Tíminn - 16.06.1962, Side 6
'warasBEíi&''
1937 BOKMENNTAFELAGIÐ MAL OG MENNING 1962
AFMÆLISÚTGÁFA
í haust í viðhafnarbúningi * Tólf bækur
eftir ÞJÓÐKUNNA ÍSLENZKA HÖFUNDA
Að því tilcfni að bókmenntafélagið Mál og menn-
ing verður 25 ára 17. júní í ár hefur stjórn félags-
ins og félagsráð ákveðið að stofna til afmælisút-
gáfu og hefur fengið til samstarfs nokkra helztu
rithöfunda og skáld þjóðarinnar sem leggja til í
þessa útgáfu ný frumsamin verk Stjórnin vill að á
útgáfu þessari sé myndarbragur, að það fari sam-
an fjölbreytileg verk eftir góða höfunda og vönduð
bókagerð, svo að útgáfan verði félaginu til sóma
og að allir sem hana fá í hendur hafi ánægju af
að eiga hana og varðveita. Allar bækurnar verða
eftir íslenzka höfunda og verður leitað aðstoðar
fremstu bókagerðar- og listamanna til að gera á
þær kápur og sjá um útlit þeirra.
Bækurnar sem Mál og menning hefur verið svo
heppin að fá í afmælisútgáfuna eru þessar —
(tólfta bókin verður ákveðin síðar):'
Þórbergur
Halldór
Einar
Jóhannes
Kiljan Gunnar
Þórbergur Þórðarson:
Minningar úr Unuhúsi.
Skrásettar eftir Stefáni frá
Hvítadal.
Unuhús var annað heimili
margra íslenzkra skálda og
listámanna áratugum saman.
Um þetta merkilega hús hafa
margir íslenzkir rithöfundar
skrifað, en einkum um þá
„akademíu og veizlu“ sem þar
stóð á þriðja og fjórð'a ára-
tug aldarinnar. Minningar þær
sem Þórbergur Þórðarson
skráði eftir Stefáni frá Hvíta-
dal 923 má hinsvegar segja að
fjalli um forsögu þessa skálda-
húss, því þar er greint frá íbú-
um þess á árunum fyrir 1910.
Jón Helgason:
Tuttugu eriend kvæSi.
Þýdd og stæld.
Af undirtektum þeim að
dæma sem Jón Helgason hlaut
þegar hann las úr þessum
ljóð'aþýðingum í vor, er óhætt
að fullyrða að Tuttugu erlend
kvæði verði á sína vísu annar
eins bókmenntaviðburð'ur og
fyrsta útgáfa frumsaminna
ljóða Jóns fyrir tuttugu og
þremur árum. Meðal r
dýrgripa þessara bókar er sér-
stök ástæða til að benda á fjög-
ur af frægustu kvæðum Fran-
cois Villons, sem verða nú í
fyrsta skipti aðgengileg ís-
lenzkum almenningi.
Halldór Kiljan Laxness:
Prjónastofan Sólin.
Nýtt leikrit.
Halldór Kiljan hefur nú
hvílt sig um stund frá sagna-
gerð, en ryður sér kappsfullur
nýja braut í leikritasmíð, og
þar er ekki síður haft á hon-
um vakandi auga. Strompleik-
urinn olli miklu umróti í hug-
um leikhússgesta. Prjónastofan
Sólin er flóknara leikrit, öld-
in í grímubúningi, heinusvið-
burðir í hnotskurn, ragnarök
gerast og líða hjá. Þessa leik-
rits er beðið með nýrri eftir-
væntingu.
* l- 1 AiVjitAlÓA A
Gunnar Benedlktáátíri:
Skriftamál uppgjafa-
prests.
í þessaii bók eru elztu fyrir-
lestrar og ritgerðir Gunars
Benediktssonar, frá þeim árum
þegar orðið var of þröngt um
hann innan kirkjunnar og hann
hóf boðskap sinn um réttlæti
í þjóðfélaginu. Margir minnast
þess umróts sem þessar ritgerð-
ir ollu á sínum tíma, en þær
hafa ekki birzt áður í bóka-
formi. Bókin er helguð sjötugs-
afmæli höfundar.
Rannveig Sverrir
kemur Halldór Stefánsson nú
aftur að sérgrein sini, smá-
sagnagerðinni. í bókinni eru tíu
sögur.
Jóhannes úr Kötlum:
Ký Ijóðabók.
Síðasta ljóðabók Jóhannesar
úr Kötlum. Sjödægra, flutti
með sér alger@ endurnýjungu
á ljóðastíl hans. Með þessari
bók brýtur skáldið enn nýtt
land, og er þó skeleggur og 6-
hlífinn sem jafnan fyrr.
Halldór Stefánsson:
Blakkar rústir.
Smásögur.
Eftir að hafa gefið út 2 skáld-
sögur á undanförnum árum
Stefán Jónsson:
Vegurinn að brúnni.
Skáldsaga.
Þessi nýja skáldsaga Stefáns
Jónssonar er mikið verk, sem
höfundur hefur unnið að síð-
ustu árin. í sögu tveggja
bræðra sem vara upp eftir
heimsstyrjöldina, eru ofnir
þættir úr örlögum þeirrar kyn-
slóðar sem lifði þroskaár sín á
krepputímunum.
Einar Olgeirsson:
Vort land er í dögun.
Útdrættir úr ritgerðum. Björn
Þorsteinsson annast útgáfuna.
Inngangur eftir' Sverri Krist-
jánsson.
Enginnn á frjórri hugmyndir
en Einar Olgeirsson um fram-
tíðarþjóðfélag íslendinga. í
þessari bók birtist kjarninn úr
ritgerðum hans um framkvæmd
sósíalisma og lýðræðis, ný-
sköpun íslenzks þjóðfélags og
um þjóðfrelsisbaráttu íslend-
inga. Bókin er gefin út að til-
efni sextugs afmælis höfundar.
Sverrir Kristjánsson:
Ræður og riss.
Fáir íslenzkir ritgerðahöf-
undar hafa kunnað betur en
Sverrir Kristjánsson að ydda
orð sín og senda skeyti sín
beint í mark; og fáir standa
jafn föstum fótum í jarðvegi
húmanískrar arfleifðar sem
hann. Það er því ekki vonum
Jón
fyrr að gefið er út úrval greina
hans um menn og málefni,
pólitík og bókmenntir síðustu
tuttugu ár.
Rannveig Tómasdóttir:
Andlit Asíu.
Ferðasaga.
í þessari bók bregður hin víð-
förli höfundur upp myndum frá
Indlandi, Nepal, Ceylon, Kam-
bodia, Tailandi, Uzbekistan og
Kazakstan, hefur lagt leið sína
um frumskóga, eyðimerkur og
upp að rótum Himalaya. Bar-
bara Á. Ámadóttir skreytir
bókina í austurlenzkum stíl.
Elzfu hetjukvæöi Eddu.
Með inngangi og skýringum
eftir JÓN HELGASON.
Færra en skyldi hefur verið
ritað um eddukvæði handa ís-
lenzkum almenningi. Jón próf-
essor Helgason er kunnur að
djúpstæðri þekkingu á fornum
skáldskap og engu síður að sér-
stökum hæfileikum til að miðla
lesendum af henni.
m
r.ta
Stcfán
Ákveðið hefur verið að afmælisútgáfan
verði í aðeins 500 eintökum og seljast allar
tólf bækurnar í einu lagi
Af þessum 500'eintökum afmælisútgáf-
unnar verða 100 eintök í sérstaklega vönd
uðum búningi, tölusett og árituð af höf-
undinum, og ætluð vandfýsnum bókamönn-
umum og bókasöfnurum.
Hin 400 eintök afmælisútgáfunnar verða
seld innbundin í góðan shirting, allar tólf
bækurnar á kr. 2,400,— eða 200 kr. bók-
in að meðaltali. Þær fást líka heftar á kr.
2.00.— oe ib. í skinn 2.700,—.
Safnað verður kaupendum fram til 1. sept.
n.k.
Hér verður um að ræða einstaka sögu-
lega útgáfu á bókum eftir þjóðkunna höf-
unda.
Tekið á móti áskrifendum af afmælisút-
gáfunni í bókabúð og skrifstofu Máls og
meningar Laugavegi 8 III. hæð, símar 22973
og 15005. Skrifstofan verður opin kl. 2—10
e.h laugardag og sunudag.
6
TÍMINN, laugardaginn 16. júni 1962