Tíminn - 14.07.1962, Side 7

Tíminn - 14.07.1962, Side 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Krist.iánsson. Jón Helgason og Indriði G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnár: Tómas Karlsson Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrifstofur i Eddu- húsinu; afgreiðsla. auglýsingar og aðrar, skrifstofur i Banka- stræti 7. Símar 13J00—18305 Auglýsingasím; 19523 Af greiðslusími 12323 - Askriftargjald kr 55 á mánuði innan- Iands. í lausasölu kr 3 eintakið. — Prentsmiðjan Edda h.f. — Missum ekki trúna á okkur sjálf ÞaS kjörtímabil, sem nú er að líða, verður fyrsta kjör- tímabilið frá stríðslokum, þegar ekki verður hafizt handa um byggingu neins meiriháttar orkuvers eða stórverk- smiðju. Hin fyrri kjörtímabil hafa einkennzt af fram- kvæmdum eins og virkjunum við Sogið, áburðarverk- smiðjunni og sementsverksmiðjunni íslendingar verða að sjálfsögðu að leggja fyllsta kapp á að efla hina gömlu undirstöðuatvinnuvegi sína, land- búnað og sjávarútveg. Þeir eru hornsteinar, sem ekki rná raska. En jafnhliða þarf fleira að koma til. Það þarf að efla sem margþættástan iðnað, bæði í smærri og stærri stíl. Þótt stórfyrirtæki séu mikilsverð, má ekki gleyma ýmsum minni rekstri, því að margt smátt gerir stórt, eins og t. d. má læra af reynslu Svisslendinga Þess vegna er það nauðsynlegt fyrir þjóðina að hafa mörg járn í eldinum samtímis. Þess vegna má ekki ríkja sú hræðsla við fjárfestingu, er einkennt hefur stjórnar- farið um skeið. Reynslan af þeim orkuverum og stórverksmiðjum, sem hér hafa verið reistar á undanförnum árum, sbr. áburð- arverksmiðjan og sementsverksmiðjan, sýna vel, að við getum hagnýtt orkulindir okkar og byggt upp meirihátt- ar iðnað, án þess að reisa okkur hurðarás um öxl eða gerast ánauðugir útlendu einkafjármagni að meira eða minna leyti. Hér hefur vissulega fengizt mikilsverð reynsla, sem hægt er að byggja á. Við eigum því ekki að leggja hendur í skaut í þessum efnum, eins og gert hefur verið seinustu árin, og bíða í þeirri von, að einhvert erlent gróðafyrirtæki telji álit- legt að ráðast hér í framkvæmdir ef það fær svo og svo mikil fríðindi. Við megum ekki telja okkur trú um. eins og sumir stofufræðingar okkar virðast álíta. að ekkeri sé helzt hægt að gera hér, nema hin útlendu auðfélög geri það! Það sé ekki um annað að velja en að veslast upp eða að útlendu auðhringarnir komi og hjálpi okkur. Idver hefði orðið uppbygging hér á landi, ef þjóðin hefði haft þennan hugsunarhátt? Hvað væri komið ræktuninni, framförunum í sjávarútveginum, virkjun- unum við Sogið, áburðarverksmiðjunni og sements- verksmiðjunni, ef slíkur hugsunarháttur hefði verið búinn að ná hér fótfestu? Þjóðin bara beðið og beðið eftir útlendu auðhringunum! Þai?, sem þarf, er að missa ekki kjarkinn, eins og þvi miður ber nú orðið á a. m. k. á hærri stöðum. Við þurfum aðeins að átta okkur á því hvaða verk eru mest aðkail- andi og arðvænlegust og halda síðan markvisst áfram. eins og gert hefur verið á undanförnum óratugum og gæta þess jafnvel að.reisa okkur hvorki hurðarás um öxl né gerast ánauðugir Ef erlendir aðilar vilja festa hér fé, án óeðlilegra skilyrða og innan hæfilegra takmarka, er sjálf- sagt að athuga það vandlega, en jafn sjálfsagt er líka að fórna ekki neinu í því sambandi Þess þurfum við ekki. þvi að ef við björgum okkur ekki sjálf. gera aðrh það ekki. Það er enn óþekkt í heiminum að erlendur auð hringur hafi bjargað nokkurri þjóð Og umfram allt þetta: Missum ekki trúna á okkur sjálf' Köstum ekki átrúnaði okkar um of á erlenda aufthrings' Þá reynslu höfum við fengið af íslenzku framtaki undan farna áratugi. að við þurfum alls ekk: að missa kjarkinr og varpa allri von okkar á útlendinga þótt hér hafi um skeið verið ríkisstjórn, sem er trúlítil á þjóð og land. Elzta negralýðveldið íAfríkn Saga þess hefur ekki orðið til að styrkja sjálfstæiistaráttu blökkumanna NÚ í VIKUNNI hafa brezku blöðin skrifað allmikið um elzta negralýðveldið í Afríku, Líberíu, í tilefni af því, að Tubman forseti þess kom í opin bera heimsókn til London. Hon um var tekið þar með mikilli viðhöfn af Elisabetu drottn- ingu og Filip manni hennar, en nokkuð skyggði það á hátíða- höldin, að húðar rigning var þeg ar drottning og forseti óku i heiðursvagni um göturnar, en þó hoifði verulegur mannfjöldi á þá athöfn. VIÐ þetta tækifæri, hældu Bretar sér m. a. af því, að þeir höfðu oroið fyrsta þjóðin til að viðurkenna fullveldi Líberíu, en það gerðist fyrir 115 árum 5 síðan eða 1847. Segja má, að Isaga Líberíu hafi byrjað 25 ár- um áður eða 1822, en þá kom allstór negrahópur frá Banda- ríkjunum til þess staðar, sem nú er höfuðborg Líberíu. Monrovia en hún ber nafn Monroe þess, er þá var forseti Bandaríkjanna. Negrar þeir sem komu frá Bandaríkjunum höfðu upphaflega verið fluttir frá Afríku til Bandarikjanna sem þrælar, en frelsisvinir þar höfðu átt þátt í að gefa þeim frelsi og stvrkja heimför þeirra til Afríku í þeim tilgangi, að þeir stofnnðu þar sjálfstæti 1 ríki Allmargir fleiri negrar komu frá Bandaríkjunurr þæstu árin á vegum þessarat amerisku frelsisvina. Negrarn ir, sem komu frá Bandaríkjun- um, stofnuðu svo sérstakt ríki með því að leggja undir sig nærliggjandi héruð. Bretar urðu fyrstir til að viðurkenna hið nýja ríki, eins og áður seg- ir. ÞVi FÖR hins vegar fjarri. að þetta nýja ríki vrði slíkt fyrirmyndarríki. að það ýtli undir alhliða sjálfstæðisvakn- ingu meðal blökkumanna í Afríku. Negrarnir, sem komu frá Bandarikjunum virtust hafa iært alltof mikið af hinum ströngu húsbændum sínum í suðurríkjum Bandaríkjanna Þeir gerðust strax hin harðsvír- asta yfirstétt í Líberíu og undir okuðu j)á ættflokka, sem fyrir voru. í dag er talið, að af- komendur bandarísku negrana séu ekki nema um 1% þjóðar- innar, en þó eru það þeir, sem öllu ráða. Nokkur dæmi um það, hvern ig stjórnarhættir þeirra hafa verið, er það, að fyrir réttum 30 árum eða 1931 sendi gamla Þjóðabandalagið sérstaka rann sóknarnefnd til Líberíu vegna þrálátra klögumála þess efnis. að valdhafarnir í Líberíu héldu hlífiskildi vfir meiriháttar þrælasölu. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu, að þessar ákærur væru á fullum rökum reistar. Fáum árum síðar beitti Líberíustjórn svo ómannúðleg um aðferðum við einn ættflokk inn í landinu, að bæði Banda- ríkin og Bretland slitu um skeið stjórnmálasambandi við Líberíu í mótmælaskyni. JAFNHLIÐA því, sem þann ig hefur ríkt fullkomin harð- stjórn afkomenda bandarísku negranna í Líberiu. hafa fram- Eiisabeth drottning og Tubman forseti aka i heiðursvagni um götur Lundúna. farir v.erið þar yfirleitt minni, bæði félagslegar og verklegar, en annars staðar í Afríku. Ný lenduveldin bentu líka óspart á Líberíu sem sönnun þess, að blökkumenn væru ekki færir um að fara með eigin stjórn. Ekki vantar þó það, að Líb- eria hafi frjálslynda stjórnar- skrá, sem er að mestu stæling á stjórnarskrá Bandaríkjanna í framkvæmd er það þó þannig. að það er flokkur bandarísku negranna sem öllu ræður. —- Nokkurt dæmi um kosningar i Líberíu er það, að i seinustu forsetakosningum þar fékk Tub man 450 þús. atkv., að því til- kynnt var, en keppinautur hans ekki nema 16! Menningarástandið er óvíða bágbornara í Afríku en í Líber íu. Meginþorri landsmanna hef ur ekki notið neinnar skóla- menntunar. Ekkert manntal er til, og eru ágizkanir um mannfjölda í Líberíu allt frá einni milljón til tveggja og hálfrar milljónar Að flatarmáli er Líbería nokkuð stærri en ís- land eða um 43 þús. ferkm. Fram til skamms tíma jiefur landbúnaður verið lielzti at- vinnuvegur landsins. Á síðari áratugum hefur risið þar upp mikil gúmmíframleiðsla, sem öll er á vegum bandarisks hrings. Heldur fara ófagrar sög ur af starfsemi hans í Líberíu. Bandaríkin hafa iafnan haft talsverða íhlutun i Líberíu og helztu verzlunarskipti hafa ver ið við Bandaríkin. Bandaríkin og Líbería hafa með sér sér- stakan varnarsamning. TUBMAN, sem nú er forseti í Líberíu, hefur gegnt því starfi síðan 1943 Hann er fædd ur 1895 og hafði gegnt mörg- um þýðingarmiklum trúnaðar- störfum áður en hann varð for- seti. Óþarft er að taka það fram, að hann er einn af afkom endum bandarísku negranna. Þótt Tubman hafi ekki meira vald samkvæmt stjórnarskránni en Bandaríkjaforfeeti, hefur hann stjórnað sem hreinn ein ræðisherra síðan hann kom til valda. Stjórn hans hefur um flest þótt frjálslegri og heiðar- legri en fyrri valdhafa, enda þarf hann að taka tillit til sam keppninnar við hin nýfrjálsu nábúa sína eins og Guineu og Ghana. Seinasta áratuginn hafa einkum orðið verulegar verkleg ar framkvæmdir í Líberfu, og einnig nokkrar félagslegar. — Tubman forseti reynir hins veg eftir megni að stjórna öll um félagslegum hreyfingum í landinu. Þannig er sonur hans forseti verkalýðssambandsins í Líberíu og lætur stundum eins og hann standi upp í hárinu á föður sínum! Yfirleitt kemur kunnugum saman um, að Tub- man skorti ekki klókindi. Hins vegar getur þurft meira til en klókindi, ef afstýra á miklum og hættulegum átökum í Líberíu, þegar hinir undir- okuðu ættflokkarnir þar fara að heimta rétt sinn og reyna að brjótast undan yfirráðum af- komenda bandarísku negr- anna, sem þeir líta á sem útlend inga. ' t Þ.Þ. T í M I N N, laugardagurinn 14. júlí 1962 z

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.