Tíminn - 16.06.1962, Síða 9
Sjávarafurðasala
félaganna og SIS
Á sextugasta starfsári Sam-
bandsins stendur Sjávarafurða-
dcildin að vissu leyti á túna-
mótum. Deildin varð í fyrsta
sinn stærsta deild sambands-
ins, þegar litið er á veltu, og
flutti úr landi verðmæti fyrir
352 milljónir króna. Okkur er
a8 sjálfsögðu ljóst, að veltutal-
an ein segir lítið um hlutfalls-
lega þýðingu deildanna í lieild-
arstarfsemi Sambandsins en þó
freistumst við til þess að líta
á veltutöluna sem nokkra bend
ingu um magn þeirrar þjón-
ustu, sem deildin hefur af
hendi leyst. Hér hafa auðvitaS
margir lagt hönd á plóg. Kaup-
félögin hafa aukið hlutdeild
,ína í framleiðslu sjávarafurða,
og söluskrifstofur Sambands-
ins erlendis liafia unnið
frábærlega gott verk. Vildi
ég í því sambandi minn-
ast sérstaklega á það
mikLa starf, sem unnið hef-
ur verið af dótturfyrirtæki sam
bandsins í Ameríku, Iceland
Products Inc., og er það mjög
ánægjulegt. að framkvæmda-
stjórinn, Bjarni Magnússon, er
nú staddur hér með okkur á að
alfundi í fyrsta sinn eftir að
hann tók við starfi sínu vestra.
Það má segja, að i öllum aðal-
atriðum hafi starf deildarinnar
gengið mjög ánægjulega á s.l.
ári og þar sem fyrir liggja i
hinni prentuðu ársskýrslu nán-
ari upplýsingar en áður hefur
verið venja að prenta, sé ég
ekki ástæðu til að fara nánar
út í þá sálma hér að þessu
sinni.
í þess stað langar mig til að
ræða í einstökum atriðum og
reifa í örstuttu máli vandamál
starfsemi deildarinnar, sem við
stöndum frammi fyrir, vanda-
mál, sem raunar er heldur óá-
þreifanlegt, en engu að síður
alvarlegt og ég held þess virði
að aðalfundur gefi því nokk-
urn gaum. Sambandið var til
þpss stofnað, m.a., að selja af-
urðir kaupfélaganna, sem ein
og sterk heild, og brjóta á bak
aftur vald gróðamanna, sem
skömmtuðu afurðaverð út
hnefa. Það voru samvinnusam-
tökin, sem mestan og beztan
þátt áttu í því að reka af hönd-
um sér þann óvinafögnuð, sem
danska kaupmannastéttin og
hennar leppar gerðu hér fram
yfir síðustu aldamót. Því meg-
um við aldrei gleyma.
Að fordæmi samvinnumanna
skipuðu framleiðendur sjávar-
afurða sér í ýmsar fylkingar,
sér til styrktar og öryggis. Sölu
samband íslenzkra fiskframleið
enda varð til, upp úr hreinni
ríngulreið í saltfisksölumálum,
þar sem kaupendur höfðu að-
stöðu til þess að ota fjölda smá
útflytjenda hverjum á móti öðr
um og stjórna þar með örlög-
um íslenzkra fiskframleiðenda.
Engin ein stofnun hafði yfirsýn
yfir hagsmunamál saltfiskfram-
leiðenda. Nákvæmlega það
sama var uppi á teningnum í
sambandi við saltsfldina, fyrir
tilkomu Síldarútvegsnefndar.
Það kom fyrir, að tugþúsundir
RæSa Valgarðs J. Ólafssonar, framkvæmdastióra
sjávarafurðadeildar SIS
dögunum.
tunna af síld urðu verðlausar
og var jafnvel ekið í sjóinn, að
eins fyrir algert skipulagsleysi
á framleiðslunm Slíku höfðum
við ekki efni a og höfum ekki
enn.
Síðar varð Sölumiðstöð hrað
frystihúsanna til og þá Samlag
skreiðarframleiðenda, allt fyrir
það, að t'ramleiðendum þótti af
fyrri reynslu heppilegra til ár-
angurs að standa saman að s:ri
um málum.
Undanfarin tvö ár eða svo
hafa ýmsar blikur verið á lofti
um framtíð þessara samtaka.
Skreiðarsamlagið hefur riðað,
það hefur hrikt í burðarásum
Sölumiðstöðvarinnar. Skörð
hafa brotnað í veggi Sölusam-
bands ísl. fiskframleiðenda, og
Síldarútvegsnefnd, sem er hálf-
opinber stofnun, hefur orðið
fyrir hi ðum árásum. Sjávaraf-
urðadeild Sambandsins er sú
eina af hinum stærri samtökum
fiskframleiðenda, sem enn þá
hefur staðið af sér óveðrið að
mestu, en að því mun ég koma
siðar.
Óánægja eða efasemdir ým-
issa fiskframleiðenda um hin
stóru sölusamtök hefur vafa-
laust verið á rökum reist, á.m.
k. í sumum tilfellum. Brottför
nokkurra aðfla úr S. H. og
Skreiðarsamlaginu, var þó í
sjálfu sér ekki merki nýs skorts
á samheldni, heldur aðeins af-
leiðing af því, að félagshyggj-
unni hefur verið ábótavant frá
byrjun, enda komið í ljós ýms-
ir ágallar á félagslegri uppbygg
ingu þessara stofnana. Ekki
verður þó heldur hjá því kom-
izt, að trúa því, að nokkur mis-
tök í rekstri hafi átt sér stað
En slík mistök eru að sjálf-
sögðu engin bein afleiðing af
því að þessar stofnanir urðu
stórar og valdamiklar, og þess
vegna þessu máli óviðkomandi.
Tflkoma nokkurra duglegra
einkaútflytjenda kynti auðvitað
undir óánægjunni, og losið, er
af leiddi, gaf aftur einstaklings-
hyggjunni byr undir báða
vængi. Ýmsir hafa viljað trúa
því, að einkaútflytjendurnir
hafi verið duglegri og fengið
betra verð en sölusamtökin.
Þetta er ekki rétt, og er þó
engan veginn verið að gera’ lít-
ig úr dugnaði þessara manna.
Hitt er rétt, að þeir hafa a.m.
k. bæði í freðfiski og saltfiski
getað greitt sínum skjólstæðing
um hærra verð en sölusamtök-
in. En það er ekki vegna þess
að s' isamtökin hafi ekki selt
fyrir jafnhátt verð og jafnvei
í unum tilfellum hærra verð
heldur vegna þess að einstakl-
ingarnir hafa getað selt obbann
af sínu litla magni inn á beztu
markaðina — fleytt rjómann of
an af, á kostnað þeirra, sem
hafa haldið tryggð við sölusam
t.'ikin. Samanburðurinn verður
hagstæður aðeins vegna bsss
að sölusamtökin eru til, hafa
á Sambandsfundinum á
mikið magn að selja og verð-
jafna lakari sölur við þær betri.
Um skreið'ina gegnir nokkuð
öðru máli: Þar er það ekki verð
ið, sem deilt er um að ráði,
heldur afskipunartíminn. Einka
útflytjendur gerast yfirleitt
ekki ábyrgir fyrir útflutningi
ákveðinna framleiðenda. Held-
ur taka þeir skreið þar sem
þeir ná í hana, þegar þeir geta
selt. Þeir leggja áherzlu á, að
ná sem allra mestum sölum á
haustin og framan af vetri, en
alveg án tillits til þess, hver á-
hrif það hefur á markaðinn síð
ari hluta vetrar. Samanburður
inn er vissulega ekki hagstæð-
ur sölusamtökunum. En víf
komum aftur að því sarna
Þetta er aðeins hægt að gerá
af því að til eru sölusamtök,
sem reyna að halda markaðn-
um heilbrigðum með því að
dreifa framleiddu magni á
markaðina yfir allt árið. Niður-
staðan verður óhjákvæmilega
sú, að ef sölusamtökin liðast í
sundur og við fáum e.t.v. 15—
2Ö útflytjendur í hverri fram-
ieiC 'rein, er enginn vafi á
því, að við höfum kallað yfir
okkur sömu ringulreiðina eða
eitthvað því líkt, sem hér ríkti
fyrir daga S. í. F. og Síldarút-
vegsnefndar. Öll þessi sölusam;
tök má gagnrýna, og það er
spurning um, hvort þau ættu
ekki að vera eitt, tvö eða e.t.v.
j>rjú í hverri grein, en það er
annað mál.
Eg gat þess áðan, að Sjávar-
afurðadeild S.Í.S. hefði enn þá
staðið af sér þetta óveður að
mestu. E.t.v. er það að nokkru
leyti því að þakka, að deildin
hefur átt góðu gengi að fagna
undanfarin ár, en einnig vegna
þess, að kaupfélögin, sem við
seljum fyrir, hafa annarra hags
muna að gæta um að halda sam
an þeirri miklu hreyfingu, sem
við öll erum hluti af. Það er
næstum því óviðkunnanlegt að
þurfa að leita slíkra skýringa.
En því hef ég rakið alla þessa
sögu, að þrátt fyrir tiltölulega
kyrrð í kringum Sjávarafurða
deildina, hefur hún engan veg-
inn staðig alveg utan við óveðr
ið. Hin nýi andi frjáls framtaks
og einkahyggju og vantrúin á
að deila kjörum með öðrum,
hefur lika haldið innreið sína
inn í raáir kaupfélaganna. Sér
staklega verður þessa vart í
sambandi við fiskimjöl og
skreið. Síðasti og mesti vottur
þeirrar viðleitni að brjótast út
úr sölusamtökunum með afurð-
ir sínar. var stofnun Skreiðar
samlags á Vestfjörðum. sem
kaupfélögin þar eru aðiiar að
og hafa að því er virðist hvatt
til. Nokkur hluti af mjöli og
skreið kaupfélaganna hefur ver
ið selt fram hjá sambandinu
undanfarið í gegnum einkaað-
ila.
Nú verður það auðvitað að
viðurkennast. að þegar margir
MmnmaMwa
Valgarð J. Ólafsson
keppast um að selja afurðir,
sem liggja á öllum landshorn-
um, getur enginn einn aðili
alltaf gert bezt.
Það hefur þvi orðið sumum
kaupfélögunum nokkur freist-
ing að nota sér af tækifaerum.
sem boðizt hafa utan Sambands
ins, enda þótt þau njöti híunn
indanna af aðild að Samband-
inu að öllu öðru leyti.
Sjávarafurðadeildinni er
vissulega mikill vandi á hönd-
um um að grípa í taumana, ef
keppinautur hefur sölu á rctt-
um tíma og skip á rcíium stað
til að taka vöruna, þegar kaup
félagi ér nauðsyn aö losna við
hana. Þetta er þó í raur.'nni
ekki aðalvandinn, vegna þr,.T.s,
að okkur verður, held ég, ekki
borið það á brýn, að við bðfum
talið okkur of stóra til þeas aS
selja í gegnum innlenda aðila
í einstökum tilfellum, þegar
sýnilegt hefur verið, að ksupfé
lögin hefðu hag af, frarn yíir
það, sem við gátum gert á til-
teknum tíma. Vandamálið er
miklu fremur hitt. að varan,
sem þannig fer fram hhá Sam
bandinu, kemur ekki tii jöfnun
ar við vörur arinarra félasa. á-
hættudreifingin minnkar, og
auðvitað verða það aðeins beztu
sölumöguleikarnir, sem þannig
eru notaðir og þá stungið und-
an verðjöfnuninni við önnur fé
lög. Annar vandi er sá, að um-
br>ð'la’in <3;flustarfsem'
Sambandsins hér heima og er
lendis, er að sjálfsögðu byggð
upp með tflliti til þess, að ann-
ast sölu á öllum afurðum sam-
bandsfélaganna. Að því leyti
er töpuðum umboðslaunum í
rauninni velt yfir á þau kaupfé
lög, sem trygg eru sambandinu.
Að svo miklu leyti sem nettó-
hagnaður kann að verða af sölu
Ttarfseminrii hagnaður. sem
gengur til uppbyggingar Sam
bandsins, sem er sameign allra
kaupfélaganna. njóta öll kaup-
félögin í sama mæli, og þau
breyzku þá á kostnað hinna
tryggu.
Við höfum ekki skoðað þetta
sem neitt vandamál í sambandi
við vörur, sem glögglega eru
seldar undir vörumerki Sam-
bandsins, eins og er um frysta
fiskinn til dæmis, sérstaklega,
þegar allt að því helmingur um
boðslaunanna fer í kostnað við
framleiðsluleiðbeiningar eða
eftirlit. Þar höfum við gengið
hreint til verks og sagt: Annað
hvort seljum við alla framleiðsl
una eða ekkert af henni.
En í sambandi við aðrar vör-
ur stöndum við frammi fyrir
vanda, sem verður að leysa, ef
ekki eiga að hljótast af stór
skakkaföll fyrir kaupfélögin
sem heild.
AUSTAN
^ðalfundur Fram
Kaupfélagið Fram í Neskaupstað
:élt aðalfund sinn fyrra laugardag.
Framkvæmdastjóri félagsins, Guð-
röður Jónsson, las upp reikninga
og gerði grein fyrir rekstri þess.
Hefldarvelta á árinu nam rösk-
um 30 milljónum króna í frysti-
húsinu voru frystir 13 þúsund kass
ar, og þar voru saltaðar 140 lestir
af físki.
Alls var slátrað 5500 dilkum, og
er það 1000 fleira en á fyrra ári.
Innvegið mjólkurmagn jókst um
14 þúsund lítra á árinu.
Til afskrifta var varið 350 þús-
und krónum, og ákveðið var að
leggja 1% af arðskyldri rentu í
stofnsjóð félagsmanna. — Fram-
kvæmdir á árinu voru þær helzt-
ar, að byggð var 140 ferm vöru-
skemma. Matvörudeild var breytt
í kjörbúð og einnig voru gerðar
endurbætur á sláturhúsi féjagsins.
í stjórn voru endurkjörnir þeir
Eyþór Þórðarson, Sigurður Hinriks
son og endurskoðandinn Sigurjón
Kristjánsson. Fulltrúi á aðalfund
!SÍS var kjörinn ,Guðröður Jónsson.
— Fréttaritari.
Súasi á veiðar
Neskaupstaður, 7. júní:
J Síldarbátar eru nú allir að bú-
I ast á veiðar frá Neskaupstað. Þar
hefur verið samþykktur nýr kjara-
samningur í verkalýðsfélagi staðar-
ins.
Nýi kjarasamningurinn var sam
þykktur í gær, en samkvæmt hon-
um hefur kaup karla hækkað um
9% en kaup kvenna um 10%.
Alls verða gerðir héðan út 9—10
bátar á síld í sumar. Verða þeir
einvörðungu mannaðir Norðfirðing
um. Óvíst er, hvenær þeir fara á
veiðar vegna kjaradeilna, en órói
er kominn í menn, að geta ekki
byrjað veiðar. Ekki sízt nú eftir,
að frétzt hefur, að norska síldgr-
leitarskipið hefur orðið vart síldar
við Langanes. — Fréttaritari.
Ný verzlun
Nýlega var opnuð ný klæðaverzl
un í Neskaupstað. Nefnist hún
klæðaverzlunin Fönn og er eigandi
hennar Ari Jónsson klæðskera-
meistari í Reykjavík.
í verzluninni eru á boðstólnum
alls konar herra- og drengjafatn-
aður, og auk þess dömukápur og
margt fleira. Verzlunarstjóiri er
Ólöf Stefánsdóttir.
TÍMINN, laugardaginn 16. júní 1962
9
i