Tíminn - 14.07.1962, Side 6
Skrifstofustúlka
Opinber skrifstofa óskar eftir vélritunarstúlku 1.
ágúst.
Enskukunnátta nauðsynleg svo og góð kunnátta í
íslenzku.
Umsóknir sendist fyrir 23. júlí merkt: „Skrifstofu-
stúlka“, afgr. blaðsins.
Framtíðarstarf
Opinber skrifstofa óskar eftir að ráða gjaldkera.
Verzlunarskólamenntun áskiiin eða hliðstæð
menntun.
Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf, send-
ist afgr. blaðsins fyrir 23. júlí merkt:
„Framtíðarstarf“.
pjQMCafyí
á/ '&zuyá' Áwáá'- <3
// j&ázAé'/zytC'
SKATTAR 1962
Þar sem álagningu þinggjalda í Reykjavík verður
ekki lokið fyrir n.k. mánaðamót, ber skattgreiðend-
um að greiða hinn 1. ágúst upp í væntanlega skatta
sömu upphæð og greiða bar mánaðarlega áður.
Kaupgreiðendur eru sérstaklega minntir á að halda
ber eftir af kaupi starfsmanna upp, í skatta eins
og áður.
Tollstjóraskrifstofan Arnarhvoli
Landsmót hestamanna
í Þingvallasveít
Komið og sjáið mestu hesta landsins reyna með
sér á beztu hlaupabrautum landsins.
24 hestar keppa um 20 þús. krónur í 800 m. hlaupi.
Tjaldstæði og þjónusta við dvalargesti nærri sýn-
ingarsvæðinu.
Fólksflutningar að og frá sýningarsvæðinu í góð-
um bifreiðum.
Dansað á laugardagskvöld.
Framkvæmdanefndin
Forstöðukona
óskast að Húsmæðraskólanum að Staðarfelli, Fells-
strönd, Dalasýslu.
Umsóknir skal senda til sýsluskrifstofunnar í Búð-
ardal eða til fræðslumálastjóra, Reykjavík, sem
veitir frekari vitneskju um starfið.
Þáttur kirkjunnar
BLÓMIN TALA
„Skoðið liljugrös akursins", seg
ir Kristur i Fjallræðu sinni. Þau1
orð gætu hljómað hvern einasta!
dag á sumrinu til okkar, sem byggj
um þetta kalda land, sem einmitt
er þó svo auð’ugt af litskæram
ilmandi blómum.
Einn af frægustu vísindamönn-
um heimsins, og þó sérstaklega
Norðurlanda. grasafræðingurinn
sænski Karl von Linné er stund-
um kallaður blómakóngurinn.
Grasafræðirannsóknirnar veittu
honum ákaflega sterka og göfga
guðstrú. Hann skynjaði hinn skap
andi mátt Guðs allt frá hinu
smæsta til hms stærsta. Gróðurríki
jarðar varð honum sifellt og alltaf
r.ý og ný opinberun Guðs dýrðar. í
Frammi fyrir þessari dýrð stend,
ur vísindamaður auðmjúkur ogí
lotningarfullur. Hann gengur
fram fyrir auglit Guðs „eins og
hann sjálfur kemst að orði, með
öllu sínu Mfsstarfi, og greinir fót-|
spor hans í vísindaathugunum sín-
um og segir í einu rita sinna:
„Eg fann, hvernig plönturnar
eru jarðvegur dýralífsins eins og
moldin er jarðvegur plantnanna
og hnötturinn sjálfur undirstaða
moldarinnar. Eg skynjaði hvern
ig jörðin hreyfði sig daga og næt-
ur, svo að sólin gæti- veitt öllu
þessu líf. En sól, reikistjörnur og;
stjörnur ganga síðan sínar ákveðnu i
brautir í óendanleika geimsins. |
þar sem hinn skapandi máttur hef-
ur ákvarðað þeim stað og hlut-
verk, hann sem við nefnum Guð
og er frumþáttur og meistari, drif-
fjöður þessa mikla sigurverks.
Ekkert mannlegt auga geturi
greint þerman meistara alheims-
ins. Hið eina, sem við skynjum
er það, að hann er eilíf, guðdóm-
leg vera, sem geislar fyrir vitund
vorri hvarvetna á jörðu og himni
og þó er það aðeins hugurinn, sem
skynjar veikt endurskin dýrðar
hans. Enginn / getur gengið fram'
fyrir hátign hans og hásæti nema
mannssálin ein.
Nú um Jónsmessuleytið skynjum
við þennan bjarma af ásýnd guð-
dómsins fremur en nokkru sinni
endranær. Hann gengur um i kvöld
blænum í roðaglóð miðnætursólar.
Dýrð hans sveipar fjöll og firði.
Við heyrum fótatak hans, gegnum
spor hans. Göngum varlega, van-
helgum ekkert, sá staður, sem við
stöndum á er heilög jörð.
Eitt lítið blóm, og öll fegurð
alheimsins í einu blaði. Eitt blóm,
sem er troðið undir fótum, afskorið
Dlðm, svo varnariaust og umKomu-
laust, en samt heil veröld af lífi
og almætti, dýrð og samræmi sem
enginn af höfðingjum heims gæti
skapað.
Og vísindamaðurinn mikli seg-
ir líka: Blómstur, blómstur með
þitt hljóða lífsafl. Dýr, dýr með
þín spyrjandi augu. Biðjið fyrir
mér á hinum efsta degi, að ég verði
ekki tekinn frá ykkur. Þið eruð
draumur Guðs, skapandi logi óska
hans.
Hlustið á blómin tala á Jóns-
messunótt, heyrið hvíslið, þegar
Drottinn gengur sjálfur fram hjá
i kvöldblænum.
Hversu hamingjusamur er sá,
sem skynjar og skilur raddir nátt-
úrunnar, sér dýrð Guðs, heyrir
blómin tala.
Árelíus Níelsson.
MINNING:
Ólafur Einarsson
Þjófanda
Hinn 30. júní sl. var jarðsung-
inn að Villingaholti í Flóa Ólafur
Einarsson, bóndi og bifreiðastjóri
að Þjótanda við Þjórsá. Hann lézt
25. júní á sjúkrahúsinu á Selfossi.
Hann hafði átt við vanheilsu mikla
að stríða langa tíð, en þó einkum
síðast liðin tvö ár.
Ólafur var fæddur að Þjótanda
bann 30. júní 1906. Hann var sonur
Einars Brynjólfssonar, bónda að
Þjótanda og konu hans Guðnýjar
Hróbjartsdóttur, frá Grafarbakka
í Hrunamannahreppi. Ólst Ólafur
upp hjá foreldrum sínum að Þjót-
anda og tók við búinu eftir föð-
ur sinn. Auk búrekstursins var
hann bifreiðarstjóri (tók bifr.próf
1926), og gerðist sérleyfishafi fyr-
ir hrepp sinn og stundaði í því sam
bandi bifreiðaakstur um 15 ára
s'keið. Hann kvæntist árið 1928:
eftirlifandi konu sinni, Ingileif
Guðmundsdóttur frá Seli í Asa
hreppi. Eignuðust þau 7 börn og
eru 4 þeirra á lífi. 1
Eg, sem þessar línur rita, finn
mig knúinn til að minnast þessa
vinar míns og samstarfsmanns um
35 ára skeið. Reyndist hann mér
frábær drengur í smáu og stóru,
eins og öllum, sem kynni höfðu af
honum, enda var hann vinsæll með
afbrigðum. Munu margir vinir
hans og vandalausir sakna hans
með trega. Sárast munu sakna
hans kona hans og börn, svo og
móðir hans sem nú er 87 ára að
aldri.
Ólafur var mikill að vallarsýn,
fríður sýnum, sviphreinn, glaðleg-
ur og æðrulaus fram á síðustu
stund þrátt fyrir vanheilsu sína.
Hann var hreppsnefndaroddviti
um langt árabil og vann mikið fyr-
ir sveit sína.
Vil ég með línum þessum votta
konu hans, börnum og tengda-
börnum innilega samúð mína við
fráfall þessa ástvinar þeirra.
Reykjavík, 7. júlí 1962
Sig. Vigfússon
FUGLABÓK A.B.
Nýlega er koiíiin út hjá Almenna,
bókafélaginu bókin „Fuglar ís-1
lands og Evrópu“. Bók þessi er 1
þýðing á bókinni „A Field Guide
to the Birds of Britain and
Europe“, sem út kom í Bretlandi
1954. Höfundar bókarinnar voru 3
heimskunnir fuglafræðingar,
Bandaríkjamaðurinii R. T. Peater-
son og Bretarnir G. Mountfort ogj
P. A. D. Hollon. Eins og titillinn |
ber með sér, var bókinni ætlað að
vera handhæg leiðbeiningabók við
greiningu fugla úti í náttúrunni.
Óhætt mun að fullyrða, að sjald-
an hafi bók náð jafnvel takmarki
sínu, enda urðu vinsælóir bókar-
innar strax gífurlegar. Brezka út-
gáfan hefur þegar verið endur-
prentuð fjölmörgum sinnum, auk
þess sem hun hefur verið þýdd á
mörg helztu tungumál Evrópu.]
Munu þess ekki dæmi áður, að bók;
náttúrufræðilegs eðlis hafi hlotið
svo skjótar og miklar vinsældir.
í bókinni er notuð sú aðferð að
þeir fuglar sem skyldastir eru og
líkastir, eru settir saman á mynda-
síðu. oft i sömu stellingum, og
síðan benaa strik á þau einkenni,1
sem einkum skai nota við grein
mgu þeirra. Þetta er án efa lang-
bezta aSferðm sem enn hefui ver
ið notuð til að sýna mun likra
tegunda. Upphafsmaður að þess-
ari greiningaraðferð var R. T Peat
erson, sem notaði hana í bókum
sinum um ameríska fugla|. sem
urðu afar vinsælar Peaterson er, j
eins og áður segir. einn af höf-
ijundum evrópsku bókarinnar. og
' > mun hann nú hafa í undirbúningi
svipaðar bækur um önnur svæði
heims.
Þótt bókin sé lítil í litlu broti og
fari vel í vasa, er hreinasta furða
hversu miklum fróðleik hefur tek-
izt að troða í hana. í henni eru
myndir af nær öllum fuglategund-
um, sem sézt hafa í Evrópu, rúmur
helmingur þeirra í litum. Sé munur
á karl- og kvenfugli, vetrar- eða
sumarbúningi, eða nngfugl frá-
brugðinn hinum fullorðna, eru
myndir af þessu öllu. Lýst' er í
stuttu máli helztu greiningarein-
kennum hverrar einustu tegundar,
sem vart hefur orðið við í Evrópu
einu sinni eða oftar, 573 talsins.
Háttalagi og rödd hverrar tegund-
ar er lýst, og greint er frá á hvers
konar stöðum fuglanna er heizt
að vænta, og hvar þeir verpa. Og
siðast en ekki sízt era svo í bók-
inni 380 útbreiðslukort. Þessi kort
sýna mjög- glöggt, hvernig högum
hverrar tegundar er háttað í
Evrópu, hvort hún verpi þar og
þá hvar, sé staðfugl eða farfugl
o s. frv. ! þessi kort hefur farið
geysileg vinna, og þau hafa Verið
marg endurskoðuð. síðan þau birt-
ust fyrst árið 1954. Hefur aldrei
áður verið samankomin í einni bók
jafnmikill og nákvæmur fróðleik-
ur um útbreiðslu evrópskra fugla.
Dr. Finnur Guðmundsson hefur
nú ráðizt í það þrekvirki að þýða
þessa merku bók og staðfæra, Ein-
tök af brezku útgáfunni voru þeg-
ar komin í eigu mjög margra hér-
iendis, og sýndi það eitt vinsældirj
bókarinnar og nauðsyn þess að fá i
hana þýdda á íslenzku. Finnur hefj
ur leyst þýðinguna af hendi af fá-l
dæma vandvirkni. Öllum, sem lesa
bókina, mun ljóst, að hún er afar
vandþýdd. T. d. varð Finnur að
gefa fuglum, sem engin eða léleg
íslenzk nöfn báru, ný nöfn svo
hundruðum skipti. Þótt að sönnu
einstaka nafn kunni að vriðast frem
ur óviðfelldið við fyrstu sýn, eru
langflest þeirra mjög smekkleg.
Finnur hefur undantekningarlaust
fylgt þeirri reglu að hafa aðeins
einorða nöfn, og hefur öllum tví-
nefnum verið kastað fyrir borð.
Gulnefjaður albatrosi heitir nú t. d.
hreggtrosi o. s. frv. Auk íslenzku
nafnanna og latnesku heitanna eru
gefin heiti hverrar tegundar á
ensku, frönsku, þýzku, dönsku og
amerísku, séu þau frábrugðin hin-
um ensku. Er þetta til mikils hag-
ræðis.
Eg vil mjög eindregið ráðleggja
öllum þeim, sem gaman hafa af
því að skoða fugla úti í náttúranni,
að eignast þessa bók. Hún hentar
öllum, unglingum sem fullorðnum.
leikum sem lærðum. Með hennar
hjálp er auðvelt að greina alla þá
fugla, sem hingað til hafa sézt hér-
lendis. Enn fremur þær tegundir,
sem líklegt er að sjáist hér í
framtíðinni, enda þótt þeirra hafi
ekki orðið vart enn. Og ekki sak-
ar það. að bregði einhver áhuga-
maður um fugla sér til meginlands
Evrópu, þá getur hann kynnzt
fuglalífinu hvar sem er með aðstoð
þessarar bókar. — Almenna bóka-
félagið og Finnur Guðmundsson
hafi þökk fvrir að gera íslending-
um kleift að hafa almennt not af
þessari bók.
Agnar Ingðlfsson
6
T í M I N N, laugardagurinn 14. júlí 1962