Tíminn - 14.06.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.06.1962, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrifstofur í Eddu- húsinu; afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur í Banka- stræti 7. Símar: 18300—18305. Auglýsingasími: 19523. Af- greiðslusími 12323. — Áskriftargjald kr. 55 á mánuði innan- lands. í lausasölu kr. 3 eintakið. — Prentsmiðjan Edda h.f. — Áfurðaián bænda í skýrslu þeirri, sem Erlendur Einarsson, forstjóri SÍS, lagði fyrir nýlokinn aðalfund þess um starfsemi þess á síðastliðnu ári, minntist hann m.a. á eitt mál, er sér- staklega snertir landbúnanðinn og bændastéttina. í skýrslunni segir um þetta á þessa leið: „S.l. haust lánaði Seðlabankinn út á landbúnaðaraf- urðir sömu heildarupphæð og haustið 1959. Þrátt fyr- ir mikla framleiðsluaukrtingu og hærra verð eru land- búnaðarafurðalánin óbreytt s.l. 3 ár. Þetta þýðir, að haustiánin út á landbúnaðarafurðir hafa á tveimur árum lækkað úr 67% af heildsöluverði í 50—54%. Þessi lækkun á afurðalánum landbúnaðarins kemur mjög hart niður á samvinnufélögunum og bændum landsins. Samvinnufélögin hafa yfirleitt greitt bænd- um meira fyrir afurðirnar fyrir áramót en nemur af- urðalánum og sölu. En lækkunin gerir það að verk- um, að bændur verða að bíða lengur eftir tekjum sín- um, og er þetta ástand, vægast sagt, að verða óvið- unandi fyrir bændastéttina. Á sama tíma, sem afurða- lánin hafa stórlækkað hefur rekstrarfjárþörf bænda stóraukizt. Miðað við sjávarútveginn, eru bændur mun verr settir. Sjávarútvegurinn fær nú 70—75% lán út á birgðir sjáarafurða. Er hér um að ræða „automatisk" lán úr Seðlabankanum og viðskiptabönkunum. Land- búnaðarlánin eru hins vegar'rúm 50%. Það væri vissulega æskilegt, að samvinnufélögin gætu almennt aukið það mikið við afurðalánin, að unnt yrði að greiða bændum fyrir áramót mestan hluta af haustinnleuo- inu. Því miður hafa þau ekki slíka fjárhagsgetu. Það hefur líka komið í þeirra hlut að byggja upp dýrar vinnslustöðvar fyrir landbúnaðinn, án þess að naegjan- leg stofnlán fengjust til þeirra framkvæmda. í þess- um framkvæmdum hefur bundizt mikið af fjármagni félaganna." Það óréttlæti, sem bændur eru hér beittir, liggur í augum uppi. Sjávarútvegurinn fær 70—75% lán út á birgðir sínar, og telur það þó of lítið. Landbúnaðurinn fær hins vegar ekki nema 50%. Af hálfu Framsóknarflokksins hefur hvað eftir ann- að verið reynt að fá því framgengt á Alþingi, að úr þessu væri bætt, en ríkisstjórnin hefur jafnan risið gegn þeim. Bændur verða að herða baráttuna fyrir því, að þessu misrétti verði ekki unað til frambúðar. Annars verður gengið meira á þetta lagið og það ekki aðeins á þessu sviði, heldur líka öðrum. Hræsnisskríf Það mætti ætla, að a.m.k. heill mannsaldur væri síðan, að forkólfar Sjálfstæðisflokksins hefðu haft mök við forsprakka kommúnista og síðan hefðu þeir ekki komið nálægt þeim á neinn hátt. Svo ákaft fordæmir Morgunblaðið allt samstarf við þá. En í reyndinni er þessu allt öðru vísi varið. Enn er ekki liðinn mánuður síðan Sjálfstæðisflokkurinn hjálp- aði Einari Olgeirssyni í Sogsstjórnina og ekki hálft ár síðan hann hjálpaði Einari í Norðurlandaráð. Enn eru ekki þrjú ár síðan, að Sjrlfstæðisfl. kaus Einar forseta í r.eðri deild Alþingis og ekki fjögur ár síðan, að Einar og Bjarni Benediktsson stóðu hlið við hlið í verkfallsbaráttu. Allt þetta eru foringjar Sjálfstæðisflokksins tilbún- ir til að leika aftur, ef þeir telja sér einhvern hag að því. Hér getur hæglega verið komin ,.nýsköpunarstjórn“ eftir eitt ár, þótt svona þjóti í tálknum Mbl. nú. Öll skrif Mbl. um kommúnista eru ekkert annað en hræsn- isskrif. Það er reynslan svo oft búin að sýna og sanna. tRLbNf YtlkUT’- Bretland og Efnahagsbandalagið Forusfumenn Verkamannaflokksins gera grein fyrir afsiöðu sinni í SÍÐASTLIÐINNI VIKU fór fram tveggja daga umræða í brezka þinginu um fyrirhugaða aðild Breta að Efnahagsbanda lagi Evrópu. Umræða þessi fór fram að ósk Verkamanna- flokksins og fluttu aðalræðum ar af hálfu hans Hugh Gait- skell, formaður flokksins, og Harold Wilson, sem er nú helzti talsmaður flokksins í ut- anríkismálum. Af hálfu ríkis- stjórnarinnar töluðu Edward Heath, sem er aðalfulltrúi Breta í viðræðunum við Efna- hagsbandalagið, og Duncan Sandys samveldisráðherra. Umræður þessar vöktu veru lega athygli og þykja líklegar til að styrkja aðstöðu Breta ' viðræðunum við Efnahags- bandalagið. Ástæðan er sú, að afstaða Verkamannaflokksins kom nú að ýmsu leyti fram greinilegar en áður, en hingað til hefur afstaða hans aðallega verið sú, að bíða átekta. ÞAÐ VAR Hugh Gaitskell, sem flutti aðalræðuna af hálfu Verkamannaflokksins. í ræðn sinni lagði hann sérstaklega áherzlu á, að hann teldi það hvorki þýða efnahagslega björgun að ganga í bandalagið né efnahagslegt hrun að vera áfram utan þess. Þeir. sem væru með aðildinni, gerðu alltof mikið úr ávinninsjnum en þeir, sem væru á móti að ildinni, gerðu líka ofmikið úr pólitísku hættunni, sem gæti hlotizt af henni. Sennilega væri efnahagslegi ávinningur inn enginn eða minna en eng inn til að byrja með, en gæti hins vegar orðið nokkur, þeg- ar frá liði. Allt væri þetta þó háð því, að nauðsynlegum skil yrðum Breta yrði fullnægt, en þau taldi Gaitskell vera þessi: 1. Efnahagsbandalagið tæki réttmætt tillit til hagsmuna brezks landbúnaðar, samveldis- land.a Breta og til bandalags- ríkja þess í Fríverzlunarbanda- lagi EVrópu, EFTA. 2. Bretar réðu eftir sem áð- ur utanríkismálastefnu sinni. 3. Bretar réðu eftir sem áð- ur efnahagsmálastefnu sinni eða m. ö. o. sagt: Bandalagið leggi ekki neinn stein í götu þess, að þeir geti tekið upp áætlunarbúskap og beitt þjóð nýtingu, þar sem hún þykir henta. GAITSKELL lagði mikla áherzlu á, að samveldislöndin fengju hagsmuni sína tryggða, og einnig hlutlausu löndin EFTA, þ. e. Svíþjóð, Austur- ríki og Sviss. Vafasamt væri t. d., að Danmörk og þó sér- staklega Noregur gengju Efnahagsbandalagið, ef Svíþjóð yrði haldið utan við Norskir stjórnmálamenn hefðu skýrt honum frá því, að vel gæti far- ið svo, að ekki fengist nægur stuðningur við aðild Noregs væntanlegri þjóðaratkvæða greiðslu, ef Svíum yrði neitað um eðljleg tengsli við banda lagið. Án þátttöku Noregs o : Danmerkur yrði Bretum örð ugra að ganga í bandalagið en ella. Gajtskell lagði alveg sér- staka áherzlu á, að Efnahags- bandalagið yrði ekki gert HUGH GAITSKELL HAROLD WILSON meira að pólitísku bandalagi en þegar væri orðið. Starf þess ætti fyrst og fremst ag vera bundið við efnahagsmál Eg vil ekki heyra talað neitt meira Um pólitískt bandalag á þessu stigift sagði Gaitskell og hlutu þau ummæli hans góðar undir- tektir bæði meðal stjórnarand- stæðinga og margra stjórnar- sinna. HAROLD WILSON var á ýms- an hátt enn gagnrýnni á störf og stefnu Efnahagsbandalags- ins en Gaitskell. Hann hélt því fram, að þingið missti að miklu leyti vald sitt og að stjórn landsins myndi færast að verulegu leyti til Brussel, ef Bretar undirrituðu Rómarsamn- inginn óbreyttann. Hann útilok aði t.d. það, að hægt væri að framkvæma áætlunarbúskap. — Senr. ta krefðist hann þess EDWARD HEATH einnig, að Bretar breyttu trygg ingalöggjöf sinni í íhaldssamari átt. Wilson gerði lítið úr þeirri efnahagslegu hættu, sem fylgdi því að standa utan Efnahags- bandalagsins. Áfram væru möguleikar til að skipta við Bandaríkin, Auslur-Evrópu og öll löndin í Asíu, Afríku og Suð ur-Ameríku. Það færi allt eftir stefnu Efnahagsbandalagsins, hvort það yrði til góðs eða ekki. Efnkhagsbandalag, sem lokaði sig inni með háum tollum, yrði jafnt Evrópu sem öðrum hlut- um heims til ógagns. Allt öðru máli gegndi um efnahagsbanda- lag, sem hefði mjög lágan ytri toll og sæktist eftir vaxandi viðskiptum um allan heim. Wilson lýsti sig mjög andvíg- an því, að Efnahagsbandalagið yrði pólitískt bandalag. AF HÁLFU beggja ráðherr- anna, sem töluðu. Heath og Sandys, var það áréttað, að Bretland myndi ekki gerast að- ili að bandalaginu, nema full- , nægt yrði þeim skilyrðum, sem § stjórnin hefði sett í upphafi, í§ þ.e. að fullt tillit yrði tekiö til Q hagsmuna brezks landbúnaðar, '« samveldislandanna og EFTA- landanna. Ráðherrarnir drógu í efa, að ] Rómarsamningurinn útilokaði á jj ætlunarbúskap og þjóðnýtingu. Af hálfu frjálslynda flokksins talaði formaður flokksins, Jo Grimond. Hann taldi mikil- vægt, að samkomulag gæti náðst um aðild Bretlands, því að hún væri líkleg til að hafa góð áhrif á framþróunina í Ev- rópu. Hann varaði mjög við þeim áróðri, að Efnahagsbanda- lagið væri sett á laggirnar sem mótvægi gegn kommúnisma. — Efnahagsbandalagið mætti ekki á neinn hátt standa í vegi þess, c að sættir gætu náðst milli Vest- | ur-Evrópu og Austur-Evrópu. I ÞEGAR umræður þessar fóru fram, voru staddir í London for- sætisráðherra Ástralíu og vara- forsætisráðherra Nýja-Sjálands. Erindi þeirra beggja var að hvetja Breta til að halda fast á málum samveldislandanna í við ræðunu.n v'J Efnahagsbandalag ið. Líklegt er, að för þeirra, á- H samt þessum umræðum í þing- i inu, verði til þess að hvetja | samningamenn Breta til að % halda enn fastara fram skilyrð | um þeirra en áður. Þetta getur orðið til þess að draga viðræð- |! urnar meira á langinn en búizt 1 hefur verið við, en ætlunin hef- i ur verið sú, að þeim yrði lokið $ í meginatriðum fyrir 10. sept- | ember, er brezka samveldisráð- i 'efnan kenmr saman. S Raunverulega munu þessar | umræður ekki aðeins skera úr , um það, hvort Bretar verða að- [ ilar að Efnahagsbandalaginu, • heldur munu þær skera úr um það, hvaða mynd Efnahags- bandalagið tekur, hvort það verður heldur eins og Wilson sagði, þröngt og íhaldssamt bandalag, sem lokar sig inni met háum ytri tolli og stefnir að pólitíakri eipip£<i7 eða banda lag á breiðum grundvelli, sem hefur lágan ytri toli og sækist eftir viðskiptum um allan heim, en lætur hin pólitísku má] minna til sín taka. Þ. Þ. z T í MIN N, fimmtudaginn 14. júní 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.