Tíminn - 16.06.1962, Qupperneq 7

Tíminn - 16.06.1962, Qupperneq 7
Utgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Ámason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Daviðsson. Ritstjórnarskrifstofur í Eddu- húsinu; afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur í Banka- stræti 7. Símar: 18300—18305. Auglýsingasími: 19523. Af- greiðslusími 12323. — Áskriftargjald kr. 55 á mánuði innan- iands. í lausasölu kr.| 3 eintakið. — Prentsmiðjan Edda h.f. — Island og Efnahags- bandalag Evrópu Að sjálfsögðu hefur margt verið rætt að undanförnu um afstöðu íslands til Efnahagsbandalags Evrópu, en fyrr eða síðar verðum við að leita einhverra samninga við það. Langflestum þeirra, sem hafa kynnt sér bandalags- sáttmálann, Rómarsáttmálann, kemur saman um, að full aðild íslands að bandalaginu sé útilokuð og valda því> margar ástæður, bæði efnahagslegar og pólitískar. Þá hefur nokkuð verið rætt um, hvort ísland gæti komist undir ákvæði Rómarsamningsins um aukaaðild. Þetta ákvæði er mjög óljóst og hafa sumir talsmenn bandalagsins orðað þetta þannig, að aukaaðildin gæti rúmað frá 1—99% af fullri aðild. Horfur eru hins veg- ar á, að þetta verði í framkvæmd þannig, að lítity munur verði á fullri aðild og aukaaðild. Aukaaðildin muni að- eins fela það í sér, að viðkomandi ríki fær nokkuð lengri svokallaðan aðlögunartíma til að gerast fullur aðili. Af þessum ástæðum'hefur þeirri stefnu stöðugt vax- ið fylgi, að ísland ætti að reyna að leita eftir skiptum við Efnahagsbandalagið, án þess að gerast fullur aðili eða aukaaðili. i Af sumum þeirra, sem hafa fylgzt með þessum mál- um fyrir íslands hönd, hefur því verið haldið fram, að þetta væri útilokað. Annaðhvort yrði ísland að gerast aðili, aukaaðili eða hafa ekki nein skipti við bandalagið. Nú er það upplýst, að þetta er ekki rétt. Á nýlokinni ráðstefnu Varðbergs flutti G. Berthoin, framkvæmda- stjóri skrifstofu Efnahagsbandalagsins í London, athygl- isverða ræðu um þetta efni. Honum fórust m. a. svo orð samkvæmt frásögn Vísis: „Þá ræddi hann (þ. e. Berthoin) möguleika á auka- aðild. Fyrir lægju beiðnir um slíka aðild frá allmörg- um ríkjum en hann kvað bandalagið hafa fremur nei- kvæða afstöðu til slíkra umsókna almennt talað, þótt engin endanleg ákvörðun hefði enn verið tekin í því efni. Ástæðan væri sú, að með mörgum aukaaðiidar- samningum væri raunverulega verið að fara í kring um Rómarsamninginn. Þá benti hann á þann möguleika að ef þjóð hefði aðeins eina vörutegund er hún flytti út, t.d. fisk, væri ekkert því til fyrirstöðu, að hún leitaði sérsamninga við bandalagsríkin um kaup og tollfríðindi, þótt hún gerðist ekki aðili að bandalaginu." Það er þessi síðastnefnda leið, sem íslendingum ber áreiðanlega fyrst og fremst að athuga. Annars eru mál Efnahagsbandalagsins enn svo mjög í deiglunni, að erfitt er að segja um, hvaða mynd það tekur í framtíðinni. Úr því mun ekki fást endanlega skorið fyrr en séð verður, hvernig samningum þess og Bandaríkjanna lyktar, en þeir skera úr um það, eins og Thorkild Kristensen sagði hér á dögunum, hvort Atlants- hafsríkin skiptast í framtíðinni í tvö andstæð tollabanda log eða hvort góð viðskiptasamvinna tekst milli þeirra. Meðan þetta og annað samningaþóf hinna stærri ríkja stendur yfir, er ekki annað að gera fyrir ísland en að fvlgjast vel með og bíða átekta eins og Helgi Bergs leiddi rök að á Varðbergsfundinurn heirri stefnu verð- ur fylgt og síðan gætt nægrar varúðár. þegar að því kemur að ræða við Efnahagsbandalagið um viðskipta- og tollamál, er engin ástæða til að óttast um. að við get um ekki fengið samninga, er trvggi bæði sjálfstæði okk ar og eðlileg viðskiptasambönd við Vestur-Evrónu Slíkt verður bezt tryggt með því að bíða og rasa hvergi um ráð fram. Úr skýrslu forstjóra S.Í.S.: Kauphækkanirnar í fyrra áttu fullan rétt á sér Reynslan sýnir, að gengislækkunin yar fullkomlega óþörf í ársskýrslu þeirri um starf- semi S.Í.S. á árinu 1961, sem forstjóri þess, Erlendur Ein- arsson, lagSi fyrir nýlokinn aðalfund þess, er m. a. rætt ýtarlega um lausn verkfall- anna á síðastliðnu ári og þátt samvinnufélaganna í þeim. Rétt þykir að birta þennan kafla skýrslunnar orðréttann og fer hann hér á eftir: — Gengisbreytingin í febrúar 1960 lagði allmiklar byrðar á al- menning í Iandinu. Byrðar þessar voru réttlættar með því, að nú skyldi stöðva verðbólgu og koina efnahagsmálum þjóðarinnar á fast- an, varanlegan grundvöll. Eftir að gengisbreytingin hafði verið gerð, var þó strax viðurkennt af stjórn- arvöldunum, að skert hefðu verið kjör þeirra íslendinga, sem tóku að hluta laun sin í erlendum gjald- eyri. Var hér um að ræða farmenn á millilandaskipum. Það var talið mjög sanngjarnt, að laun þeirra hækkuðu strax um 11—12%. Fyr- ir vetrarvertíð fengu sjómenn á bátaflotanum kjarabætur. Eftir langt verkfall í Vestmannaeyjum fengu iverkamenn þar 14,8% launa hækkun, miðað við 8 stunda dag- vinnu. f Reykjavík og nágrenni höfðu jnargir viðræðufundir átt sér stað milli vinnuveiténda og verkalýðs- félaganna. Vinnuveitendasamband sílands hafði tekið þá afstöðu að vera á móti nokkrum breyting á ilaunum. Afstaða þessi vair rök- studd með því, að atvinnuvegimir þyldu ekki neinar launahækkanir. Vinnumálasamband samvinnufé- laganna hafði aðra skoðun á því, hvað gera þyrfti til þess að forða verkfalli og því stórtjóni, sem slíku er jafnan samfara. Það var álit Vinnumálasambands samvinnu félaganna, að það væri ekki raun- hæft að standa á móti einhverjum kaupbreytingum, m. a. vegna þess, sem á undan hafði skcð. Eigi að síður taldi Vinnumálasamband samvinnufélaganna rétt að kanna til hlítar, hvort vinnustöðvun yrði forðað í Reykjavík með þeii-ri til- liögun, sem Vinnuveitendasam- band íslands taldi rétta. Reyndin varð sú, að veirkfall skall á í Reykjavík, Hafnarfirði og Akureyri 29. maí. Sáttatillaga, sem fram kom frá hinni opinberu sátta- nefnd skömmu eftir að verkfall- ið hófst, var felld af flestum verka- lýðsfélögum, svo og af félögum Vinnuveitendasambands íslands, en hins vegar samþykkt af Vinnu- málasambandi samvinnufélaganna. I sáttatillögunni var gert ráð fyrir 6% launahækkun strax og 4% hækkun að ári, enda skyldi samn- ingurinn gilda til 1. júní 1963. Yrði samningnum þá ekki sagt upp, skyldi hann framlengjast til 1. júní 1964, en jafnframt átti þá allt kaupgjald skv. ákvæðum Iians að hækka um 3%. Eitthvert almennasta og víðtæk- asta verkfall, sem sögur fara af hér á landi, var nú skollið á, og framundan virtist löng vinnu- stöðvun, m. a. vegna þess að Vinnu veitendasamband íslands virtist hafa þá skoðun. að þreyta skyldi verkfallsmenn til uppgjafar. Ilvað hefði slíkt tekið langan tíma, og ERLENDUR EINARSSON hvaða tjóni hefði slíkt valdið al- menningi og fyrirtækjum? Hvern- ig hefði sá leikur endað? Þá var það sem samviunufélög- in gengu til samninga fyrir norð- an. Samningar tókust. Laun hækk- uðu um 11—12%, miðað við dag- vinnu. Verksmiðjur tóku til starfa. Forðað var því, að bændur nyðra þyrftu að liella niður mjólk sinni. Skip létu úr höfn. Sfldveiðibátar og' sfldarverksmiðjur gátu haldið áfram undirbúningi undir síldar- vertíðina. Síldveiði varð bjargað, en gjaldeýrisöflun síldveiðanna fyrir norðan og austan reyndist um 600 milljónir króna. Mörgum létti, þegar samningar höfðu tekizt fyrir norðan og nokkru síðar í Reykjavík milli Vinnumálasambands samvinnufé- laganna og Dagsbrúnar. Ekki voru þó allir ánægðir með þessa samn- inga. Stjórnarvöld’ln, æm marg- sinnis höfðu lýst því yfir, að þau myndu ekki skipta sér af samning- unum, gerðu nú harða hríð að sam- vinnuhreyfingunni með blaðaskrif- um. í þessum skrifum voru hinir nýju samningar nefndir svika- samningar. Var jafnvel talað um pólitískt sainsæri. Þessar hnútur hittu þó ekki í mark. Aðalfundur Sambandsins samþykkti cinróma þakkir til forystumanna Sambands- ins. Á fundinum voru þó mættir fulltrúar úr ölluni stjórnmálaflokk- um Iandsins. Mjög merkilegt nýmæli var í samningum Vinnumálasambands- ins og verkalýðsfélaganna. Samn- ingarair voru til tveggja ára, en gert var ráð fyrir 4% kauphækk- un að ári, sem þó gilti því aðeins, að ekki yrði nein veruleg röskun á framfærslukfí' innði. í sáttatil- Iögu sáttasemjara var einmitt að fínna ákvæði um ákveðna hækkun að ári. Hér var verið að leggja grundvöll að aukinni festu í kjara< málin og farið inn á brautir, sem gefizt hafa mjög vel hjá nágranna þjóðunum. Hér var því tækifæri t’l þáttaskila i kjaramálum. Nú gerði ríkisstjórnin þá skyssu. ið hún lækkar vengið i byrjun ágúst og eýðilagði þar með tæki- færið til varanlegs vinnufriðar. Ríkisstjórnin átti, að mínu áliti, að standa vörð um krónuna. Fram- I undan var vinnufriður. Framleiðsl- | an var vaxandi. Þetta tvennt skipti mjög miklu máli, og getur skipt öllu máli, þegar meta á þörf- ina fyrir gengisbreytingu. Álirif gengisbreytingarinnar eru líka þeg ar komin í Ijós. Laun margra stétta hafa þegar lækkað mjög mik ið, m. a. vegna gengisbreytingar- innar. Er nú talið sjálfsagt af stjóraarvöldunum, að hinar lægst launuðu stéttir, þær hinar sömu og samvinnuhreyfingin samdi við sl. sumar, fái nokkra kauphækkun fram yfir 4%, sem koma sjálfkrafa í júní. Geta fyrirtækja að taka á sig iaunahækkauirnar í fyrra var að sjálfsögðu nokkuð misjöfn. Með Iækkun vaxta hefði mátt auðvelda fyrirtækjunum að taka á sig kaup- liækkanirnar. Hvað viðvíkur Sam- bandi ísl. samvinnufélaga, þá kem- ur í ljós við uppgjör 1961, að unnt var að taka kauphækkanirnar inn í reksturinn án hækkunar vöru- verðs eða þjónustu. Þrátt fyrir kauphækkanirnar skilaði iðnaður- inn sæmilegri afkomu. Tekjuaukn- ing verzlunarinnar vegna gengis-, breytingarinnar varð mun minni en gengistapið, sem fært er gjalda- megin á rekstrarreikning. Aukin framleiðsla, aukin umsetning, auk- in afköst og vinnuhagræðing sköp- uðu möguleika til þess að taka kauphækkanirnar inn I reksturinn. í þessu sambandi verður ckki komizt hjá að ininnast á tvennt, að gefnu tilefni. í fyrsta lagi: Þegar iðnaður Sam bandsins taldi mögulegt að taka á sig 11—12% kauphækkun sl. sumar, var það af ráðandi mönnum í ríkisstjórninni talin fráleit ákvörðun að hækka Iaunin. Þess í stað skyldi lækka vöruverðið. Hér skýtur nokkuð skökku við, þegar því hefur verið margyfirlýst, að verkafólk skuli njóta Iiluta af fram leiðsluaukningu og bættum rekatri í hækkuðum launum. Nægir í þessu þessu sambandi að vitna til nágrannaþjóðanna. í öðru lagi: Eftir gengisbreyt- inguna í ágúst sl. var af verðlags- nefnd tekin til athugunar breyting á álagningu á vörum og þjónustu. Yfirmaður verðlagsmála kallaði fulltrúa Sambandsins á fund til viðræðna um þessi mál. Tveir fundir um þessi mál báru meiri svip réttarhalda en venjulegs við- ræðufundar. ítrekaðar tilraunir voru gerðar á þessum fundum til þess að kalla fram óskir frá full- trúum sambandsins um hækkaða álagningu á vörur og þi’'nustu. Þessar tilraúnir mistókust, Full trúar Sambandsins ítrekuðú fyrri yfirlýsingar, að Sambandið hefði | nldrei farið fram á hækkun álagn- I ingar og myndi ekki gera nú frek- ! ar en áður. I Að lokum skal minnst á kaup- gjaldsmál hjá fyrirtæki, sem Sam- bandið er aðili að erlendis. Er hér um að ræða Nordisk Andelsfor- bund í Kaupmannahöfn. Sl. sum- ai hækkuðu Iaun starfsmanna | NAF að meðaltali um 12%%. Var þessi Iaunahækkun í samræmi við hækkun Iauna starfsmanna danska sámvinnusambandsins og í samræmi við launahækkanir al- mennt í Danmörku sl. sumar. Að sjálfsögðu hafði Samband isl. sam- vinnufélaga engin áhvif á þessar launabveytingar. Ekki hefur það heldur heyrzt, að ríkisstjórn (Framhald á 15 sfðu) T í M I N N , laugardaginn 16. júni 1962 1

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.