Tíminn - 14.07.1962, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.07.1962, Blaðsíða 8
HSrSSur Gimnarsson: «J»W Sigurvegarinn í konungs- glímunni 1921 Svar við grein Bjarna Bjarna- sonar, Laugarvatni: „Afmælis- ritið um Skjaldarglímuna." „Afmælisritið um skjaldar- glímuna“ nefnist grein eftir Bjama Bjarnason á Laugarvatni, sem birtist í Tímanum þriðjudag inn 19. júní síðast liðinn. Greinin er alllöng, tæpir fimm dálkar, og fylgir henni mynd af Guðmundi Kr. Guðmundssyni, skrifstofustj., hinum gamalbunna glímukappa. Fyrri hluti greinar Bjarna Bjarnasonar er umsögn og atliuga semdir um efni afmælisritsins og framsetning þess. Sérstaklega tel- ur hann, að gæti ónákvæmni og ósamræmis í frásögnum í sögu skjaldarglimunnar, sem Kjartan Bergmann Guðjónsson, skjalavörð úr, ritar. Þar sem ég er ritari Glímudeildar Ármanns og stóð að útgáfu skjaldarglímuritsins, vil ég fara nokkrum orðum um þessi um mæli og nokkrar athugasemdir í áðumefndri grein. Eins og fyrr segir, teíur igreinar höfundur, að ónákvæmni og nokk urs ósamræmis gæti í frásögnum og að auki hafi verið sniðgengið það atriði, sem sameiginlegt var öllum glímunum, sjálf þátttakan hverju sinni. Undir hið fyrra tel ur hann falla það, að sumra glímu manna er getið aðeins með nafni og verði því að ráða í hver við- komandi hafi verið, en annarra með stöðuheiti og dvalarstað til auðkennis. Um síðara atriðið segir svo: „Hinum minni máttar glímu- mönnum mátti gleyma, þeim er velt upp úr gólfinu og svo að engu getið. Sá veigaminni fórnar þó siannarlega mestu í kappglímu”. Um þessi tvö atriði, sem ég get hér sérstaklega úr athugasemd- um Bjarna Bjarnasonar gildir að mestu sama svar, svo og um meg- inefni fyrri hluta greinar hans. Mér er vel kunnugt um, að heimildir um skjaldarglímuna eru harla fáar og ónákvæmar á ýms- um tímum. Einnig liefur mismik- ið verið skráð um glímuna hverju sinni og það svo, að á stundum leikur vafi um þátttakendur auk annarra atriða. Við þessar aðstæð ur hefur Kjartan Bergmann sam- ið sögu skjaldarglímunnar. Má telja gleðilegt, hversu vel hon- um hefur tekizt að fylla í eyður. Án efa hefur Kjartan lagt mikið starf af mörkum við öflun heim- ilda að sögu skjaldarglímunnar og upplýsingar þær, sem birtust í af- inælisritinu, sennilega aðeins hluti þeirra. Af fjárhagsástæðum varð að takmarka lengd ritsins í heild og þá um leið lengd sögu skjaldarglímunnar. Mun höfund- ur því hafa talið bezt að birta sem Iíklegastar upplýsingar um hverja glímu með tilliti til þeirrar glímu, sem minnstar heimildir voru um. Á Kjartan Bergmann ' þakkir skilið fyrir heimildarsöfn- un sína um íslenzku glímuna í heild. Þess má geta, að hann hef- ur í huga að skrifa ýtarlega sögu fslandsglímunnar og skjaldanglím- unnar. Ég get að nokkru tekið undir með Bjarna Bjarnasyni, að æski- legt hefði verið, að' fyllri uipp- lýsingar til auðkennis væru með nöfnum glímukappanna og að nöfn allra keppenda hverju sinni hefðu verið skráð, þótt fjölda þeirra sé ávallt getið nú. Við þetta hefði sagan lengzt um 3—4 bls., og fæ ég ekki séð, hverju af les- Framhald á 13. síðu. Þeir svara útkallinu: Brynjólfur Marel Vilbogason — hefur aldrei lánað sfúlku reim. voðalega mörgu, en sumt er kannske ekki birtingarhæft í blaði. Eitt sinn fór ég með far- þega að nóttu til suður í Hafn- arfjörð, og skilaði þar öllu úr nema stúlku einni, sem varð með aftur til Reykjavíkur Hún var dálítið drukkin, en hafði hægt um sig, og ég skipti mér auðvitað ekkert af henni, fyrr .en komið var á áfangastað. Þá uppgötvaði ég, að veslings stúlkan var búin að hátta sig og sofnuð vært í aftursætinu Hún hélt þá, að hún væri kom in heim á dívaninn sinn! — Annars líkar mér yfirleiti vel við farþegana. Þeir mættu bara oftar muna, að það er mað ur, en ekki vél, í framsætinu og gæta meira hófs í orðum og gerðum. Svo líkar okkur að sjálfsögðu ekki vel, þegar menn reyna að koma sér undan því að greiða ökugjaldið. Oftast eru það hálfþroskaðir unglingar. sem reyna slíkt. Eitt sinn stungu mig af tveir piltar, þeg- ar aksturinn var kominn á ann að hundrað krónur, en þeir höfðu byrjað á því að skila stúlku í Skerjafjörðinn, og ég fór bara til hennar og fékk nöfn þeirra og heimilisföng, svo að ég fékk mitt í það skiptið. — Hvernig er að keyra kan ana? sagði. Hann er nú ekkert smá- smíði, maðurinn, og svo pat- aði hann í allar áttir og blaðr- aði, og bíllinn var bara allur á iði. Eg skildi ekkert, hvað hann var að fara, en ég pataði bara á móti, eins og vitlaus maður. — Er ekki ágætt að vera 79 af stöðinni? — Jú. ég hef trú á númer- inu, og það hefur reynzt mér vel. Svo er gaman að hafa þetta númer, sem Indriði gerði svo frægt. — Hefurðu lesíð söguna? — Nei. og ég held ég geri það ekki, a.m.k. ekki áður en ég sé kvikmyndina. Þeir eru vísir til að breyta einhverju. og þá yrði maður bara fyrir vonbrigð- um. *— Og þú hefur ekki hlustað á hana í útvarpinu um árið? — Nei. við missum svo mik- ið af útvarpinu í þessu starfi. Við erum kannske í miðju kafi að hlusta á spennandi leikrit, þegar farþegarnir heimta að fá ið hlusta á kanann. — En ég hlakka til að sjá kvikmyndina. hvernig sem hún tekst. Eg sá þá kvikmynda í gær. hvernig Ragnar fór að því að taka benzín á bílinn sinn, og þeir voru m. k. tvo klukku- tíma að því einu saman! Þetta er nú meiri vinnan. — Þeir eru sízt verri en ís lendingarnir, ef maður skilur þá. Það er verra, þegar farþeg- arnir tala ekkert nema frönsku eins og kokkurinn, sem var í 'Maumbæ í vetur Eg keyrði ' bann nokkrum sinnum. og það voru nú meiri lætin, maður. ég skildi ekkí orð af því sem hann i sfarfinu eru aliir m Þegar við hringdum á BSR og báðum um 79 af stöðinni. fengum við svarið: — Eruð þið ið meina hann Malla? Malli reynist heita fullu nafni „Sjötíu og níu af stöS- inni, sagði pían í hátalar- ann — sjötíu og níu gjöri svo vel að koma í símann" og sjötíu og níu hitt og * þetta, segir í þeirri frægu bók, sem allir tala um núna, og heitir einmitt „Sjötíu og níu af stöðinni". Og ástæðan til þess, að hún er á allra vörum, er sú, að þessa dagana er unnið að kvikmyndun hennar, fyrstu íslenzku sögunnar, sem kvikmynduð er á íslandi með íslenzkum leikurum og íslenzku tali. Sjötíu og niu af stöðinni, í samnefndri skáldsögu Indriða G. Þorsteinssonar, hét Ragnar Sigurðsson og ók rauðum Dodge bil frá nítján hundruð og fjöru tíu. En þetta stöðvarnúmer er ekki aðeins til í skáldsagna- heiminum, það er einnig til í raunveruleikanum, og það m. a. s. víðar en á einni bílastöð. — Við skulum bara slá á þráð- inn og vita, hvort nokkur álög fylgja þessu sögufræga númeri: Leigubílsijórar léttlyndir — Bæjarleiðir, góðan dag. — Góðan dag. Get ég fengið að tala við 79 af stöðinni? — Hann Ásgeir er bara ekki við, hann keyrir nefnilega strætó á daginn. Það er helzt að i'eyna að ná í hann heima. Eftir ianga mæðu er Asgeir loksins heima, og þegar við spyrjum, hvort hann sé ekki til með að láta rekja ofurlítið úr sér garnirnar, svarar hann, að það sé allt í lagi, leigubíl- stjórar séu svo léttlyndir. As- geir er Stefánsson og keyrir Y-523. — Þú ert aldeilis á ferðinni — Já, ég keyri strætó sex tíma á dag, og svo leigubíl á kvöldin og nóttunni. Þetta fer ágætlega saman, það er mikili léttir að keyra litla bílinn, þeg- ar maður er búinn að keyra þessa stóru vagna. — Og þér líkar starfið vel? — Já, ekki get ég annað sagt. Þó fannst mér lífið til sjós heil- brigðara og betra að mörgu leyti, ég var bæði á togurum og vélbátum áður en ég byrj- aði í þessu. — Hefurðu lent í nokkru mis- jöfnu í starfi þínu? — Auðvitað lendir maður í Ásgeir Stefánsson — befur trú á númerinu. (Ljósm. RE). 8 T f M I N N, laugardagurinn 14. júlí 1963

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.