Tíminn - 27.07.1962, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.07.1962, Blaðsíða 3
Eisenhower i Kaupmanndhöfn Eins og skýrt hefur verið frá í fréttum kom Eisenhower, fyrrver. andi Bandaríkjaforsetí, í opinbera heimsókn til Danmerkur á þriðju- daginn, ásamt konu sinni, Mamie Eisenhower og tveim barnabörnum. — Myndin er tekin á flugstöðinni i Kaupmannahöfn og er Eisenhower og fylgdarlið hans að stíga upp í bifreiðina, sem flutti þau til gisti- húss. — Fremst á myndinni er Eisenhower og kona hans, en að baki þeirra stendur Barbara Ann og skyggir hún á andlit bróður síns Davids, en þau eru bæði barnabörn Eisenhowers. Við hlið Ann er kona bandaríska sendiherrans, frú Mc. Blair. — Eisenhower mun dvelja í fjóra daga í Danmörku og ferðast um landið. NTB-Lundúnum, 26. júlí í dag var rædd í neSri deild brezka þingsins vantrausts- tillaga Verkamannaflokksins á brezku stjórnina. Foringi stjórnarandstöðunnar og for- maður Verkamannaflokksins, Hugh Gaitskell fylgdi tillög- unni úr hlaði, en síðan flutti Macmillan, forsætisráðherr,a ræðu, sem er fyrsta meiri háttar ræðan, síðan hann gerði hinar róttæku breytingar á stjórn sinni. í ræðu sinni réðst Gaitskell harkalega að Macmillan, forsætis ráðherra, og krafðist þess, að hann segði af sér og efnt yrði til nýrra kosninga. Hann sagði, að hinar miklu breytingar sem gerðar heffiu veríð á brezku stjórninni undanfarið, sýndu bezt vanmátt stjórnarinnar til þess að leysa úr vtmdamálum þjóðarinnar, enda væri Macmillan vonlaus mað ur í vonlausri aðstöðu. Ráðherr- arnir sjö, sem urðu að víkja úr stjórninni, bera ekki einar ábyrgð' á því fjárhagslega öngþveiti sem nú ríkir í landinu, sagði Hugh Gaitskell. Macmillan steig næstur í ræðu- stólinn og vísaði öllum ásökunum Gaitskells á bug. Sagði hann, að í þau ellefu ár, sem íhaldsflokk- urinn hefði farið með stjórn lands mála, hefði Bretland gjörbreytzt til batnaðar í öllu tilliti og nú stæði það jafnfætis öðrum stór- veldum, bæði fjárhagslega og þjóðhagslega. Sagði forsætisráð- herrann, að breytingarnar á stjóminni hefðu verið nauðsyn- legar, því að nýir siðir krefðust nýrra manna. LYSTIYFIR VALDA- TOKU BELLAIALSIR NTB-Algeirsborg, 26. júlí Einn fremsti fulltrúi Ben Bella, Ahmed Boumendjel, lýsti því yfir í Algeirsborg í dag, að Ben Bella og 7-manna stjórnarnefnd hans hefði tek- iS öll völd í landinu. Þá skýrði Boumendjel frá því, að svæð- isherjunum þremur, sem styðja Ben Bella hafi verið bannað að fara inn á önnur hersvæði og væri þetta gert til þess að koma í veg fyrir árekstra milli herdeilda, sem hefðu ólíkar skoðanir á málun- um í Alsír. * Þá neitaði fulltrúinn þeim stað- hæfingum, að 30 menn hefðu fall- ið í átökunum, sem urðu í Con- stantine í gær, í sambandi við valdatöku Ben Bella. Ekki er gott að gera sér grein fyrir ástandinu í Alsír, en þó hafa menn ekki gefið frá sér vonina um, að takast megi að koma á sættum milli leiðtoganna og forða þannig landinu frá borgarastyrjöld, segir í fréttastofufregnum. Fréttamenn hafa bent á þrennt, sem valdabaráttan* í landinu geti leitt af sér. í fyrsta lagi borgara- styrjöld, í öðru lagi skiptingu lands ins í tvennt og í þriðja lagi alger valdatöku Ben Bella. Alvarlegt ástand Frá Algeirsborg berast þær frétt ii, að næstu daga muni verða gerð ar síðustu tilraunir til að koma á sáttum milli hinna stríðandi for- ingja í landinu, svo að ekki brjót- ist út borgarastyrjöld. en frétta- menn segja, að ástandið sé nú svo alvarlegt, að lítið þurfi til. svo að allt fari í bál og brand. Mohammed Khider.. hægri höna Ben Bella. kom í morgun tii Al- geirsborgar til þess að kynnast ástandinu þar, Áður en hann lagði upp í ferðina hafði hann lýst því yfir í Oran, að raunverulega væri deilan leyst með valdatöku Bella og stjórnarnefndar hans. Sagði Khider, að stjórnarnefndin myndi flytja aðalstöðvar sínar til Algeirs- borgar snemma í næstu viku. Þá sagði Khider, að ekki væri neitt við að athuga að hafa almenn- ar þingkosningar strax þann 12. ágúst, og hefði stjórnarnefnd Bella lagt til, að þeim yrði frest- i ið um einn mánuð, svo að þær geti farið fram í ró og spekt. Khider vék lítillega að Boudiaf og Belkacem Krim, en Krim birti ! í gær áskorun til allra íbúa í Alsír i um að snúa baki við Ben Bella og sameinast undir stjórn Ben Khedda, Khider sagði, að þessi á- skorun væri ekkert annað en hvatn ing til uppreisnar í landinu allt að því beiðn’ t'l fólksins um að fremja morð Khider sagði. að Ben Bella og sijórnarnefnd harís hefði ekki hugs að sér að tryggja sér völdin í Alsír með vopnavaldi, enda þótt slíkt væri leikur einn. Sagði Khider, að Bella hefð'i nú yfir að ráða um 40.000 manna her, og sá her nægði til þess að hertaka allt landið. Khedda ainn eftir Ben Khedda situr nú einn ef-tir í Algeirsborg, en allir . ráðherrar úr stjórn hans eru horfnir á braut. Um helmingur ráðherranna dvelur nú í aðalstöðvum Berba, bænum Tizi Ouzou i Kabýlafjöllum, en hin- ir hafa gengið í lið með Bella og dvelja í Oran. í dag birti Ben Khedda áskorun ti) alsírsku þjóðarinnar um að varðveita þjóðareininguna og var- aði við hættunni á afskiptum ann- arra þjóða. Sagði Khedda, að Alsír slæði á barmi borgarastyrjaldar, og einungis samhugur þjóðarinn- ar gæti komið í veg fyrir þá ógæfu. Fréttamenn í Algeirsborg segja að raunverulega sé það ekki Framh. á 15. síð'u. De GauBle til V-Þýzkalands NTB-París, 26. júlí — De Gaulle, Frakklandsforseti, mun fara í opinbera heim- sókn til Vestur-Þýzkalands í byrjun september og dvelja þar í fjóra daga, og endurgeldur þar með heim- sókn Adenauers í Frakk- landi fyrir skömmu. Tiiraunin enistókst herfilega NTB-Washington, 26. júlí. Bandaríska 'kjarnorkumála- stofnunin lýsti því yfir f dag að enginn hefði meiðzt og ekki værj hætta á geislun af völdum sprengingarinn- ar, sem varð í dag, er gera átti tilraun til að senda Thor-eldflaug með kjarn- orkusprengju upp í háloftin yfir Johnston-eyju í Kyrra- hafi. Eldflaugin sprakk í loft upp á jörðu niðri og brann til kaldra kola. Norsk stúlka myrt NTB-Kairo, 26. júlí. — Norsk lögregla fór í dag um borð í Stavanger-skipið Bergsboss, þar sem skipið lá við festar á Súezeiði, en grunur leikur á að morð hafi verið framið um borð í skipinu. Fyrir tólf dögum síðan fannst eldabuskan, Hjördís Nilsen, sem er 26 ára að aldri, látin á þil^ari skipsins en þá lá skipið { höfn í ír- an. Grunur leikur á, að hún hafi verið myrt og rannsak- ar nú lögreglan málið. Mikilvægt sam- komulag í Brussel NTB-Brussel, 26. júlí. — Á fundi Efnahagsbandalags Evrópu í Brussel { dag náð- ist samkomulag um vernd- un útflutnings á landbúnað arvörum frá Kanada, Nýja- Sjálandi og Ástralíu, þegar Bretar hafa gerzt aðilar að EBE. Duncan Sandys, sam- veldismálaráðherra Breta kom í dag til Brussel til að taka þá'tt í viðræðunum, en síðan mun hann ferðast til hinna ýmsu samvel.dislanda. Drög að samkomu- lagi í Kongó-deilunni NTB-Lundúnum, 26. júlí. Haft var eftir áreiðanlegum heimildum í Lundúnum í dag, að innan tíðar myndu Bandaríkin. Stóra-Bretland, Frakkland og Belgía leggja fram sameiginleg drög að samningi til lausnar Kongó vandamálinu. en fulltrúar fjórveldanna hafa setið á fundum undanfarið í Wash- ington. \ Krafa hrezka Verkamannaflokksins: acmilian T í M I N N, föstudagurinn 27. júli 1962. — 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.