Tíminn - 14.06.1962, Blaðsíða 13

Tíminn - 14.06.1962, Blaðsíða 13
I 1 \ » 5 l 1 l I '1 V '>■)'> » T \ EFTIR VIKUR FÆR EINN LESANDI VIKUNNAR GEFINS BÍL - VERÐUR ÞAÐ ÞÚ? Eyðimörk og undralönd Framhald af 9. síðu. og grjót úr fjöllunum í kring. Fjárráð voru af skornum skammti, er bygging var hafin. Þá sagði Wright, að strigi væri eina almennilega þakefnið, það gæfi rétta birtu í húsin, og lét strengja striga á hreyfanlega fleka, sem hægt er að renna fram og aftur í grópum. En þó að skólinn hafi aðeins aðsetur þarna hálft árið eða yfir vetrar mánuðina, þá vildi rigningin ekki virða hið rétta ljós og gerð ist áleitin við strigann, sem tók að fúna, svo að nú er farið að setja plast 1 þökin í staðinn. Ungur pi'tur fylgdi okkur um staðinn og lýsti hugmyndum og Þlganji , meistarans" sáluga af slíkum f jálgleik, að fremur minnti á trúboð en lýsingu á byggingalist. Heldur er skóla- kerfið laust í reipunum, sumir fara þaðan eftir nokkurra ára nám og taka próf við löggilta háskóla, aðrir eru þarna meiri hluta ævi sinnar og lifa í eins konar sameignarbúskap. Óneitanlega fá margar frum- legar hugmyndir að njóta sín í húsagerð og skreytingum, og leiðsögumaður okkar virtist kunna sérlega vel við sig, þótt hann byggi í tjaldi, eins og aðr- ir byrjendur, yrði að annast matseld og mjalta kýr og dubba sig upn í kjólföt á hverju laug- ardagskveldi til að sitja til borðs í leikhúsi staðarins á grjótbekkjum. Samt varð hann að greiða stórfé fyrir að fá að njóta þeirrar náðar að vera þarna. Skammt utan við Phoenix eru allvíðáttumikil ræktarlönd sem Indiánar eiga. Þar bylgjaðist grænt fóðurgresi og ýmiss kon- ar jarðargróður á ökrunum, en stórvirk dælustöð veitti vatni úr á upp á akrana. En manna- bústaðirnir, sem fram hjá var farið, voru ákaflega lágreistir og lítt aðlaðandi kofar úr þjöpp uðum leirhnausum, þaktir með hálmi. Bílar stóðu fyrir utan suma þeirra, ónýtar þvottavélar og ísskápar utan við aðra. Nú þótti mér leyndardóms- fullt, hvers vegna fólk, sem hefði þetta góða land, ætti svo léleg hús og spurði leiðsögu- mann okkar, hverju það sætti. Hann sagði, að þar væru sjaldn- ast Indíánarnir. sem ræktuðu landið. heldur leigðu þeir það borgarbúum og létu sér nægja þær tekjur tii lífsframfæris. Okkur Norðurlandabúum er orðið býsna heitt þennan dag, því að hitinn nálgast 40 stig á Celsius. Þarna eru samferða mér sænsk hjón, forstjóri sjón- varpsins í Svíþjóð og kona hans sem er blaðamaður og rithöfund ur. Okkur þykir notalegt að koma heim á gistihúsið og snara okkur í sundlaugina, sem er rétt utan við herbergisdyrnar mín- ar á fjórðu hæð hússins. Þang- að fór ég á hverjum morgni meðan við dvöldum þarna og hitti þá oftast laugarvörðinn, sem var ákafur að fræðast um íslands. Varð ég venjulega að halda smáfyrirlestur um land og þjóð marandi hálf í kafi í sundlauginni. Hvatlegur maður og fríður sýnum kemur að flytja okkur í næsta áfanga, sem er bærinn Flagstaff. Þar er hann háskóla- kennari, ítalskur að uppruna og ekur bíl eins og Suðurlandabú- um er títt, spilar á benzíngjaf- ann, eins og organisti á fótspil, fórnar höndum til áherzlu ræðu sinni og hefur sannarlega ekki farþega í aftursætinu út und- an í viðræðum. Þegar borginni sleppir, ökum við um ávaxtagarða, næst grýtta kaktusaeyðimörk, upp á víðlend ar heiðar, þar sem sér til há- fjalla með fannir á tindum, um græn dalverpi. Allt í einu opn- ast mikið undraland. Fagurrauð fjöll með ljósari þverrákum sorfin í myndir álfaborga, við rætur þeirra dökkgrænn trjá- gróður, bleikblómstrandi tré, — (rose bud tree), — við hliðina á hundatrjánum — (dogwood) — sem þakin eru hvítum blóm- um frá stofni út á yztu greinar. Bláir kveldskuggar 'úr vestur- hlíðum, sólarglóð yfir og aust- urhlíðar eitt bál. Þessi staður heitir Sedona. Á einum stað er mjög einkennileg kirkja milli klettanna. Síðar tekur við þröngur dal- ur og reginfjöll á báðar á hend ur. Nú skiptir um gróður. Veg- urinn liðast í stórum sveigum upp brattann, og barrtré og birki þekur hlíðarnar. Upp og upp ökum við, þrjú þúsund fet í einni brekku. Efst eru skaflar við veginn, og þegar upp á há- lendið er komið, er gras naum- ast farið að gænka og barrskóg urinn einn í skrúði. TJmskiptin frá hitanum og eyðimerkur- gróðrinum umhverfis Phoenix eru ótrúleg. Þegar prófessor Giusti er bú- inn að koma okkur fyrir á gisti- húsi þeirrar tegundar, sem kall að er „motel“, kveður hann okkum með þeim ummælum. að næsta morgun, sem er sunnu dagur, muni hann sækja okkur ekki síðar en klukkan átta, svo að eitthvað verði úr deginum. Og næsta dag ökum við svo í tólf klukkustundir um ný undra lönd og eyðimerkur. Sigríður Thorlacius. VARMA PL AST EINANGRUN Þ PorP>-itns‘:on & Co Borgartúm 7 Sími 22235 Flugfélag Reykjavíkur FLJÚGUM TIL Hellissands mánudag. laugardag. Hólmavíkur, Gjögurs, fimmtudag Stykkishólms laugardag Flugfélag Reykjavíkur Sími 20375 - Trúloiunarhringar - Fl.lót afgreiðsla. GUÐM ÞORSTEINSSON gullsmiður Bankastræti 12. Sími 14007 Sendum gegn póstkröfu. SKIPAUTGCRÐ RIKISINS M.s Skjaldhreið vestur um land til Akureyrar 18. þ.m. Vörumóttaka í dag til Sveinseyrar, áætlunarhafna á Húnaflóa og Skagafirði og Öl- afsfjarðar. Farseðlar seldir á mánudaginn. Trúlofunar- hringar afgreiddir samdægurs Sendum nm allt tand Hflti siGURÐSSO Skólavörðustis 2 yíÐAyANGUR hlutlaust urn utanríkismáli landsins frami fyrir fulitrúum margna erlendra ríkja, skuli bera sér slíkt nakalaust fleipur í munn. MINNING: Þórey Sumarliðad. Fröken Þórey Sumarliðadóttir, Valshamri, var jarðsett að Reyk- hólum miðvikudaginn 23. f.m. Hún var fædd að Borg í Reykhóla- hreppi 16. sept. 1911, dóttir hjón- anna Jóhönnu Loftsdóttur og Sum arliða Guðmundssonar, pósts, er bjuggu þar. Þórey átti oft við heilsuleysi að búa, en það' bar hún með hetju- skap og hugprýði. Hún dvaldi hjá foreldrum sínum meðan þau lifðu, og í veikindum þeirra hjúkraði hún þeim báð'um af svo mikilli ástúð og umhyggjusemi að fá dæmi munu sýna að betur hafi verið hægt. Þannig var Þórey sí- fellt reiðubúin til að fórna kröft um sínum, sem oft voru veikir, til liknar öðrum og á einn og annan hátt til áð gleðja vini og nágranna. Hávaðalaust vann hún sín kær- leiksverk. í vöggugjöf hlaut Þórey frá for- eldrum sínum góða leið'sögn, trúna á Guð, forsjón hans og kærleik. Þessi vöggugjöf var henni ómetan- legur styrkur í þrautum hennar. 1 verkum sínum sýndi hún trú sína. Ég og fjölskylda mín þökkum þér Þórey hjartanlega fyrlr þá um- hyggju og vináttu, er við nutum frá þér; við vonum að nú sé bjart í kringum þig og erfiðleikar þínir á braut. Það er vissa mín að ef samborg- arar þínir værum þess megnugir að temja okkur háttvísi þína og þroska kærleikslundina, yrðum við miklum mun hamingjusamara fólk. Ó.E.Ó. Loftpressa fil leigu Loftpressa til leigu. Upplýsingar gefur Konrátl Andrésson, Borgarnesi sími 155. Auglýsið í Tímanum TRULOFUNAR H R I N G A R ULRICH FALKNER AMTMANNSSTÍG 2 PILTAP, ' EFPIDEIOICUNNUSTUNA /f\ ÞÁ fl ÉC HRINMNfl ///' /j/W fátr/a/r/lsmc//>/ssonA (v /fc/<r/s/fjer/ 8 \ ' \>c—V)—.— TILKYNNING Framvegis mun ég eingöngu hafa viðtalstíma og móttöku sjúklinga í Tryggingastofnun ríkisins að Laugaveg 114. Almennur viðtalstími (vegna Tryggingarstofnun- arinnar) kl. 13,30—14,30, nema laugardaga. Viðtalstími fyrir sjúkrasamlagssjúklinga kl. 13— 13,30, nema laugardaga. Sérfræðingsviðtöl aðeins á fyrirfram ákveðnum tíma. Tímapöntun í síma 15730 kl. 15,00—15,30. Páll Sigurðsson, tryggingayfirlæknir. LAUSAR STÖÐUR Loftleiðir vilia ráða sem fyrst nokkra starfsmenn — karla eða konur — í bókhalds- og endurskoð- unardeildir félagsins. Enskukunnátta og bókhalds- þekking áskilin. \ Umsóknir burfa að hafa borizt ráðningadeild Loft- leiða fyrir 1. júlí n.k. Eyðublöð fást í skrifstofum félagsins, Lækjargötu 2 og Reykjanesbraut 6. TÍMINN, fimmtudaginn 14. júní 1962 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.