Tíminn - 27.07.1962, Page 2
Hugmyndin að Apollo-tunglflauginnl, sem mun vega 70 tonn. Áhöfnin er að stíga um borð.
Þegar saga tuttugustu ald-
arinnar verður skráð, munu
styrjaldir hennar, bæði þær
blóðugu og kalda stríðið,
verða taldir smámunir sam-
anborið við frásagnirnar um
það, þegar maðurinn í fyrsta
sinn losaði sig frá jörðunni
og hélt í könnunarferðir til
annarra himinhnatta. Engar
framkvæmdir á friðartímum
hafa verið dýrari og tækni-
lega flóknari, og enn er of
snemmt að gera sér grein fyr-
ir öllu, sem af þessu hlýtur
að leiða. Komi t. d. í Ijós, að
líf sé úti í geimnum, smækka
deilumá! okkar á jörðunni
niður í að verða hreppapóli-
tík í gjörbreyttri heims-
mynd.
Kennedy Bandaríkjaforseti fór
í vor fram á að þingið leyfði, að
greiddar væru út fyrstu borgan-
ir af þeim 75 milljörðum dollara,
sem förin til tunglsins ein mun
kosta. Hann kvað'st viðurkenna,
að framkvæmd þessarar áætlun-
ar yrði þjóðfélaginu mikil byrði
— En ég held samt, að við verð-
um fyrstir til tunglsins, en ef við
reynum ekki, er öruggt, að við
verðum síðastir. Geimurinn er-
heimshaf vorrar aldar, og vilj-
um við halda áfram að vera í
faraxbroddi þjóðanna, verðum
við að sigla betur um þetta haf
en aðrir.
Enn munu líða 6—8 ár þar til
fyrstu mönnuðu tunglflaug
Bandaríkjanna verður skotið á
loft, og það er ein ástæða þess,
að venjulegt fólk á erfitt með að
skilja, það sem það þó hefur
heyrt og séð. Þegar við tölum um
ferðir um hinn dökka og tíma-
lausa algeim, er eins og hugsunin
sé bundið við þokuslæður jarð-
stjamanna. Menn þekkja orðin,
sem notuð eru til að lýsa stjörn
unum, en orðin missa alla jarð-
neska merkingu og viðmiðun,
þegar á að nota þau til að lýsa
hinu algera tómi.
Ákvörðunin um förina til
tunglsins var tekin í formi laga
með ákveðnu tölunúmeri. Það
sem hefði getað verið stórkost-
leg yfirlýsing, varð smáklausa i
lagasafni, en þessi klausa hefur
vaxið og öðlazt ííf, þegar við hana
er bætt myndum og frásögnum
frá tilraunastöðvunum, þar sem
unnið er að smíði tunglflauganna.
Áætlanir Bandaríkjamanna um
tunglför ganga undir nafninu
Apollo, og aðalstöðvar við undir-
búninginn verða í nýrri stofnun,
sem á að fjalla um mannaðar
geimferðir og hefur verið staðsett
utan við Houston í Texas. I
sumar verður safnað þangað 2000
tæknimönnum, sem áður. hafa
unnið við aðrar eldflaugastöðv-
ar, og síðar er ráðgert að bæta
2000 við. í sambandi við stöðina
verður komið fyrir þrýstiklefum,
þar sem læknisfræðilegar athug-
anir á þeim aðstæðum, sem skap-
ast í geimferðum, geta farið fram.
Þeir sjö geimfarar, sem þegar
hafa notið þjálfunar, munu halda
henni áfram í Houston, og verð-
ur þar byggt á þeirri reynslu,
sem fengizt hefur við Merkúr-til-
raunirnar. í ágúst eða september
er ráðgert að fara í nýja ferð
kringum jörðina, og á geimfar-
inn Walter Schirra að fara í þá
ferð, sem á að vera meira en
sex hringir kringum jörðina.
Ætlunin er að reyna hvort sjötti
hringurinn hefur sömu áhrif á
hann og hann hafði á Hermann
Titov, en hann fann þá mjög til
óþæginda, eins og kunnugt er.
Eftir Merkúr-tilraunirnar verð
ur haldið áfram með tveggja
manna geimskipið Gemini, sem
verður útbúið þannig, að hægt
verður að gera tilraunir með það
til að festa saman geimflaugar
úti í geimnum. Fyrstu tilraunir
með ómönnuð Gemini-geimskip
eiga að geta hafizt snemma næsta
árs.
Þegar þetta langt verður kom-
ið, munu hinir sjö fyrstu geim-
farar liafa hækkað í tign. Þeir
verða kennarar næstu kynslóð-
ar geimfara. Fyrir nokkrum mán
uðum var tekið á móti umsóknum
væmtanlegra geimfara. Nokkur
hundruð sóttu um, og 67 þeirra
voru taldir hæfir. í sumar verða
úr þeim hóp valdir um það bii
tuttugu, og meðal þeirra verða að
öllum líkindum þeir þrír, sem
munu fara í fyrstu tunglförina.
Allir gömlu geimfararnir vilja
að vísu ólmir fara í þá för, en
þeir verða þá komnir hátt á
fimmtugsaldur, og því líklegt,
að valdir verð'i heldur menn tíu
árum yngri.
Sjálf tunglflaugin er í smíðum
hjá North American Aviation, en
Apollo-flaugin veiður um 70 tonn
á þyngd. Hún er um 3 metra á
hæð og þvermál botnsins verð-
ur 3,5 m. Fyrstu tilraunir i lofti
með hana munu tæplega geta
farið fram fyrr en 1964, og að
loknum tilraunum með menn um
borð, er gert ráð fyrir að tveim-
ur árum seinna verði unnt að
senda hana umhverfis tunglið.
Ekki er þó búizt við að hægt
verði að lenda á tunglinu fyrr en
í fyrsta lagi 1968.
Einhver mesti erfiðleikinn, sem
verður að yfirvinna í þessu sam-
/bandi, er að fá nægilega orku til
að knýja eldflaugina af stað frá
jörðu. Þyngsta skot, sem Banda-
ríkjamenn hafa til þess lyft upp
í geiminn, er Merkúr-eldflaugarn
ar, en þær vega ekki nema 2
tonn, og við þau skot hefur dug-
að 25.000 km. hraði. Við tungl-
skot þarf hins vegar 40.000 km.
hraða og Apollo-flaugin er 70
tonn að þyngd, eins og fyrr seg-
ir. Ýmsar hugmyndir eru þó uppi
um, hvernig ráða skuli fram úr
þessu, og sæta þær allar ná-
kvæmum athugunum og tilraun-
um vísindamanna.
Apollo-áætlunin er undir stjórn
dr. Brainerd Holmes, sem er fer-
tugur. að aldri. Þegar málið verð-
ur komið á rekspöl, mun kostn-
aðurinn við það verða 35 millj.
dollara á dag. Um það bil 10.000 Ej
fyrirtæki munu leggja sitt af
mörkum, og 435.000 manns mun
beint eða óbeint vinna að fram-
kvæmdum við tunglskotið. Þeg-
ar flaugin leggur af stað mun
hver bandarísk fjölskylda hafa
greitt að meðaltali á fjórð'a þús-
und dollara til framkvæmdanna.
En þótt mannaðar geimferðir
séu það verkefni, sem mest ber
á, er þar fyrir ekki vanrækt að
starfa að öðrum verkefnum. Unn-
Framhald á 13. síðu.
Tveggja manna geimfarlö Gemini.
í anda Sölva
Helgasonar
Ekki er ,nú Tímlnn alltaf
„fréttafölsuTLarMiað” aS dómi
Morgunblaðsins. Þögar Tíminn
skýrir fr'á því í fréttum, að
mikil atvinna sé í ýmsum sjáv-
.arplássum úti um land vegna
gífurlegs afla, sem á land. hef-
ur borizt, segir Mbl., að Tím-
inn sé búinn að sanna ágæti
„viðreismarinnar". Þessi tónn
kveður við aftur í Mbl. í gær,
en undanfarið' hefur Tíminn
skýrt blaða bezt og gerst frá
hinum miklu önnum, sem eru
nú vi'ð landið norðan og austan
vert vegna hinnar igífurlegu
síldarhrotu, þeirrar mestu, sem
hér hefur komið um áratugi,
— að sögn sjómanna. — Eða
með öðrum orð'um Mbl. þakkar
„viðreisninni" gö,ngu sfldarinn
ar að landinu og aflasæld ís-
lenzkra skipa á síldarmiðun-
um|! _ Sö'lvi Helgason þótti
nokkuð drjúgur með sig, er
hann fullyrti, að hann hefði
reiknað tvö bör.n í konu suður
í Afríku og hefði annað verið
svart en hití hvítt, en augljóst
er nú, að Sölvi Helgason kemst
ekki í h'álfkvisti við viðreisnar-
meistara ríkisstjórnarinnar!
Var það „viðreisnin(t?
Það er ánægjulegt að vita,
að Mbl. skuli vera hrifið af
hinum glöigga fréttaflutningi
Tímans af atvinnulífinu og
vissulega má Mbl. taka Tímann
sér íil fyrirmyndar um frétta-
flutning, en hins vegar er rétt
að benda viðreisnarmeisturun-
um á, að þau skip, sem hafa
borið hinn mikla aflia að landi,
voru nú næstum öll keypt eða
pöntuð fyrir „viðreisn“ og
frystihúsin og síldarverksmiðj-
urnar úti um landi'ð eru þar
ekki fyrir áhrif „viðreisnarinn-
ar“. Þetta var allt komið áður.
Sfldarverksmi'ðjur,nar fyrir
Austurlandi, sem vinsíri stjóm
in var að byggjia upp og efla,
eru t. d. eins óskyldar „við-
reisninni“ og frekast er unnt,
þvj að þær voru nefndar „póli-
tísk og óþjóðhagsleg“ fjárfest-
ing og teknar sem sérstakt
dænij um pólitíska spillingu
Eysteins Jönssonar!!
Húsnæðismálin
En það, sem er alvarlegast,
er, a'ð þrátí fyrir hinn gífur-
lega afla, sem á land kemur
úti um landið, þá byggjast sjáv
arplássin ekki upp. „Viðreisn-
in“ hefur raskað svo öllum
hlutföillum í efnahagslífinu, a@
mönnum er orðið næstum
ókleift að eignast þak yfir höf-
uðið e'ða stofna til nýs atvinnu
rekstrar. Á þessum stöðum rík
ir því m'ikill húsnæðisskortur,
sem kemur í veg fyrir eðlileiga
fólksfjölgun í sjávarplássunum
úfi um landið. Atvinnuaukn-
ingarféð, sem fór m.a. til þess
að koma upp nýjum fi'iskiðnað-
arstöðvum í sjávarplássum til
að nýta afla betur og gera hann
verðmeiri, hefur verið skorið
ni'ður um meira en helming
miðað við kaupmátt krónunn-
ar af núverandi ríkisstjórn
Það cr hið miklla góðæri til
lands og sjávar, scm tefur fyr-
ir því að „Viðreisni,n“ heppnað-
ist fullkomlega, þótt á sumum
svfðum eins og t. d. í húsnæð-
ismálunum sé hún í algleymingi
og á gó'ðri Ieið með að skapa
að nýju „hina gömlu góðu
daga“.
2
T í M I N N, föstudagurirtn 27. júlí 1962. —