Tíminn - 16.06.1962, Qupperneq 4

Tíminn - 16.06.1962, Qupperneq 4
ERLENDUR HARALDSSON SKRILAk .'RA AoS'llUK-ÖEftUN: Einnig verð ég aS segja það, að allt nám er gert ungu fól'ki mjög auðvelt hér og þeim alger lega að kostnaðarlausu. Stúdent ar fá meira að segja vasapen- inga. Hins vegar er haldið uppi miklum áróðri meðal æskunn- ar. um ágæti kommúnismans og hin sósíalistísku fræði eru skyldunámsgrein hjá öllum nemendum og er sú fræðsla mjög einhliða og gefur gersam lega rangar upplýsingar um eðli og ástand hinna vestrænu þjóðfélaga, þannig að að þeirri fræðslu lokinni gætu nemendur haldið, að þar væru aðeins við völd peningasjúk og gjörspillt yfirstétt, sem stjómaðist alger- lega af hernaðaraþda og yfir- ráðastefnu. Undir henni sé svo meira og minna mergsoginn og ófrjáls verkalýðurinn, sem á i stöðugri baráttu. Fræðilega er þetta sett mjög rökrænt upp. Þessi ranga og útúrsnúna fræðsla finnst mér eitt hið hryggilegasta við framferði yf- irvaldanna, svo og rangsnúin og einhliða fréttaþjónusta. — Þannig reyna yfirvöldin að fá æskuna á sitt vald og það hefur þeim tekizt að nokkru leyti. Tryggustu stuðningsmenn stjórnarinnar er hluti æskunn- ar, sem hefur raunverulega ver ið blekkt og afvegaleidd á þenn an hátt. Það eru slíkir piltar, t'ííÍs:s'N$Íyí<ííí\:íí$SÍ Beðið eftir mjólk fyrir utan mjólkurbúð í Austur-Berlín. í þetta skipti fékk hver kaupandi aðeins % lít- er. Stundum er ástandið svo aumt, að aðeins fæst mjólk fyrir börn. Þetta er gott dæmi um ástand land- búnaðarmálanna, sem hefur valdið alvarlegum vöruskorti. Það var á þessu árt, sem A-Þýzkaland ætlaði að fara fram úr V-Þýzkalandi hvað framlciðslu og lífskjör á íbúa varðaði. Reyna að fá æskuna á sitt vald og tekst það húsin, og mikið gert til þess að hvetja menn tíl að taka þátt í slíkri starfsemi, en þó er það ætíð skiJyrði, að allt, sem gert er eða sýnt, falli inn í ramma þeirra hugmynda, sem stjórnin boðar. Þvingunin er svo mikil, aö menn þora ekki að tala saman um stjórnmál nema gjörþekkj- ast, komi ókunnugur að, þá láta menn talið niður falla. Okið, þvingunin, réttarfarslegt örygg isleysi og látlaus leiðindaáróður með innantómum slagorðum, sem nær allir eru fyrir löngu orðnir þreyttir á, eyðileggur þá ánægju, sem menn myndu ann- ars hafa af mörgu. Hér ríkir ein ræðissósíalismi, ekki sá frjálsi fí sósíalismi, . sem mörg okkar j| myndu hafa óskað eftir. — Sjást hér nokkurn tíma & vestrænar kvikmyndir? — Já, það kemur fyrir, t.d. franskar, ítalskar, eða jafnvel þýzkar, en þær eru venjulega bæði gamlar og lélegar. Ekki skil ég um það segja, hvort það er með vilja gert eða vegna gjaldeyrisskorts. Samt bregst það ekki, að þessar myndir esu alltaf vel sóttar af unga fólk- ipu, jafnvel betur en góðar rúss néskar myndir, sem eru raun- verulega mun betri. Unga fólk- inu leiðast þessar austanmyndir sem oftast eru gerðar í ákveðn- um tilgangi og einhver áróður R er í. Vestrænu myndirnar, þótt þær séu auðvitað oft alls ekki góðar, eru þó lausar við slíkan keim, og þess vegna sækist æsk an eftir þeim. sem eru látnir gæta landamær- anna og það eru þeir, sem skjóta jafnvel börn og ungl- inga fremur en að sjá þá fara í vesturhlutann. Það skilja ekki aðrir en þeir, sem reynt hafa, hve einhliða áróður og frétta- þjónusta getur haft örlagarík og hryggileg áhrif. Raunveru- lega afsannar þetta á engan hátt ágæti þjóðfélagskenninga sósíalismans, sem eru alls ekki neikvæðar í eðli sínu, heldur sýnir þetta ástand, hvernig mis nota má sósíalitsískt skipulag, þegar það kemst í hendur ger- ræðisfullra og þröngsýnna afla, sem telja tilganginn helga með- alið og eru gersamlega blindir af hugmyndakerfi því, sem þeir berjast fyrir að gera að veru- leika og það með einræSi og valdi, sé ekki annað unnt. — Hvað segja gamlir komm únistar um þessa þróun? — Sjálf tók ég í æsku minni þátt í ungmennahreyfingunni, sem síðar klofnaði í tvær lireyf ingar og var önnur nefnd „soci aljugend" og varð róttæk hreyf ing, sem barðist fyrir sósíalist- iskum umbótum. Vorum við mörg hrifin af þjóðfélagsbreyt- ingum þeim, sem þá voru að gerast í Rússlandi og studdum hin róttæku öfl eftir getu. — Gamlir félagar mínir, sem studdu einnig uppbyggingu kommúnismans eftir stríðið í A-Þýzkalandi hafa allir orðið fyrir vohbrigðum af núverandi stjórnarfari og hugsuðu sér framkvæmd sósíalismáns allt öðru vísi en reyndin hefur orð- ið. Sósíalismi og einræði, nær takmarkalaus, innantómur, rangsnúinn áróður og alger lok un landsins fyrir öllum menn- ingartengslum við Vestur-Ev- rópu, þarf ekki að fara saman og við ætluðumst ekki til þess að það færi saman. — Hvers vegna gera menn ekki eitthvað gegn þessari þvingun, sem menn tala hér svo mikið um? — Hér er engin stjórnarand- staða til. Að nafninu til hvetur „flokkurinn“ menn til að gagn- rýna það, sem miður fer, en menn þora það einfaldlega ekki vegna ótta við lögregluna og lögin um „fjandmenn ríkisíns". — Þekkið þér sjálf nokkuð dæmi um slíkar ofsóknir? Réttarfarslegt öryggisleysi — Já, ég man eftir manni, sem vann við jámbrautarstöð hér rétt hjá. Einn daginn drakk hann heldur mikið og varð þá á að skamma stjórnina svo ýms ir heyrðu til. Einhver leynilög- reglumaður mun hafa heyrt þetta eða einhver kært það, því að stuttu seinna var maðurinn handtekinn og dæmdur í tveggja eða þriggja ára fang- elsi. Ekki veit ég nánar, hvað hann raunverulega sagði. Einn- ig vissi ég um konu, sem sner- ist til trúar á „Votta Jehova“, eða hvað trúflokkurinn nú heit ir, sem ég þekki sjálf ekki hið minnsta til. Kona þessi, sem ekki1 hafði minnsta áhuga eða skilning á stjórnmálum, komst í hendur lögreglunnar, sem taldi hana vera að útbreiða á- i . róður fjandsamlegan ríkinu, ef til vill vegna þess, að hún stóð að einhverju leyti í sambandi við erlenda „Votta Jehova“ Konan var dæmd í tólf ára fangelsi. Þetta er ótrúlegt en satt. Það er beinlínis furðulega heimskulegt og grátbroslegt, hvernig slíkt sem þetta getur átt sér stað. Það er engu líkara en yfirvöldin haldi, að öll áhrif sem komi að vestan, séu niður- rifsöfl eða fjandsamleg rfkinu þótt þau séu raunar algerlega ópólitísk. Allt samband út á við er slæmt að áliti yfirvald- anna. — Hefur fall Stalins breytt nokkru í þessum málum hér? — Jú, einhverju hefur það breytt, en líklega ekki nærri eins miklu hér og í Rússlandi. Stjórnin telur sig víst þurfa að viðhalda þessum heimskulega „aga“, vegna þess að hún veit hversu völtum fófcum hún stendur meðal fólksins, og sá ótti brýztiút á furðulegasta hátt og veldur margs konar óánægju og gremju, sem vel mætti kom ast hjá. T.d. fáum við engin blöð eða bækur frá Vestur- Þýzkalandi eða yfirleitt frá Vestur-Evrópu, sem við finn-i um okkur þó í meiri menning- artengslum við en löndin fyrir austan okkur að þeim á allan hátt ólöstuðum. Þetta gengur svo langt, að foreldrar eru t.d. látnir skrifa undir vottorð um það, þegar börnin fara í skóla, að þau hlusti ekki á vestrænt útvarp eða sjónvarp. Þetta veld ur foreldrum miklum óþægind- um og slítur að sumu leyti þann trúnað, sem eðlilegur er milli foreldra og barna, því að for- eldrarnir veigra sér við að tala opinskátt um þessi mál við börnin og börnin mótast þyí enn meira en ella af áróðri og rangri fræðslu urn stjórnmál og önnur lönd en ella þyrfti að vera.' Þetta er aðeins eitt dæmi um þvingunina. Það er þessi þvingun, sem liggur eins og mara á svo mörgum sviðum, sem fólkið hefur flúið hundr- uðum þúsunda saman. — Öll mál hafa bæði góðar og slæmar hliðar. Hvað um hin ar góðu’ Góð heilsugæzla má' auðvitað ýmislegt gott segja um A-Þýzkaland og það, sem hér hefur verið gert. T.d. ræður starfsfólk miklu um rekstur þeirra fyrirtækja, sem það vinnur við, uppbygging hef ur verið mifcil, læknaþjónusta er með ágætum, menntunar- möguleikar öllum opnir, þótt það hafi reyndar ekki verið fyrst í stað, því að þá fengu synir menntamanna ekki að ganga menntaveginn, því að .stjórnin vildi skapa nýja menntamannastétt, sem kæmi einungis frá verkalýðsstéttinni, en nú er því hætt. Einnig er gert mikið fyrir ýmiss konar menningarfyrirtæki. t.d. leik- I Óhjákvæmileg þvingun — Er nokkurt útlit fyrir, að eitthvað verði losað um böndin á næstunni, a.m.k. þau bönd, sem sumum finnst, að stjórnin gæti sér að skaðlausu losað um? — Ekki virðist neitt behda til þess. Annars er það risinn í austri, sem mótar stefnuna í raun og veru. Kommúnisminn í A-Þýzkalandi er þó aðeins af- mynduð endurspeglun kommún ismans í Rússlandi, og mun þvingaðri eftir því sem ég kemst næst. Aðeins stefnubreyt íng í Rússlandi getur losað um þá þvingun, sem hér ríkir, því að breytingarnar í Rússiandi hafa fljótt áhrif hér. Munurinn á Rússlandi og A-Þýzkalandi er sá, að Þjóðverjar vilja ekki þjóðskipulag kommúnismans, en meirihluti Rússa mun hins vegar styðja það. Meðan þetta ástand helzti verður óhjákvæmi lega einræði og þvingun. — Hvernig skyldu næstu kosningar fara? segi ég og dett ur í hug nýafstaðnar kosningar heima. — Ætli Ulbricht fái ekki 99,85 til 99,97% atkvæði að vanda, segir friiin og kímir við. Berlín í júní, Erlendur Haraldsson. Síðari hluti 4 TIMINN, laugardaginn 16. júní 1962

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.