða mexí- kanskri byggingalist. Allmikið ber á Indíánum á götunum, þétt vöxnu fólki, hörundsdökku og alvarlegu. Þaðan sem við erum stödd á þjóðveginum utan við borgina, sér til tindóttra fjalla, og mætti hugsa sér, að í þeim væri álíka mjúkt efni og móberg, svo und- arlega hafa þau veðrazt. Við erum á leiðinni til Talies en West. húsameistaraskólans, sem hin frægi arkítekt Frank Lloyd Wright stofnaði og stjórn aði, þar til hann andaðist fyrir fáum árum. Wright teiknaði ekki einungis sérkennilegar byggingar, heldur var hann sér kennilegur í háttum og líferni og var löngum stormasamt í kringum hann, bæði í einkalífi hans og starfi. Þóttafullur var hann, og fara af honum margar sögur, viðiíka og sú, að þegar fullgengið var frá íbúðarhúsi. sem hann hafði teiknað fyrir auðuga ekkju, kom í ljós, að þakið lak óaflátanlega. Konan skrifaði og símaði Wright og vildi fá úrbót á húslekanum, en lengi sinnti hann kvörtunum hennar engu. Loksins fékk hún svohljóðandi símskeyti: Eg skap aði handa yður listaverk, hvern ig dirfist þér að láta það standa úti í rigningu? Aðra sögu sagði okkur mað- ur, sem viðstaddur var eitt sinn, er Wright hélt fyrirlestur í Phoenix og hafði verið aug- lýst, að eftir fyrirlesturinn myndi hann svara spurningum Wright gekk að jafnaði í svartri skikju og með alpahúfu. í þeim búningi gekk hann á ræðu pall og lagði þar af sér yfirhöfn ina. Er erindinu var lokið, renndi hann augunum um sal- inn og sagði: Eg kem ekki auga á eina einustu skynsamlega spurningu í þessum hóp og mun því ekki segja meira. Sveiflaði skikkjunni um sig og skálmaði út. í Taliesen West eru einkenni- legar byggingar, sem lítið þýðir að reyna að lýsa með orðum. Wright lagði mikla áherzlu á samræmi umhverfis og húss, og að vissu leyti er fyrsta tilfinn- ingin, sem maður fær þarna sú. að þessi:m óreglulegu húsum hafi skotið upp úr jörðinni. — Byggingarefnið er rauðleit risa- furn sem vex í Vesturríkjunum CFramhald á 13. síðu' ^TIMINN, fimmtudaginn 14. júní 1962 skabarniö" tekur lamb fátæka mannsins Aðalfundur Eimskipafélags Is- lands var háður hér að venju eftir mánaðamótin, og var hann með sama svipmóti og vant er. — Eimskip var stofnað árið 1914,. Hlutafénu var safnað um allt land, svo var einnig í byggðum Vestur- íslendinga. Þetta voru í rauninni þjóðarsamskot, því að allir vildu vera með í því að skapa „Óskabarn þjóðarinnar" eins og félagið hefur oft verið nefnt. Hlutirnir voru lág- ir en þátttakan almenn, flestir voru þeir kr. 25 — 50 — 100. Fyrir fyrri heimsstyrjöld voru þetta allmiklar upphæðir fyrir flesta, þá var árskaup vinnukonu frá kr. 30—50. Duglegir vinnumenn fengu í árskaup frá 80—100 krón- ur, og tímakaup var 25—35 aurar. Árskaup vinnumanns í dag er varla ofreiknað kr. 60 þúsund en var kr. 100 1914, hafa þá bréfin sexhundruðfaldazt í verði miðað við kaup nú og þá. Oftast hafa verið greidd af bréfunum 4% í ársarð, eða kr. 1 — af 25 kr. bréfi, og nú síðustu ár 10%, eða kr. 2.50 af sama bréfi. Varla hefur þessi upphæð verið fyrir skósliti eða tímatöf við að sækja arðinn á skrifstofu Eimskip. Hafi menn not að strætisvagn, hefur allur arður- inn farið í farmiðann, og tveggja ára arður horfið, ef vagninn hefur verið notaður báðar leiðir. Það hefur því ekki svarað kostnaði að eltast við áisarðinn af „Óskabarn- inu“. Þannig hefur þetta stórauð- uga félag launað þeim, sem sköp- uðu það og studdu það fyrstu sporin. Um rekstur og stjórn Eimskip verður ekki skrifað að þessu sinni, en það væri sannarlega efni í heila bók. — Reikningar félagsins gefa enga sanna mynd af eignum þess, enda ekki til þess ætlazt af ráðamönn- um þess. T.d. er Tröllafoss metinn eins og góð 4ra herbergja íbúð, rúm 500 þús. Flaggskipið Gullfoss er verðlagður eins og sæmilegt ein býlishús 1,3 millj. Stórhýsi félags- ins við Pósthússtræti er metið á 2,3 millj. eða svipuðu verði og fín- ustu einbýlishús bæjarins kosta í dag. Á reikningunum er færður mik- ill reksturshalli, en sjóðstillög og afskriftir — lækkað verð eigna koma þar næstum á móti. Allt hlutafé Eimskip er kr. 1,680.000.00 — ein milljón sex hundruð og átta- tíu þúsund — af þeirri upphæð hefði ársarður verið kr. 168 þús. af þeim arði hefði fallið í hlut félagsins ca: 1/5 af bréfum, sem félagið er búið að kaupa inn. Þessa smáupphæð leyfir stjórn félagsins sér að taka af hluthöfum, — jafn- vel þó flesta hluthafa muni lítið um þessar fáu krónur, skipta þær þó enn minna máli í milljóna- rekstri Eimskipafélags Islands. Þetta lýsir aðeins höfðingslund stjórnenda félagsins, sem sjálfir taka í stjórnarlaun kr. 60,000,00 á ári þrátt fyrir hallarekstur félags- ins. Allir stjórnendur Eimskips eru sem betur fer vel efnaðir menn, og þar að auki flestir hátekju- menn. Ef þeir hefðu nú gefið hinu aðþrengda félagi stjórnarlaunin um leið og þeir strikuðu yfir árs- arðinn, hefðu þeir sýnt svolitla stórmennsku. E.t.v. bíður hún til næsta aðalfundar. Dæmisagan úr Biblíunni um lamb fátæka mannsins hefur aldr- ei þótt til eftirbreytni og sæmir illa „Óskabarni þjóðarinnar" eins og Eimskip á að veia — sam- kvæmt uphafi þess og tilgangi. Hjálmtýr Pétursson. Kyndill dæld- aðist á skeri Togarinn Kyndill er nú farinn til viðgerðar í Skotlandi, en hann tók niðri í Skerjafirði mánudags- nóttina 4. júní undir morgun. Tog- arinn var að koma inn til að lesta hjá Skeljungi, en tók niðri á inn- siglingunni og dældaðist á skerinu. Togarinn festist þó ekki og komst brott án aðstoðar. Skyggni var heldur slæmt er þetta gerðist. — Kyndill verður um hálfan mánuð í ferðinni til Skotlands. Sólskin í Reykjavík Lesendur Tímans í Reykjavík munu reka upp stór augu á þess- um þokudimmu og úrsvölu júní- dögum, er ég held því fram, að sólskin sé í Reykjavík. Samt sem áður stend ég við það. En sólskin- ið, sem ég hef í huga, er ekki úti, heldur í Listamannaskálanum á sýningu Ólafs Túbals, þar sem hann nú sýnir um 100 málverk. Ólafur Túbals hefur í verkum sínum og hugarstefnu falliS inn í raðir þeirra listmálara, sem um og upp úr aldamótunum síðustu uppgötvuðu töfra íslenzkrar nátt- úrufegurðar og skópu íslenzkan og klassískan liststíl í þeirri grein, fluttu fegurð landsins inn í híbýli manna um allt land. Þessi alda er ein af mörgum, sem risu í fari sjálfstæðisbaráttunnar og þjóðvið- reisnar og hófust með öldum nýrr ar ljóðagerðar og lofsöngva höf- uðskálda okkar á 19. öld. f verk um allra þessara listamanna hef- £ ur ráðig ein meginstefna: leit að ■Jf fegurð, stórhrikaleik, sérstæðu litaspili lofts og lands í íslenzku umhverfi, hamförum náttúruafl- anna, ljúfri kyrrð í faðmi ís- lenzkra fjalldala. Allir hafa þess- ir listamenn haft sín sérkenni í listsýn sinni og túlkun, litblæ og stfl. Ólafur hefur verið bjartsýnn málari eins og hann hefur verið í öllu fasi sínu. Hann elskar sól- skinið og uppgötvar fegurð lands lagsins auðveldlegast í ljósi þess. Þess vegna er svo bjart yfir landinu á sýningu hans, sem fyll- ir Listamannaskálann að þessu sinni, að sýningargestum birtir mjög fyrir augum, er þeir leita þangað inn á þessum vorþokudög um. Ólafur sýnir aðeins fáa daga og ættu sem flestir að leita til hans meðan kostur er og þeir sem eru fjárhagslega þess um- komnir ættu að taka með sér það- an „sólskinsblett í heiði“ til þess að auka birtu og fegurð heimilis síns eða vina sinna. Jónas Þorbergsson. 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.