Tíminn - 17.07.1962, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.07.1962, Blaðsíða 6
San Francisco Framhald af 9. síðu. teljandi fyrirlestrum og sýn- ingum íslenzkra muna. Kunn- ingsskapur hennar og frú Gusti son er víst frá því, er tekinn var upp sá háttur við safnið, að hafa árlega kynningu á jóla siðum frá fjölmörgum löndum. Þar hefur Jakobína flutt erindi og léð sýningarmuni og einnig hefur Karl Fredericks flutt á- varp fyrir hönd Norðurlanda. Seattle liggur á hæðum við víkur og vötn. Skipaskurðir tengja vötn og haf og eru það víða mikil mannvirki og gaman að sjá þegar stór og smá skip hópast saman í kvíar, þar sem hækkandi og lækkandi vatns- borð fleytir þeim milli vatna- svæða. Stærst vatnanna er Was hingtonvatn, austan við borg- ina. Á bökkum þess er Was- hingtonháskólinn og eru þar miklar byggingar og fagrir garðar. Mikinn grasgarð á há- skólinn handan við skurð, sem er lokaáfangi á vatnsleið frá Pugetflóa þvert í gegnum borg ina og inn í Washingtonvatn. Heimili frú Jakobínu er á hæð inni við flóann, þar sem sú vatnaleið hefst. Úti i Washingtonvatni er Stór eyja, sem Mercereyja heit ir og þangað hefur verið lögð brú, sem er merkilegt mann- virki. Er hún á flotholtum, þó úr steinsteypu sé. Er hún sögð hundrað þúsund tonn á þyngd og var byg.gð fyrir eitthvað tutt ugu árum. Vatnið er djúpt og botninn gljúpur, svo ekki var talið fært að byggja brú með venjulegum hætti. Lyfta má einum brúarkaflanum svo, að skipgengt er um vatnið stórum hafskipum. AHmikið mun borgarstæðið hafa skipt um svip síðan að Indíánarnir, sem lutu höfðingj anum Seattle, létu landið af hendi við hvíta menn fyrir rösk um hundrað árum, því viða hefur verið skafið ofan af hæð um og jarðvegi ýtt í sjó fram til að breikka borgarstæðið milli sjávar og vatns. Eins og víðast hvar annars staðar bar svo margt fyrir augu og eyru í Seattle, að það var fyrst eftir að ég var farin það- an, að sumar spurningarnar komu i huga minn, sem ég hefði viljað spyrja. M.a. láðist mér að spyrja hvort Mercer eyjan væri nefnd eftir Asa þeim Mercer, sem stofnaði hinn fyrsta vísi æðri skóla í Seattle, og sem einnig tók sér ferð á hendur yfir á austur- strönd Bandaríkjanna til að hvetja ógiftar stúlkur að flytja til Seattle, en þar var lítið um kvenfólk fyrir 98 árum. Varð sá leiðangur aUsögulegur, en 57 stúikur kom hann með og segir sagan, að allir piparsvein ar borgarinnar hafi verið sam- ankomnir uppdubbaðir og vatns greiddir, er stúlknahópurinn birtist. Timbur og fiskur voru þau hráefni, sem íbúar Seattle byggðu á afkomu sína framan af árum, og enn er hún mikil hafnarborg. Nú er þar einnig risinn upp stóriðnaður og munu Boeing flugvélaverksmiðjumar vera með stærstu fyrirtækjun- um. Er ekið fram hjá þeim til flugvallarins og sýnast þær vera eins og stórt bæjarhverfi. Fyrsta dag minn í Seattle var mér fenginn aðgöngumiði að sýningunni miklu og þótti mér sjálfsagt að nota hann, en þar sem Tíminn hefur ráðið sérstakan fréttamann til að lýsa sýningunni, leiði ég það hjá mér. Ein helzta sjónvarpsstöðin í Seattle er King-stöðin. Þangað kom ég og fékk lýsingu á ýms- um undirbúningi sjónvarpsefn is. í barnatímum voru oft kynntar góðar barnabækur og hefur komið í ljós, að útlán hafa stóraukizt í bókasöfnum á hverri bók, sem kynnt hefur verið. Útbúinn var þar þáttur eftir bók Steingríms Arason- ar „Smoky Bay“. Svo var að heyra á starfs- liðinu, að stöðin væri mjög vönd að virðingu sinni um efnis I valið. Spurði ég hvort nokkurn tíma væru sýndar glæpakvik- myndir og þess háttar rusl. „Já, annars fengjum við ekki frétta- myndirnar frá stóru kvikmynda félögunum," var svarið. Frú Gustison kom og sótti mig á sjónvarpsstöðlna og sýndi mér safnið, sem hún stjórnar. Er þar margt merkra minjagripa og skemmtilegar sýningar settar upp á þriggja mánaða fresti. Börn eru löðuð að safninu með föndurkennslu, sem leiðir athygli þeirra að ýmsu, sem safnið geymir, auk sýninga eins og þeirra, sem hafðar eru fyrir hver jól og ég nefndi fyrr. Skátastúlkur geta unnið sér stig með því að starfa 40 klukkutíma á safninu við ýmis störf. Einn daginn, sem ég dvaldi í Seattle gerði þann mesta storm, sem þar hafði komið í 25 ár. Karl Fredericks kom um morguninn og spurði hvort mér ægði veðHð, því við vor- um búin að ákveða að heim- sækja son hans og tengdadótt- ur í bænum Tacoma. Satt að segja var veðrið ekkert verra en svo oft í Reykjavík, en nógu slæmt til þess að spilla útsýni úr matstað fram við sjó, sem Grace, tengdadóttir Karis, bauð okkur á um hádegið. Síðar skoðuðum við geðveikrahæli, sem Philip Fredericks starfar á. Stendur það í fögru umhverfi og hefur stórt bú, sem sjúkl- ingarnir starfa við. Kvöldverð borðuðum við heima hjá þeim hjónum, en þau búa með son- um sínum tveimur utan við sem enn er hljótt og friðsælt umhverfi. Nokkurrar angurværðar gæt ir hjá sumu eldra fólki af ís- lenzkum ættum, sem nú sér á- huga unga fólksins dvína fyrir íslenzkum bókum og tungu. í Seattle er myndarlegt íslenzkt bókasafn í eign félagsins Vestra. Annast þau hjónin Guð rún og Jón Magnússon safnið og naut ég gestrisni þeirra eitt kvöld og fékk að líta á safnið Of langt yrði að nefna nöfn alls þess fólks af islenzkum ætt- um, er ég hitti í Seattle. en hvarvetna mætti ég sömu gest risninni og vinsemdinni, svo að minningar mínar þaðan eru áll ar hinar ánægjulegustu, þrátt fyrir það, að ég sá aldrei til fjallanna og stormar og regn- skúrir dyndu stundum á glugg um. Inni hjá Jakobínu og Kára var allt bjart og hlýtt og eng- inn dagur nógu langur til að ræða við þau. Sigríður Thorlacíus. Landsýn Framhald af 8 siðu. sumar og kostar aðeins 12.200,00 kr. Fararstjóri verður Árni Björns son, lektor i Greifswald. Alpalönd — Vínarborg — Ungverjaland Síðast í júlí hefst svo 20 daga ferð um Alpafjöllin, Vinarborg og Ungverjaland. í Vínarborg verður dvalið í 3 daga og þaðan ekið til Budapest. í Ungverjalandi verður m. a. dvalið 5 daga við hið fagra Palatonvatni sem er draumur ferða mannsins. Seinni part þessarar ferðar verða skoðaðir margir feg- uratu staðir Alpafjallanna og gist á fjallahótelum Fararstjóri verður Hjálmar Ólafsson, lektor í Amster dam. Spánn — Marokko — París Fyrir þá, sem áhuga hafa á hin- um suðrænni löndum, skipuleggur skrifstofan 24. ágúst 19 daga ferð um Spán og Marokko (Casablanca) með viðkomu í París á heimleið- inni. Flogið verður til og frá Lond- on og verður viðkoma í London á heimleiðinni og ferðamönnum leiðbeint um verzlunarhverfin. Fararstjóri verður Hjálmar Ólafs- son, lektor. Hópurinn fer með rútu- bíl um Spán og Marokko, og verð- ur gott (tækifæri til að skoða hér- uð Máranna, sem víða eru óbreytt frá miðöldum. September-ferðir Glæsilegustu ferðir á ferðaplani Landsýnar verða í september. Er það ferð um Sovétríkin með við- komu á Norðurlöndumj og önnur ferð til Júgóslavíu og'Feneyja. í Sovét-ferðinni verður m. a. komið til Leningrad, Moskva, Krím-skaga og Kiev, og verður flogið milli þessa staða. Verður lagt af stað í þá ferð 3. sept. og stendur hún yfir í 21 dag. Til Júgóslavíu verður flogið 9. september og stendur sú ferð sömu leiðis yfir í 21 dag. Það má geta þess, að Júgóslavía er eitt aðal- tízkuland evrópskra ferðamanna um þessar mundir, en athygli ís- lendinga ekki verið vakin á því enn sem komið er. 1 Belgrad er í þessum mánuði Evrópumeistara- mót í frjálsum íþróttum og fellur það inn í ferðina. Má búast við þátttöku íþróttaunnenda í þeirri ferð. Fararstjóri: Hjálmar Ólafs- son. September-mánuður er sérstak lega valinn með hliðsjón af lofts- laginu við Svartahaf og Adríahaf, og er hentugur tími fyrir þá, sem koma af síldarvertíð um þetta leyti. ALLS KONAR VIÐGERÐIR A STRENGJAHLJÓÐFÆRUM IVAR PETERSEN hljóðfasrasmiður Símar 20329 — heima 8 i um Brúarlanci Verðlækkun er nú fánlegur í öllum snyrtivöruverzlunum, apótekum og rakarastofum. — ÚtsöluverS 133,90 Orðsending til Ijóðavina í haust kemur út ný ljóðabók eftir mig, sem nefnist „Liljur í lundi.“ Bókin verður sem næst 100 bls., og hefur verið ákveðið að selja hana aðeins til áskrifenda, kostar hún kr. 135.00 ib. en kr. 110,00 heft. Þeir sem vildu eignast þessa bók, sendi mér ósk um það eða hringi til mín fyrir 31. ágúst n.k. og verður þeim þá send bókin í póstkröfu. Vinsamlegast, Kristín Jóhannsdóttir frá Syðra-Hvarfi Helgamagrastræti 49, Akureyri, Sími 1646. Kappreiðar hestamannafélagsins Blakkur í Strandasýslu verða háðar á skeiðvellinum við botn Bitrufjarðar, sunnudaginn 22. júlí og hefst kl. 3 e.h. Keppt verður í eftirtöldum greinum ef þátttaka fæst: 1. Góðhestakeppni 2. 250 m skeið 3. 300 m stökk 4. 250 m folahlaup Þátttaka tilkynnist til Jóns Kristjánssonar, Kjörs- eyri, eða Árna Daníelssonar, Tröllatungu, í síðasta lagi 20. júlí. Þeir hestar, sem eiga að fara í góðhestakeppnina, þurfa að vera mættir á hádegi. Hljómsveit leikur að lokinni keppni í samkomuhús- inu á Óspakseyri. Stjórnin Lokað Lokum vegna sumarleyfa frá 21. júlí til 7. ágúst. KRISTJÁNSSON H.F. Ingólfsstræti 12 — Sími 12800 6 T f M I N N, þriðjudagurinn 17. júlí 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.