Tíminn - 17.07.1962, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.07.1962, Blaðsíða 9
Ura miðjan apríl s.l. var ég í San Francisco, kom þangað með lest frá Salt Lake City. Tók sú ferð tæpan sólarhring. Ójá, ekki heilsar Kyrrahafið með sparisvip, hugsaði ég, er ég sá skolgráar öldurnar ýfast undir brúnni yfir að Oakland, þar sem ég fór úr lestinni. — Minna varð vart stormsins þeg ar komið var að gistihúsinu, sem stóð í einni af þeim mörgu brekkum, sem alltaf verða fyrir fæti í þessari fögru borg. Og ólundin straukst alveg af sér, þegar inn kom og ég fékk bréf frá frænku minni, Snjólaugu Eiríksdóttur Shoemaker, sem sagðist koma til borgarinnar seinna þennan dag. Snjólaug er ein af mínum eftirlætis frænkum, ekki sízt vegna þeirr ar óbugandi kæti, sem hún hefur til að bera. Nú höfum við ekki sézt í nokkur ár og höfum því æði margt að skrafa er við settumst að matborðinu um kvöldið. Létum við ýmis- legt fjúka, sem ekki var ætlað öðrum að heyra, og brá því heldur ónotalega, er gestur við næsta borð lyfti nefinu úr vín- glasi sínu, renndi til okkar svo lítið þokulegum augum og sagði: „Fyrirgefið, ekki vænti ég að þið séum íslenzkar? Mér heyrðist þið segja Reykjavík“. Sem betur fór var Reykjavík eina orðið, sem hann skildi! Við Snjólaug reyndum að bera okkur eins og reyndir túr- istar, fórum upp í hæsta tum borgarinnar og í gömlu spor- vagnana, sem mjakast upp og niður b^ekkurnar, og borðuðum á Fishermans Wharf við smá- bátahöfnina, þess á milli heim sóttum við hinar og þessar merkisstofnanir eftir tilvísan ráðuneytisskrifstofunnar, svo sem háskóla, tómstundaheimili aldraðs fólks og ritstjórnarskrif stofur tímarita. Skömmu eftir að ég kom til borgarinnar_ hringdi ég heim til Sveins Ólafssonar (Sveins- sonar frá Firði) til að skila kveðju frá manninum mínum, sem notið hafði gestrisni þeirra hjóna, er hann var þarna á ferð fyrir tveimur árum. Buðu þeir mér þá að koma til sín og var ákveðið að Ingi Baldvins- son og kona hans sæktu mig á gistihúsið. ' Leiðin lá yfir til Oakland og var slík þröng bíla á brúnni að naumast varð ekið hraðar en láksson heimsótti ég einn morg un, en fleira fólk íslenzkrar ættar hitti ég ekki þar í borg. Þar starfar fjölmennt íslend- ingafélag og hafði haldið þorra blót skömmu áður en ég kom. Frá San Francisco fór ég fljúgandi til Seattle. Settist ég hjá roskinni konu í flugvél- inni og spurði hvort hún væri að fara til að skoða heimssýn- inguna í Seattle. Sagði ég henni hvernig á ferðum mínum stæði. Brosti hún þá og sagði: Þér hljótið að vera gesturinn, sem hún frú Jakobina Johnson á von á. Þ^ssi kona erforstjóri sögu- og iðnaðarsafns Seattle- borgar og heitir Elizabeth Gustison. Ekki þurfti ráðuneytisskrif- stofan í Seattle að hafa mikið fyrir dvöl minni þar. Um það sáu þau frú Jakobína, Kári son ur hennar og Karl Fredericks, ræðismaður íslands. Hjá Jako bínu og Kára bjó ég vikurnar, sem ég dvaldi í borginni og Karl var óþreytandi að flytja mig fram og aftur í bíl sínum. í vissum skilningi er maður kominn til íslands, þegar kom- ið er inn fyrir dyr hjá Jakobínu Johnson. Kannski er það fs- land heldur fegurra en við þekjum það í hversdagsleikan- um; Fjarlægð, fegurðarþrá og skáldleg viðkvæmni má burtu grómið, en geyma gullið. Annað er það líka, sem set- ur sérstakan svip á heimilið. Það eru hinir mörgu listmun- ir, sem Kári hefur flutt með sér frá Austurlöndum, en þar hefur hann dvalið og ferðazt sem starfsmaður á millilanda- skipum. Kann hann frá mörgu að segja af þeim fjarlægu furðu ströndum, enda gáfaður maður og athugull, gæddur vakandi kímniskyni. Vandfundrvir munu ágætari gestgjafar en þau mæðgin. Frú Jakobína er kunn hér heima fyrir Ijóð sín og þýðing ar, en sennilega vita færri um þá óhemju vinnu, sem hún hef ur á sig lagt til að kynna ís- land og íslenzk málefni með ó- (Framhald á 6. síðu) Vlð smábátahöfnina f San Francisco. Frú SigríSur Thorlacius skrifar frá SAN FRANCISCO OGSEATTLEBORC gangandi maður færi. Fór frú- in að hafa orð á því, að nú yrðum við sein í matinn. Við ókum gegn um háskólabæinn Berkely, tókum skakka beygju og urðum að snúa við. Vegur- inn lá í ótal krókum upp í fjall lendið, sem skilur á milli Berkely og Orinda, þar sem Sveinn býr. Enn villtumst við og vorum allt í einu komin fram á brekkubrún út að sund- inu. Liðið var að sólsetri og var litadýrð loftsins og spegil- slétts hafsins ólýsanleg. Hand- an sundsins var búið að kveikja á þúsundum Ijósa í borginni og sólsetursbjarminn roðaði múra Alcatraz-fangels- isins á eyjunni í miðju sund- inu. En þetta varð líka síðasta villan og innan stundar vorum við í hópi glaðra landa á hinu vingjarnle.ga heimili Ástu og Sveins, sem stendur á stalli í brattri hlíð. Þarna voru fyrir, auk heim- ilisfóiksins, Steinþór Guð- mundsson og Louise kona hans, sem er tónskáld og hljóðfæra- leikari; Eysteinn Þórðarson frá Ólafsfirði og kona hans Dóra Hjartar; hjónin Þorvald- ur Daníelsson og Dísa Oddgeirs dóttir og Gunnhildur Snorra- dóttir Lorenzen. Síðar leit inn Vigfús Jakobsson frá Hofi í Vopnafirði. Var nú setið í góð um fagnaði við rausnarlegar veitingar lengi kvölds. Það er einkennileg árátta, sem fylgir manni í útlöndum, að mega helzt ekki heyra í neinu fundið að landi sínu, þó að maður skammi kannski allt og alla heima. Unga fólkið, sem þarna var og flutt hafði búferlum vestur á síðasta ára- tug, sá marga annmarka á ís- lenzku þjóðlífi og hefði ég sennilega viðurkennt sumt hér heima, en reyndi nú eftir getu að malda í móinn. Kannski meðfram af því, að ég sá svo eftir því að þetta greinda, dug- lega og skemmtilega fólk skuli hafa setzt að í öðru landi. íslenzka ræðismanninn í San Franeisco, séra Octavíus Þor- Sniolaug og leiösogukona okkar viö Hrkju í Stanforöháskila. JIMINN, þriðjudagurinn 17. júlí 1963

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.