Tíminn - 14.07.1962, Side 14

Tíminn - 14.07.1962, Side 14
1. KAFLI HAROLD PENNY hallaði sér aftur á bak í þægilegum garð- stólnum og varp öndinni léttilega. Hann vissi sig hafa gilda ástæðu til as vei'a ánægður, umkringdur fjölskyldu sinni í fallegum, kyrr- látum garðinum i Sussex, og auk þess á góðri leijj með að ná sér til fulls eftir stóra skurðaðgerð. Gat nokkur óskað sér annars en láta hóp af fegurðardísum stjana við sig á alla enda og kanta. Þegar miður lá á honum, kallaði hann þær stundum í gremju dálaglegt safn af sauðheimskum apaköttum. Hann uppnefndi þær eins mynd- uglega og honum var unnt, en á- rangurinn varð ekki meiri en að þær hrópuðu upp yfir sig af kæli. Svo mikil gleði dró úr gremju hans og friður komst aftur á. Hann leit ástúðlega á konu sína, Friede. Hún var grönn og ungleg þrátt fyrir árin hennar fjörutíu og fjögur. Honum þótti vænt um að ekki eitt einasta grátt hár var í hennar höfði. Nú voru mörg ár síðan hann sá sig tilneyddan að játa, að hún var indæl eiginkona og móðir, en gáfur hafði hún á við fallegt fiðrildi og líktist þvi að flestu öðru leyti. Ekki nokkur skapaður hlutur megnaði að halda athygli hennar vakandi við neitt sérstakt lengi í senn. Og sem af- leiðing af þessu dundaði hún sér við býsna margt, en lauk aldrei neinu. Um allt hús lágu eins og hráviðir hálflokin handavinna, hálfskrifuð bréf, prjónadót, sem andartak hafði vakig áhuga henn- ar, en hafði jafnskjótt dvínað er eitthvað nýtt kom til sögunnar. Hún var málgefin og 'Samkjaftaði aldrei, talaði hugsunarlaust, og hann hafði fljótlega áttag sig á, að bezt var ag trúa henni ekki fyrir neinu. Áður en tíu mínútur væru liðnar hefðu hún sagt alger- lega ókunnugum ævisögu þeirra, týnt til smæstu smáatriði, og hvað maður hennar og dætur gerðu, hvers vegna þau gerðu þag og hvernig. Friede — sem spurði óteljandi spurninga, en beið aldrei svars — hafði þvf aðeins óljóSa hugmynd um að hann væri eitthvað „í olíu- stússi". Að vissu marki var það rétt, en ha-nn útskýrði það aldrei nánar fyrir henni. Henni fannst þetta hl.jóma vel, og hana skipti engu máli hvort um var að ræða matarolíu eða steinolíu. Hún hirti sem sagt ekki um, hvernig hann vann sér inn peninga, hvort það var á heiðarlegan eða óheiðarleg- an máta kom ekki málinu við, hún elskaði hann einlæglega og hann brosti ástúðlega þegar hún laut yfir hann og hggræddi púðunum við bakið. Hún strauk hlýlega um hönd hans og andvarpaði af gleði ____________________________________I HiBnranuiiinBnuiumuuuiwii b—b—a yfir því hve hann leit hraustlegar út nú orðið. Hann leit t.il elztu dóttur sinnar. Hún var lík móðurinni f útliti, grannvaxin og Ijós yfirlitum, en það var langt frá því hún væri heimsk. Harold þótti sú tilhugsun býsna not’aleg, að hún hafði erft fegurð og yndisþokka móðurinnar og gáfur hans — og þag var ekki slæm blanda. Og það var raunar til hennar sem hann leitaði með vandamál sín og leyndarmál varð- andi starf sitt. Þegar öllu var á botninn hvolft varð hann að hafa einhvern, sem hann gæti talað við, sem gaf gefið honum skyn- samleg svör og heilar ráðlegging- arar, og hlustað á hann af vakandi eftirtekt.. Hann gat óhikað treyst því, að Elenor myndi leysa af höndum það mikla verk, sem hann hafði falið henni, ástæðan til að hún átti að fara frá Englandi. Hann heyrði óp og óhljóð og leit á yngri dæturnar tvær. Jana, sem var sautján ára, sagði systur að það kæmi ekki til greina að lána henni nælonundirkjól.inn á næsta skóladansleik þá um kvöld- ið. Vera hrópaði upp af reiði og sagðis't sjálf ekki eiga éina ein- ustu spjör af nokkru tagi, af hverju var Jana svona ægilega púkaleg? Að lokum varð móðirin ag skerast í leikinn, og eftir að hafa hlustað óþolinmóðar á hana, fóru þær inn til að halda rifrild- inu áfram þar. Friede leit á mann sinn og hló glaðlega. — Eg má svei mér ekki gleyma að kaupa undirföt á Veru, sagði hún — ég átta mig ekki á hvað hún vex ört. Nú, nú, hvar lét ég dúkinn minn. Eg lofaði að ljúka vig þetta og gefa á bazarinn fyrir tveimur árum, nú hérna kemur það. En hvar eru skærin? Eg er viss um ég tók þau með mér . . . nú ég hef víst gleymt þcim, það var sannarlega ergilegt. Dúkurinn var samstundis til hliðar lagður og þar með gleymd- ur. Harold leit á hana og brosli. Við stólinn hennar lágu líka tvær bækur, grasklippur og hanzkar, hún hafði nóg vig að vera þótt hann fi.ytti sig frá um stund. Hann reis þunglamalega upp, studdist andartak við stólinn, svo veifaði hann til Elenor. — Eg held við ættum að rabba saman j ró og næði, sagði hann. Kona hans kímdi. — Um ferð Elenors býst ég við. Eg vona þú vitir hvað þú ert að gera Harold, þegar þú iætur hana ferðast urn hálfan hnöttinn aleina. — Jamaica er ekki hinum meg- in á hnettinum, vina mín. — Hinum megin við Atlants- hafið að minnsta kosti, er það ekki rétt?, sagði Friede. — Það er reglulega óréttlátt að hún fær að fara þetta, en ég verð að sitja heima. — Þú getur farið í staðinn fyrir hana, sagði hann vinalega, og hún leit ásakandi á hann. — Meinarðu að ég eigi að fara frá þér? — Nei, ég býát ekki við að þú treystir þér til þess sem stendur, og þar með er málið útkljáð. Og þú veizt fjarska vel að strax og ég hef náð mér til fulls, förum vig í nýja brúðkaupaferð til Rivier- unnar. — Og hvað þá með Jönu og Veru? Hann brosti til þennar og gekk frá henni. Hann vissi ag hún var ekki öfundsjúk. Hún kæmist aldr- ei alla leié til Jamaica. Friede hafði aldrei og myndi aldrei ferð- ast á eigin spýtur. Hún væri búin ag vera eftir hálfa klukkustund. Hann varð alltaf að skipuleggja og framkvæma, ef hann var ekki, gerðu dætur hans það. í vinnuherberginu var svalt og gott að vera. Hann leit alvarlegur á dóttur sína þegar hann sagði: — Elenor, ég fékk mjög slæmar fréttir í morgun. Þú ert tilneydd að fara til London á morgun. Þetta mál, sem við höfðum hugs- að okkur að útkljá með friði og gætni, er ekki aðeins okkar mál lcngur. Ríkisstjórnin er komir, í spilið. Elenor leit áhuga'SÖm á hann og hann hélt áfram: — Auk þess hefur ríkisstjórnin á Santa Felice fengið fregnir af því að þú hyggst að fara þessa ferð. — En hvernig er það, sagði hún, undrandi. — Vig höfum ekki sagt neinum frá því hvert ferð minni er í raun og veru heitið. — Ekki einu sinnj mömmu, bætti hún brosandi við. Hann hló strákslega. — Nei, enda stendur hún í þeirri trú að þú farir til Jamaica. En þú þurftir að sækja um vega- bréfsálitun, dóttir góð. — Ó, ég skil. — Og þess vegna ertu ekki leng- ur venjulegur ferðamaður. Þeir Fyrrí hlssti: Undmhald, eltir Arthur Bryant Heimildir eru Æ :ei TTTTl 106 visa öllum hugsunum um stríðið á bug og leita kyrrðar og næðis hjá fjölskyldu sinni og í faðmi hinnar frjálsu náttúru. Fáum dög- um eftir ag forsætisráðherrann hafði fyrst stungið upp á því, að hann tæki að sér yfirstjórn „Frels- ishersin«“, framkvæmdi hann það sem hann hafði verið að velta fyr- ir sér nokkurn tíma og brá sér í fornbókaverzlun, þar sem hann varði hluta af hinu takmarkaða skotsilfri sínu til kaupa á ágæt- um eintökum af fuglabókum Goulds. „Nú er eftir að vita“, skrifaði hann þetta kvöld, „hvort sú spá mín að eintökin muni hækka f verði, rætist“. „Kaup mín á „Fuglum" Goulds“", skrifaði hann síðar, voru mikið áhættu- fyrirtæki. Það voru fjörutíu og fimm bindi, sem ég keypti fyrir £ 1500; en spá mín reyndist rétt og í lok ársins seldi ég þessar bækur fyrir helmingi hærra verð. Jafnframt höfðu þær verið mér til hinnar mestu ánægju. Þegar ég leit á hinar aðdáanlegu mynd- ir Goulds, gat ég gleymt öllu, sem átti skylt við stríðið." Á sextug- asta afmælisdaginn sinn, í júlí þetta ár, gaf amerískur vinur hans, Stark aðmíráll, honum afmæli'S- köku með sextíu kertum . . . Það var ekki aðeins frá persónu legum vonum sínum og ótta, sem Brooke reyndi að komast undan þetta sumar. Þegar hann kom aft- ur heim til Englands, voru aðeins firnm vikur til þess dags, sem á- kveðinn hafði verið til fram- kvæmda á mestu hernaðaraðgerð- um styrjaldarsögunnar — aðgerða, sem hann var fyrst og fremst á- byrgur fyrir og sem hann hafði barizt fyrir, fyrst við hjnn stjórn- málalega húsbónda sinn, því næst við brezka starfsbræður sína og loks við Ameríkumenn, en undir árangri þeirra taldi hann ag úr- slit stríðsins væru algerlega kom- in. Þetta voru erfiðar og flóknar aðgerðir. Til þeirra þurfti að flytja meira en tvö þúsund skip með 160.000 manna her 1800 byss- um, 600 skriðdrekum og 14000 ðrö um ökutækjum, undir vernd átta orrustuskipa og tveggja flugvéla- móðurskipa. Þessi stóra skipalest varð að fara yfir hafssvæði, þar sem fullt var af tundurduflum og kafbátum, öflugum herskipum og þýzkum og ítölskum flugvélum til þess að gera árásir á auðar strend- ur og hernema eyju, sem varin var af nær helmingi fleiri hermönn- um, flestum þýzkum. Allt var und- ir því komið að áætlanirnar væru sem nákvæmastar og að full yfir- rág í lofti næðust, ekki aðeins yfir innrásarströndunum og sjálfri Sikiley, heldur yfir sundinu, er skildi hana frá meginlandinu, svo að ekki yrðu fluttar þýzkar og ítalskar herdeildir til styrktar þeim, sem þá þegar voru fyrir á eyjunni. í fyrstu hafði undirbúningur innrásarinnar á Sikiley átt við al- varlega erfiðleika að stríða, sem sumpart áttu rót sína ag rekja til þeirrar staðreyndar, að þeir yfir- hershöfðingjar, sem mesta ábyrgð báru á framkvæmd hans — Eisen- hower, Alexander, Montgomery, Andrew Cunningham og Tedder — voru allir önnum kafnir fram í maí við að yfirvinna þá hálfu milljón hermanna Möndulveld- anna, sem enn var staðsett og yopnfær í Afríku. Fyrstu áætlan- irnar höfðu vakið napra gagnrýni hins berorða og hreinskilna raun- sæismanns, ■ Montgomerys hers- höfðingja — mannsins, sem undir yfirstjórn Alexanders átti eftir að stjórna helmingi brezka ir.n- rásarliðsins. „Þær brjóta", skrif- aði hann í einkabréfi til Alan Brooke — „allar skynsamlegar striðsreglur og hafa enga mögu- leika til að bera árangur. Ef eng- inn stendur gegn þessu vandamál.i og tekur einbeitta ákvörðun, má búast við illum og óbætanlegum af leiðingum." „Ummæli mín um á- ætlunina" skrifaði hann aftur seint í apríl, „hafa valdið hinu mesta uppnámi og mér er það full- komlega ljóst, að á mig er litið sem hina óþægilegustu persónu . . . Þetta getur ekki haldið áfram svona. Ef við fáum ekki góða á- ætlun og ákveðna áætlun þegar í stað, sem við getum allir unnið sameiginlega og einhuga að, þá verður engin innrás gerð á Sikiley í júlí ...” Eftir fall Túnis, höfðu þessir erfiðleikar verið leystir. Svo var stjórnvizku þeirra Eisenhowers og Alexanders að þakka að tekizt hafði að samrýma hinar hernaðar- legu kröfur Montgomerys og ensk- amerísku flug- og flotaforingj- anna. Enda þótt Montgomery væri engan veginn ánægður með hina endanlegu áætlun, þá fól hún þó í sér þrjú meginatriði, sem hann hafði lagt áherzlu á í öllum umræð um um innrásir á landssvæði, sem þýzkur her hafði á valdi sínu; að þær yrðu ag vera gerðar af vel- sameinuðum og samstæðum her, á strendur þar sem nægar orru&tu- flugvélar, annaðhvort staðsettar í landi eða á móðurskipi, gætu var- ið herflutninginn og landgöng- una fyrir loftárásum: að þær yrðu að gera innrásarhernum fært að hernema, á fáum klukkustundum, alla nálæga flugvelli; og að þær yrðu að tryggja hemám a.m.k. einnar hafnarborgar, þar sem hægt væri að draga saman lið, áður en óvinunum veittist tóm til að hefja gagnárás. í stað þess að reyna, eins og fyrst hafði verið ráðgert, tvær aðgreindar landgöng ur, sitt á bvorum enda eyjarinn- ar, var því samþykkt, að áttundi herinn brezki skyldi ganga á land við Noto-fióann og yfir Pashino- skagann, á suðausturhorninu, fast við hafnarborgina Syracusa, með- an sjöundi herinn ameríski undir stjórn Pattons hershöfðingja gerði leifturárás á vesturströndina, ril þess að tryggja sér hina mikil- vægu flugvelli við Gela-flóann. Þvf næst áttu báðir herirnir að halda í norður, sá brezki eftir austur-strandlengjunni til ag her- nema Syracusu, Augusta og Cata- nia; en sá ameríski yfir hæðótt innlandið, til að rjúfa Palermo- Messina-veginn á norðurströnd- inni og því næst, eftir að hafa tryggt sér Palermo, snúa til aust- urs, í áttina að Messinasundinu og rjúfa þar með samband eyjar- innar við Ítalíu. Eitt af því, sem Brooke óttaðist mest þessar bjðvikur milli heim- komu hans til Englands og innrás- arinnar á Sikiley, var það, að hús- bóndi hans og ameríska starfsfé- lagarnir myndi flækja Sameinuðu þjóðunum í einhverjar nýjar hern- aðaraðgerðir, sem yrðn. mog þvi að taka skip og útbúnað til ann- arra þarfa, til þess að hindra þá í að grípa hin nánast ótakmörk- uðu tækifæri, er fylgja myndu í kjölfar hernámsins á Sikiley, Til 14 T f M I N N, laugardagurinn 14. júlí 1962 f

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.