Tíminn - 14.06.1962, Blaðsíða 12

Tíminn - 14.06.1962, Blaðsíða 12
 *TV r 3 m m il i wmmmm liilli--; ■ íi. nnTTin '■& ;:j:: jpKU i !K :;:;:;í;:;:;í:;:;:; IÞRU I 1 IK llÉIIIIi Illlli m ■ — RITSTJÓRI HALLUR SIMONARSON razilíumen Tékkar í Hægri innherji Tékkanna hitti ekki knöttinn f dauSafæri, en tían var til staöar (á miðri myndinni) og skoraði annað mark Tékkanna í gærkvöldi. Ljósmyndir RE Tékknesku unglingarnir léku Akurnesinga grátt Tékkneska unglingalandslið- ið átti létt með að sigra Akur- nesinga á Laugardalsvellinum í gærkvöldi, og áður en iauk, þurfti Helgi Daníelsson að hirða knöttinn níu sinnum úr marki sínu. Akurnesingar stóðu sig sæmilega í fyrri hálf leik, sem Tékkarnir unnu með 3—1, en í síðari hálfleik höfðu þeir ekki úthald og markatal- an varð því mjög óhagsfæð. Leikurinn byrjaði svo sem nógu vel fyrir okkar menn og þegar aðeins átta mínútur voru liðnar tókst Ingvari Elíssyni að skora mark, sem því miður varg eina mark Akumesinga í leiknum. Þórður Jónsson lék upp vinstri lill kantinn og gaf fyrir markið. Markvörðurinn greip knöttinn, en vinstri bakvörður Tékka hljóp á hann með þeim afleiðing um ag markvörður missti knött- inn og féll við. Ingvar hafði fylgt fast eftir og sendi knöttinn í autt markið. Það tók Tékkana 23 mín. að finna glufu á vörn Akurnesinga, sem framan léku þéttan varnar- | leik, imeð fimm varnarleikmenn , í línu. En þá loks varnarmúrinn var rofinn var eins og flóðgáttir opnuðust og á þremur mínútum tókst sama leikmanninum, innherj anum Mráz, að skora þrjú mörk — sannarlega eftirminnanlegt „hat-trick“ fyrir hann. Fyrsta markið var skorað á léttan og skemmtilegan hátt. Einn Tékkanna lyfti knettinum yfir varnarvegg Akurnesinga og þar hljóp Mráz í eyðuna og skor aði léttilega. Mínútunni á eftir lék Valocek upp kantinn og gaf fyrir og Mráz sendi knöttinn í netið. Og leikurinn hófst að nýju og Tékkarnir brunuðu upp. Mið- herjinn o,g útherjinn vinstra meg- ir, — hinn frábæri Valocek, léku i upp með knöttinn og útherjinn sendi fyrir til Mráz, sem skoraði með þrumuskoti. Akurnesingar áttu nokkur upp hlaup en fá reyndust hættuleg —og yfirleitt komst liðið lítið á- leiðis, þrátt fyrir, að Ríkharður sýndi góða viðleitni til að ná sam leik — en samherjarnir brugðust oftast. Síðari hálfleikur var nær hreinn einstefnuakstur að marki Akurnesinga og þeir voru óheppn ir ag því leyti, að vindurinn sner ist svo Tékkar léku undan snarpri norðan golu síðari hálfleikinn. Og mörkin létu ekki á sér standa og enn var Mráz að verki. Hann skoraði fjórða mark Tékka með langskoti í bláhornið niðri, og nokkru síðar skoraði hann aft- ur, þó eftir að samherji hans Kne bort hafði skorað eitt mark — 6—1. Mörk Mráz urðu því fimm, og það var sem öðrum leikmönn um fyndist nóg um, því hinn inn- herjinn tók nú við og skoraði þrjú falleg mörk — en vissulega hefði Helgi Daníelssoon í nokkr- um tilfellum átt að geta varið betur — og hann virkaði mjög þungur að þessu sinni. Tékkneska liðið lék nú enn ár angursríkari knattspymu, en gegn Akureyri í fyrsta leiknum, og þetta eru vissulega drengir, sem lcunna sitt fag. Akurnesingar voru daufir nema fyrstu mínúturnar — og skortir greinilega úthald. Auk Ríkharðs sýndi Bogi Sigurðsson allgóðan leik sem miðvörður, og j Þórður og Ingvar voru duglegir í framlínunni, þótt árangurinn væri ekki að sama skapi. Sveinn Teitsson lék með síðari hálfleik- inn í stað Jóns Leóssonar og gerði margt vel, þó æfingin sé lítil. Brazilía og Tékkóslóvakía leika til úrslita í heimsmeist- arakeppninni í knattspyrnu í Chile. í undanúrslitum i gær sigraði Brazilía Chile með 4— 2, eftir að staðan var 2—1 í hálfleik. í hinum leiknum vann Tékkóslóvakía Júgóslafíu með 3—1, en hvorugt liðið skoraði í fyrri hálfleik. Hér á eftir fara fréttaskeyti um leikina. Um 28 þúsund áhorfendur voru í Vina del Mar, þegar Tékkar og Júgóslafar hófu leik sinn. Þeir urðu vitni að hörðum fyrri hálf- leik og vélrænni knattspyrnu. Varnir lið'anna voru öruggar og hvorugu liðinu tókst að skora. Eft- ir hléið skallaði Kadrapa á mark- ið, en markvörður Júgóslafa hálf- varði. Kadrapa var strax á knett- inum og skallaði aftur í autt mark- ið. Júgóslafar létu ekki markið á sig fá, og sóttu mjög, en vörn Tékka var þétt sem áður — en heppni var einnig með, þegar skot Júgóslafa small í stöngina. A 69. mín. tókst Júgóslöfum að jafna réttilega. Hægri bakvörðurinn Lala lék upp frá sínum vallarhelm ing og spyrnti á markið af 40 metra færi. Markvörður Tékka sló frá, en miðherjinn Jerkovic skall- aði f mark. Harkan jókst mjög við markið og áhorfendur urðu vitni að hálfgerðum slagsmálum. Sviss- neski dómarinn var starfi sínu vax- inn og eftir aðvaranir urðu leik- menn rólegri. Og þegar Tékkar náðu aftur forustunni er Scherer skoraði, var eins og Júgóslafarnir féllu saman. Og úrslit voru ráðin, þegar sami Scherer skoraði úr víta spyrnu eftir hendi. Tékkarnir léku vélræna knattspyrnu, en liðið samanstendur að miklu leyti af leikmönnum frá Dukla, og er mjög sterkt. Júgóslafar sýndu góðan leik, þótt þeir gæfust upp undir lokin. í Santiago léku heimsmeistarar Brazilíu gegn gestgjöfunum Chile, og áhorfendum var þegar ljóst, að heimsmeistararnir komu á völlinn til að vinna. Garrincha var óstöðvandi og hann ásamt öðrum fiamherjum léku vörn Chile grátt. En þrátt fyrir marktækifæri eftir marktækifæri — leið nokkur tími 1 þar til mark var skorað, og þá var það Garrincha, sem skoraði, og á 31. mín. skoraði hann aftur. En þá fóru Brassarnir að leika léttar og Chilebúar kornu meir í spilið, hrópaðir áfram af 70 þúsund á- (Framhald á 15. síðu) Danír sigra Norðmenn Á annan í hvítasunnu fór fram 1 landsleikur I knattspyrnu milli Danmerkur og Noregs í Kaup- mannahöfn. Danir höfðu mikla yf- irburði og skoruðu sex mörk gegn einu. Ole Madsen skoraði þrisvar, en Carl Berthelsen, Helge Jör'gen- sen og Henning Enoksen eitt hvor, tveir hinir síðast töldu úr víta- ; spyrnum. Framvörðurinn Trygve ! Andersen skoraði fyrir Noreg úr aukaspyrnu. Miðvörður’ Noregs, Arne Winther, réð ekkert við Madsen og var það orsök hins mikla taps. Danska B-landsliðið sigraði í Haugasundi með tveimur mörkum gegn einu, og danska unglinga- landsliðið sigraði einnig, með einu marki gegn engu, þrátt fyrir, að í norska liðið væri miklu betra. Nýtt heimsmet langstökki, 8.31 PaulKeres efstar á áskoremla- métínu eftír tuttugu umferSir Paul Keres hefur enn einu sinni náð forustunni á áskor- endamótinu í skák í Curacao. í tuttugustu umferðinni tefldi hann við Benkö. Tefld var Sik- ileyjarvörn og vann Keres í 38 'eikjum. Hann hefur nú hlotið 1314 vinning og er einn efstur. Tékkneska tían, sem skoraði fimm i f sömu umferS gerðu Petrosjan mörk í gærkvöldi jog Fischer jafntefli í 23 leikjum. Mikil uppskipti voru og var stað an jöfn, þegar þeir sömdu. Aðrar! skákir fóru í bið. Geller tcfldi vig Tal og hafði peð yfir og mikl ar viningslíkur, og Korchnoj áttij einnig vinningslíkur gegn Filip. Korchnoj var peði undir, en átti frípeð, sem talið er kosta Filip hrók. Staðan eftir þessar 20 umferðir er þannig. 1. Keres 13V2 vinn 2. Geller 12% og biðskák 3 Petro- sjan 12 og biðskák, 4, Fischer 9y2 og biðskák. 5. Korchnoj 8V2 og tvær biðskákir. 6. Benkö 8y2 og> biðskák. 7. Tal 6y2 og biðskák og 8. Filip 4V2 og biðskák. í 19. umferð lauk tveimur skák um. Keres og Geller gerðu jafn tefli í 23 leikjum, og Tál og Filip í 33 leikjum. Biðskák varð hjá Fischer og Korchnoj. Fischer átti hrók og biskup gegn hrók og fjór um peðum Korchnoj og er reikn að með ag Rússinn vinni. Þá varð einnig biðskák hjá Benkö og Petrosjan. Báðir hafá jafna menn, en Petrosjan hefur mögu- leika að vinna peð og þar með skákina . Sovézki langslökkvarinn, Igor Ter-Ovanesian, sem undanfarin ár liefur náð góðum árangri í lang- stökki, sctti á sunnudaginn nýtt heimsmet I greininni á móti í Moskvu, eftir því, sem TASS-frétta stofan skýrir frá. Ter-Ovancsian stökk 8,31 metra — sem er þrernur scntimetrum lengra en eldra heimsmetið, en það átti bandaríski svertinginn Ralph Boston, sem var Ólympíumeistari í Róm 1960. Bost- on setti met sitt einnig í Moskvu i Iandskeppni Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. A móti í Leipzig á sunnudaginn settu tvær sovézkar stúlkur ný heimsmet. Tamara Press varpaði kulu 18,55 inetra og bætti miög eldra met sitt, sem var ll^lS m., en það setti hún 1960. Og i lang- stökki var einnig sett heimsmt. Tatiana Shchelkanova stökk 6,53 metra og bætti eigið met um fimni sentimetra. 12 TÍMINN, fimmtudaginn 14. iúní 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.