Tíminn - 16.06.1962, Qupperneq 3
SEMJA UM 9%
í fyrrinótt tókust samning-
ar milli bifreiðastjórafélags-
ins Frama og bifreiðastjórafé-
lagsins Fylkis í Keflavík ann-
ars vegar og félags sérleyfis-
hafa hins vegar um kaup og
kjör bifreiðastjóra á sérleyfis-
leiðum.
Kaup bifreiðastjóra hækkar um
9%, og gildir samningurinn til 15.
apríl 1964.
Samningárnir ná til Suðurnesja-
leiða, Hafnarfjarðar og Norðurleið
ar og annarra sérleyfisleiða í land
inu, þar sem ekki gilda sérstakir
samningar um annað.
Þrjár konur slas
ast í bílveltu
Um klukkan fjögur í gær
varð slys á veginum í Svína-
hrauni, er fjögurra manna
Skodabifreið úr Reykjavík
endastakkst í beygjunni af
Þrengslavegi að Skíðaskálan-
um.
í bifreiðinni voru ungur öku-
maður og þrjár konur, Lngunn Ein
aísdóttir, Lönguhlíð 9, Sigþrúður
Thordarsen, Drápuhlíð 10 og Mar-
grét Helgadóttir, Vífilsgötu 3 —
og drengur, 5 ára gamall. Ein
kvennanna er móðir ökumannsins
og hinar móðursystur hans, en
blaðinu tókst ekki að fá upplýs-
ingar um, hver móðirin er.
Þau voru á austurleið og ætluðu
að Stokkseyri. Samkvæmt ályktun
iögreglúmanns, sem fór á staðinn,
virðist sem ökumanni hafi ekki tek
izt að rétta bifrelðina af eftir beygj
una og hafi hún farið köllhnís.
Bifreiðin stóð á hjólunum og sneri
öfugt við stefnuna; framrúðan var
moluð, en afturrúðan heil á veg-
inum.
Lögregla og sjúkralið fór á stað-
inn og lá éin kvennanna í öng-
viti, þegar að var komið. Konurnar
voru allar fluttar á læknavarffstof-
una. Sigþrúður Thordarsen var
verst á sig komin, en hún hafði
hlotið höfuðmeiðsl. Hún var svo
flutt á Landakotsspítalann. Ing-
unn Einarsdóttir var með brotið
herðablað og var flutt á Landsspít
alann, en Margrét Helgadóttir fór
heim af læknavarðstofunni. Öku-
maðurinn slapp lítt meiddur og
drenginn sakaði ekki.
NYRVEGUR UPPAÐ
EYJAFJAUAJOKL
Nýlega var hafin vegarlagriing
í Ilamragarðaheiði í Vestur Eyja-
29 punda lax
Húsavík, 12. júní:
Ágæt laxveiði er nú í Laxá. —
Hvítasunnudagur var fyrsti veiði-
dagur þar á þessu sumri, og veidd
ust þá 10 laxar á 3 stengur. í gær
fengust 11 laxar á 4 stengur. Yfir
leitt eru laxarnir vænir og taldir
stærri en á sama" tíma í fyrra. —
Stærsta laxinn fékk Benedikt Jóns
son á Húsavík, starfsmaður SÍS, í
gærkvöldi og var laxinn 29 pund
að þyngd. — Þormóður.
fjallahreppi. Vegarlagning þessi
er ætluð til að auðvclda bændum
í hreppnum fjárleitir og fjár-
rekstra á afréttarlönd sín. Eftir
að vegurinn hefur verið lagður
verður hægt nð komast á jeppum
nær því upp að Eyjafjallajökli.
Það er Vestur Eyjafjallahreppur
sem stendur að framkvæmdunum,
og vinnur nú ein ýta að því að
ryðja veginn. Samkvæmt upplýs-
ingum bænda í hreppnum verður
eftir þetta einnig attSvelt að kom-
ast á skíði allt áriS um kring vegna
þess, hversu stutt cr upp að jökl-
inum frá þeim stað, sem vcgurinn
liggur.
Kjötiðnaðarmenn
segja upp
samningum
Félag íslenzkra kjötiðnaðar-
ntanna hefur sagt upp samnirigum
við félag kjötverzlana og vinnu-
málasamband samvinnufélaganna,
og falla þeir úr gildi 16. júlí.
Rakarasveinar líka
Rakarasveinafélagið hefur sagt
upp samningum, og falla þeir úr
gildi um miðjan júll.
Forseti íslands, herra Ásgeir
Ásgeirsson, kom í gær úr för sinni
til útlanda og hefur á ný tekið
við stjórnarstörfum.
Frétt frá forsætisráðuneytinu
573 fuglar
® • 1 /1
emm bok
Út eru komnar hjá Almenna
bókafélaginu bækur mánaðar
ins fyrir maí og júní. Er maí-
bókin myndskreytt bók um
Ítalíu„jjýdd ^f.Ejfigri Pálssyni,
en júníbókin Fuglabók AB í
þýðingu og umsjá dr. Finns
Guðmundssonar.
Ítalía er þriðja bókin í bóka-
fiokk AB Lönd og leið'ir. Höfund-
ur hennar er rithöfundurinn Her-
bert Kubly, maður, sem dvalizt
hefur langdvölum á ítalíu. Er bók
þessi lík að útliti og þær tvær bæk
ur, sem áður hafa komið út í þess-
um flokki, lesmál um land og þjóð-
ína, sögu hennar og daglegt líf, og
hátt á annað hundrað myndir,
margar þeirra litmyndir.
Myndasíður bókarinar eru prent
aðar í París, en að öðru leyti er
bókin unnin í prentsmiðjunni
Odda og Sveinabókbandinu.
Nú þegar hefur verið ákveðið
að gefa út fjórar aðrar bækur í
þessum flokki. Þær verða um Bret-
land, Japan, Mexíkó og Indland.
Júníbókin Fuglar íslands og
HRÆDILEGASTA
GLÆPAVERKIÐ
NTB-Algeirsborg, 15. júní
í dag sprengdu OAS-menn
kröftuga hnoðsprengju inni í
ráðhúsinu í Algeirsborg og
særðust a. m. k. 15 hermenn,
þar af margir lífshættulega.
Óttast er, að einhverjir kunni
að hafa farizt í sprengingunni,
en ekki var hægt að komast
inn í ráðhúsið fyrir reyk og
I eiturgasi til þess að kanna á-
| standið.
Síðdegis í dag, birtu OÁS-menn
tilkynningu til allra Evrópumanna
í Alsír um að flýja til Frakk-
lands tafarlaust, ef það hafi hugs
að sér það.
Aldrei hefur Verið vart jafn
almennrar og sárrar reiði meðal
Serkja og í dag, eftir að OAS-
menn höfðu framið einn hrylli-
lega-sta glæp sinn í Alsír til þessa
með því a0 sprengja i loft upp
Mustapha-sjúkrahúsið. Þar lágu
um 1000 sjúklingar, aðallega
Serkir. í allan dag unnu serknesk
ir hermenn við flutning hins
sjúka fólks út úr rústunum, en
þar á meðal voru mörg börn með
lömunarveiki, og konur af fæð
ingardeildum. Sérkir hrópa nú á
hefnd fyrir þetta svívirðilega at
hæfi og hefur mikill ótti gripið
um sig meðal Evrópumanna. þar
sem þeir óttast að Serkir muni
gera alvöru úr orðura sínum.
Evrópu er eftir 3 heimsfræga
fuglafræðinga, ameríkumanninn
Roger Peterson og Englendingana
Guy Mountfort og P. A. D. Holl-
on, en inngang fyrir bókinni rit-
ar Julian Iluxley. Bókin kom út
í Bretlandi árið 1954, og hefur hún
nú komið út á öllum helztu tungu-
málum* Evrópu.
Finnur Guðmundsson var feng-
inn til að þýða bókina árið 1958
og hefur unnið að því síðan. Það
hefur verið mikið staif, og m. a.
má geta þess að ógrynni nýrra
fuglanafna kemur fram í bókinni
og hefur Éinnur gert þau öll. Auk
þess að þýffa bókina. hefur
Finnur einnig staðfært hana, og
raunar átt þátt í henni frá úpphafi
að því er ísland varðar.
Bókin fjallar um 573 fuglateg-
undir, en í henni eru yfir 1200
myndir, svo að fleiri en ein mynd
er af hverri tegund — bæði sum-
ar- og vetrarbúningi þeirra, ef þær
skipta litum, karlfugli og kven-
fugli, ef kyn eru ólík o. s. frv.
Fuglabókin er 384 bls. að stærð
auk 64 myndasíðna, sem prentað-
ar eru í Englandi. Hún er prentuð
með smáu letri, f vasabroti og því
mjög handhæg i meðförum. Utan
um hana er hlífðarumslag úr
þunnu plasti, sem gerir það að
verkum, að bókin er hentug til
þess að ferðast með.
Forráðamfenri AB sögðu, að einna
helzt mætti líkja þessari nýju
fuglabók við Flóru ísldnds, er hún
kom út, og miklar líkur fyrir því,
að hún ætti eftir að vekja áhuga
ungra sem gamalla á fuglalífi
landsins. Þökkuðu þeir Finni fyr-
ir góða samvinnu við útgáfu bók-
arinnar.
Fuglabókin tekur til allra fugla,
sem sézt hafa á íslandi og í
Évróby állt áiistur að Rússlandi. í
benni má finna nöfn fufeiánha á
ensku, þýzku, frönsku, dönsku og
íslenzku auk latneska heitisins. —
Auk þess er skýrt frá þvi, ef
fuglinn ber annað nafn i Banda-
rikjunum en i Englandi Þá er og
skýrt frá því hvers konar hljóð
fuglarnir gefa frá sér. svo auð-
veldara sé fyrir menn að þekkja
þá.
92000 flóttamenn
frá 1. júní
NTB — Algeirsborg,
15. júní:
Skýrt var frá því í Algeirs
borg í dag að frá því 1. júní
hefðu komið til Marseille í
Fra-kklandi 92 þúsund flótta
menn frá Alsír. 58 þusund
manns komu með flugvél-
um, en hinir fóru sjóveg. Aö
jafnaði hafa komið til Mar-
seille 6 þúsund flóttamenn
í Viku hverri.
Ný stjórn í Laos
á mánudag
NTB — Vientiane, 15. júní:
Þjóðþingið í Laos sam-
þykkti í dag samning prins-
anna þriggja frá 12. júnl um
myndun samsteypustjórnar í
landinu, með 44 atkvæðum
gegn einu, en einn fulltrú-
anna sat hjá við atkvæða-
greiðslu. Næst komandi
mánudag mun Vatthana kon
ungur svo útnefna hina nýju
stjórn landsins, sem verður
undir forsæti Souvanna
Phouma, foringja hlutlausra.
Fráfarandi forsætisráðherra,
Boun Oum, verður varafor-
sætisráðherra nýju stjórnar-
innar.
Bidault sviptur
þinghelgi?
NTB — París 15. júní:
Dómsmálaráðuneyti Frakk
iands hefur farið þess á leit
við franska þjóðþingið, að
það svipti Georges Bidault,
fyrrverandi forsætisráð-
herra, þinghelgi sinni, svo að
unnt verði að sækja hann til
saka að lögum, fyrir þátt-
töku hans í OAS- samtökun-
um.
Eins og kunnugt er hefur
Bidault látið samtökin lýsa
því yfir, að hann sé yfirmað-
ur þeirra í Frakklandi.
Fyrir nokkrum mánuðum
síðan sagði Bidault í viðtali
við belgiskt dagblað, að
markmið OAS-manna væri
aff steypa de Gaulle af stóli.
í tilkynningu þessari seg-
ir, að frönsk yfirvöld hafi í
höndunum plögg, sem sanni
þátt Bidault í aðgerðum
OAS.
USA beitir Taft
Hartley-lögum
NTB — Washington, 15. júní
Tilkynnt var í Washington
i dag, að Kennedy Banda-
ríkjaforseti, hafi sent Ro-
bert, bróður sinn og dóms-
málaráðherra, beiðni um að
beita Taft-Hartley-lögúnum
til þess að binda eridi á verk
fallið, sem gert hefur verið
í hinum miklu hergagnaverk
smiðjum, Republican Avi-
ation.
Verkshiiðjur þessar fram-
leiða aðallega örrustuflugvél
ar fyrir sjóherinn.
Krústjoff tll
Rúmeníu
NTB — Moskvu, 15. júni:
Tilkynnt var í Moskvu í
dag, að Nikita Krustjoff, for-
sætisráðherra Sovétríkjanna
hafi lagt af stað í dag með
iárnbrautarlest til Búkarest,
þar sem hann mun ræða við
vmsa kommúnistaleiðtoga.
Eins og kunnugt er, er
Krustjoff nýkominn úr heim
sókn til Búlgariu.
TÍMINN, laugardaginn 16. júní 1962