Tíminn - 16.06.1962, Qupperneq 14
Fyrrí hluti: Undanhald, eftir
Arthur Bryanl Heimildir eru
STRIDSDACBÆKUR
ALANBROOKE
kjark og sjálfstraust ítala og
hleypa öllu í uppnám á Balkan-
skaga og kannske koma Tyrklandi
í stríðið. Jafnframt skyldi haldið
uppi látlausum sprengjuárásum á
þýzk iðnaðarsvæði og samgöngu-
leiðir og sí'ðar, þegar mótspyrna
Möndulríkjanna í Afríku væri úr
■sögunni, skyldi gera sprengjuárás
ir á Suður-Evrópu frá Afriku.
Jafnframt skyldi dreginn saman
mikill brezk-bandarfskur her í
Bretlandi, til árásar yfir sundiö
árig 1944. „Það er skoðun okkar“,
skrifuðu brezku hershöfðingjarn-
ir, sem að þessari áætlun stóðu,
— „að þessi stefna muui verða
Rússlandi til skjótari og meiri
hjálpar, bæði beint og óbeint, en
flestar aðrar, sem til mála hafa
komið . . . “
Þann 12. janúar lagði fórsætis-
ráðherrann svo af stað til fundar
ins við hi'na bandarísku banda-
menn með fjölmennu föruneyti.
Upphaflega hafði verið ráðgert,
að þeir skyldu fara með beitis'kipi,
en vegna hinnar sívaxandi kaf-
bátahættu var horfið frá þvi ráði.
Það var því nokkrum erfiðleikum
bundið að útvega svo fyrirvara-
laust nægilega stóra og lang-
fleyga flugvél til að flytja þennan
fjölmenna og háttsetta hóp manna
1400 mílna vegalengd yfir opnu
hafi. Ferði'nni lýsti Brooke svo í
dagbók sinni:
„12 janúar 1943, 1400 mílur...
Mér var þá sagt, að öll fyrri áform
hefðu breytzt . . . Við áttum ekki
að fara með beitiskipi, eins og
gert hafði verið ráð fyrir í upp-
hafi, heldur með Liberator-flug-
vél. Við lögðum af stag frá Lond-
on klukkan 7,30 e. m. og ókum
níutíu mílur í myrkrinu til flug-
vallar skammt frá Swindon. Það-
an fórum við svo klukkan 2 e. m.
og fengum mjög góða og þægilega
ferð. Við urðum að klæðast flug-
búningi til að verjast kuldanum
og í hinum skinnfóðruðu fötum
leið okku.r mjög vel . . . “
„í London“, bætti hann við síð
ar — „hafði brottför okkar verið
haldið merkilega leyndri og við
vissum jafnvel ekki sjálfir, til
hvaða flugvallar við vorurn að
fara. en ég held, að það hafi hlot-
ið að vera Lyneham. Þar þurftum
við ag. bíða lengi, meðan verið var
að útvega okkur flugbúninga og
fræða okkur á því hvað vig ættum
að gera, ef við lentum í sjónum.
Loks fórum við um borð í eina af
hinum óþægilegu Liiberator-flug-
vélum. Eg svaf á gólfinu i káet-
unni aftast í flugvélinni og gólf-
félagi minn, — ef svo mætti órða
það — var Dickie Mountbatten.
Hann var ekki sérlega góður
rekkjunautur, vegna þess að hann'
lagðist bókstaflega ofan á mig í
hvert skipti, sem hann velti sér
við, og ég varg að verja hið af-
mælda gólfrúm mitt með hnjám
og olnbogum.
13. janúar: Komum til Casa- j
blanca klukkan 11 e. m. eftirj
skemmtilegt flug meðfram strönd j
inni. Hér dveljum við í mjög j
þægilegu og nýtízkulegu gi-stihúsi I
rétt fyrir utan borgina, með j
tveimur dásamlegum sveitasetrum j
í nágrenninu, öðru fyrir Winston j
og hinu fyrir Roosevelt en hann!
er væntanlegur hingað á morgun.
Við erum mjög fjölmennir — for-
sætisráðherranní Leathers lávarð-
ur, þrír háttsettir hershöfðingjar,
72
i
„Pug“ Ismay, Mountbatten, Jak-
ob, John Kennedy, Slessor, ég og
margir fleiri. Með forsetanum
koma Marshall, King, Arnold,
Cooke, Sommervell, Clark, Eisen-
hower, Leaky, Dill og Harriman
. . . Auk þess koma þeir Alex-
ander og Tedder á morgun . . .
Klukkan 4,30 e. m. sátum við
fund með Dill, þar sem hann út-
skýrði fyrir okkur sjónarmið
Bandaríkjamanna. Klukkan 6 e.m.
fundur með forsætisráðherranum.
Því næst miðdegisverður með
Marshall og langar viðræður við
hann að miðdegisverði loknum. Er
nú þreyttur og mjög syfjaður, en
verð að búa mig undir ávarp mitt
á 'sameiginlegum herforingjaráðs-
fundi um ástandið í heiminum og
þá stefnu, sem við Bretar leggjum
til að valin verði
í samræðum okkar um framtíð-
araðgerðir á Miðjarðarhafssvæð-
inu höfðum við lengi rætt um það
atriði, hvort við skyldum heldur
gera innrás á Sikiley eða Sardiniu,
þegar vig hefðum lokið við að
hreinsa Norður-Afríku. Kg gat
ekki séð marga kosti við það að
velja Sardiniu og hafði mælt ein
dregið meg Sikiley; fjarlægðin
var minni, lending auðveldari, og
hún var á beinni siglingaleið til
Ítalíu. Eg mætti talsverðri and-
stöðu meðal félaga minna, sem
mæltu með Sardiniu og töldu
meginkosti hennar vera þá, ag
mótstaðan á ströndunum yrði
minni og flugvélar yrðu betur
settar á Sardiniu til þess að gera
loftárásir á Ítalíu.. Mér hafði loks
tekizt að ná samkomulagi um
Sikiley og ég átti að leggja áætl-
un um landgöngu þar fyrir Banda
ríkjamenn sem næsta takmark
okkar . . . “
Á þessum kvöldfundi lýsti for-
sætisráðherrann því fyrir þeim,
hvernig hann vildi, að þeir hög-
uðu viðræðum sínum við Ameríku
mennina. Þeir áttu ekki að flýta
sér eða reyna ag knýja fram sam-
þykki, heldur gefa sér nægan
- ...............................
tíma. Jafnframt ætlaði hann að
beita sömu aðferð í viðræðum sín-
um vig forsetann. Hann bætti því
við, að það væri ósk sín, að full-
komið samkomulag næðist, ekki
aðeins um ag hreinsa strönd
Norður-Afríku og hernema Sikil-
ey á árinu 1943, heldur einnig að
endurheimta Burina og gera und-
irbúnings-innrás í Frakkland. Ekk
ert minna fannst honum sæmandi
tveimur stórveldum og skuldbind
ingum þeirra við Rússland.
Næstu fimm dagana reyndu
hinir brezku og bandarísku full-
trúar að komast að samkomulagi
á morgun- og kvöldfundum sínum.
Dill, sem hafði meg veru sinni í
Washington öðlazt fullkomið
traust Marshalls og starfsfélaga
hans og skildi sjónarmið þeirra,
útskýrði það fyrir brezku erind-
rekunum
,.14. janúar, klukkan 2 e. m.
Mjög langur og erfiður dagur.
Morgunverður klukkan 8,30 og síð
an tveggja klukkustunda undir-
búningur fyrir fyrsta fund okkar
og bandarísku herforingjaráðs-
mannanna Klukkan 10,30 f. m.
hófst fundurinn með þvi að ég
hélt klukkustundar erindi, þar
sem ég lýsti skoðunum okkar á
núverandi stríðshorfum og þeirri
stefnti, er við teldum, að fylgja
bæri framvegis. Vig gerðum fund
arhlé til að borða hádegisverð og
hittumst svo aftur klukkan 2,30
e m. Eg mæltist þá til þess, að
þeir útskýrðu cjónarmið sín King
aðmíráll gerði það, og það kom
þá undir eins í ljós, að hann
vildi fyrst og fremst beina hern-
aðaraðgérðunum gegn Japönum.
Hanh stakk því náest upp á því,
að 30% allra hernaðaraðgerða
yrðu á Kyrrahafssvæðinu, sem
við gátum meg engu móti sætt
okkur við . . .
Fundi slitig um klukkan 5 e.m.
og drukkið te. Fór því næst í
stutta gönguferð með John Kenn-
edy niður á ströndina til þess að
horfa á fugla.
spillti fyrir. Sigurður dannebrogs
maður var vínhneigður og sat oft
að sumbli. Drengurinn sótti mjög
til hans. Og lék orð á því, að
hann næði í bragð, þegar á
bernskualdri. Foreldrum hans,
ein'kum móðurinni, var það hið
mesta áhyggjuefni.
XXXVI.
Nú runnu upp ,þau tímamót, að
Guðmundur yngri í Hvammi
komst á fermingaraldur.
Sýslumannshjó'nin höfðu jafn-
an bæði fylgt dætrum sínum til
spurninga. En þennan vetur var
það sýslumaður einn, sem fylgdi
syni sínum, er hann gekk til
prestsins. Ef gott var veður og
færi fóru þeir gangandi, stundum
á skíðum eða jafnvel skautum
eftir ánni. En þegar veðurútlit
var viðsjált eða slæm fæfð, fóru
þeir riðandi.
Sýslumaður hafði jafnan þrjá
hesta á eldi, stundum fleiri. Voru
það allt orðlagðir gæðingar. Hann
hafði hið mesta yndi af góðhest-
um og hirti reiðhesta sina sjálfur,
þ. e. a. s. gaf þeim, strauk þá og
leit eftir básnum þeirra. En einn
vinnumaðurinn þreif hesthúsið.
Og var þag eina hjúið, sem varð
fyrir aðfinnslum húsbóndans, ef
eitthvað þótti út af bera um
snotra umgengni.
Sögðu sumir, að hestar sýslu-
manns segðu honum til, ef eitt-
hvað amaði að þeim. Þá hneggj-
uðu þeir meg annarlegum hreim,
eða létu hann á fleiri vegu skilja
hvað að var. Hitt mun þó sönnti
nær, að hann gætti svo vel að
hverju sinni, að ekkert fór fram
hjá honum.
Það vissu allir, að sýslumaður
fylgdist alís staðar vel með allri
hirðingu og umgengni bæði utan [
heimilis og innan.
Á hvítasunnudag var fermt. Allt
heimilisfólkig í Teigi fór til kirkj
unnar, nema Rúna og Margrét j
litla. Hjónin fóru ríðandi, en eldri j
systkinin gengu og eins vinnuhjú-|
in. Hjónin voru vel ríðandi og í
komust brátt langt á undan hinu
fólkinu.
Er þau áttu skammt ófarig til
kirkjunnar, mælti Guðmundur: —
Þú hefu.r munað eftir fermingar-
gjöfinni, góða mín?
— Já, sagði Sigþrúður. — Hann
fær sjálfsagt stærri gjafir frá öðr
um en mér, blessaður drengur-
inn.
— Kannske, sagði Guðmundur
— Hvag gefur þú?
— Þú veizt það, góði minn,
sagði Sigþrúður. — Passíusálm-
ana, sem þú varst svo góður að
gefa mér fyrir harih í skraut-
bandi, fingravettlinga, tvenna
þelsokka, klofháa reiðsokka, lit-
aða sauðskinnsskó meg rósaillepp-l
um.
— Þú gefur melra, sagði Guð-|
mundur.
— Nei, Guðmúndur. Eg gef
ckki meira.
— Þú gefur honum fyrirbænir
góðar, ástríkrar móður. Það er
ósvikin fermingargjöf, sagði Guð-
mundur.
Þessu svaraði Sigþrúður engu.
Alltaf var það svo, að hún stóð
í varnarstöðu vegna drengsins
síns í Hvammi. Guðmundur hélt
þannig á því viðkvæma máli, að
hún mátti oftast vel vig una. En
það duldist henni ekki, að hon-
um þótti hún hafa látið of mikið
af hendi við barnsföður sinn. Og
dulvitiind hennar sló stöðugt á
þá strengi, ag bónda hennar fynd
ist hún vera öðrum þræði öðrum
birndin en sér. Þetta var fyrir
löngu búið að hitta hana í hjarta-
stað. Það lamaði lífsgleði hennar
og lífshamingju. Hún hafði oft
beðig guð að hverfa þessari dul-
skynjan. Hún elskaði bónda sinn
og börnin þeirra. En það var
henni átakanlega sárt að geta
ekki áunnið sér óskorað traust
eiginmannsins. Ag finna það ætíð
og alltaf, að skuggi fortíðarinnar
steypti myrkri sínu og ófögnuði,
yfir sælu þeirra. Syndin lætur,
ekki að sér hæða. Hún liggur aldr-
ei kyrr í gröf sinni, hversu vand-
lega, sem Um er búið. Hún- veit-
ist ag þeim, sem vakti hana til
lífsins, og teygar mlskunnarlaust
þá lífsveig, sem heitust er í barmi
og má sízt af öllu missast, ef lífið
á að halda heilbrigði sinni. Þessi
ófögnuður skildi aldrei við Sig-
þrúði, þrátt fyrir allar bænir og
yfirbætur. Hann kvaldi hana hvað
sem hún reyndi, og útjaskaði lífs
þrótti hennar og lífsgleði.
Er hjónin höfðu þagað um
'Stund, sagði Guðmundur: — Mér
dettur í hug, hvort þú viljir ekki
gefa nafna mínum, fermingar-
drengnum, þennan bleika.
. Hann teyjndi fimm vetra fola,
sem hann hafði alið hvern vetur
og tamið í eitt ár. Þessi gull-
fallegi ungi foli var afkvæmi
hryssunnar frá Hvammi, sem Sig-
þrúður reið í hlaðið á Teigi dag-
inn, sem þau hjónin komu þangag
í fyrsta sinn saman.
— Guðmundur minn, sagði Sig
þrúður — Þú átt folann en ekki
ég. Eg vonaði, að þú vildir eiga
hann, svo mikið hefur þú lagt af
mörkum við þennan unga hest.
Er þér alvara?
— Já, mér er alvara, sagði
Guðmundur. Folinn er slíkur, að
BJARNI ÚR FIRÐI:
Stúdentinn
í Hvammi
fermingardrengurinn þinn mun
gleðjast. Með þessari gjöf færir
þú honum betri fermingargjöf en,
sjálfur sýslumaðurinn. í fjórtán,
ár hefur hann harkað það af sér |
að viðurkenna hann son sinn.
Hjarta Sigþrúðar bargist ótt
— Það ert þú, sem átt folann,
Guðmundur. Eg hélt þú vildir
eiga hann framvegis, segjum sem
gjöf frá mér. Hann strýkur heim.
Ertu undir þag búinn að sjá hann
sóttan að Teigi? Kannske aftur
og aftur?
— Jú. Eg hef hugsað það allt.
Þú hefur þráð heimsókn drengs-
ins öll æviár hans. Eg er heldur
ekki laus vig þá löngun að hann
komi. Eg hef ekki viljað bjóða
honum heim. En ef hann kapmi af
sjál|sdáðum, myndi ég fagna hon
um. Heimþrá folans gæti kann-
'S'ke stuðlag að heimsókn drengs-
ins. t
— Elsku Guðmundur minn. Eg
er ráðþrota. Þú átt folann. Eg
gaf hann engum öðrum en þér.
Hafi ég átt hann, gef ég þér hann
á þessari stundu. Og vitarilega er
þér heimilt ag gera við hann
hvað sem þér sýnist. Ef þú gefur
hann eða selur, vil ég ekkert vera
við það riðin.
— Þá þakka ég gjöfina, sagði
hann og brosti til konu sinnar.
Nú var haldið áfram um hriö.
Þá sagði Guðmundur: — Þú ert
þó ekki hrædd við folann? Hann
er vel taminn.
— Nei, góði Guðmundur. Eg
er ekki hrædd við folann. Ef ég
er hrædd við nokkuð, þá er ég
hrædd við hugaróra mína og mein
lokur. Eg er syndug kona, og tek
því aldrei á heilli mér.
— Sigþrúður. Þetta máttu ekki
segja, sagði hann. — Þú ert eng-
ill.
— Ef ég er engill þá er ég fall
inn engill, sagði hún.
— Hafir þú einhvern tíma ver-
ið sek, þá ertu búin að afplána
sékt þína, og það fyrir löngu,
sagði hann.
Þau vóru nú að koma í lautina
góðu við túnjaðarinn á kirkju-
'Staðnum. Guðmundur sté af baki,
lýfti konu sinni úr söðlinum og
kyssti hana um leið.
— Sjáig þið helvízkan karlinn.
Kyssir hann ekki Sigþrúði. Hann
ætti að vera betri við hana hvers
dagslega. þá þyrfti hann ekki að
flírast við hana nú vegna kirkju-
athafnarinnar, sagði roskin kona,
sem var ag skipta um föt í laut-
T I M I N N , laugardaginn 16. júní 1962
14